Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973 31 5 marka sigur Það lék aldrei nokkur vafi á þvf hvort liðið væri sterkara, úrvals- lið HSl eða júgðslavneska liðið D.vnamo Pancevo, er liðin mætt- ust í fyrrakvöld. Úrvalsliðið, sem oftast er nefnt landslið, hlaut að sigra, en munurinn varð þó að- eins fimm mörk, lokatölur urðu 20:15. Landsliðið var nú hlaðið stór- skyttum, en þær fundu því miður ekki greiða leið gegnum vörn Júgóslavanna. Þessi leikur getur engan veginn talist neinn mæli- kvarði á getu landsliðsins, aðeins æfing. Landsliðið tók strax forystu í leiknum, munurinn var á tímabili fimm mörk, 8:3 og 9:4, en fyrir leikhlé hafði Pancevo náð að minnka þann mun niður í þrjú mörk, 10:7. í fyrri hálf- leik gaf landsliðið sér lítinn tima til að spila, meira var lagt upp úr stuttum sóknum og fljótræðisskotum, sem sjaldn- ast komust framhjá snjöllum markverði Júgóslavanna. Það var helzt að hraðaupphlaup íslenzka liðsins gæfu af sér mörk. Minni munur en áður FRÁ KRISTNI Jörundssyni: islenzka landsliðið í körfu- knattleik er nú komið til Luther College, en þai' er Kent Finager þjálfari, og hefur hann haft veg og vanda af þessari ferð landsliðsins og skipulagt hana. í gærkvöldi (20.11.) var leikið við skóla í Upper Iowa. Þetta lið var töluvert veikara en liðin þrjú, sem keppt var við f upphafi, enda skólinn miklu minni. f þessu liði leikur þó einn leikmaður, sem í fyrra var valinn í úrvalslið Ameríku í þessum aldursflokki. Leikmenn fslenzka liðsins höfðu vaknað klukkan fimm um morguninn til þess að ná flugvél frá Norður-Karolína til Chicago. Frá Chicago var svo rúmlega fimm tíma akstur til staðarins og vorum við ekki komnir til Upper Iowa fyrr en um hálf fjögur, en leikið var klukkan hálf átta. Voru því flestir leikmennirnir orðnir þreyttir á ferðalaginu, er við komum ááfangastað. Leikurinn var jafn framan af og eftir um tíu mfnútur var staðan 18:14 fyrir Upper Iowa. Eftir þetta fór þreytan að segja til sín hjá íslenzka liðinu og í hálfleik var staðan orðin 51:35. f seinni hálfleik keyrðu leikmenn Upper Iowa á fullu og voru íslenzku leikmennirn- ir nánast eins og „stadistar", nema Þórir Magnússon, sem var eini fslenzki Ieikmaðurinn, sem stóð fyrir sínu. Þá vakti Jón Indriðason mikla athygli í lok leiksins fyrir góð skot utan af kanti. Lokatölur leiksins urðu 115:70, sem var alltof mikill munur. íslenzka liðið átti að gera miklu betur, en þetta var slakasti leikurinn það sem af er ferðinni. Stighæstir voru Þórir Magnússon með 24 stig og Kristinn Jörundsson með 10 stig. Allir leikmennirnir eru heilir heilsu og biðja fyrir kveðju heim. Landsliðið jók muninn í 6 mörk í upphafi seinni hálfleiks, en þá tók júgóslavneska liðið aftur við sér og leikurinn hélzt í jafnvægi það sem eftir var, 20:15 endaði leikurinn. Axel Axelsson og Björgvin Björgvinsson stóðu sig bezt, en þeir Gfsli Blöndal og Gunnar Ein- arsson sluppu þokkalega frá leiknum. Mörk landsliðsins: Axel 6, Gfsli 4, Björgvin 3, Sigurbergur 2, Við- ar 2, Einar, Ilörður og Amar 1 hver. Mörk Pancevo: Divic 2, Seslija 4, Kristic 2, Rendic 2, Djekic 1, Komlanov 2, Bratic 2. Svíar unnu Erfiðlega hefur gengið að afla frétta af landsleikjum þeim, sem Svíar hafa að undanförnu leikið í Bandaríkjunum og Kanada, en Svíarnir munu koma hingað til Landslið valið íslenzka landsliðiö, sem mætir Svfum í landsleik í handknattleik f Laugardalshöllinni annaö kvöld, hefur verið valið og verður þann- ig skipað: MARKVERÐIR: Gunnar Einarsson, Haukum Ólafur Benediktsson, Val. AÐRIR LEIKMENN: Gunnsteinn Skúlason, Val Ólafur H. Jónsson, Val Björgvin Björgvinsson, Fram Axel Axelsson, Fram Auðunn Óskarsson, FII Viðar Símonarson, FH Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Hörður Sigmarsson, Haukum Gísli Blöndal, Val Agúst Svavarsson, ÍR lands í dag og leika landsleik við íslendinga á morgun. Aðeins hafa borizt fréttir af fyrsta leiknum við Bandaríkjamenn, en hann unnu Svíar 20:13, eftir að staðan hafði verið 10:4, þeim í vil í hálf- leik. Mörk Svíanna í leik þessum skoruðu: Thomas Person 4, Bengt Hansson, Tommy Jansson, Roman Marciniak 3 hvor, Bertil Söder- berg, Johan Fischerström 2 og Dan og Lennart Eriksson 1. Björgvin skorar eftir hraðaupphlaup. Islandsmótið í blaki: Hvöt og Víkingur sigruðu íslandsmótið í blaki hófst með tveimur leikjum að Laugarvatni á sunnudaginn var. Dr. Ingimar Jónsson formaður B.L.l. setti mótið, en þetta er fimmta skiptið, sem keppt erum Íslandsmeistara- titilinn. UMF Hvöt vann mótið í fyrra, en tekur ekki þátt f mótinu í ár. Hins vegar er lið Víkings nú að mestu skipað islandsmeist- urum Hvatar. Lokar Ragnar aftur? Ármann-Valur og ÍR-Þór í kvöld ÞAÐ eru engin griðgefin í hand- knattleiknum um þessar mundir, leikið hefur verið svo að segja alla daga aðundanförnu og jafn- vel hafa farið fram tveir leikir á dag. i kvöld fara fram tveir leikir í 1. deildinni þó svo að lands- leikur verði við Svfa annað kvöld. Fyrri leikurinn í kvöld er á milli Vals og Armanns, leikur, sem við fyrstu sýn ætti að gefa Valsmönnum tvö örugg stig í safnið. Iiafa ber þó i huga jafn- tefli Ármenninga við Fram og snilldarleik Ragnars Gunnars- sonar markvarðar Ármanns í þeim leik. Standi Ragnar sig með sömu prýði i leiknum i kvöld ætti viðureign liðanna að geta orðið hin jafnasta. Síðari leikurinn er svo á milli ÍR og Þórs. Þór hefur heldur betur spjarað sig það sem af er keppnistímabilinu og liðið er nú komið með þrjú stig. ÍR-ingar hafa hins vegar aðeins náð einu stigi til þessa, en ættu að ná Þór að stigum í kvöld leiki þeir af skynsemi. Fyrri ieikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15 í Laugardals- höllinni. FVrsti leikur mótsins var ámilli ÍS og UMF Laugdæla. Eftir nokk- uð öruggan sigur ÍS i fyrstu hrin- unni 15—10 tóku Laugdælir ákveðið á málunum og burstuðu IS i seinni tveimur hrinunum 15—7 og 15—4. Yfirburðir Laug- dæla voru ótviræðir og er lið þeirra nú allt annað en í opna mótinu í Hafnarfirði á dögunum. ÍS liðið var alveg óspilandi seinni tvær hrinurnar og hefur liðið ekki fengið aðra eins útreið í mörg ár. Leikmenn Laugdæla áttu í heild góðan leik en einna mest bar á Óla Þór og Antoni Bjarnasyni. Síðari leikurinn var á milli Vík- ings og UMF Biskupstungna. 2—0 sigur Vfkings var nokkuð örugg- ur, þó að litlu munaði f fyrri hrin- unni, sem fór 16—14. Leikmenn Vikings eru áber- andi vel samæfðir og vörn þeirra og sóknarspil traust og gloppu- lítið. Torfi, Rúnar, Páll, Már, og Gestur mynda sterkan kjarna, sem tryggir gott og sigurvænlegt spil. Næstu leikir í undankeppninni verða í iþróttahúsi Háskólans á laugardaginn kemur 1. des. Þá leikur Breiðablik við Laug- dæli og UMF Biskupstungna við Handknattleiksfélag Kópavogs. Brengl MEIRIHÁTTAR myndabrengl urðu á bls, 3 I iþröttafréttum Morgunblaðsins í gær. Þar birtist mynd af Viðari Sfmonarssyni, þár sem vera skyldi mynd af Sig- tryggi Guðlaugssyni, en myndin af Sigtryggi var hins vegar þar sem mynd átti að vera af George Foreman. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökum þessum. Aðalfundur Leiknis AÐALFUNDUR Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti III í Reykja- vík verður haldinn sunnudaginn 2. desember kl. 13.30 í húsakynn- um Breiðholts h.f. við Norðurfell. Eru félagar hvattir til að fjöl- menna á fundinn og hafa með sér félagsskírteini. Þeir sem eiga eft- ir að fá skírteini sín geta fengið þau á fundinum. Bylting í herbúðum Hauka Kristján settur af, Viðar ráðinn þjálfari KRISTJAN Stefánsson hefur hætt þjálfun 1. deildarliðs Hauka í handknattleik og við hefur tekið Viðar Sfmonarson, leikmaður með 1. deildar liði FH. — Það hafði verið mikil dánægja með störf Kristjáns hjá Haukum, og upp úr sauð eftir jafnteflisleikinn við Þór ádögun- um, sagði Guðmundur Fr. Sigurðsson, varaformaður hand- knattleiksnefndar Iiauka í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Leik- mennirnir voru ekki ánægðir með æfingarnar og höfðu ekki trú á því, að þetta myndi lagast. Einn leikmannanna, Þórir Ulfarsson, var hættur að mæta á æfingar, og annar, Svavar Geireson, kvaðst "éTfífíÍg"“verá'hættur eftí'r' Tei'klnh" við Þór. Þá sagði einnig liðstjóri liðsins, Hafsteinn Geirsson, af sér, svo og formaður handknatt- leiksnefndarinnar, Hennann Þórðarsson. Þegar þannig var komið hafði ég samband við Kristján, skýrði honum frá þessari óánægju og spurði hann, hvort hann treysti sér til að vera áfram með liðið undir slfkum kringumstæðum. Kvað Kristján svo ekki vera og taldi bezt, að hann hætti strax. Hitt er svo annað mál, að við höfum gert samning við Kristján og vitum ekki enn, hvort hann setur fram kröfur. — Viðar kom á fyrstu æfinguna hjá okkur í gær, sagði Guðmund- 'ur', og var mjög vei mætt á hana. Hann hefur lofað okkur að vera með liðið fram yfir tvo næstu leiki, við Val og ÍR, og það er ekkert leyndarmál, að við munum sækja það fast að fá Viðar sem þjálfara og vonumst einnig auð- vitað eftir því, að hann komi aftur í raðir Iiaukanna á næsta keppnistímabili. Morgunblaðið hafði samband við Kristján Stefánsson út af þessu máli og sagði Kristján meðal annars: —Vitaskuld er ég rnjög leiður yfir þessu máli, en ef forráðamenn handknattleiksins í Iiaukum vilja hafa þetta svona, þá þeir urn það. Eg áskil mér hins vegar allan rétt til að halda þessu máli áfram. Ég var ráðinn til 15. apríl og er reiðubúinn til að standa við minn hluta samnings- ins. — Égveit ekki, hvort leikmenn- irnir voru svo öánægðir með æfinganar. um slíkt frétti ég ekki að minnsta kosti ekki. Iiins vegar voru leikmennirnir mjög óánægð- ir með hversu fáa æfingatíma þeir höfðu, en það var ekki mín sök eins og gefur að skilja. Við héldum nokkra fundi, en það kom ekki fram alvarlegur ágreiningur. — Ég hlýt að líta á það sem traustyfirlýsingu við mig og mitt starf, þegar þeir tveir leikmenn meistaraflokks Hauka, sem sæti eiga í stjórn deildarinnar, segja af sér störfum f mótmælaskyni við starfsaðferðir annarra stjórnar- manna í Iiaukum. En það gerðu þeir Guðmundur Haraldsson og Þorgeír Haraldsson, sagði Kristján að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.