Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 ^ 22-0-22- RAUÐARÁRSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 tel 14444*25555 m BÍLALEIGA car rental (P* BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL *24460 í HVERJUM BÍL piONeen ÚTVARP OG STEREO KASSETTUT/EKI SAFNAST ÞEGAR . SAMAN «Aemur! § SAMVINNUBANKINN MORGUNBLAÐSHÚSINU 99 „ Verið óhrœddir , hin fyrsta jólapredikun Við ■J&ý 'i & 'w 1 1 I gluggann eftir sr. Árelins Níelsson Fátt er aegilegra en ótti. Samt er svo mikil ástæða til ótta, svo margt, sem hræðir og skelfir. Það var ríkt í huga sveita- barna á Islandi í gamla daga. Allt var gert að grýlum: Alfar, draugar, tröll og vættir döns- uðu um hjarnið í hríðarbyljum og tunglsljósi. Meira að segja jólabarnið í jötunni, sjálf himingjöf jólanna, var gert að hálfgildings grýlu. Og svo er enn. Og víst er betra að vera var um sig. „Margt býr í þokunni." „Margt er á sveimi í myrkranna heimi.“ En samt er upphaf jóla- predikunar þessi tvö orð: „Verið óhræddir." Ættum við að taka nokkurt mark á þessu núna, þegar Vest- urlöndum eru lokaðar lindir yls og ljóss, krafts og gæða austan úr Arabalöndum, og mannræn- ingjar og morðingjar geta setií ■ við hlið þér á hverjum flug- velli, reiðubúnir að myrða sak- laust fólk, særa það, deyða og hræða? Væri ekki einmitt sanni nær að breyta upphafinu í ávarpi jólaengilsins og segja: „Verið hræddir." „Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga.“ Meira að segja hinum ein- falda kærleiksboðskap kristins dóms hefur gegnum aldirnar verið breytt í hatursóð og hefndarorð: Guð, hinn kær- leiksriki faðir Jesú, gjörður að grimmum einvaldi með óslökkvandi eld ægilegustu pyndingartækja sér til vinstri, albúinn að kasta þangað óvin- um og angursmönnum. Hvað sýna allar ofsóknir, galdrabrennur, rannsóknarrétt- ur, þröngsýni, fordæmingar, sjálfsréttlæting páfa og preláta, lífsflótti pietismans, hroki „ortodoksiunnar" eða rétt- trúnaðarins svonefnda, andlaus hugsun óviðkomandi öllu mannlegu? Er þetta ekki allt saman ótta- legt? Þar hefur Guði hins góða verið byggt út, hveitið upprifið með illgresinu, þrátt fyrir allar aðvaranir. Allt gert til að hræða í stað þess að frelsa. Og enn eru milljónir manna lokaðar bak við gaddavir, virki hers og lok- uð landamæri, allt til að halda við ótta og vansælu. Því takið nú eftir framhald- inu í orðum engilsins, sjálfum jólaboðskapnum: „Yður er frelsari fæddur.' Frelsi frá ótta, frelsi frá grimmd, frelsi frá ranglæti, ör birgð, ánauð, kynþáttamisrétti hroka, fordómum, pyndingum helvfti nautnanna, djöfli sundr- ungar. Og þetta aðeins, ef þið trúið gleðifréttunum um Guðs- ríki, þar sem réttlæti, friður og gleði eru lögmál fólksins og hið góða, fagra og fullkomna hug- sjón þess og takmark. Þetta er hin einfalda, upphaflega og ein- asta kenning Krists, guðspjall góðleikans í grimmum heimi. Veröld, sem þó er svo fögur og góð, ef við kunnum réttu orðin: Hógværð, miskunnsemi, hjarta- hreinleika, samúð, þekkingar- þrá, friðsemi, biðlund, um- burðarlyndi og ástúð. í þessari trú á sigur ljóssins, sem felst í boðskap jólanna, boðskap og lögmáli góðleikans, getur jörð- in orðið paradís allra sinna barna á stuttum tíma. Hugsið ykkur t.d. ef valdhaf- ar heims, stórveldi austurs og vesturs, tækju sig nú til og út- rýmdu fátækt og allsleysi flottafólksins frá Palestinu, sáðu þar fræjum góðleikans, skilnings og fyrirgefningar í stað eiturs og brenninetla skefjalauss haturs og blinds of- stækis og hefndarþrár. Hugsið ykkur Bandaríkja- menn hafa varið milljörðunum sinum til að rækta, græða og byggja upp í Suður-Vietnam, gera þar, i þessu frjósama landi, fegursta velferðarríki heims, í stað þess að nota doll- arana til að strá eitri, hörmung- um, dauða og kvölum yfir vesa- lings fólkið, verksmiðjur, skóga, akra og fenjalönd. Hugsið ykkur Rússa, eða hvað þeir nefnast þessir Sovét- foringjar, opna fangelsi sin og gervi-geðveikrahæli og leyfa boðskap Tolstoys, Krapotkins fursta og meira að segja Lenins að njóta sin, i stað þess að láta óttann við sjálfa sig og aðra gera sig að svikurum við helg- ustu hugsjónir sinna eigin brautryðjenda, likasta nátt- tröllum í myrkum helli, sínum eigin andlega grýlukertahelli. Óttizt ekki — verið óhræddir, er boðskapur jólanna. Þrátt fyrir allt mun ^veröldin lúta handleiðslu hins góða. Blóð píslarvotta og stunur fanga, óp hinna pynduðu verður meira að segja vegmerki við frelsis- sporin, upp á við. Dauðinn sjálfur verður heldur ekki óttalegur þeim, sem eiga sjón hirðanna inn í draumheima ljósalands lífs og elsku. Ef til vill á eftir að sann- ast, að dauðinn sé æðsta og dýrðlegasta ævintýri lífsins. Gæti fóstrið, sem nú er svo mikið rætt um í sambandi við hin nýju lög um „frjálsan“ út- burð barna, óttazt, þá yrði það kannski ósköp hrætt við fæð- inguna, sem endi sinnar tilveru — endialls. Er ekki álíka mikil ástæða til að óttast það, sem okkar helztu hugsuðir hafa nefnt „fæðingu í ljós annað" Guð er eilíf ást engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást. Sérhvert böl skal bætt.“ Gleðileg jól. Arelfus Nfelsson. REYKJAVfKURMEISTAR- MÖTINU f tvímenning í bridge er nú lokið. Þeir félagar As- mundur Pálsson og Hjalti Elf- asson bættu enn einum titlin- um í safn sitt, en þeir sigruðu nokkuð örugglega, hlutu 1590 stig. Bernharður Guðmundsson og Tryggvi Gíslason spiluðu saman í keppni þessari og hrepptu annað sætið. Röð efstu para varð þessi: Asmundur Pálssom — Hjalti Eliasson 1590 Bernharður Guðmundss. — Tryggvi Gíslason 1556 Guðlaugur Jóhannsson — Örn Arnþórsson 1546 Guðmundur Pétursson — Stefán Guðjohnsen 1496 Einar Þorfinnsson — Jakob Ármannsson 1494 Kristján Jónasson — Þórhallur Þor- steinss. 1479 Hallur Símonarson — Þórir Sigurðsson 1468 Fyrsti flokkur: I fyrsta flokki sigruðu Guð- mundur Sveinsson og Þórir Sig- ursteinsson örugglega, en þeir hlutu 761 stig. Röð efstu para varð annars þessi: Jón Hauksson — Pálmi Lorenz 722 Bárður Daníelsson — Stefán Guðmundsson680 Ester Jakobsdóttir — Gunnlaugur Karlss. 679 Óli Valdimarsson — Þorsteinn Erlingsson679 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 669 A næsta ári munu 8 efstu pör í meistaraflokki og 4 efstu pör fyrsta flokks eiga þátttökurétt í meistarflokki. 5 verðlaun verða veitt í meistaraflokki, en tvenn í fyrsta flokki. Siðasta blað III. árgangs af Bridgeblaðinu er komin út. Getur ritstjóri blaðsins þess, hve útgáfa blaðsins sé erfið, m.a. hve illa gengur að fá greidd áskriftargjöld og hve prentunarkostnaður er orðinn hár. Eina leiðin til að þurfa ekki að hækka áskriftargjald blaðsins sé að fækka blöðum og mun því ekkert maí-blað koma út á næsta ári. Ég kvet hér með alla spilara og áskrifendur blaðsins til að standa vörð um Ásmundur Pálsson og Hjalti Elfasson — Rvíkurmeistarar 1973 eina bridgeblaðið, sem gefið er út á Islandi, blað , sem i alla staði er mjög gott. Af efni blaðsins má nefna: Dagbók frá Evrópumótinu i bridge, sagnkerfi kynnþ Anton Sveinsson í varaliðinu, hvað segja sérfræðingarnir, ásamt svörum, fréttir frá félögum, sagnkeppnin o.fl.lo.fl. Eini galli blaðsins má er sem fyrr lélegur prófarkalestur, sem skemmir nokkur spilanna. Þetta verður síðasti þátttur- inn á árinu 1973. Eg þakka öll- um mínum samstarfsmönnum, blaðafulltrúum og öðrum vel- unnurum þáttarins fyrir sam- starfið á árinu, sem er að Iíða, og vonast til, að samstarfið verði enn betra á nýja árinu. (Þótt það geti nú varla betra verið). Gleðileg jól. Farsælt komandi ár. Arnór G. Ragnarsson. MJ33 Tíu vinsælustu lögin á Islandi þessa dagana, samkvæmt útreikn- íngum þáttarins Tíu á toppnum: 1. (6) VVhenlamákid ........................DemisRoussos 2. (3) Step into Christmas ....................Elton John 3. (1) Broken down Angel ........................Nazareth 4. (10) Just You and Me ..........................Chicago 5. (2) I got a Name............................Jim Croee 6. (—) You'rc Sixteen .........................RingoStarr 7. (—) Dynamite ........................................Mud 8. (—) Roll away the Stone....................Mott the Hoople 9. (5) Knocking on Heaven’s Door..................Bob Dylan 10 (4) Helen Wheels.................Paul McCartney og Wings Af listanum féllu fimm lög: Candy Girl — Pal Brothers (7), Why Oh Why Oh Why — Gilbert O’Sullivan (8), Muscle of Love — Alice Cooper (9), Please Daddy — John Denver (—), Forever — Rod Wood (—). Nýju lögin fimm eru: 11. Truck on (Tyke)....................................T. Rex 12. A Song I’d Like to Sing...Kris Kirtofferson og Rita Collidge 13. TakemeHigh ...............-.................Cliff Richard 14. I Love You Me Love ...........................GaryGlitter 15. Ain’t got No Ilome .............................The Band Um listann er það helzt að segja, að Candy Girl datt út, af því að lagið hafði verið sex vikur á lista. Kris og Rita eru hjón. Og lag Garv Glitters hefur undanfarið trónað f efsta sæti brezka vinsældalist- ans. Gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.