Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973 Ur norskum ritdómum um „Son minn Sinfjötla ” Hrífandi skáldsaga, litrík mynd af norrœnu lífi SKÁLDSAGA GuSmundar Daníelssonar, „Sonen min Sinfjötle“, hefur fengið afburða lofsamlega hlaðadóma í norskum blöðum. Stórblaðið „Nalionen" í Osló birtir t.d. 15. okt. sl. langa neðanmálsgrein um bókina, eftir hinn þekkta skálsagnahöfund Knut Hauge, imdir f.vrirsögninni Fostineraude islandsk roman, eða „Hrffandi íslenzk skáldsaga. Það segir svo: „Guðmundur Daníelsson er þekktur rithöfundur á Islandi. Ilann á að baki sér yfir 30 bækur, aðallega skáldsögur. Auk þess er hann eitt af vinsælustu skáldun- um þar f landi, og það verður fullkomlega skiljanlegt þeim.sem lesið hefur þá skáldsögu hans, sem nú hefur verið þýdd á norsku. Sonen min Sinfjötle (Fonna forlag) er skáldsaga, sem geríst langt aftur í tímum, í löndum kringum Eystrásalt, á fimmtu öld eftir Ki'ist. Ég verð að játa, að ég byrjaði lestur bókarinnar með efasemd- um. Þessir fjarlægu tímar bjóða upp á rómantískar lýsingar á persónum og umhverfi, og íslenzki sögustíllinn liggur hættu- lega nálægt. Kemst íslendingur hjá því að falla í þessargryfjur? En efasemdimar urðu sér til skammar. Þetta er að minni hyggju bókmenntalegt verk I há- um gæðaflokki. Þetta er róman, sem í frumlegu tíðar- og um- hverfislýsingum verkar raunsær og sannsögulegur. Með frjósömu ímyndurnarafli og sterkri innlif- un hefur Daníeisson gengið inn í þessa forsögulegu tfma og fundið þar lifandi manneskjur. Það er hi ifandi mynd, sem hann dregur upp af germönsku og norrænu menningarlífi áður en kristin- dómurinn hefur náð svo langt til norðurs. Efnið er sótt til Völsungasögu, og margirafpersónumeru nefnd ar í öðrum heimildum. En það er skáld, sem hefur gefið þám líf. Þetta er sannarlega skáldsaga, sem heldur áfram að lifa í huga rrianns lengi eftir að bókin hefur verið lögð til hliðar. Vfst er þetta ættarsaga með rætur aftur til gullaldarinnar í íslenzkum skáld- skap, en þetta er samt án minnsta vafa persónulegt og sjálfstætt verk og á margan hátt nútímaleg- ur sálfræðilegurróman. Mann- lýsingarnar eru með miklum ágætum, ekki sízt kvenlýsingarn- ar. Fyrst er að telja Signýju, dóttur Völsungs konungs, sem er stolt og sterk og hneigist meirað^ veiðum og vopnaburði en kven- legu sýsli. Hún er gegn vilja sín- um gefin Siggeiri konungi í Gaut- landi, þeim manni, sem síðar drepur með svikum Völsungakon- unginn og allt fylgdarlið hans, sem komið er til friðsamlegrar heimsóknar, leggur síðan undir sig land þeirra. Signý drotming, ættrækin og stolt og glóandi af hatri til eiginmanns síns, lifir aðeins fyrir hefndina, sem hún líka kemur fram áður en lýkur. Og þá er það ambáttin hennar, Njóla Mánadóttir, kona, sem held- ur ekki gleymdist, og það er jarls- dóttirin, Borghildur Ilróðgeirs- dóttir, goðfreyjan Söguladir kon- ungur — að vísu, en fyrst og fremst konur með sterkar kennd- ir í huga og holdi, tilfinningar, sem þekkja alla leyniganga mann- sálarinnar, jafnt fyrir þúsund ár- um sem í okkartíð. Því að þessi rithöfundur hefur nána innsæja þekkingu á mann- eskjunni. En þaðgustar einnig af villimennsku og blóðugri fornöld frá hverri blaðsíðu. Ilápunktur hins dramatíska krafts hlýtur að vera atriðið, þar semVölsungssyn- irnir, sem lifðu af bardagann, eru settir í fótstokkinn úti í skógi og þar rifnir á hol af úlfum á nótt- inni. Manni finnst næstum því eins og slfkt skáldskaparafl setji menn í varnarstöðu. Aðeins sá elztL Sigmundur, brýtur fótstokk- inn og bjargar lífinu og býr síðan sem útlagi í skógum óvinalands- ins og bfður hefndarinnar. Ilann | eignast soninn Sinfjötlu með drottningunni, systur sinni, sem kemur til hans í dularklæðum. Þessi sonur, hefnandinn, er alinn upp hjá kónginum, sem heldursig eiga hann, en er af móður sinni alinn og fóstraður með það eina markmið fyrir augum að verða hæfur til að inna af höndum hefndarhlutverkið. Þegar timinn er fullnaður drepur hann hálf- bróður sinn, sem á að erfa ríkið, flýr á skóga til síns útlæga föður, sem síðan verður konungur jarl- anna og giftist hinni stoltu Borg- hildi, sem áður hefur stytt föður sínum aldur, til þess að geta sjálf skilpulagt uppreisnina gegn Gautakonunginum, Siggeiri. Víst verður þetta mikið drama, en öll frásögnin er skrumlaus og spar- söm á stór orð, sett fram í raun- sæju Ijósi án hátíðlegs málfars, sem gerir allt þetta trúverðugt, enda verkar það á lesandann sem sálfræðilega rétt. Ilægt er að segja, að þetta sé skáldsaga um hina óhjákvæmi- legu hefnd á löngu liðinni öld, hvernig hefnandinn er útvalinn og verður þræll köllunar sinnar. Þvf að um síðir rennur upp ör- lagastund svikarans, Gautakon- ungsins Siggeirs. Hann er brenndur inni af Sinfjötla, sem hann heldur að sé sinn eigin son- ur. En þá gerist það, að Signý drottning vil ekki ganga út og þiggja grið, en deyr af frjálsum vilja með honum, sem hún hefur þrátt fyrir allt verið tengd sterk- um böndum. Hefur ævilangt hat- ur hennar kannski breytzt í ást á leið sinni um völundarhús sálar- Iífsins? Þetta samspil afla, sem ekki er auðvelt að átta sig á. En Sinfjötla, hefnandann, hef- ur hefndin einnig brotiö möur. Ilann er aðalpersónan. Fíngerður persónuleiki, sterkur og um leið sundraður og þjáist óheyrilega, sem miðdepill hinnar blöðugu villimennsku. Ilann er þar að auki bundinn hinni sterku örlaga- trú norrænnar goðafræði, — hann veit, að hann er vfgður Oðni og að fyrir honum liggur ekki, að njóta ástríkis kvenna og hamingjusamlegra ævidaga, eins og aðrir menn fá notið, og það er nánast meðgleði, sem hann tæmir eiturbikarinn, sem Borghildur drottning, stjúpmóðir hans, réttir honum. Þetta er sannarlega hnfandi skáldsaga sem sýnir auðuga og Guðmundur Daníelsson litríka mynd af norrænu lífi á þessum fjarlægu tímum, en sem fyrst og framst segir frá fólki, sterku í ást og hatri og ættrækni, og ennþá sterkara í vilja sínum til hefnda. Forvitnileg er einnig af- staðan til Oðins, eins og hún kem- ur fram hér: hann er raunveru- leiki f augum fólksins, eins og öll trúarbrögð eru. Og rfshá og einmanaleg ersorg Sigmundar, þar sem hann reikar í átt til hafsins með dáinn son sinn í fanginu. Þangað kemur Óðinn sjálfur, dulbúinn sem gamall maður í línbrókum, í flekkóttri kápu, með síðan hött á höfði, og sækir Sinf jötla látinn. „Legg aftur að landi, karl, ég vil með þér lfka yfir um!“hrópar Sig- mundur. „Eigi ber skipið meira i einni ferð, konungur," anzaði bátsmaður, „ég vil sækja þig öðru sinni.“ Sfðan rær hann burt inn i sólarlagið, og hverfur þar. Þetta atriði vekur sterk og ókennileg áhrif: saga og sögn, ótímabundið, haf ið yfir stund og stað, allra tíma örlög manneskjunnar. ( Þetta er einnig aktúel skáld- saga, með margar hliðstæður við okkar eigin tíma. Skáldsaga, sem gefur miklu meira en lesandinn ræður við eftir fyrsta yfirlestur. Og hin mörg. þúsund ára gamla von mannkynsins fær mál á síð- ustu síðu bókarinnar: „Þá fyrst,“ mælti Illinur Bjarkarfóstri, „Þegar þeir guðir eru dauðir, sem á blóðfórnum nærast barna sinna, en sverð okk- ar brotin öll, og söngharpan ein við lýði, þá fyrst munum vér, gamlir menn, fá að halda sonum vorum og gleðjast við þeirra líf.“ „ESgi verður það i okkar tíð, fóstri" mælti Sigmundur. „Vertu samt eitthvert sinn,“ gegndi Illinur. Og héldu enn áfram lengi að mælast við, skáldið og konungurinn, meðan dreif húm á skóginn og kvikti stjörnu undir nótt. Það er næstum því óskiljanlegt, að Guðmundur Daníelsson skuli ekki fyi'r hafa verið þýddur á norsku. Ilefði hann lifað og skrif- að meðal fjölmennari þjóðar, mundi hann eftir minni meiningu vera einn af hinum stóru í bók- menntaheiminum. Fonna Forlagi ber heiður fyrir að hafa gert þessa skáidsögu að- gengilega. Bókin er þýdd af As- bimi Hildreynyr sem hefur haft hamingjuna með sér I verkinu að því er málið varðar. Bæði kraf tur- inn og fíngerð, lykkin" sérkenni- legt málið og stilinn eru flutt á hljómandi nýnorsku. Það er ekki lítil list. Þessi grein hefur birzt íþremur stórum blöðum í Noregi fyrir ut- an „Nationen“ í Osló: „Rogaland“ í Starvanger „Gula Tiden" í Berg- en og „Valdres“ í Fagernes. í Oslóblaðinu Dag og Tid“ birtist 9. nóvember alllangur rit- dómur um „Sonen min Singjötle“ eftir dr. Ivan Orgland lektor, undir fyi'irsögninni: Ruvande islandsk romanforfatter. Nokkru rúmi er þar eytt til að kynna G.D. og helztu skáldverk hans. Um „Sonen min Sinfjötle" segir þar meðal annars: „...Sonen min Sinfjötle“ er bók, sem er ekki aðeins spegil- mynd af samskiptum fólks í forn- öld, heldur einnig af samskiptum þjóða í okkar eigin samtíð. Einn af meginþáttum bókarinnar er sjálfstæðisbarátta minnihluta þjóðarbrots, sem verður að flýja átthaga sína til að komast hjá tortímingu, en brýzt síðan gegn- um blóð og eld og óheyrilegar þrengingar fram til sigurs og sjálfstæðis. Rithöfundurinn hefur alltaf okkar eigin tíma íhuganum, svo að skáldsaga hans hefði í mörgum atriðum eins getað gerzt á okkar dögum. Þarna eru að verki sömu öflin, sem við heyrum daglega um í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Annars hefur rithöf- undurinn lagt mesta áherzlu á að gefa sálfræðilega skýringu á fólkinu og þeim viðbrögðum þess, sem við erum vitni að í bókinni. Og ekki aðeins í þessari bók, held- ur og í aðalviðfangsefni hans. I sem fæstum orðum mætti segja, að skáldsagan Sonur minn Sinfjötli sé heiðin helgisaga — og um það lögmál mannlegra sam- skipta, að stríð leiðir alltaf til striðs og nýrra eyðilegginga. Þeg- ar sverð okkar eru brotin og söng- harpan, þ.e. listin, er ein við lýði, þá fyrst getum við búizt við betri tíð og að við fáum að gleðjast við líf barna okkar, i stað þess að sjá þeim fórnað á altari hins grimma guðs.. Fjöldamörg fleiri blöð víðs veg- ar um Noreg hafa birt greinar um „Sonen min Sinfjötle" og höfund hans og ljúka öll miklu lofsorði á þetta skáldverk. Islenzkt maíregn í \TAVAm Dómar um ljóða- 1 11 Ol Og 1 bók Einars Braga NÝLEGA kom út í Noregi Regn í maf — ljóðabók Einars Braga í þýðingu Knut ÖdegSrd. Ritdóm- arar nokkurra helztu blaða Noregs hafa fjallaðum Ijóð Ein- ars Braga, eins og þau birtast í þessari norsku þýðingu, og fær Ijóðasafnið f heild sinni mjög lof- samlega dóma. Odd Solumsmoen skrifar í Arbeiderbladet 13. nóvember undir fyrirsögninni Maíregn á Is- landi: „Það er vandað Ijóðaval, sem Knud Ödegárd hefur þýtt eft- ir Islendinginn Einar Braga -— „Regn í maí“, eins og hann kallar bókina. Það er líka nafn við hæfi; hér er hóglæti og hljóðleiki eins og í fyrirheitaríku vorregninu sjálfu, þegar það fellur mílt á vetrarhrjáð land og vonirnar vakna á ný við að „himnarnir opnast". Síðan segir Solums- moen, að ljóð Einars Braga verði að lesa hægt. „Þau geyma meira en sýnist við fyrsta lestur lát- lausra stefjanna. Þýðing Knuts Ödegárd er hófsamleg og virðist vera frumverkunum fullkomlega trú. Ilann hefur einnig ritað fræð- andi formála, þar sem meðal ann- ars er getið helztu æviatriða Einars Braga.“ I Dagbladet ritar gagnrýnand- inn Inger Skrede hinn 9. nóvem- ber um bókina og segir þar um Einar Braga: „Bragi er nútíma- skáld, en ekki jafn blóðlítill og margir skandinavískir skáldbræð- ur hans. Ilann virðist andlega skyldari vestrænum skáldum, amerískum. Ljóð hans eru blóðrík lífsjátun, oft byggð af bundinni tónaröð, sem vekur tilfinningu fyrir tíma er líður. Holdleg ást, náttúran og stundum dauðinn eru ort í eitt." Skrede minnir á þau formálsorð Ödegárd, að Einar Bragi veki ekki fyrst og fremst áhuga sem íslenzkt skáld, heldur sem ágætt skáld almennt séð. „Það er ekki nema satt, bókmenntasögulega hugsað. Og samt er svo mikið af Islandi í þessari bók, bæði í ytri minnum og sýnilegum reynslufor- sendum skáldsins, að uppruna- landið verður einn af grundvall- arþáttum verkanna. Þetta skiptir þó ekki meginmáli. Krafturinn í ljóðunum er persónulegur — hann er fólgin í ljóðlistarlegri rökvísi, sem fylgir sjónfletinurn og gerir skáldinu kleift að skapa alveg nýjar myndir." Sama dag skrifar aðalgagnrýn- andi Aftenposten, Ole Langseth, að bókin Regn í maí sé verðmætt framlag til fjölbreyttari kynning- ar á þvf, sem hefur verið að gerast í íslenzku menningarlífi á eftir- stríðsárunum.. Ilann segir aug- ljóst, að þekking Einars á sænskri nútímaljóðlist hafi verið honum mikils virði, þó að hann sé að frumtóni og myndanotkun ósvik- inn íslendingur. „Ilann er það, sem við í helzti ónákvæmari merkingu erum vön að kalla lífs- dýrkanda; um ljóð hans streyma gróðrarsafi, ylur og vor. Allt gró- andi líf er fullt af fyrirheitum, hvort sem það vex í regnmettaðri maí-mold eða líkama ungrar konu . . . Ljóð Einars Braga einkennast oft af sterkri sjónrænni innlifun. íslenzk náttúra með síbreytileg- um töfrandi litbrigðum sínum hefur gert hann að málara í orð- um, myndauðugu og skynnæmu skáldi.“ Þýðandanum er einnig hrósað og sagt, að hann hafi unnið gott verk í þágu norrænna menn- ingarsamskipta og lesanda þessar- ar bókar. Gagnrýnandinn Jo Öijasæter segir m.a. f Nationen hinn 20. október, að „Við lestur ,Jlegns i maí“ f þýðingu Knuts Ödegárds verður manni strax ljóst, að Einar Bragier sérstæður meistari ástar- ljóðsins, engum öðrum líkur. Það er eitthvað undralétt, einhver nær gagnsæ birta yfir mörgum ástaljóðum hans, og jafnframt frábær festa i stílnum. Þar næst veitir maður athygli, að Einar Bragi hlýtur að vera töluverður dulhyggjumaður, svo fágætt sem það nú er. Það kemur gleggst fram í náttúruinnlifun hans og skynjun ámannlífinu, fæðingu og dauða.“ Danska skáldið Ulf Gudmund- sen, sem hér var á ferð fyrir skömmu, skrifar einnig um bók- ina í Vestkysten og segir m.a.: „Einar Bragi er skáld, sem yrk- ir einkum um ástina og dauðann, en vegna næmleika á dul náttúr- unnar eru ljóðmyndir hans einatt þaðan runnar. Ilann lofsyngur hjartanlega holdlegar ástir, og barnið á sér valinn stað í bókum hans. Þessu íslenzka skáldi er gefin mikil einlægni, sérstakur, sér- stakur innileikans tónn, sem maður gleðst yfir að hafa kynnzt í þýðingu Knuts Ödegárds. — Vissulega getur „máninn tekið of- an grímuna og glott" og nakin stúlkan borið næturgala f augum — en samt er það alvaran bak við kímnina, sem heillar.— Skáld- skapur Einars Braga um hina míklu hringrás lífsins verðskuld- ar einnig athygli danskra les- enda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.