Alþýðublaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 4
AlþýSnblaSiS Sunnudagur 17. ágúst 1958 VE TT VAAf6UR MGS/AfS ÉG LEIT inn í skjalasafn Reykjavíkurbæjar í stórhýsinu áð Skúiatúní á fimmtudaginn. - í stóra salnum voru menn önn- um kafnir við að setja upp ljós- myndir og málverk úr Reykja- vík. Lárus Sigurbjörnsson Skjalavörður hafði fangið fullt af myndum og bókum, hann var að rýma til fyrir myndunmn, bví að sýningin sem á að opna á ,mánudaginn verður í tvcimur sölum. EGGERT GUÐMUNDSSON listmálari setur sýninguna upp, en hann hefur undanfarið unmð að því að gera líkön af gömlum bæjum í Reykjavík, vörumog kunnum stöðum frá fyrri tíð og er eins og manni sé kippt inn í fortíðina þegar maður stend- ur frammi fyrir þessum líkön- um, af svo sannri list eru þau búin til og augsýnilegt af hve mikilli alúð listamaðurinn hefur starfað. ÞAÐ VAR snúið sér til fólks og það beðið að láta safninu í té ljósmyndir, eða aðrar mynd- ir úr Reykjavík liðinna áratuga. Jaárus og Eggert sögðu mér það báðir, að fólk hefði jafnvel 'torugðist betur við en þeir hefðu þorað að vona. Þúsundir mynda hafa borist til asfnsins og flest- ar hefur fólk gefið því. „SÝNINGIN er vitanlega að- alatriðið;‘, sagði Lárus Við mig, ;,en samt þykir mér enn vænna tsm það, að ég er orðinn sann- færður um að þetta verður að- eins upphafið að öðru stærra. — Heimsókn í Skjalasafn bæjarins. Þúsundir Ijósmynda og málverka á sýningu, sem opnuð verður á mánudag. Fólk hefur brugðið mjög vel við. Lárus Sigurbjörnsson og safnið Fólki hefur skilist að gamlar myndir og gamlir munir eiga heima á safni bæjarins, þar geymast þeir. Við höfum nú eignas þúsundir rnynda, og mér hefur þótt gaman að því, að urn leið hafa borist til okkar myndir rfá öðrum byggðarlögum. Ég mun nú afhenda byggðasöfnum annarra stað þær myndir -— og jafnvel skipta við þau, því að gera má ráð fyrir ajtT ágætar Reykvískar myndir geymist víða um Iand.“ SÝNINGIN verður á fyrstu hæð í Skúlatúni og geri ég ráð fyrir að hún verði mjög fjölsótt, að minnsta kosti þekki ég a.1- ( ÍÞróttir ) DÓMARAR og línuverðir x vikunni: Dómarakynningin: Ingi Ey- vinds er fæddur 18/2 1922 á Eyrarbakka, hann fluttist til Reykjavikur árið 1933. Hann hóf knattspyrnuferil sinn með Val 1937 og lék með yngri flokkum félagsins til 1940, hann fékk fljótt áhuga fyrir starfi dómarans og ákvað að nota fyrsta tsekifæri til að öðl- ast þau réttindi, en það var þó - ékki fyrr en árið 1946, er knatt spyrnudómaranámskeið var haldið, og íét Ingi þá þegar skrá sig til þátttöku, og brautskráð ist hann iþá um sumarið með á gætis einkunn. Síðan hefur hann alltaf verið virkur dóm- sri, eða í 12 ár, einnig hefur hann starfað mikið að félags málum dómara, hann hefur átt sæti í stjórn KDR, í 9 ár, þar af formaður í 4 ár. LEI6U6ÍLAR / Bifreiðastöð Steindórs ! Sfmi 1-15-80 Bifreiðastöð Reykjavíkm . Sími 1-17-20 Ingi Eyvinds vlil sérstaklega láta álit sitt í ljós á áhorfend- um og leikmönnum gagnvart dömara. Islenzkir áhorfendur eru þeir prúðustu, er ég þekki tii (en einnig kannski daiítið hrifnæm ir), þó einstaka shimim heyrist miður heppilegt orðbragð í garð dómara, en það er þó svo hér í Reykjavík, að það er næstum að hverfa, hins vegar blasir sú staðreynd við að knattspyrnufélögin leggja of litla áherzlu á að kenna ung- lingum þeim, er eru undir um- sjá þeirra, leikreglur, t. d. mik ið af þeim Ieikmönnum, er ieika í mfl., hafa aldrei knatt- spyrnu'lögin lesið. Á þessu þarf róttækar breytingar,. með því mundi hverfa óþarfa misskiln- ingur á starfi dómara og línu- varða, sem eingöngu stafar af c Bréfakassinn ) „Herra ritstjórl. ÓSKALAGAÞÆTTIR eru sem kunnugt er eitthvað það vinsælasta, sem útvarpið býð- ur upp á. Aðeins eitt þykir mér leika lög, sem enginn kannast við og enginn vill hlusta á- Oskalög eiga að vera lög, sem fólk öskar eftir og eru vinsæl. Ég veit að ég tala hér fyrir munn margra, og ég ætla að benda hér á nokkur lög ti| að sýna við hvað ég á. Til dæmis Ástardraumur eftir Liszt, dú- ett eftir Verdi með þeim Þur- íði og Magnúsi, Nú andar suðr. ið, Sjá dagar koma og Hamra- borgin með honum ; Einari Kristjánssyni, Agnus dei, svo maður tali nú ekki um Ilrausta menn hans Guðmundar okkar og blessaðan MA-kvartettinn. Svona lög. fáum við aldrei of oft að heyra. Um dægurlögin ætla ég ekki að segja margt, því að þau eru alltaf vel valin og fjölbreytilega og aldrei leík- in of oft. tJtvarpið er stundum að kvarta undan því, að al- fnenningur bara kritisei'i,. en komi aldrei með neinar jákvæð ar tillögur sjálfur,' svo mér dat’t í hug að koma þessu á fram- færi. Væri gaman að vita, hvort margir eru ekki sammála mér.“ „Ein músíkölsk.“ þýðu Reykjavíkur ekkí rétt ef hún setur sig úr færi með að skoða gömlu borgina í myndum. Ég ætlaði varla að geta slitið mig frá þesu myndasafni, og þó var aðeins verið að byrja að setja myndirnar upp, en safn lá um öll borð og stóla. EN UM LEIÐ og ég minnist á þessa væntanlegu sýningu, vil ég segja það, að stofnun skjala- og minjasafns Reykjavíkur er mikið og gott starf, og það hygg ég, að varla hefði verið völ á betri og hæfari manni til að veita því forstöðu heldur en Lár usi Sigurbjornssyni. Maður verð ur áþreifanlega var við það i viðkynningu viö hann, að þetta starf er líf hans og list. HANN GETUR varla hætt að tala um einstaka muni, urn muni, sem hann hefur heyrt um og er að reyna að ná í, um hugmyndir sínar víðvíkjandi framtíð safnsins og allt þess hátt ar, sem stefnlr að því að safna á einn eða tvo staði öllum fáan- legum minjum um höfuðstað landsins. Mig grunar að í fram- tíðinni muni Lárusar Sigur- björnssonar verða minnst með virðingu og aðdáun fyrir það mikla starf, sem hann hefur unnið til verndar sögulegum minjum höfuðstaðar landsins. „GLEYMDU EKKI“, sagði Eggert Guðmundsson um leið og ég kvaddi, „að hvetja fólk til þess að leita í fórum sínum að mvndum og murxum og láta okk ur fá þetta áður en það glatast.“ vanþekkingu á knattspyrnulög um KSÍ. Spurning Inga Eyvinds er sem hér segir: I landsleiknum sl. mánudag datt annar íslenzku bakvarð- anna þegar hann ætlaði að spyrna knettinum fram völl- inn, írskur framherji hleypur þegar fram og ætlar að spyrna knettinum að marki íslending anna en bakvörðurinn ,sem liggur tekur knöttinn milli fóta sér og kastar honum þannig til samherja. Dómarinn dæmdj ó- beina aukaspyrnu á hann fyrir það. EN HVERS VEGNA? Svar við spurningu Guð- björns Jónssonar frá sl. viku: Þar sem markvörður brýtur fyrr af sér skal dæmast víta- spyrna, en framherjanum (þeim er sló markvörð) skal þegar í stáð vísað af leikvelli og und'antekningarlaust hljóta leikstraff af hálfu sérráðsdóm- stóls KRR. Kirkjuþáttur: t BÆNHUSIÐ I GRÖF FYRIR nokkrum dögum kom ég í hiðfornhelgabænhús að Gröf á Höfðaströnd. Hafði mig, dreymt um það lengi að komast þangað. Margar hug- leiðingar vakna, þar sem faðir séra Hallgríms bjó íorðum, og Þórður Biskup Þorláksson var ungur í fóstri. Sem ungir sveinar hafa þeir sennilega lifað áhrifamiklar helgistund- ir í litla bænhúsinu, byggðu í hinum látiausa, en undur- fagra íslenzka torfbæjastíl. LIST GUÐMUNDAR SNIKKARA ’Þarna má líta hinn fagra útskurð þess tréskurðar- meistara, sem einna fremst hefur staðið slíkra listamanna hér á landi. Skreyting hans á bænhúsinu hefur raunar ekki franx farið fyrr en bæði séra Hállgrímur og herra Þórður voru úr grasi vaxnir, en ein- kénnilegt er að sjá, hversu vel barokk-stíll Guðmundar fellur við hina gömlu torf- byggingu, og verður manni því á að hugsa, hvort aðrar yngri stíltegundir hefðxi ekki getað átt heima í slíkum kirkj um, ef þetta byggingai-efni hefði á annað boi'ð haidið á- fram að vera í tízku. RIS, EN EKKI HVELFING Litlar kirkjur á Islandi hafa stundum virzt býsna há- ar undir loft. Ástæðan er sú, að risið naut sín að fullu, þangað til sá ósiður komst á að gera þær hvelfdar að inn- an. Mjög lágar hvelfingar verka þannig, að kirkjan verður lágkúrulegri en ella. Ef gamli stíllinn hefði fengið að haldast að því leyti. Þótt kirkjurnar annars væi'u byggðar úr tirnbri eða stein- steypu, hefðu þessar bygging- ar-orðið mun veglegri. Það var sannarlega misskilning- ur, þegar íslenzkir kirkju- smiðir fóru að reyna að stæla form háhvelfdra, evlendra dómkirkna, með því að setja hyelfingar, sem raunverulega urðu til að gera lægra undir loft inni í kirkjunni. SKEMMTILEG TEIKNING Sóknarprestur hins gamla bænhúss er presturinn á Hofs ósi, séra Árni Sigurðsson, ungur maður með næma til- finningu fyrir listrænni feg- urð. Hann sýndi mér teikn- ingu af kirkjukór að innan, sem hann hafðt fengið list- i’ænari mann til að gera, en sjálfur hygg ég að hann hafi átt verulegan þátt í hugmynd inni. Höfuðkostur teikningar- innar er sá, að hún varðveitir nokkuð af svip hinnar gömlu torfkirkju með sperrum og risi, án þess þó að vera stæl- ing. Hún er einföid að gerð, en mér finnst, að hún myndi eiga vel við í kirkju af þeirri i stærð,. er. þykir’ hæfileg fýrir flest íslenzk þorp. Væri á- nægjulegt, ef séra Árna tæk- ist að fá þessa teikningu not- aða einhvers staðar. eru nú að koma fram nýjung- ar í kirkjulegum* stíl. Ekki er gott um það að segja, hvað eru tízkufyrirbæri og hvað heldur velli, en víst er um það, að í þessum efnum sem öðrum mun þróunin halda á- fram. Fáar þjóðir hafa byggt svo mikið af kirkjum á tveim ur síðustu m'annsöldrum sem ísiendingar, og er það vel. Þó er ekki því að leyna, að fram til síðustu ára hefur ver ið lítil tilbreyting í þessum efnum, og er orsökin senni- lega fyrst og fremst sú, að söfnuðirnir eru litlir, og hafa orðið að fá teikningarnar með auðveldasta móti, frá skríf- stofu húsamfeistara ríkisins, sem auðvitað hefur engan veginn nógu starísliði á að skipa til að unnt sé að sinna kröfunum með öðrum hætti en þeim;, að grípa til þúrra teikninga, er fyrir hafa legið og nota þær með iitium eða engum bréytingum' á mörgum stöðum í landinu. Nú virðist þó vera orðin breyting á þessu og ný form eru að ryðja sér til rúms. UNGIR HÚSAMEISTARAR Stundum heyrast raddir frá ungum húsameisturum um Það, að þeim gefist ekkj kost- ur á að spreyta sig á kirkju- teikningum. Því ber sannar- lega að fagna, að þessi áhugi kemur fram, og með einhverj . um ráðum verður að koma þessurn málum svo fvrir, að þessir ungu menn fái að njóta sín. Sumar kirkjuteikningar, sem ég hef séð eftir þá, eru líklegar tiil að blessast, og nefni ég þar t. d. teikningu þá að Bjarnanes-kirkju, sem séra Rögnvaldxir hefur látið gera. Sú kirkja er engan veg- inn „nýtízkuleg“ og felur ekki í sér neina róttæka breyíingu frá því, sem fólk á að venjast, en er fögur, einföld og hrein í línum. TILBEIÐSLAN Eitt má þó ekki gleymast í þessu samtoandi. Gömlu kirkj urnar voru byggðar aí kirkju rækinni kynslóð. sem af eigin reynslu fann og skildi, hvern ig helgidómur átti að vera til að fela í sér tiltoeiðslu og vekja tilbeiðslu. ,,Kirkjan; mikla messar sjálf,“ segir Jakob Ttoorarensen um kirkj una í Niðarósi. Þeir húsameist arar, sem byggja kii'kjur, og aðrir, sem einhverju 'vilja ráða um kirkjubyggingar, verða sjálfir að byggjast npp í tilbeiðslu og guðsdýrkun, taka þátt í guðsþjónustum, kynna sér messuformið og sögu þess til hlítar, og 3ifa sig inn í messuna, eins og hún fer fram. inriári kirkjuyeggjanna. AÖ öðrum kosti vexða kirkj- urnar ekki anriað en -þokka- le.g s’amkömúhús ■’ og fyrir- . lestirasáiir. fám orðuni sagt: Þegar tiibfeiðsla þjóðar- innar verðiir aftúr lifandi og bænarhugurijm ríkjandi , i ' söfnuðunum, risa þær kirkj- ur; setííifí'abítíðin hefur þörf á. <x' \. ’ ' Jákob Jónssori. NÝIR TfMAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.