Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGTJR 21. FEBRÚAR 1973 5 Furðuverkið — sköpunin Æfing í Lindarbæ Úr einu atriði leikritsins. I,,jósm. Mbl. Kr. Ben. OKKt’B vantar börn til að ganga hérna hringi i kringum Kólina, Vilja ekki einhverjir vera með ? Þetta er enginn vandi... — Úranus er sniðug:ur, hann snýst öðru vísi en hinir hnettirnir . . . Neptúnus er ekki eins kjánalegur, hann veit alveg hvert Iiann er að fara . .. Við erum stödd á leikæfingu i Lindarbæ. Verið er að æfa Furðuverkið, og þó að engin börn séu nú á meðal áhorf- enda, þá eiga sjálfsagt ófá börnin eftir að horfa á Furðu- verkið, eða réttara sagt taka þátt í þvi á næstunni. Við sjáum leikarana leika glóandi jörðina, frumur og fiska í sjónum, við heyrum þá lýsa sköpun jarðarinnar fyrir 5000 milljón árum, og við sjáum lifið verða til. Hvernig varð lífið til? Eigum við að leika það og sýna, þeg- ar það varð til? Og svo gerð- ist það furðuverkið . . . Árni Elvar hættir að leika á orgelið og hlé verður á æf- ingunni. ■———————a— Furðuverkið fjallar «m sköpun jarðar og þróunarsög una, sagði Kristín Magnús Guðbjartsdóttir, en Kristín hefur eins og kunnugt er stjórnað ferðaleikhúsinu und- anfarin sumur. — Ég hef verið að melta þetta með mér undanfarin tvö ár. Ég sá leikrit i London, sem varð kveikjan að þessu leikriti mínu. Erlendis er börn um kennd sköpunarfræði, allt frá sjö ára aldiá, en hér fer engin slík kennsla fram, og ég hef gengið úr skugga um, að íslenzk barnabók, sem fjall ar um sköpun jarðarinnar er ekki til. En ég hef orðið vör við áhuga á þessum málum hjá börnum, og vonast til að þau eigi eftir að hafa gaman af þessu leikriti. Þetta er fyrst og fremst fræðandi stykki, sagði Kristín eins og öll leikrit eiga að vera, bætti hún við með bros á vör. Verður þetta leikrit sýnt í Þjóðleikhúsinu? þetta sem farandsýningu. Við ætlum að sýna þetta úti á landi á litlum leiksviðum. Við viljum fá börnin til að taka þátt í leiknum, nota ímyndun- arafl þeirra, og fá þau til að taka afstöðu til okkar túlk- unar, og koma með hug- myndir. Á mtlli atriða komum við fram sem við sjálf, berum fram spurningar og komum með ágizkanir, en með því fá- um við fram hugmyndir hjá börnunum. — Þjóðleikhúsið er að mínum dómi of stórt fyr ir Furðuverkið, of stórt til að ná til barnanna. Hvar verður frumsýningin og hvenær? — Frumsýningin verður 11. marz, en við viturn ekki enn hvar. Við ætlum fyrst um sinn að halda sýningar á Suð- urlándsundirlendinu og ein- göngu um helgar. Meðferðis höfum við allan útbúnað, leik- fatnað, myndir og leiksvið, sem hægt er að taka sundur. Er ekki hér um nýjung að ræða? — Jú, ég held að mér sé óhætt að segja, að í þau 27 ár, sem Þjóðleikhúsið hefur starfað, hefur ekki verið farið með barnaleikrit út á land. Að mínum dómi er nauðsynlegt að halda fleiri sýningar á litl- um sviðum og í þrengri hóp. Börn hafa tilhneigingu til að hugsa sér leikhús sem fínan og skrautlegan stað, þar sem allir mæti í sparifötum. En það þarf í raun og veru ekk- ert skraut til að skemmta börnunum, aðalatriðið er að fá þau til að taka þátt i leikn- um. Og áfram hélt æfingin og við fylgdumst með þeim Krist ínu, Herdísi Þorvaldsdóttur, Höllu Guðmundsdóttur og Sig mundi Erni Arngrímssyni, bregða sér í gervi fruma, fiska, apa og steinaldar- manna, sem tóku okkur 5000 milljón ár aftur i tímann. 2d mynd: Nei, ég hef hugsað mér STIKUR Jóhann Hjálmarsson Skáldum gefnar einkunnir YFIRLEITT má segja um Andvara, tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Hins islenzka þjóðvinafélags, að menn missi ekki af m klu þótt þeir sjái hann ekki. Andvari er í ákaflega föstuim skorðum undir ritstjórn þeirra Finnboga Guðmundssonar og Helga Sæmundssonar, einhvers kon ar kyrrstaða setur svip sinn á ritið. Að vísu er hægt að benda á undan- tekningar, sem bera þvi vitni að rit- stjórarnir hafi löngun til að yngja rit ið upp. Stundum birtast sýnishorn ís lensks skáldskapar í ritinu og nokkr ar athyglisverðar yfirlitsgreinar um íslenskar bókmenntir hafa flotið með. Efni af þessu tagi þyrfti að verða fyr irferðarmeira i Andvara sé hugmynd in raunverulega sú að ritið leggi eitt hvað af mörkum til íslenskra bók- mennta og umræðna um þær. Meðal efnis í Andvara 1972 er löng grein eftir Helga Sæmundsson um ís lenska Ijóðlist 1969—1971. í inngangi segir Helgi Sæmundsson að ljóðagerð in setjl „sennilega enn mestan svip á íslenzkar bókmenntir", og víkur síðan að formbreytingunni í Ijóðlist- inni: „Miklar deilur urðu um nýjung ar í íslenzkri ljóðagerð upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Þeirra gætir naum ast lengur. Breytingarnar voru um margt heillavænlegar og leiddu eng an veginn til byltingar eins og sum ir óttuðust, heldur farsællar þróunar, sem var fagnaðarefni. Af þeim hlut ust ekki háskaleg kynslóðaskipti, svo að djúp yrði staðfest miKli gam- alla skálda og ungra. Fornri hefð var eigi raskað, þó að nýir siðir kæmu til sögunnar. Ljóðagerðin 1969—1971 sýnir, að deilumar fyrrum voru fjarri lagi. Auðvitað breytist ljóðformið, en alls ekk'. með þeim hætti, sem spáð var tO að hneykslast á.“ Bækur eldri skáldanna verða Helga Sæmundssyni minnisstæðastar: Inn- an hringsins eftir Guðmund Böðvars son, Ný og nið eftir Jóhannes úr Kötl um, Vísur jarðarinnar eftir Þorgeir Sveinbjarnarson og Rímblöð Hannes ar Péturssonar. Þó kann hann ekki að meta Hliðin á sléttunni eftir Stef án Hörð Grímsson og þykir mér dóm ur hans um bókina leiða í ljós nokk uð takmarkaðan Ijóðasmekk. Stefán Hörður er mestur nýjungamaður þessara skálda og einstaklega ljóð- rænt og hugþekkt skáld. Helgi talar um nýjungar, „sem enn muni á til- raunastigi", „brot“, kvæði, sem „ná varla tilgangi sínum", listræna af- stöðu, sem ekki dylst, en „fer ein- hvern veginn út um þúfur.“ Kyndugast er að Helgi telur sig þess umkominn að leggja Stefáni Herði lifsreglurnar: „En Stefán Hörður verður að ráðast í meira, ef hann hyggst færa út riki sitt.“ Að mínu viti er Ijóðabók Stff- áins Harðar rökrétt framhaid fyrri bóka hans. Hliðin á sléttunni er bók, ^em ekki veldur vonbrigðum og ef til vili er hún merkasta verk þess tima bils, sem Helgi Sæmundsson fjallar um. Aftur á móti verður hér tekið und ir þau orð Helga Sæmundssonar að ljóðabók Þuríðar Guðmundsdóttur Aðeins eitt blóm sé snjallasta frum smiðin á tímabilmu. Svo hrifinn er Helgi af ljóðum Þuriðar að hann end ar grein sína á eftirfarandi ummæl- um. „Á nær þvi háifuim öðrum ára- tug hafði ekkert ungt íslenzkt ljóð- skáld kvatt sér hljóðs svipað og hún.“ Hér hefði verið óhætt að nefna frum smið Nínu Bjarkar Árnadóttur, Unig ijóð, sem einnig var mjög geðfellt verk. Helgi Sæmundsson er örlátur á einkunnir í yfirlitsgrein simni. Hann velur þann kost að láta Ijóðin tala, greinin er mestmegnis tilvitnanir með athugasemdum, sem stundum orka tvimælis svo ekki sé meira sagt, en eru þó margar settar fram af glögg- skyggni eins og vænta mátti. Helga er annt um íslenska ljóðiist og það er aðalkosturinn við þessa samfylgd hans. í Andvara er ný smásaga eftir Indr iða G. Þorsteinsson: „Lunginn úr jörp um kerruhesti. Sagan er ismeygileg þjóðlífsmynd, samin af þeirri iþrótt, sem gerir sögur Indriða G. Þorsteins sonar svo sérstæðar. Birt eru tvö ljóð eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömr- um. Ljóð Guðfinnu frá Hömrum hafa öðlast nýtt gildi með hinni vönduðu útgáfu Almenma bókafólagsins, sem Kristján Karlsson sá um. Ritgerð Kristjáns Karlssonar um skáidskap Guðfinnu skipar henni i nýtt bók- menntalegt samhengi. Það er því mið ur sjaldgæft að þannig sé skrifað um bókmenntir. En þeir, sem vilja fræð- ast nánar um Guðfinmu frá Hömrum Helgri Sæmundsson. geta lesið grein Arnórs Sigurjónsson ar um hana i Andvara, en greinin samanstendur af persónulegum minn ingum um skáldkonuna. Arnór er aft ur á móti e'num of upptekinn af sjálf um sér til þess að greinim hafi veru- legt gildi. Af öðru efni í Amdvara, sem ástæða er t'I að mæla með, er til dæmis grein eftir Jón Gíslason um uppeidi og menntun Hellena, Aldarafmæli há- skólafyrirlestra Brandesar eftir Sverrl Kristjánsson, Næturvig i Gísla sögu eftir Hermann Pálsson og grein argerð eftir Gils Guðmundsson um útgáfustarfsemii Menningarsj óðs. Andvari er að þessu sinni með hressilegra móti. En hitt er engu að síður ljóst að timaritið er of þung- lamalegt til þess að geta talist ó- missand'. fyrir þá, sem telja að það hafi skyldur að rækja við íslemskar bókmenntir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.