Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 25
25 i MORGUNBLADIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. FE8RÚAR 1973 — Góðan daginn Guðnmnd- ur hvemig gengur annars, — Ér bað um inniskóna! — Sjáðu stóra, ljóta fress- köttinn þarna hinum megin. — Bókmenntir „t»ar hillir óskalandið46 Framhald af bls. 12. sörmi og áður, átthagarnir og minningarnar um þá — og við- hocfin við mannlegu eðli og tján- ingu þess á breyttum tímum. Nú er meiri tregi en oftast áður í upprifjun minninganna, og það hefur haustað að í huga skálds- iiis þó að hann geri sér fylliiega grein fyrir því, að hið innra er samt við sig, og er þetta skýrt og listilega sagt í þessum erind- um: „Nú er tízka að sýnast svalur sóiin þegar heitast skín, lýsa ei með Ijósum orðum leyndri von né hugarsýn. Þótt við klæðumst viravirkis varnarbrynju niðrá tær, logar eldur enn sem forðum undir, þar sem hjartað slær. Þó að tízkan ráði ríkjum, rim og stuðlar falli úr móð, rómantik sé dæmd til dauða, dýrlr hættir, ástarljóð, bærist undir yfirborði ennþá hinar sömu þrár. Hjörtu manna harla lítið hafa breytzt í þúsund ár.“ Nú er ekkert sitt á hvað i við- horfum hans við manninum, jafnt sem einstaklingi og samfélags- legri veru. Skáldið gengur hressi- lega að verki og sker að beini, ekki sízt á þeim, sem hrópa: fylg- ið mér og þeim, sem ég trúi á, og þá mun allt, sem þið girnizt, veit- ast ykkur hér í þessu jarðlifi. Kvæðið Skálkaskjól hefst þann- ig: „Það breytir enginn eðli nokkurs manns, þótt ævilangt sé mótuð skapgerð hans. í hverju fræi er faiinn kjami smár. Sjá litið barn, sem leikur gulli að og lætuir ekki bróður hremma það. Þar byrjar stríðið strax hið fyrsta ár. Að öllu skuli skipt við lífsins borð og skammtað jafnt, svo hljóma fögur orð um eina heild og eilíf friðarjól. Sú himinborna hugsjón vel er gjörð. En hún mun aldrei komast niðrá jörð, og er því notuð fyrir skálkaskjól." Og í síðari hiuta þriðja erindis segir svo: „Og máski dæmist þyngsta syndin sú, að saklaust fólk var blekkt með þeirri trú, sem vitað er, að ekki staðist fær.“ f næsta ljóði, Tvíburabræður, er hann enn við sama heygarðs- hornið, færir þar rök að því, hve eiginhagsmunahvötin sé óhugn- anlegá eðlislæg staðreynd. Bræð- urnir lágu og hjöluðu í bróðemni í vöggunni, fóru svo til leiks og náms um lífsins heillandi slóð- ir. Og velgengni annars var ham- ingja hins. Og þeim var kærast í keppni að koma jafnir að marki, þvi einstaklingshyggjan var óljós þrá og enn milli svefns og vöku. En: . . . nú, þegar hallar ævi ört, til úrslita hlýtur að draga. Þeir hagnýta tækni og töfrabrögð og tefla um iíf og dauða, unz annars fall verður ham- ingja hins.“ Það getur svo varla talizt und- arlegt, að þá er Heiðrekur hefur lesið „stefnuskrár flokkanna finun“, sem keppast allir við að lofa gulli og grænum skógum, láti sér þetta um munn fara í Ijóði: „En ég er þó trúlega hólpinn, hvemig sem fer. Og handan við kjördag er bjart yfir framtið minni. En — fyrst þeir lofa því sama allir sem einn, er ástæðulaust að kjósa að þessu sinni." En þrátt fyrir allt, sem hér hef- ur verið vitnað til, já, og þrátt fyrir það, að skáldið segir: „Og dcottinn sjálfur dæmir hart hvern draumamann. Það bregð- ast allir, einkum þeim, og einn- ig hann,“ — og þá farast honum þannig orð í kvæðinu Við torgíð, þegar hann hefur minnzt þess, sem þorri imgs fólks átti við að búa í bemsku hans og æsku: „Nú skilja fáir annað eins. Og öfundsverð er kynslóð sú, sem fæddist ekki fyrr en svo, að fátækt öll var Mðin tíð. En ef hún gæti gert sér ljóst, hve gæfusöm og frjáls hún er, til þeirra mundi hún hugsa hlýtt, sem henni bjuggu þvílák kjör. En þó að ég sé þreyttur nú og þrái góða hvild um sinn, þá vildi ég gjama vakna á ný á vori snemma — um sólarris, ef strokið gæti ég árin af, svo ör og hrukkur fylgdu með. --------Að öðrum ko.sti allra helzt um eilífð vil ég sofa rótt.“ Og í síðasta kvæðinu, Lang- ferðir, minnist hann þess, að þá er hann var ungur, beið hann á bæjarhlaði búinn til langrar heimanferðar, en úr henni varð ekkert í það sinn, svo óljúft sem honum var það, því að föður hans leizt iLLa á veðurhorfur. Nú sé að liða að þvi, að hann veffði að leggja upp í langa ferð og skyggnist mjög til lofts og „skimar eftir veðrabrigðum nýj- um í von um hrið,“ sem hindri för hans. Hann hefur sem sé alls ekki, þrátt fyrir öil sín vonbrigði og sitt hlífðarlausa raunsæi misst til fulls sjónar á óskalöndum hins töfrabláa fjarska. Hann segir í lok ljóðsins Heim- urinn og ég: „Þú breyttir ekki heimi hót, en honum tókst að breyta þér.“ Þetta virðist mót- sögn við þá ályktun, sem ég hef áður vitnað til: „enginn breytir eðli nokkurs manns, þó ævilangt sé mótuð skapgerð hans,“ en nánar athugað er hvort tveggja þetta rétt. í hverjum manni er tvennt til, þó að hLútföllin milli þessi muni vera misjöfn. öllum lífverum er sjálfsbjargarhvötin eðlislæg nauðsyn, og það er ekki fyrr en hún er orðin mjög áber- andi í framkomu og breytni mannsins, sem hún er kölluð eig- ingimi. öllum er líka meðfædd ekki aðeins þörfin á að njóta ást- úðar, heldur líka til að veita hana. Séu þessar eðlishvatir manninum meðfæddar í jöfnum mæli — og uppeldi og aðstæður á bemsku- og unglingsárum breyta ekki hlutfölluinum, kem- ur þörf bamsins fyrir að njóta ástúðar og endurgjalda hana að- eins fram hjá fullvaxta mannin- um — í svo til óbreyttu formi — í samvistum hans við sína nán- ustu, en gagnvart öðrum í vel- vild, samúð og hjálpsemi, sem þegar mikið liggur við getur jafn vel orðið að fómfýsi, sem ekki sést fyrir. Það er í rauninni sam- félag slíkra valmenna, sem sjá- endur óskalanda hins firðbláa fjarska hafa látið sig dreyma uim í vöku og slíkt samfélag hef- ur ungmennið Heiðrekur Guð- mundsson þráð, þó að hann af sínu meðfædda raunsæi fengi ekki tekið þá trú, að það gæti orðið til í skyndiáhlaupi, laug- að og skírt í blóði. Hann hafði aðeins fest traust á, að hinu ís- lenzka þjóðfélagi og öðrum, sem virtu frelsi og varðveitt höfðu menningararf, gæti miðað veru- lega í þessa átt, ef takast mætti að útrýma fátæktinni og misrétt- inu að mestu ieyti og koma ■ á mjög auknum jöfnuði í aðstöðu til hvers konar náms. stórum jaötari efnahag og þar með ai- mennari möguleikum til iifsþæg- Lnda. Um það leyti, sem fyníta bók hans kemur út, hefur harm í nokku.r ár unnið verkamanna- vinnu og almenn verzlunarstörf og kynnzt fleiri láglaunastéttum en smábændunum þingeysku. Hann hefur lifað heimsstyrjlld- ina siðari og komizt í kynn-i við hiö blinda og ærið almenaa kapphlaup manna úr öllum stétt- um eftir auknu fé, án nokkurs menningar- eða manndórns- legs markmiðs. Og við hoíum séð í tilvitnunum mínum, hve myrkt honum hefur orðið fyrir augum, þó að stundum hafi rof- að til, svo að honum hafi virzt, að þróunin þokist til réttrar*átt- ar þungum sporum og hann seg- ir í gleði sinni á hinum mikla hátíðisdegi þjóðarinnar: „Ástin sigrar eigingirni — ástin, sem er djúp og tær.“ Á þeim aldarfjórðungi, sem liðið hefur síðan, hefur mildð vatn fallið til sjávar. Skáldlð hef- ur séð fátæktinni útrýmt, >al- menning njóta meiri og margvis- legri þæginda en hann hafi órað fyrir, samtakamátt alþýðustétt- anna verða ósigrandi stórveldl innan þjóðfélagsins hér og í fiest um löndum hins vestræna heims og margvíslegan jöfnuð verða að veruleika. En úti í veröldinni hafa verið háðar ógnþrungnar styrjaldir, einræði og vaida- níðsla orðið ráðandi víða um heim — og einstaklingshyggjan aldrei látið meira til sín taka Ennfremur kemst hann að raun um það, sem honum mun ekki sízt hafa komið á óvart: Hin unga kynslóð er yfirleitt ekki þakklát þeirri, sem hefur fært henni margvísleg þægindi, gert götu hennar greiða til náms og fengið henni stóraukinn rétt til ráða í þjóðféiaginu. Meira að segja er það nokkur hluti hinna ungu, sem finnst, að nú hafl hann ekkert jákvætt til að lifa fyrir, margir ganga út á glap- stigu gripdeiila og ofbeldis qg jafnvel er hópur, sem fyrst qg fremst stefnir að tortímingu sjálfa sín . . . En svo hart, sem skátdið og hugsjónamaðurinn Héðrekiw Guðmundsson dæmir og svo djúptæk sem eru vonbrigði hang, sannar hann nú það, sem h&nn sagði, þá er fyrstu vonbrigðin dundu yfir hann: „En enginn snýr til baka, sem eitt sinn hingað fer, þó allt hið bjarta fölni í veruleika gráum. Vér horfum út á sæinn, er hlé^á störfum er. Þar h llir óskalandið í töfraljóma bláum.“ Hann vildi vera orðinn ungur aftur — og þá leggja því tið í í lífi sínu og starfi, sem felst l þeirri niðurstöðu, sem hann v»r þegar kominn að, þá er hann sendi frá sér þriðju ijóðabókiaa sína, árið 1958: „Stríðsins ógnum aldrei ILnnir eða slokknar hatursbál, nema sjálfur fyrst þú finnir frið í þinni eigin sál.“ Allir vitum við, að hann mum ekki eiga þess kost að „gangai I endumýjungu lifdaganna“ og með fordærni sinu þjóna því ríki, sem þe:r brjóstgóðu og blá- snauðu menn grundvölluðu, er faðir hans rfiinntist á forðum í Ijóði sínu. Svo vill hann þá held- ur sofna og sofa um eilífð en að verða frá öðrum heimi aðgerðar- laust vitni að blóðferli mann- kynsins á komandi tímum. En ég pori að fullyrða, að honum verði ekki frekar að þessari ósk en hinni — og að hann verði talimn hafa verið það hreinskiptinn > i umgengni við samvizku sína, að ekki þyki ástæða til að siátra alikálfi, þegar geimfar dauðaas lendir með hann á flugvelli himn- anna. Guðmundur Gislason HagalúL JEANEOIXON stiðrnu jixon spar Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. i>Ú verftui halda lífscleíUnili, þótt ýmixleet óvænt berl vtó »S rólesasta fólk sleppi »ér. Nautið, 20. april — 20. maí. -1,'ypir agn os þarft aS ei'ra skyndibreytiaear vrsna þessa, en það skapar þér aukna vinnu. Tviburarnir, 21. mal — 20. júni Því meira. sem þú li'Reur aó þér, því únæejuli'Cri verður þér daeurinn. I*ú reyuir nýja miieuleika á öllum avióum, .íí fæat vió þá alla um sinn í kynninffarskyni. Krabbinn, 21. júní — 22. jútí. I„i feró hægt i aó ýta á eftir einkamálum. I'ú skynjar, a» álits þíng er ekkt óskuð. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Flest af þvl, sem jferist í dag, tefur ekki fyrir framtíðaráætlun um þínum. I»ér ffefst valkostur, sem kærkominn er. Mærin, 23. ágúst — 22. september. Óþolinina'ðin gerir ekkert til að flýta fyrir áformum þínum senuiieg:t er, að .kuftniyud þín sé hvorki tímabær né haskvæm. Vogin, 23. september — 22. október. Vera kann að þú þurfir að fá aðstoð, ef þú tekur ekki daginn nóftu snemma til að halda verkefnum gærdaftsins i horfinu. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. I»ér genffur sérlega vel að hæta úr gamalli þörf núna, og færð sennilega betra samstarf. Bogniaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú ert féiaffsiyndiir, samvinnuþýður og skiptist gjarnan á frétt um við félagana. Vinnuskilyrðin líta út fyrir að breytast mikið tii batnaðar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú ert stórvel upplagður í dag, áhugamát þfn, sem þú hefur lítt fært í tal við neinu fá góðan hljónigrunn, er þú nefnir þau og eru srðbær. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Mál þín snúast skyndtlega, og verður þér ljóst, er frá lfður, að það var þér í hag. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I»ú verður að sitja á þér í viðskiptum. Þér liættir mjög til að gína við framtíðarviðskiptum. Slfkt er ekki alltuf hyggilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.