Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973 Sœmundur Helgason stýrimaður - Minning F.5 júlí 1949 D.21. nóvember 1973. Að kvöldi miðvikudagsins 21. nóvember síðastliðinn var Sæm- undur Helgason kallaður brott af hinum jarðneska heimi. Kallið kom fyrirvaralaust í miðri önn hins unga manns um borð í togar- anum Þormóði goða, þar sem skipið var að veiðum í illviðri úti fyrir suðvestur horni Islands. Mikill harmur er kveðinn að okkur öllum ástvinum hans og aðeins minningin um góðan dreng, kosti hans og göfuglyndi, fær linað þann hann. En við vit- um, að bak við alheims stríð og strönd hafa Sæmundi nú verið falin ný og æðri verkefni. Sæmundur var hjartahlýr drengur og einkenni hans var réttlætiskenndin. Ilann átti að geyma dýrmæta mannkosti, sem við ástvinir hans þekktum vel og nutum í ríkum rnæli. Sæmundur gekk ekki á torg með tilfinningar sinar, en hann fór ekki dult með hugsjónir sínar og skoðanir, enda félagslyndur ungur maður. t Faðir okkar og bróðir SVAVAR GUÐJÓNSSON andaðist að Borgarspitalanum laugardaginn 24. nóvember. Reynir Svavarsson, Svavar Svavarsson, Anna Pálsdóttir, Sigriður Guðjónsdóttir, Gunnfriður Guðjónsdóttir, Sigríður Halldóra Guðjónsdóttic. Ilann hafði mikinn og brenn- andi áhuga á mannlegu samfé- lagi, straumum þess og breyting- um, og taldi strax mjög ungur, að jafnaðafstefnan myndi bezt tryggja það réttlæti í þjóðfélags- málum, sem honum sjálfum var eðlislægt. Nokkru áður er Sæmundur hvarf okkur sjónum. hafði hann beðið mig að lesa yfir greinarstúf, sem hann var að hugsa um að leggja til æskulýðssíðu ungra jafnaðarmanna í Alþýðublaðinu. Sú grein verður ekki birt í heild úr þessu. En Sæmundur átelur mig örugglega ekki, þó að ég vitni hér til eins efnisþáttar hennar, sem lýsir einmitt svo vel hugsjón- um hans. Þar segir svo meðai annars: „Við megum ekki láta gamalt sundurlyndi flokksforingja spilla því, að jafnaðarstefnan fái notið sín. íslenzkt þjóðfélag væri tals- vert öðruvísi í dag, ef allir jafnað- armenn hefðu unnið saman i gegnum árin .. . Góðir jafnaðarmenn, hvar i flokki, sem þið nú eruð staddir: Kastið grímunni. Sameinumst og stöndum sterkan vörð um hag al- þýðunnar. Ilagur alþýðunnar er hagur allrar þjóðarinnar.“ Á þennan hátt og tæpitungu- laust lét Sæmundur skoðanir sín- ar í ljós. Ilugur Sæmundar var allt frá unga aldri tengdur sjónum og í æðum hans rann vafalaust sjó- mannsblóð afa hans, er báðir voru sjósóknarar. Leið hans lá i t Eiginmaður minn HANS ÓLAFSSON, Arnarhrauni 19, Hafnarfirði, lézt á Landsspítalanum 26. nóvember. Halldóra Hallbjarnardóttir. t Bróðir minn, LÁRUS K. ÁRNASON, andaðist 21 þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 29. þ m kl 15 F.h vandamanna Svavar Árnason, Grindavík. t Eigmmaður minn, faðir og tengdafaðir, JON INGVI EYJOLFSSON, Sviðholti, Alftanesi, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju, fimmtudaginn 29 nóv. kl 14. Þeir, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarfélög. Kristín SigurðardóttÍF, Jóhanna Jónsdóttir, Jóhann Jónsson, Marja Friðriksdóttir, Anna Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson, Ásthildur Jónsdóttir, Geir Guðjónsson. t GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Elliheimilinu, ísafirði, andaðist föstudaginn 23. nóvember Jarðsett verður að Melgraseyri, þriðjudaginn 4. desember Fyrir hönd vandamanna. Gerður Sturlaugsdóttir, Kristján Sturlaugsson. t Móðir okkar GUÐRÚN EYVINDSDÓTTIR, Ægissíðu 62, sem lézt 21 nóvember, verður jarðsett frá Neskirkju, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Guðný Árnadóttir, Eyvindur Árnason. t Utför elskulegs föður, afa, bróður og tengdaföður, VIGFÚSAR JÓNS EINARSSONAR, rafvirkjameistara, er andaðist 23. þ m , fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. nóvemberkl 10 30f.h Fyrir mína hönd og annara ættingja, Inga Rún Vigfúsdóttir Garcia. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, frá Hvítadal. Anna Stefánsdóttir Matthildur Stefánsdóttir Elfur Stefánsdóttir Jón Stefánsson Guðrún Álfsdóttir Elín Portas Weston Portas Stefán Sturla Stefánsson Katrín Thors Marteinn Stefánsson Margrét Hansen Sigríður Norma MacCleave Valur Helgason og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, ÞORVALDAR DANÍELSSONAR, byggingameistara, Kjalarlandi 25, Reykjavík. Hjördís Oddgeirsdóttir, ÓskarM. Þorvaldsson, Herdís B. Þorvaldsdóttir, Eva G. Þorvaldsdóttir, Gerður G. Þorvaldsdóttir, Finn Söbjerg Nielsson. t Hjartans þakkir til ailra fyrir vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför, ÞORLEIFS ÁRNASONAR Guðriður Guðmundsdóttir, Borghildur Þorleifsdóttir, Hilmar Björnsson, Sigrún Þorleifsdóttir, Jóhann Friðjónsson, Anna Káradöttir, Guðmundur Þorleifsson, Sigurlaug Þorleifsdóttir, Valgeir Vilhelmsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gunnar Jónsson. og barnabörn. t Innilegar þakkír faerum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður, sonar, bróður og tengdasonar, EIRÍKS STEINÞÓRSSONAR, Hjaltabakka 22. Hrefna Björk Loftsdóttir, Elin Þórunn Eiriksdóttir, Jenný Steinþórsdóttir. Steinþór Eiríksson, Stefania Steinþórsdóttir, Þórunn Þórhallsdóttir. Þórhalla Steinþórsdóttir, Laufey Einarsdóttir. t Innílegustu þakkir til allra sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR SIGURÐSSONAR hæstaréttarlögmanns Sérstakar þakkír til heirriilislæknis okkar. Jóns Gunnlaugssonar, lækna og hjúkrunarliðs Borgarsjúkrahússins, svo og samstarfsmanna hans. Sigríður Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Jórunn Norðmann Þorkell Gíslason og systkini hins látna Stýrimannaskólann í Reykjavík og þar lauk hann prófi vorið 1971. Starfsævi hans var stutt, en samt lagði hann af mörkum skerf til velferðarokkar hinna. Blessuð sé minning mfns kæra bróður og vinar. Helgi E. Helgason. Þegar Guð kallar fólk til sín, sem enn er á unga aldri, hlýtur sérstakt tilefni að ráða því kalli. Okkur er ekki ætlað að skilja slíkt, en harmurinn er ætíð sár. Ilinn 21. nóvember síðastliðinn fórst Sæmundur Ilelgason við skyldustörf sín um borð i togaran- um Þormóði goða, aðeins 24 ára að aldri. Sæmundur var sonur hjónanna Valnýjar Bár"ðardóttur og Ilelga Sæmundssonar, ritstjóra, Holts- götu 23 í Reykjavík. Sæmundur kaus sér það ævi- starf, sem erfiðast er og hættuleg- ast. Hann hafði allt það til að bera, sem góðan dreng má prýða. Því er vandfyllt hans skarð í stétt íslenzkra sjömanna. Síðast, þegar við hittumst, datt mér ekki í hug, að höfnin, sem þú tækir næst, yrði hjá Guði. Það er því sárt að kveðja þig, kæri frændi, svo alltof fljótt og mega ekki njóta með þér fleiri ánægju- stunda. En minningu þína tekur enginn frá okkur. Þó að söknuður okkar, vina þinna, sé mikill, er söknuður foreldra þinna og bræðra þó meiri. Því bið ég góðan Guð að hugga þau og blessa og létta þeirra sorg. 0, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (Matthías Jochumsson) Vertu sæll, Sæmundur minn. Blessuð sé minning þín. Óskar Þór Þráinsson. t Systir mín, SIGRÚN GEIRA ÁRNADÓTTIR fyrrv. kaupkona, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, andaðist 26. nóvember i Landa- kotsspitala Sigriður Árnadóttir og aðstandendur t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og sonar, BALDURSLEVÍ BENEDIKTSSONAR, rafvirkjameistara, Akurgerði 11, Rvik, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl 13 30 Sveinlaug Sigmundsdóttir Jens Benedikt Baldursson Herbert Viðar Baldursson Sigmundur Heimir Baldursson Stefanía Baldursdóttir Atli Snædal Sigurðsson Jenný Sigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.