Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 29 félk f fréttum NORMA LEYSIR FRA SKJÓÐUNNI!!!! Norma Levy, simavændis- kona, sem kom af staS hneykslinu, sem leiddi til af- sagnar tveggja brezkra ráð- herra, heldur hér á eintaki bók- ar sinnar, ,,Eg Norma Levy'1, sem kom út í London á dögun- um. Norma er 26 ára gömul, fædd i irlandi, stundaði nám sitt í klausturskóla og á frænku, sem er abbadís í klaustri. Hún segist ekki sam- mála umsögn útgefanda bókar- innar um sig í auglýsingum, að hún sé „frægasta hóra í heimi", en neitar því ekki, að hún hafi stundað vændi. Hún segist þó vera hætt þeirri iðju: ,,allt gott tekur enda", segir hún! lieimi- met Úr Guinness heimsmetabókinni Fallbyssuflug: Lengsta vega- Iengd, sem lifandi manni hefur verið skotið úr fallbyssu, er 53,34 metrar og var metið sett í Ringling Bros og Barnum & Bailey-fjölleikahúsinu i Banda- ríkjunum árið 1940. „Lifandi kúlan" var í þessu tilviki Eman- uel Zacchini og mun upphafs- hraði hans i flugferðinni hafa verið 232 km á klst. Emanuel var því óumdeilanlega „fall- byssukóngur". Þegar hann dró sig i hlé, var hann svo heppinn, aðdóttir hans, Florida, reyndist vera þrælsleip í slíku flugi; konungsrikið erfðist í því í kvenlegg og i april 1949 sýndi Florida, að hún var verðugur rikisarfi: Þá setti hún kvenna- met í greininni, flaug 47,25 metra. J félk f [ fjclmiélum vgT'; Einleikarar og stjórnandi á jólatónleikum Sinfónfuhljómsveitarinnar f útvarpinu á aðfangadags- kvöld: (Talið frá vinstri) Lárus Sveinsson, Rut Ingólfsdóttir, Páll P. Pálsson, Jón H. Sigurbjörnsson, Sigurður Markússon og Einar Jóhannesson. Myndin var tekin á æfingu s.l. föstudag. A aðfangadag fær smáfólkið tveggja klukkustunda dagskrá í sjónvarpinu, sem því veitir áreiðanlega ekki af, meðan beð- ið er eftir jólunum. í þessari dagskrá skal vakin sérstök athygli á teiknimynd um kött- inn með höttinn, en bækur um hann hafa komið út á íslenzku Kl. 22.50 leikur dr. Páll Isólfsson Chaconnu sína um upphafsstef Þorlákstíða og 26 tilbrigði við það. Með orgel- leiknum eru sýndar helgimynd- ur úr Þjóðminjasafninu og víð- ar. Dagskránni lýkur svo með jólaóperunni „Amahl og nætur- gestirnir", eftir Menotti, en óperan var áður fíutt um jólin 1968. Þessi hugljúfa ópera, sem börn og fullorðnir hafa jafn- gaman af, hefur verið flutt víða um lönd við mikla hrifningu, en íslenzku flytjendurnir eru Svala Níelsen í hlutverki móð- urinnar, Ólafur Flosason sem fer með hlutverk Amahls litla, Halldór Vilhelmsson, Frið- björn G. Jónsson og Hjálmar Kjartansson i hlutverkum virtinganna þriggja. Að vanda er útvarpsdagskrá- in yfir hátiðarnar sérlega vönd- uð , og segja má, að tónlistar- unnendur fái sinn skammt ríf- legan. Þar sem jóladagskráinni voru gerð rækileg skil í blaðinu í gær, ætlum við aðeins að vekja hér athygli á fáeinum atriðum dagskrár aðfangadags jóla. Að loknum aftansöng í Dóm- kirkjunni eða kl. 19.00 á að- fangadagskvöld eru Jólatón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í útvarpssal. Þar verða fluttir fjórir barokksertar, eftir Bach, Pergolesi, Vivaldi og Tartini, auk sónötu eftir: Torelli. Stjórnadi er Páll P. Pálsson, en leinleikarar eru: Einar Jóhannesson, sem leik- ur á klarinett, Jón H. Sigur- björnsson flautuleikari, Lárus Sveinsson trompetleikari Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Sigurður Markússon, sem leik- ur á fagott. Þá er organleikur og einsöng- ur í Dómkirkjunni. Ólöf K: Harðardóttir og Garðar Cortes syngja þá jólasálma við undir- leik Ragnars Björnssonar dóm- organista, og dr. Páll ísólfs- son leikur á orgelverk eft- ir Bach, Pachabel, Buxtehude og fleiri Síðan á aðfangadagskvöld verður flutt H-moIl messa Bachs, og eru flytjendur út- varpskór í Prag og útvarps- hljómsveit í Berlín, ásamt ein- söngvurum. Útvarp Reykjavík f SUNNUDAUUR 23. desember Þorláksmessa 8.00 Morgunandakt Herra Sij»urbjörn Einarsson biskup flytur ritninj>arorð oj» bæn. 8.10 Fréttir of» veðurfrej'nir. 8.15 Létt morgunlög Danskir listamenn syngja og leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (kl. 10.10 Veðurfregnir) 11.00 Uuðsþjónusta í útvarpssal á Þor- láksmessu (hljóðr.) Æskulýðsfulltrúar þjóðkirkjunnar, séra Guðjón Guðjónsson og Guð- mundur Einarsson, annast athöfnina. Söngsveitin Fílharmonía og Sinfóníu- hljómsveit lslands flytja kórlög úr „Messías" eftir Hándel undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar söngmálastjóra. Kirkjukór Akureyrar, Skálholtskórinn. ’ Ljóðakórinn og Kristinn Hallsson syngja sálmalög. Söngstjórar: Jakob Tryggvason, dr. Róbert A. Ottósson og Guðmundur Gilsson. Organleikarar: Haukur Guðlaugsson og Jón Stefáns- son. Trompetleikararnir Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson flytja stef úr Þor- lákstíðum, og dr. Páll Isólfsson tón- skáld leikur á orgel Chaconnu sína við stef úr sama verki. 12.15 Dagskráin Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 (Jr Þorláks sögu biskups Oskar Halldórsson prófessor les. A eftir lestri hans verður gregorískur söngur af hljómplötum. 14.10 „Stóð ég úti f tunglsljósi“ Guðmundur Gíslason Hagalfn rithöf- undur les úr sjálfsævisögu sinni. 14.30 1 kaupum á hlaupum Páll Heiðar Jónsson 15.00 Jólakveðjur Almennar kveðjur, óstaðsettar kveðjur og kveðjur til fólks, sem ekki býr í sama umdæmi. Ef tími vinnst til, verður b.vrjað á lestri jólakveðja í einstakar sýslur. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt" eftir Stefán Jónsson Gísli Halldórsson leikari les sögulok (25). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 F'réttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkvnningar. 19.00 Vreðurspá Leikhúsið og við Helga Hjörvar og Hilde Helgason sjá um þáttinn. 19.35 „Helg eru jól“ Sinfóníuhljómsveit Islands leikur jóla- lög i útsetningu Arna Björnssonar. Stjórnandi Páll P. Pálsson. 19.50 Jólakveðjur — Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Jólakveðjur: — framh. — Tónleikar. Danslög. (23.55 Fréttir í stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. MANUDAGUR 24. desember Aðfangadagur jóla 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.9.00 og 10.00. Morgunleikfimi kl. 7.20; Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétu rsson píanólei kari. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Halldór Gröndal flytur (fjóra d.v.). w A skjánum SUNNUDAGUR 23. desember 1973 Þorláksmessa 17.00 Endurtekið efni Plimpton í Afrfku Kvikmynd um bandaríska ævintýra- manninn George Plimpton, sem að þessu sinni bregður sér til Afríku. til þess að ljósmynda stærsta ffl veraldar. Þýðandi og þulur Jón (). Edvvald. Aður á dagskrá 10. növember 1973. 18.00 Stundin okkar Meðal þeirra, sem fram Jumia í þætt- inum, eru fjörir jólasveinar og bræð- urnir Glámur og Skrámur. sem enn eru á ferðalagi um b.vggðir landsins. Sagt verður frá því hvernig lagið „Heims um ból" og Ijóðið við það urðu til. Einnig er í þættinum mynd um Róbert bangsa og loks verður sýnd sovésk leik- brúðumynd, sem nefnist Frans litli. Umsjónarmenn Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veðurfregnir 20.25 Ævintvri f ösinni Egypsk mynd um barn, sem verður viðskila við möður sina í jólaösinni. 20.45 Wimsey lávarður Bresk framhaldsmynd 3. þáttur. Ungfrúin veldur vandræðum Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.30 Barnahjáiparhátfðin Skemmtidagskrá. gerð til ágóða fvrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hátiðin er að þessu sinni haldin í Mílanó og meðal þátttakenda eru Shuki og Aviva, Bruno Lausi. Petula Clark. Paul Anka, Alice Babs og fleira frægt fölk. Kynnir cr Peter l’stinov. Þýðandi Sonja Diego. (Evrovision — Italska sjiinvarpið) 22.30 Að kvöldi dags vekju. 22.40 Dagskrárlok Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir les þýðingu sína á sög- unm „Malenu og litli bróðir" eftir Maritu Lundquist (4). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. 10.25 Jólalög. stungin og leikin. 11.00 Jól í gistihúsi Geirlaug Þorvaldsdóttir leggur leið sína á Hótel Borg og Herkastalann i Reykjavik og hefur hljóðnemann með- ferðis. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti Margrét Guðmundsdóttir og Eydís Ev- þórsdóttir lesa kveðjurnar. — Tónleikar. 15.10 „Gleðileg jól", kantata eftir Karl O. Runólfsson Rut Magnússon, Lilju- kórinn og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja. Þorkell Sigurbjörnsson stjórnar. 15.30 „Heimsumból" Sveinn Þórðarson fyrrv. aðalféhirðir segir sögu lags og Ijóðs. Sálmurinn sunginn á frummálinu á undan erind- inu, en á íslenzku i lokin. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Stund fyrir börnin Baldur Pálmason kynnir jölalög frá ýmsum löndum og les jólasögu: „Bernskujól" eftir Guðrúnu Sveins- dóttur á Ormarsstöðum i Fellum. 17.00 (Hlé). 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni Prestur: Séra Þ<irir Stephensen. Organleikari: Ragnar Björnsson. 19.00 Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar Islands í útvarpssal Einleikarar: Sigurður Markússon. Jón H. Sigurbjörnsson, Rut Ingólfsdóttir. Einar Jóhannesson og Lárus Sveins- son. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Konsert í B-dúr eftir Johann Christ- ian Bach. b. Konsert í G-dúr eftir Pergolesi. c. Konsert í g-moll eftir Vivaldi. d. Konsertino í F-dúr eftir Tartini. e. Sónata eftir Torqlli. 20.00 Organleikur og einsöngur í Dóm- kirkjunni 20.20 Jólahugleiðing Séra Kristján Róbertsson á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ talár. 20.35 Organleikur og einsöngur í Dóm- kirkjunni — franihald. 21.00 „Þau brostu f nálægð. mír bernskujól" Helga Þ. Stephensen og Þorsteinn ö. Stephensen á lesa jólaljóð. 21.30 Barokktónlist: Verk eftir Telemann og Vivaldi 22.15 Veðurfregnir. Cloria og Sanctus úr Messu f h-moll eftir Johann Sebastian Bach Adele Stolte. Anneliese Burmeister. GUnter Neumann og Theo Adams syngja með útvarpskórnum í Prag og sinfóníuhljómsveit útvarpsins í Berlín. Stjórnandi: Kurt Masur. 23.20 Guðsþjónusta f Dómkirkjunni á jólanótt Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson. prédikar og þjónar fvrir altari ásamt séra Óskari J. Þorlákssyni dómprófasti. Guðfræðinemar svngja undir stjórn dr. Röberts A. Ottóssonar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. For- söngvari: Kristján Valur Ingólfsson stud. theol. Einnig syngja börn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organ- leikari. Hörður Askelsson. og leikur hann jólalög stundarkorn á undan guðsþjónustunni. Dagskrárlok um kl. 00.30. * MANUDAGlR 24. desember 1973 Aðfangadagur jóla 14.00 Fréttir 14.15 Nvju fötin keisarans Leikrit byggt á samnefndu ævintýri eftir II. C. Andersen. Leikstjóri Pétur Einarsson. Flytjendur nemendur úr V’ogasköla. Frumsýnt 14. janúar 1968. 14.30 Kötturinn nieð höttinn Bandarísk teiknimynd. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 14.55 Sagan af Barböru fögru og Jerem- íasi loðinkjamma Sovésk ævintýramynd um unga og fallega keisaradóttur og fleira tignar- fólk. Einnig keniur við sögu galdra- maður. sem ekki er neitt latnb að leika við. Þýðandi Hallveig Thorlacíus. Aður á dagskrá 16. september 1973. 16.15 11 lé 22.00 Jólaguðsþjónusta í sjónvarpssal Biskup íslands. herra Sigurbjörn Einarsson. prédikar. Kór Langholtssafnaðar syngur. Jón Stefánsson stjórnar og leikur á orgel. 22.50 Chaconne eftir doktor Pál Isólfs- son Tónverk þetta. sem samið er um upphafsstef Þorlákstíða. er hér leikið' af höfundinum á orgel Dtimkirkjunnar i Reykjavík. Stefið birtist i 26 tilbrigðum. og á meðan eru skoðaðar helgimyndir á Þjóðminjasafni og viðar 23.00 Amahl og næturgestirnir Sjónvarpsópora eftir Gian-Carlo Menotti. Þýðinguna gerði Þorsteinn Valdimars- son. Leikstjóri (íisli Alfreðsson. Flytjendur: Oiafur Flosason. Svala Nielsen. Friðbjöm ('.. Jonsson. Halltlór Vilhelmsson. Hjálmar Kjartansson tig ftei n. Aður á ditgskráá .ú’dadag 1968. 23.50 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.