Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG 8 SIÐUR IÞROTTIR Vopnahlé eftir sautján daga blóðuga styriöld Hcnry Kissinger ræðir við Abba Eban utanrfkisráðherra í Tel Aviv f gær, Tel Aviv, Kaíró, 22. október. AP. NTB. VOPNAHLÉ gekk i gildi í dag eftir sautján daga strfð Araba og ísraela og ein- hverjar hörðustu skrið- drekaorrustur sögunnar og í kvöld var tiltölulega kyrrt á vígstöðvunum á Sinai. Bæði Egyptar og Israelar tilkynntu, að þeir mundu hlíta áskorun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta bardögum kl. 16,- 52 að íslenzkum tíma. I kvöld höfðu Sýrlendingar enn ekki svarað vopnahlés- áskoruninni opinberlega, en allt benti til þess, að þeir mundu samþykkja hana. Enn var barizt i kvöld á Sinai- vígstöðvunum að sögn ísraelsks stríðsfréttaritara þrátt fyrir vopnahléð, þar sem báðir aðilar reyndu að bæta vígstöðu sína. Átökin voru hörðust á miðhluta vígstöðvanna, en minni annars staðar. A Golan-hæðum héldu blóðugir bardagar áfram í kvöld, og fréttaritarar sögðu, að þar væri ástandið óbreytt. Eftir síðustu tíðindi Watergatemálsins: Kröfur um að þingið kæri Nixon forseta Þó berjast þeir enn I kvöld tilkynnti ísraelska her- stjórnin að egypzkt herlið hefði hafið skothríð á stöðvar Israela „á o'tal stöðum'1 meðfram Súez- skurði þrátt fyrir vopnahléð. Til- kynningin var birt fjórum klukkutímum eftir að vopnahléð gekk í gildi. Moshe Dayan, landvamaráð- herra Israels, sagði að ef vopna- hléð á suður vígstöðvunum yrði tryggt gætu ísraelar dreift liði sínu á vesturbakka Súez-skurðar, þar sem þeir hefðu nú hálent svæði á valdi sínu, og ráðið þaðan allri sléttunni að Kaíró og stæðu vel að vígi, ef bardagar hæfust aftur. Dayan sagði, að Israelar hefðu ekki þurft vopnahlé og ekki beðið um það, en nú yrðu allir aðilar að virða það og vopnahléð tæki til þeirra stöðva, sem strfðs- aðilar höfðu á valdi sínu, þegar það tók gildi. Mikilvægast væri, að Israelar hefðu náð góðri víg- stöðu á vesturbakkanum. Herlið Jórdaníustjórnar hefur fengið skipun um að virða vopna- hléð samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Irak hafnaði hins vegar vopnahlésáskoruninni og tekur hvorki þátt í því né viðræð- um við Israela að sögn frétta- stofunnar í Bagdad. Frelsis- samtök Palestínumanna höfnuðu einnig vopnahlésáskoruninni. Skömmu síðar gerðu skæruliðar skotárás frá Líbanon á landa- mæraþorpið Metalla. Bandaríski utanríkisráð- Framhald á bls. 18 Gíslum sleppt Washington, 22. okt. AP. 0 HÁVÆRAR kröfur eru nú uppi um það f Bandarfkjunum, að þingið ákæri Richard Nixon for- seta — og eru nú jafnvel ábyrg- New York,22. október. AP. ÞRJÁTlU og sex mönnum hefur verið bjargað af grfska vöru- flutningaskipinu Eurygenes, sem stendur í ljósum logum á Norður- Atlantshafi, og þeir voru í kvöld á leið til Norfolk í Virginfu. Fimm af áhöfninni biðu bana, og þess sjötta er saknað. Eldur ustu og rólegustu menn í báðum deildum Bandarfkjaþings þeirrar skoðunar að það komi vel til greina. 0 1 dag bættust bandarfsku kom upp í skipinu eftir tveggja daga siglingu frá London áleiðis til New York. Hafrannsóknaskip Bandaríkja- flota, Hayes, bjargaði mönnunum. Sumir svömluðu í sjónum, aðrir voru í björgunarbátum. Eldsupp tök eru ókunn. verkalýðssamtögin og samtök frjálslyndra republikana, hið svonefnda „Rippon félag“, í hóp þeirra, sem krefjast aðgerða þingsins gegn forsetanum, segi hann ekki sjálfur af sér, áður en málið er svo langt komið. Hvaðanæva að, bæði ínnan Bandaríkjanna og utan, berast mótmæli vegna síðustu aðgerða forsetans sl. laugardag, er hann lét vísa Archibald Cox, hinum sjálfstæða rannsóknardómara í Watergatemálinu Ur embætti með þeim afleiðingum, að bæði Elliott Richardson dómsmálaráðherra og William Ruckelshaus aðstoðar- dómsmálaráðherra sögðu af sér eftir að hafa neitað að verða við skipun forsetans um að reka Cox og lýst sig ósammála meðferð hans á máli þessu. Forsetinn af- nam jafnframt sjálfstæði 90 manna rannsóknarsveitar Cox og lagði hana undir dómsmálaráðu- neytið. Hefur hann skipað manni þeim, sem hann setti dómsmála- ráðherra til bráðabirgða, Robert H. Bork, saksóknara — er var þriðji hæsti maður í valdastiga dómsmálaráðuneytisins — að láta halda áfram rannsókn Watergate- málsins undir hans eftirliti og Henrys Petersons, sem var yfir- maður afbrotadeildar ráðuneytis- Richard Nixon ins, en færðist sjálfkrafa upp í stöðu aðstoðarráðherra. SKRIFSTOFUR COX INNSIGLAÐAR Á blaðamannfundi á föstudags- kvöld, sem sjónvarpið var um ger- völl Bandaríkin, sagði Archibald Cox, að hann gæti ekki sætt sig við afstöðu fprsetans og kvaðst e.t.v. bera fram kæru á hendur honum fyrir að hlita ekki Urskurði dómstóla. Hann sagði, að ýmislegt benti til alvarlegs mis- ferlis háttsettra embættismanna, en vandamálið væri einstakt i Framhald á bls. 18 La Paz, 22. október. NTB. FJÓRIR unglingar, sem rændu argentínskri farþegaflugvél, hafa gefizt upp fyrir bólivískum yfir- völdum samkvæmt óstaðfestum fréttum. Fimm farþegar, sem flugvélarræningjarnir héldu f gfslingu, hafa verið látnir lausir samkvæmt áreiðanlegum heimildum í La Paz. Pablo Casals látinn San Juan, Puerto Rico, 22. október. AP, PABLO CASALS, tónskáldið fræga og fremsti sellóleikari síns tíma, lézt í dag i sjúkra- húsi í San Juan í Puerto Rico. Ilann var 96 ára gamall. Casals fékk hjartaáfall fyrir þremur vikum cg var fluttur í sjúkrahúsið f síðustu viku vegna öndurnarerfiðleika. Ráðist inn á heimili Sakharovs Moskvu, 22. október, AP. TVEIR Arabar, sem kváðust tilheyra samtökunum Svarti september, réðust á sunnudag inn í fbúð rússneska vfsinda- mannsins Andrei Sakharovs og hótuðu honum lífláti, ef hann hætti ekki að styðja tsrael. Þeir skipuðu honum að setjast niður og skrifa skjal, þar sem hann lýsti stuðningi við málstað Araba, en Sakharov neitaði. Arabarnir voru f fbúð Sakharovs f meira en klukku- stund og lögðu fyrir hann ýmsar spurningar, en þótt þeir hefðu í hótunum við hann, gerðu þeir honum ekki mein, né heldur konu hans og fóstur- syni, sem einnig voru þar stödd. Þegar Arabarnir loks fóru, tilkynnti Sakharov at- burðinn til lögreglunnar, en af opinberri hálfu hefur ekkert verið sagt um málið. Sakharov er f ónáð í Sovétrfkjunum vegna gagnrýninnar afstöðu sinnar til stjórnarinnar. Skip brennur: Tugum bjargað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.