Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR t 28. tbl. fiO. árg. FÖSTUDAGUR 2. FEBRUAR 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins. PAN-AM og TWA; Hætta við að kaupa Concorde Mikið áfall fyrir evrópskan flugvélaiðnað I>essi mynd er ekki írá styrjald arsvæðiim á erlendri grund, eins og einhver kynni að halda, held- ur tekin í Vestmannaeyjum í fyrradag af björguna,rsveitarmönn um að flytja búslóð úr einu ibúð- arhúsanna út á fhigvöll. Er nú talið að búið sé að flytja búslóðir úr öllum þeim húsum, sem geta talizt í hættu vegna ösku fallsins. París, 1. febrúar, AP, NTB. i ÁKVÖRÐUN hinna stóru banda- rísku flugfélaga, Pan American j og Trans World Airlines, um að hætta við kaup á hljóðfráum Concorde farþegaþotum, er mikið áfall fyrir evrópska flug- vélaiðnaðinn. Félögin tvö höfðu lausa samninga um katip á 13 þotum af þessari gerð. Frönslku blöðin gera mi'kið úr þessu máli og eru skoðanir þeirra um ástæðuna skiptar. Sum þeirra geta sér þesis til að þetta sé jafn- ve) bein tilraun Bandaríkjanna tiil að „vinma skemimdarverk“ á evrópska flugvélaiðnaðinu.m, til Úrskurð- ur í Haag kveðinn upp í dag Alþjóðadóinstólinn í Haag mun í dag (föstudag) kveða upp úrskúrð um, hvort hann hafi réttindi til að skera úr um hvort stækkun íslenzku fisk- veiðilögsögunnar brjóti í bága við alþjóðalög. Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi lögsögu í niálinu. mun hann hefja dómsrannsókn mjög fljótlega. Bretland og Vestur- Þýzkaland hafa skotið máli sínu til dómstólsins og flutt það fyrir honum, en Island neitar, sem kunn- ugt er, að viðurkenna lög- sögu hans og hefur enga fulltrúa sent. 600 bandarískir stríðs- fangar í búðum í Kína — segir rússneski blaðamaöurinn Victor Louis að minnka samkeppnina. Ön.nur líta á þetta sem fyrstu breiðsáð- una í efnahagslegri árás á Eína- hagsbandalag Evrópu. En þótt afpantanir flugfélag- anna tveggja séu mikið áfail eru framileiðendur vélanna, British Aircraft Córporation í Bretlandi og Aerospatiale í Frakklandi, enn bjartsýnir um framtíð henn- ar. Tólf önnur flugfélög eiga pantaðar 30 vélar þótt etóki séu allar þær pantanir staðfestar og fleiri félög hafa sýnt mikinn áhuga. Framleiðendur telja að þegar vélifn verður komin í notkun, muni bandarísku flugféiögin neyðast til að festa kaup á þeim til að vera samkepþnishæf. — Ríkisstjórnir Bretlands og Frakk iands hafa lagt fram tæpan milljarð sterlingspunda tii rann- sókna og smíða á Coneorde. Saigon, London, 1. febrúar — AP Rússneski blaðamnðurinn ! sitji í leynilegum stríðsfanga- Q Alþjóðlega eftirlitsnefnd- in í Suður-Vietnam fékk í dag til rannsóknar sína Victor Louis segir, að '■ búðum í Kína og sé mjög fyrstu kæru um vopnahlés- j sem tcknir hafi verið til 1 i fanga í stríðinu í Indókína, l 600 bandarískir hermenn, vandlega gætt. Framihald á bls. 21 Nixon og Heath leggja áherzlu á ad: Hindra viðskiptastríð Bandaríkjanna og EBE er 32 síður í dag. Efni blaðsins er m.a.: Fréttir 1, 2, 3, 5, 12, 13, 32 Spurt og svarað 4 Bókmenntir og listir 10 Fjárþörf og fjáröifiiUin vegna Vestmannaeyja- gossins, eftir Gumnar Thoroddsen alþm. 16 Hafnarhrip M: Gamli Carltsberg 17 þróttir 30—31 Washiington, 1. febrúar, AP. | EDWARD Heath, forsætisráð- herra Bretlands, kom til Washingj ton i dag, til viðræðna við Nix- on forsieta. Leiðtogarnir tveir heilsuðiist mjög vinsamlega þeg- ar Heath kom til Hvíta hússins og í stuttum ávörpum, sem þeir fluttu, létu þeir í Ijós þá ósk, að nu þegar friður væri kominn á í Víetnam, væri hægt að ein- beita sér að mikilsverðum sam- eiginlegum málefnum Banda- ríkjanna og Evrópu. Heatih og Nixon munu eiga tveggja daga viðræður og það miál sem án efa verður lögð mest áherzla á er hvernig megi koma í veg fyrir viðskiptastrið miili Bandaríkjanna og Efnaiíags- bandalags Evrópu. Nú, þegar áhyggjurnar af stríðinu í Víefcnam ættu að vera að mestu úr sögunmá, er búizt við að stjórn Bandaríkjanna muni leggja mun meiri rækt við samskiptin við Evrópu en gert hefur verið undanfarln ár. Nú, þegar EBE-lömdin eru orð- in níu talsiin.s og svið þeirra að verða Uimfang9meira, verður hættan sitöðugt meiri á að hags- mmnir þeirra og Bandaríkjanna rekist á og hvers komar efna- hagsstríð gæti orðið báðuim til um leiðtoganna fyrr en í al- milkils tjóns. Einnig er að mörgu mennri fréttatilkynningu þegar að hyggja í varnarmálum. Ekki verður skýrt frá viðræð- þeim lýkur. Heatih, héit hins veg- Framihald á bls. 21 Palme vingast við USA OLOF Pahne, forsætisráð- herra sagði í ræðu í sænska þuiginu í dag að Sviar vildu eðlileg samskipti við Bandarik in. „Við höifum verið innilega ósammála bandarísku stjóm- inni, og af þeirri ástæðu hafa Bandaríkn kosið að taka kuldalega afstöðu til okkar. Það er ekki vilji okkar að þetta ástand var',“ sagði hann. Pabne sagði að Svíar myndu gera ali't sem í þeirra valdi stæði til að styðja viðreisnar- starf i Vietnam. Landhelgisstríð milli Marokkó og Spánar? Spænskir fiskimenn mótmæla harðlega útfærslu fiskveiði- lögsögu Marokkó í 70 milur Madrid, 1. febrúar — NTB HÆl'TA er á að landhelgis- stríð br.jót.ist út milli Mar- okkó og Spánar eftir að Marokkó tók einhliða ák\örð- un um að færa fiskveiðilög- sögu sína úr 12 mílum í 70. Spænsku fiskimennirnir, sem verða fyrir barðinu á þessu, haida því fram, að stækkunin svipti þúsundir fiskimanna á Suður-Spáni og Kanaríeyjum lífsviðurværi sínu. Þeir hafa leitað til ríkis- stjórnariinniar og kraíizt að- gerða af hennar háifu. Það var hin hálfopinbera spænska fréttastofa, EFE, serni skýrðí frá þessu. Spaanska stjómin hefur málið til athugunar og hefur enn ekki gefið út neina opin- bera yfirlýsingu um það, en hennar er að vænta eimhvern næstu daiga. Talsmaður spænska utanríkisráðuineytis- ins staðfesti, að spænska f isk iman nasam band ið hefði snúið sér til ríkisstjórnarinn- ar og beðið hana um að gripa strax í taumana. Hann vildi hins vegar ekki gefa neinar frekari upplýsingar um málið fyrr en sitjómin hefðd fjaliað um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.