Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 30 Jón Asgeirsson skrifar um tónlist 2. tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands Stjórnandi: Karsten Andersen. Einleikari: Kjell Bækkelund. Páll Isólfsson: Inngangur og passacaglia I f-moll. Joseph Hayn: Sinfónía f G-dúr, nr. 88. Georg Gershwin: Pfanókonsert f F-dúr. Maurice Ravel: „Daphnis et Chloé“ svfta nr. 2. ÞAÐ var Olav Kielland, sem I eina tíð tamdi þessa hljómsveit, tuskaði spilarana til, svo allir urðu þeir fegnir er hann fór, en fegnari þó er hann kom aftur. Þeir vissu, að undir hans stjórn hlytu þeir þá ögun, er tryggði hljómsveitinni framtíð. Síðan hafa margir stjórnendur komið og farið og hljómsveitin vaxið með hverju nýju viðfangsefni. Því mætti skjóta hér inn f, hvort ekki sé tímabært að rita sögu hljómsveitarinnar, til fróðleiks og skilnings á þeirri undarlegu áráttu okkar íslend- inga, að vita ekki takmörk sín, klífa þrítugan hamarinn eins og ekkert sé. NU er leiðsögn hljómsveitar- innar í höndum Karsten Ander- sen og bjóðum við hann vel- kominn. Tónleikamir hófust með passacaglíu Páls tsólfssonar. Ekki var ég að öllu leyti ánægður með flutning verks- ins, þótt margt væri vel gert. Það er engu líkara en hljóð- færaleikurunum finnist ekki ástæða til að vanda sig, eða með öðrum orðum, taka á honum stóra sínum, þegar fluttar eru Islenzkar tónsmíðar. Páll á sannarlega inni hjá fsl. hljóð- færaleikurum sömu vinnu- brögð og komu fram í öðrum verkefnum þessara tónleika, t.d. í Sinfóníu Haydn. Heildar- mynd verksins var látlaus og fremur einlit, bæði í styrkleika- og hraðabreytingum. Má vera, að fámenni og reynsluleysi margra f strengjasveitinni hafi valdið nokkru. Ritháttur Páls er frekar þykkur og á móti stór- um hópi blásara er því erfitt fyrir litla strengjasveit að halda sínu án þess að ofgera hljóðfærunum. Það hefði, að mfnum dómi, farið vel á því, að lýsa verkinu í tónleikaskrá, því passacaglfa er mjög sérstætt form, bindur tón- skáldið og gerir kröfur til hlust- enda. Þetta tilbrigðaform er grundvallað á stefi, sem að mestu er leikið af bassahljóð- færunum, en yfir það ofnar myndbreytingar verksins. Með því að lýsa í fáum orðum gerð hvers tilbrigðis, hefðu hlust- endur áreiðanlega notið verks- ins betur. I sinfóníu nr. 88 eftir Haydn, var hljómsveitin f essinu sínu og mótun stjórnándans frábær, t.d. í Largo-kaflanum. Hröð tón- hugsun Haydns var vel mótuð og auðheyrt að hljóðfæraleikar- arnir nutu þessarar stundar, ekki sfður en áheyrendur. Kjell Bækkelund lék einleik í F-dúr píanókonsert eftir Gers- hwin. Bækkelund er, ef svo má að orði komast hörku góður píanisti. Konsertinn er sundur- laus i formi, þar sem skiptast á snjallar og á margan hátt ný- tfskulegar hljóðfallshugmyndir og væmin dægurstef, útfærð á sama hátt og tíðkaðist í kvik- myndatónlist fyrir nokkrum ár- um. Það hefði ekki breytt miklu, þó skotið hefði verið inn sem „kadensu", smá „djamm- sessjón“ yfir lagið Lady be good, já, svona rétt til að gefa gamalgrónum jazzleikurum í sveitinni smá „breik". Það sem helzt var ábótavant í flutningi verksins verður að skrifa á reikning slagverks- mannanna. Lokaverkið var hljómsveitar- svfta, sú seinni, úr Daphnis et Chloé. Verkið er, eins og reynd- ar öll verk Ravels, að miklu leyti leikur að blæbrigðum. I tveimur fyrstu þáttunum voru blásarar ekki nógu dempaðir, svo að ffngerð litbrigði verksins komu ekki fram. Jón Ásgeirsson. Alíslenzkur píanóleikari LAUGARDAGINN, 6. október s.l. hélt Gísli Magnússon pfanóleikari píanótónleika á vegum Tónlistar- félagsins í Austurbæjarbíói fyrir fullu húsi áheyrenda. Þar sem enn hefur engin blaðagagnrýni birzt (Þetta er skrifað að morgni 12. október) í neinu dagblaðanna, get ég ekki lengur setið á mér. Ástæðan fyrir því, að ég sendi þessa grein til Morgunblaðsins er einfaldlega sú, að það er stærsta dagblað hérlendis. Mér hefur verið það alger ráðgáta, hvernig á því stendur að slík endemis deyfð ríkir á dagblöðunum hér á sviði tónlistarmála. Hér eru haldnar á- gætar málverkasýningar, leiklist stendur með miklum blóma, að ekki sé talað um bókmenntir, en gera ritstjórar dagblaðanna sér Ijóst, að hér er lifandi, mikið og gott tónlistarlíf? Allar listgreinar hafa sinn fasta sess í dálkum dag- blaðanna, nema tónlistin. Þar birtast greinar með höppum og glöppum. Undanfarin ár hafa að- eins tvö dagblaðanna, þ.e. Vísir og Morgunblaðið birt tónlistargagn- rýni. Vfsir er hér í forystu og ekki unnt að gagnrýna hann. En Morgunblaðið, sem er stærsta blað landsins hefur þvf miður sýnt tónlistinni, vægast sagt, mjög litla virðingu. Það koma að vfsu fyrir einstöku þýddar greinar um tónlíst, en gagnrýni hefur verið mjög bágborin. Tónleikar eftir tónleika og þá oft mjög góðir, fyrsta flokks, fara fram — og al- gjör þögn rikir í blöðunum. Svona ástand er fyrir neðan allar hellur og er hin mesta óvirðing við tón- listarmenn, jafnt innlenda sem erlenda. Nú heldur okkar ágæti píanó- leikari Gísli Magnússon píanótón- ieika eftir dálítið hlé. Hann hefur komið fram nýlega með Sinfónfu- hljómsveit Islands, þar sem hann lék Pfanókonsert Stravinskfs af miklum glæsibrag. Einnig hefur hann leikið talsvert í kammer- músik og jafnan sannað ágæti sitt með mjög vönduðum leik. Nú heldur hann pfanótónleika eftir nokkurt hlé, eins og áður sagði, og er það því nokkur atburður, ekki sízt þar sem efnisskráin var ekki af léttara taginu. I verkum Moz- arts, Schumanns og Chopin sýndi Gísli sfna fáguðu og menningar- legu túlkun eins og hún bezt ger- izt. En hann lék einnig verk á þessum tónleikum, sem enginn íslenzkur píanóleikari hefur áður leikið á opinberum tónleikum: Petrúska-svftuna eftir Strav- inskí. Ég vil meina að það eitt, að leika þetta níðþunga og stórkost- lega verk í útsetningu Stravinskís sjálfs fyrir píanó, sé að brjóta blað f sögu íslenzkra pfanóleik- ara, ekki sfzt þar sem það var af slíkum glæsibrag. Til hamingju Gísli! Hvað meina nú dagblöðin með þögn sinni? ELkí aðeins Gísla, heldur öllu tónlistarlífi á Islandi er sýnd hin mesta óvirðing. Gísli er ekki sá eini, sem fær slíka þögn. Hver ágætis-konsertinn af öðrum hefur verið algjörlega hundsaður hér undanfarin ár. Ef tónlistarlíf væri hér fátæklegt og á lágu stigi, væri þessi deyfð blað- anna e.t.v. skiljanleg. En gera menn sér grein fyrir þvi að ís- lenzkir tónlistarmenn hafa sí- fellda samkeppni af fyrsta flokks erlendum listamönnum? Hér kemur fram erlendur virtúós í píanókonsert eða á sólótón- leikum. Síðan kemur annar ís- lenzkur. Menn mega ekki gleyma því, að engin önnur listgrein hefur slíkan samanburð — og þvf verða íslenzkir tónlistarmenn að Sýna enn meiri „standard" heldur en kannski ýmsar aðrar list- greinar. Ég vona innilega, að fslenzk dag- blöð reyni nú að bjarga við sóma sínum og gera stórátak í að sýna tónlistinni a.m.k. sömu virðingu og öðrum listgreinum með því að sjá um það, að góðir gagnrýn- endur verði fengnir til að skrifa um tónleika. Þið berið e.t.v. þvf við, að enginn vilji skrifa, en hafið þið virkilega reynt ykkar bezta? Ef þið viljið raunverulega hafa gagnrýni, þá gerið þið það. Það sýnið þið með íþróttagreinum ykkar, sem eru upp á margar síður. Ég er ekki að áfellast ykkur fyrir íþróttir og aðra gagnrýni, en hvers vegna er tónlistin alveg höfð útundan? Að lokum: Gjörið svo vel að líta þetta vinsamlegum augum. Ég gat ekki setið á mér og það eru margir, sem eru jafn furðu lostnir og ég. Reynið nú ykkar bezta til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Með kærum þökkum fyrir birt- inguna. Hveragerði 12. okt. Einar Markússon. Athugasemd ritstjóra. Morgunblaðið hefur jafnan haft fasta tónlistafgagnrýnendur úr fremstu röð fslenzkra tónlistar- manna. Fullyrðingum greinarhöf- undar um virðingarleysi Mbl. gagnvart tónlist er vfsað til föður- húsanna og er ekki einu sinni umræðuverðar. Þjófur gripinn í glugga AÐFARARNÓTT sl. sunnu- dags var hringt til lögregl- unnar og tilkynnt um innbrot f Kjötbúð- ina Borg við Laugaveg. Er lög- regluþjónar komu á staðinn, sáu þeir f fyrstu engin merki um innbrot og engan á ferli inni f verzluninni. En er þeir fóru upp á þak hússins, sáu þeir, að brotinn hafði verið upp þakgluggi. Var þá ákveðið að bíða við gluggann — og innan stundar kom maður þar upp og var vitanlega handtek- inn með það sama. Ekki var hann þó með neitt þýfi f fórum sfnum, enda ekkert annað en matvöru að finna f verzlun- inni. Humarinn ekki alltaf á boðstólum ÞAU timabil hafa komið, að við höfum átt í erfiðleikum með að ná i humar, og það sem verra er, humarinn fer alltaf smækkandi, og verður þar af leiðandi ekki eins góður, sagði Ib Wessman, yf- irmatreiðslumaður á Naustinu, þegar við spurðum hann um hvernig gengi hjá veitingahúsun- um að nálgast þetta lostæti. Hann sagði, að humar yrði sífellt eftirsóttari matur á veit- ingahúsum hér, en um leið gengi verr að fá hráefnið og alltaf færi það hækkandi. Ef humarveiðarn- ar eiga enn eftir að dragast sam- an, þá má búast við, að innan nokkurra ára verði humar illfáan- legur á veitingahúsum hér, og þá sjálfsagt ekki nema fyrir okur- verð. ---♦♦♦----- 4 konur meiddust FJÓRAR konur meiddust í um- ferðaróhöppum f Reykjavík á laugardag. Um kl. 11 var bifreið ekið aftan á aðra á Grensásvegi, við Fellsmúla, og voru þrjár konur fluttar á slysadeild til rann- sóknar eftir áreksturinn. Meiðsli þeirra voru þó ekki talin alvar- legs eðlis. Um kl. 17 var ekið á konu á mótum Kringlumýrar- brautar og Háaleitisbrautar, en hún var ekki talin hafa slasazt alvarlega. Landhelgismálið Framhald af bls.17. ingum um hið gagnstæða. Sjálfstæðis- menn hefðu kosið aðra meðferð land- helgismálsins. Sökum aðildar sinnar að gerð landhelgissamninganna 1961 hefur flokkurinn legið undir brigzlum um land- ráð og landsölu. Skyldu augu manna ekki fara að opnast fyrir því, að leið laga og réttar og milliganga Alþjóðadómstólsins hefði verið skilvirkust og affarasælust? Efast nokkur íslendingur lengur um niðurstöðu dómstólsins, nú þegar fréttir hafa borizt af stuðningi 80—100 þjóða á undirbúningsfundum Hafréttarráðstefn- unnar við 200 mílna landhelgi. Hér á vel við að vísa til niðurstöðu virts bandarísks lögfræðiprófessors, sem nýlega birti ítar- lega og vandaða ritgerð um fiskveiðideilu Breta og íslendinga. (Richard B. Bilder: The Anglo-Icelandic Fisheries Dispute. Wisconsin Law Review. No. 1 1973) Höfundurinn, sem er prófessor við Wis- consin-háskóla telur líklegt, að Alþjóða- dómstóllinn muni álfta Breta hafa sönn- unarbyrðina fyrir því, að alþjóðalög banni eins og sakir standa ríki, sem eins sé ástatt um og ísland, að færa fiskveiðilögsögu sína í 50 mílur. Þar sem ekki sé neinum viðhlítandi alþjóðasamningi til að dreifa, verði Bretar að sýna fram á tilvist alþjóð- legrar venjureglu, sem banni slíka út- færslu. Höfundur álítur, að Bretum muni reynast þetta örðugt. I fyrsta lagi rekist sú röksemd, að alþjóðalög mæli fyrir um 12 mflna hámarksstærð fiskveiðilögsögu, á þá staðreynd, að mistekizt hafi á Haf- réttarráðstefnunni 1960 að ná samkomu- lagi um þau mörk. I öðru lagi leiði hin mikla fjölbreytni, hvað stærð fiskveiðilög- sögu varðar, til þess, að dómstóllinn geti trauðla kveðið upp úr með, að nokkur skýr regla um stærð fiskveiðilögsögu fyrir- finnist, svo ekki sé þá minnzt á vandkvæði þvf samfara, að tilgreina, hver sú há- marksstærð sé. Höfundur segir, að það væri einkar torvelt fyrir dómstólinn að komast að þeirri niðurstöðu, að f gildi sé regla, sem snfði fiskveiðilandhelgi þröng- ar skorður, þegar litið sé til þess, að a.m.k. 20 rfki, þ.á m. flest strandríki Römönsku Ameríku hafi lýst yfir stærri fiskveiði- landhelgi og meira en 10 rfki til viðbótar lýst stuðningi við lögmæti slfkra fiskveiði- marka. Yfirlýsingar ýmissa ríkja á undir- búningsfundum Hafréttarráðstefnunnar auki enn á erfiðleika Breta í þessu sam- bandi. Af þessum ástæðum sé ólíklegt, að dómstóllinn muni reiðubúinn að telja al- menn viðhorf ríkja vera þau, að þau sé bundin samkvæmt alþjóðlegri venjureglu við þröng fiskveiðimörk. (Innsk. B. G.: Rit gerðin var rituð fyrri hluta árs, áður en kunnugt varð um hinn almenna stuðning við víðáttumikla landhelgi, sem kom i ljós í sumar, svo ekki ætti að þurfa að spyrja á leikslokum í dag.) Þessu til viðbótar bendir höfundur svo á hinar sérstöku að- stæður Islands, sem sé jafn háð fiskveið- um og raun ber vitni, auk þess sem þess sjáist a.m.k. einhver merki, að fiskistofn- arnir séu í hættu. Telur hann, að Alþjóða- dómstóllinn gæti jafnvel með hliðsjón af ákveðnum ályktunum Genfarráðstefnunn- ar 1958 og dómsorði sínu í fiskveiðideilu Breta og Norðmanna 1951, dæmt Islend- ingum f hag á slfkum forsendum, vilji dómstóllinn koma sér undan að taka endanlega afstöðu til leyfilegrar stærðar fiskveiðilögsögu. En um efnislega niðurstöðu dómstólsins efast höfundur ekki. Það gerir enginn sannur Islendingur. Málstaður okkar er sterkari en svo að fylla þurfi upp í eyður verðleikanna með hótunum um að stefna öryggi okkar og annarra f hættu, sé ekki látið að kröfum okkar í einu og öllu. Austurströnd Bandaríkjanna, 12. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.