Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 16
1(5 MORGUÍNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓVKMBER 1972 skýrsla um iðnþróunaráform. Þannig fóru frarri í tíð fyrr verandi ríkisstjórnar meiri og ítarlegri kannanir á iðn- aðinum og væntanlegri þró- un hans en nokkru sinni áð- ur. Þetta mikla undirbún- ingsstarf er grundvöllur þeirra áætlana, sem nú er verið að vinna að á þessu sviði. Jóhann Hafstein minnti einnig á í þessu sambandi, að Viðreisnarstjórnin hefði lagt ríka áherzlu á samhliða uppbyggingu í léttum iðnaði MIKILVÆGI IÐNAÐARINS O.tgöfandi hrf Árvakup Röykijavík PriSTríkvæmdastjóri Ha.raWur Sveinaaon. Ritsrtjórar Matflhlas Johannassan, Eýj'ólifur Konráö Jónsson. 9tyrm ir G unnarssun. RKstjórnarfulftrúi horbijörn Guðrrvundssofl Fréttastjóri Björn Jóhanrvason Auglýsingastjón Ámi Garöar Kristinesorv Rítstjórn og afgreiðsia Aöolstræti 6, sfmi 10-100. Augilýsingar Aðalstrwti 8, sfmi 22-4-60 Áskriftargjald 220,00 kr á 'rnám-uði irmoniands I teusasöTu 15,00 kr eintakið TPil skamms tíma hafa menn -*• litið á sjávarútveg og landbúnað sem tvo höfuðat- vinnuvegi þjóðarinnar. í raun réttri er það fyrst á síðustu árum, að menn hafa almennt gert sér ljóst, að iðnaðurinn er orðinn ein af meginundir- stöðunum í íslenzku atvinnu- lífi. Þannig töluðu núver- andi stjórnarflokkar fyrir síðustu kosningar um að leggja ætti höfuðáherzlu á að efla hina þjóðlegu at- vinnuvegi, sjávarútveg og landbúnað. Þetta eru fyrir löngu orð- in úrelt sjónarmið. Efnahags- legar framfarir í landinu eru að verulegu leyti undir iðn- aðinum komnar. Og þýðing iðnaðarins í efnahagslífinu mun enn aukast á komandi árum. Þannig er t.a.m. fyr- irsjáanlegt, að iðnaðurinn mun taka við stærstum hluta vinnuaflsaukningarinnar í næstu framtíð. Viðreisnarstjórnin lagði grundvöll að uppbyggingu iðnaðarins í landinu. Jóhann Hafstein, formaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti á Al- þingi fyrir skömmu störfum Viðreisnarstjórnarinnar að iðnaðarmálum, er hann mælti fyrir frumvarpi um eflingu iðnlánasjóðs. Hann skýrði m.a. frá, að um lang- an tíma hefði verið unnið í iðnaðarráðuneytinu að undir- búningi iðnþróunaráætlunar, og árið 1971 hefðu komið út á vegum ráðuneytisins og stóriðju. Hann hrakti þær fullyrðingar, að Viðreisnar- stjórnin hefði stefnt að því, að iðnfyrirtækin yrðu eign erlendra aðila. Þannig er kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn að meirihluta til eign íslendinga, en hagkvæmara þótti að hafa annan hátt á við byggingu álverksmiðj- unnar í Straumsvík. Álverk- smiðjan var einnig undir- staða stórvirkjana í Þjórsá. Öll þjóðin sér nú, að í þess- um efnum var stefnt í rétta átt, þó að úrtölumenn hafi á sínum tíma reynt allt hvað þeir gátu til þess að bregða fæti fyrir framgang þessar- ar iðnaðarstefnu. Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völd- um, og hún hefur valið þann kost að feta í öllum megin verandi ríkisstjórn markaði atriðum í þau spor, sem fyrr- í iðnaðarmálum. FORNRITIN í ALÞJÓÐLEGT UMHVERFI Tslendingar hafa löngum verið eða a.m.k. viljað vera bókaþjóð. Eflaust eru þetta orð að sönnu, enda er bókaútgáfa mikil í landinu, og bókmenning okkar er byggð á fornum og traustum merg. I raun réttri eru þess- ar fornu bókmenntir undir- staða þjóðlegrar menningar okkar og reisnar sem sjálf- stæðrar þjóðar í heimi risa- velda. Nýlega var haldin umfangs mikil alþjóðleg bókasýning í Frankfurt. Vakin hefur verið athygli á, að á þessari sýn- ingu hafi fátt eitt verið, er minnt hafi á íslenzka bók- menningu. Alþjóðlegar bóka- sýningar af þessu tagi eru þó engu að síður kjörinn vett- vangur til þess að kynna ís- lenzkar bókmenntir fornar og nýjar. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram, að nauðsynlegt væri að gera úr garði heildarútgáfu á forn- bókmenntunum á einni eða tveimur heimstungum. Þessar bókmenntir eru ekki einungis söguleg arfléifð, þær eiga að lyfta okkur í sessi á meðal þjóðanna. Þær eru okkar framlag til alþjóð- legrar bókmenningar. En þessi gömlu rit eru engan veginn jafn þekkt meðal ann arra þjóða eins og oft hefur verið haldið fram. Af þeim sökum höfum við mikið verk að vinna á þessu sviði. Vönduð útgáfa á fornrit- unum á erlendum tungumál- um er bezt til þess fallin að kynna íslenzka bókmenn- ingu meðal þjóðanna. Við eigum að koma slíkum út- gáfum á alþjóðlegar bókasýn ingar Hér er að vísu um geysilega fjárfrekt verk að ræða; þessu yrði því aldrei komið í framkvæmd nema með samstilltu átaki margra aðila. Menn mega hins vegar ekki láta kostnaðinn vaxa sér í augum, því að þessar bækur eru einmitt sá bak- hjarl, sem fært hefur sönn- ur á tilverurétt okkar smáu þjóðar. Hneykslin hjálpa George McGovern Eftir William Millinship TJW7 THE OBSEKVER Detroit — George McGovern öld- ungadeildarmaður hefur tekið upp þá aðferð á lokastigi kosninga- baráttunnar í Bandaríkjunum að túika hana sem baráttu góðs og ills og sem baráttu um þjóðarsál Banda- ríkjanna. Hann treystir mikið á sjónvarpið, og áskoranir hans til kjósenda um brautargengi eru á þá leið að hann sé heiðvirður maður, sem muni end- urvekja trú venjulegra Ameríku- manna á heiðarlegri stjórn. Hann er ekki lengur í vöm og gagnrýnir hvert einasta atriði í stjórnarferli Nixons, en leggur langmesta áherzlu á tvennt: að Nixon skuli ekki hafa bundið enda á Víetnamstriðið fyrir fjórum árum og að fréttir herma að nokkrir nánustu ráðunautar Nixons séu viðriðnir pólitískar njósnir og skemmdarverk, er hafi beinzt gegn Demókrataflokknum. Baráttuaðferðir McGoverns og Nixons eru gerólíkar. McGovern boð ar Ameríkumönnum háleita framtíð- arsýn, en sameinar beinskeytta mælsku og rólega, einbeitta og stundum alþýðlega framkomu. Þótt Nixon hafi orð fyrir að vera einhver harðskeyttasti baráttumaður bandariskra stjómmála á síðari tím- um, lætur hann eins og hann sé hátt hafinn yfir dægurþras stjórnmál- anna. Skoðanakannanir spá honum líka sögulegum sigri í kosningunum. Hann lýtur aldrei svo lágt að nefna mótframbjóðandann. Hann nefnir sjaldan Repúblikanaflokkinn. Þeg- ar hann ferðast, ferðast hann sem forseti, en ekki sem frambjóðandi og lætur undirtyllur sínar um að svara árásum mótframbjóðandans. McGovem talar af heilagri vand- lætingu um stríðið og „spillingu" og virðist raunverulega sannfærður um að „litla fólkið", sem hann kallar umbjóðendur sína, hljóti að vera jafnhneykslað og hann. Hann sann- færðist greinilega ennþá betur um þetta þegar Washington Post Ijóstr- aði því upp að H.R. Haldeman, yfir- maður starfsliðs Nixons forseta, væri i hópi embættismanna, sem hefðu að- gang að 700.000 dollara leynisjóði, sem staðhæft er að hafi verið notað- ur til þess að kosta njósnir og skemmdarverk gegn demókrötum. Sama dag og fréttin birtist sagði McGovern á fundi með hrifnum áheyrendum í Cleveland: „Nú er hægt að rekja alla þræði þessar- ar viðurstygírilegu spillingar og skemmdarverka beint til Richard Nixons." Síðar um daginn kom McGovem fram í sjónvarpi og talaði í hálftíma um þörfina á heiðarlegri stjóm: „Við stöndum andspænis sið- gæðislegri og þingræðislegri kreppu, sem á sér enga hliðstæðu," sagði hann. Afstaða McGoverns til stríðsins grundvallast á þeirri forsendu, að Nixon forseti hefði getað bundið enda á það fyrir fjórum árum með mjög svipuðum skilmálum og líklegt er að hann semji um nú. Hann spyr af mikilli mælsku í næstum því öll- um ræðum, sem hann heldur, og næst um því alltaf þegar hann kem- ur fram í sjónvarpi: „Nixon forseti, hvers vegna var nauðsynlegt að drepa 20.000 unga Bandaríkja- rikjamenn til viðbótar í þessu stríði? Hvað vannstu með þvi að flæma sex milljónir manna burtu frá heimilum sínum, aðallega í Suður-Víetnam? Hvað vannstu með því að eyða 60.000 milljónum dollara í stríðið síð- ustu fjögur árin? Færðirðu all- ar þessar fórnir til þess að bjarga pólitískri aðstöðu þinni vegna aagn- rýni hægrisinna?" McGovern segir, að allt þetta hafi Nixon gert til þess að halda Thieu hershöfðingja við völd í Saigon* manni sem hann kallar „spilltan einræðisherra" og „þorp- ara“, sem hafi stolið bandariskri að- stoð og sé ekki þess virði að fyrir hann sé fórnað einum einasta banda rískum blóðdropa og ekki einum ein asta bandarískum dollara. Hann spyr fleiri mælskuspurninga um pólitískar njósnir, leynisjóði, hneyksli sem stjórnin sé viðriðin og „sérhagsmunahópa", sem kosti kosn- ingabaráttu Nixons á laun. McGovern virðist hafa litið svo á, að uppljóstranirnar um Haldeman hafi verið týndi hlekkurinn í þess- um „spillingarmálum", sem geri hon- um kleift að skella skuldinni á Nixon sjálfan. Allt frá upphafi kosn ingabaráttu McGoverns hafa demókratar vonað, að aðalmál kosn- inganna yrði Nixon sjálfur. Aðferð- ir republikana, óheppni demókrata, klofningur þeirra, klaufaskapur þeirra og heimska gerðu það að verk um, að McGovern var lengi vel i varnarstöðu. McGovern varð aðalmál kosninganna, en ekki Nixon. McGovern lenti í stöðugum víta hring vegna þess að hann þurfti að útskýra fyrri mistök og breytingar frá fyrri afstöðu. Nú hefur hagur hans vænk- azt smátt og smátt, ef trúa má skoð- anakönnunum, og hann er kominn í sókn. Hann heldur uppi árásum á forsetann sjálfan og virðist trúa því í einlægni að einhvern veginn muni forskot Nixons hverfa á síðustu vik- um kosningabaráttunnar. McGovem hefur oft komið fram í sjónvarpi á undanfömum vikum, og það hefur greinilega hjálpað honum. Eftir sjón varpinu að dæma er hann grandvar maður, trúverðugur og einlægur og greinilega óþreytandi að svara spumingum venjulegra kjósenda. George MeGovern. Hann fullyrðir, að viðbrögð al- mennings við stríðinu og spillingar- málunum séu þegar orðin harðari en skoðanakannanir gefi til kynna. Hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki, tengir hann alla gagnrýni sína á Nixon-stjómina við þessar tvær höfuðásakanir. Hann held- ur því fram, að striðið hafi leitt til hækkandi verðlags og efnahagslegra skakkafalla, sem hafi haft atvinnu- leysi i för með sér, og að nú sé svo komið, að hjá því verði ekki komizt að bandaríska þjóðin færi fórnir. En þessara fóma sé krafizt af venjuleg- um skattgreiðendum, en ekki auðug- um og áhrifamiklum borgurum, sem kaupi sér sérréttindi af Nixonstjórn inni með framlögum í leynilega kosn- ingasjóði. Vikum saman hefur McGovern tek ið fyrir fjölda mála, og fjölbreytt gagnrýni hans hefur aðeins ruglað kjósendur í ríminu, en nú virðist hann hafa fundið einfalda og áhrifa mikla leið tii þess að finna höggstað á stjóminni. Hann hefur sameinað í eina auðskilda ræðu aðalásakanir sínar á stjórnina, svo að allir skilja hann. Þetta er kannski ástæðan til þess, að hann er haldinn meiri sann- færingarkrafti en áður. Hann á lít- inn tima eftir, en ef honum tekst a8 láta taka meira mark á hreinskilni sinni og einbeitni má vera að barátt an sé ekki vonlaus og að úrslit kosn- irbgaTina verði tvísýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.