Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 3 úr verinu EFTIR EINAR SIGURÐSSON Tíðarfarið Ekki er að búast við góðri tíð eða miklum aflabrögðum um þennan árstíma, enda hefur ekki brugðið út af vananum í þessum efnum, þar sem af er árinu, og gæftir verið stopular. Aflabrögð Enn sem komið er hafa sárafáir bátar hafið róðra hér sunnan- lands. Nokkrir bátar eru byrjaðir með linu frá Suðurnesjum og ein- staka með botnvörpu. Frá Vestmannaeyjum róa nokkrir bátar með net, en fiskur- inn hefur viljað verða nokkurra nátta í netunum, allt upp í 4ra, og þykir það síður en svo gott. Annars hefur bátum, sem ætla að veiða loðnu, ekki enn verið haldið til veiða, mönnum hefur ekki þótt taka því að byrja annan veiðiskap. Það er lika mikið um lagfæringar á skipum og vélum. Togararnir hafa yfirleitt verið vestur af landinu bæði fyrir vest- an, þar sem þeir hafa verið að fá mikið af flatfiski og eins út af Jökli. Afli hefur verið tregur, eitt skip, Þormóður goði, landaði í Reykjavík i vikunni 135 lestum. Erlendar sölur. Svo að segja allir togararnir hafa veitt fyrir erlendan markað og nokkrir bátar, enda hefur verðið verið geysihátt, einkum i Bretlandi. Þessi skip seldu erlendis í vik- unni: England: Lestir Krónur Kg Dagstjarnan 82 5.133.000 62/60 Uranus 82 6.323.000 77/10 Ögri 130 9.676.000 74/43 Kaldbakur 71 5.200.000 73/23 Maí 153 10.288.000 67/24 Harðbakur 74 5.445.000 73/58 Þýzkaland Víkingur 147 7.564.000 51/45 Forðabúrið Mikið hefur verið talað og skrif- að undanfarið um olíuvanda- málið. Það er engu líkara en menn hafi vaknað við martröð. Allir sváfu svefni hins áhyggju- lausa manns, en allt i einu var likast því, sem verið væri að kyrkja hinn iðnvædda, vestræna heim og Japan. Menn drógu úr framleiðslunni, fækkuðu vinnu- dögum, spöruðu hita og ljós, fækkuðu flugferðum, óttúðust, að þeir fengju ekki olíu í erlendum höfnum til að koma skipum sínum leiðar sinnar. Alls staðar greip oliuskorturinn og óttinn við hann inn í daglegt Iif manna. Guð hjálpi okkur. eigum við að fara að sitja í óupphituðum hús- um og í dimmunni. Og allt þetta var samt ekki nóg til að fylla mælinn. Heimsstyrjöld gat orðið næsta skrefið. í síðustu viku lýsti varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna því yfir, að héldu Arabarik- in áfram að eyðileggja iðnað hinna vestrænu þjóða, gæti það leitt til styrjaldar. Þessa skoðun var raunar einn af þingmönnum Bandaríkjanna búinn að láta í ljós snemma i haust, Iöngu áður en olíuskorturinn varð slíkur sem hann átti eftir að verða síðar. Hér er á ferðinni sama fyrirhyggju- leysið og hjá Bretum um fisk- stofnana. Komið var til sögunnar nýtt vopn, sem fylgdi jafnvel enn meiri eyðilegging en kjarnorku- og vetnissprengjunni. Þótt það væri seinvirkara, náðu áhrif þess um mikinn hluta heimsins. Enginn hafði gert sér grein fyr- ir því, að oliuna kynni að þrjóta í olíulindum i löndum Arabanna. Nýlega sagði íranskeisari, að með sömu notkun entist olían ekki nema í þrjátiu ár. Þrjátiu ár, hvað er það? Ekki hálfur mannsaldur. íslendingar ætla á þessu ári að halda upp á 1100 ára byggð í einu yngsta landi veraldar. Er þessi keisari eini raunsæi maðurinn i heiminum Af hverju hefur engum dottið það fyrr i hug, að þjóðir hins norðlægari hluta heims yrðu að flýja suður á bóginn eins og á ísaldartima- bilinu til þess að b.jarga lífinu. Og er þá olían eina hráefnið i heiminum, sem er að ganga til þurrðar? Hvað um algengustu fæðutegundir mannsins, kjöt og fisk, jafnvel korn? Allt er þetta háð þvi, að olía sé til. En þótt svo væri ekki, hvað Iíður matvæla- framleiðslunni handa hinu sí- fjölgandi mannkyni? Við sjáum hér á íslandi, hvern- ig þorskfiskurinn hefur minnkað á hverju ári þrátt fyrir aukna sókn. Alltaf stækka þau svæði, sem árlega blása upp og verða að svörtum sandi öræfanna eða ber- um klöppum. Hér er ýmist um að kenna of mikillli beit eða skorti á áburði. Eða þá að náttúran fær ekki staðist samskiptin við hina óblíðu veðráttu. Framleiðsla áburðar er líka háð olíu þrátt fyr- ir alla okkar raforku. Island ætti að geta verið auðugt forðabúr fyrir þessa fámennu þjöð, ef skynsamlega væri á hlut- unum haldið og með fyrirhyggju. Þegar stjórnmálaflokkur er í mótun, leggjast hugmynda- fræðingar undir feld og gera til- Iögur um eitt og annað, sem þjóð- inni mætti verða til gagns og gengis, eða verður að vona. En hvað væri nú, ef þeir, sem bera öðrum fremur ábyrgð á lífi og tilveru þjóðarinnar í þeim heimi, sem er að verða örsnauður af hvers konar lifsbjörg, hvort heldur úr ríki náttúrunnar eða margháttuðum iðnvarningi, sem hann getur ekki lengur án verið, skipuðu nú þúsundustu og fyrstu nefndina til þess að koma með tillögur um, hvernig Islendingar ættu að búa sig undir baráttuna við hungrið og kuldann. Hér mætti varpa fram nokkrum ósköp fátæklegum hugmyndum, meiri til umhugsunar um ýmsa hluti, sem gætu orðið til þess að vekja almenning, eins og spáin um, að olían entist ekki nema til einnar nætur í sögu þjóðar: 1) Rafvæða landið eins og kost- ur er, á meðan þjóðin aflar enn það mikils fisks að hún getur borgað rafvæðinguna, en þarf ekki að borða hann allan sjálf. Og hér þarf auðvitað að hafa fvrst og fremst í huga þarfir þjóðarinnar. Gull erlendra þjóða er einskis virði, þegar ekki fást lengur fyrir það lifsnauðsynjar. Saga um Mid- as verður að veruleika. 2) Bæta jörðina á meðan tími er til, og umgangast hana og fiski- miðin með skynsemi og með það fyrir augum, að þessar undir- stöðulindir Islendinga geti orðið forðabúr, þegar á reynir. Aukin ræktun, skógrækt og landgræðsla. 3) Undir það siðasta, er olían gengur til þurrðar, verður um hana ógurlegt kapphlaup, svo að búið getur verið að ráðstafa henni löngu áður en frestur íranskeis- ara er útrunninn. Það er þegar hafið. Það þarf því að fara að huga að því, hvernig landsmenn gætu dregið sér björg úr hafinu án olíu. Og eins hvernig þeir gætu nýtt jörðina án hjálpar þessa mik- ilvæga orkugjafa. 4) Stefna þarf að þvi, að landið geti orðið sjálfu sér nógt á sem flestum sviðum, og getur þá orðið að koma upp ýmiss konar verk- smiðjum, fyrst og fremst til að framleiða nauðsynjar þjóðarinnar í algjörum olíu- og hráefnaskorti í heiminum. 5) Flytja ekki inn erlent verka- fólk, jafnvel þó að nú séu hávær- ar raddir um vinnuaflsskort, það væri aðeins til þess að þurfa að metta, klæða og veita húsaskjól fleiri, þegar í nauðirnar ræki. Mikill skaðvaldur Það er óhrekjaniega sannað. að selurinn veldur meiri skaða á fiskstofnunum hér við land en janvel nokkur annar skaðvaldui', og eru þeir þó margir. Talið er, að selurinn éti sem svarar jafnmikið af fiski og þýzk- ir togarar veiða. um 80.000 lestir, eða jafnvel eins mikið og Bretar, um 130.000 lestir. Þar að auki er sannað, að gegn- um selinn berst hringormurinn, sem áætlað er, að kosti islenzkan fiskiðnað ekki minna en 100 millj- ónir króna árlega í auknum vinnulaunum auk þess sem hluti framleiðslunnar fer á verðlægri markaði af þessum sökum, og gæti þýtt aðra eins fjárhæð. Aukin frysting 1973 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna flutti út síðastliðið ár 68.224 lestir (66.700 árið 1972) af frosnum sjávarafurðum fyrir kr. 6.580.000 (5.234.000 árið 1972). Félag sambandsfiskframleið- enda (SlS) flutti síðastliðið ár út 21.687 lestir (17.720 árið 1972) af frosnum sjávarafurðum fyrir kr. 2.423.004 (1.758.570 árið 1972). Verður vel séð fyrir leitinni? Norska hafrannsóknastofnunin sendir leitar- og rannsóknarskip á loðnumiðin. Alls taka 400 norsk skip þátt i veiðunum, og mega þau veiða alls, eins og áður hefu' ver- ið skýrt frá, 650.000 lest.r af loðnu. Hér er talið, að loðnuskipin verði um 130 talsins. Veiðin í fyrra varð 430.000 lestir, en gert er ráð fyrir 1/3 meiri sókn nú en þá. Með sömu skilyrðum gæti þvi loðnuveiðin hér orðið upp undir eins mikil og í Noregi. Mjög nauðsynlegt er að geta unnið loðnu i öllum verksmiðjum landsins, ef á þarf að halda, sem lítill vafi ér á, ef loðnan hagar sér líkt og i fyrra og tíðin verður góð. Hvernig verður séð fyrir loðnu- rannsóknum og leitinni af ís- lenzku Hafrannsóknastofnun- inni? Hvað er ætlunin að hafa Framhald á bls. 26. FERÐAALMANAK ÚTSYNAR 1974 4 ! » * í 5, 12., 19., 26 7. 7. 11. 09 25 13 og 24. 3 . 10.. 17.. 8. og 22 14. og 28 24. 24. Janúar: ENGLAND: LONDON — 7 dagar AUSTURHlK!: SkiBalerí lil LECH — 2,1 dagur NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar KANARÍEYJAR — 12—22 dagar Febrúar: ENGLAND: LONDON — 7 dagar SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar KANARÍEYJAR — 15 dagar AUSTURRÍKI: Skiöaferð til ZELL AM SEE — 16 dagar NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl 2.. 9 . 16.. 23.. 30 ENGLAND LONDON — 7 dagar 2 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl 2 AUSTURRÍKI. Skiðaferð til ZELL AM SEE — 16 dagar 8 og 22. SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar 14 KANARÍEYJAR — 22 daqar Apríl: 4 og 18 5 og 19 6 6 og 9 7., 21.. 28 7 21 2 5.. 12.. 19., 26 10. og 24 12 30 31 KANARÍEYJAR — 15 dagar SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar AUSTURRÍKI Skiðaferð til ZELL AM SEE — 16 dagai NORÐURLÖND: KAUPMaNNAHÖFN — vikudvöl ENGLAND LONDON — 7 dagar SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15 dagar — PÁSKAFERÐ SPÁNN: COSTA DEL SOL — 22 dagar — VORFERÐ KANARÍEYJAR — 22 dagar ENGLAND LONDON — 7 dagar SKOTLAND: GLASGOW — 3 dagar SPÁNN: COSTA DEL SOL — 22 dagar — BLÓMAFERÐ NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — ÍTALÍA: LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN —21 dagur 1 SPANN: COSTA DEL SOL — 19 dagar 6 , 9 og 16 NORÐURLÖND: KÁUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 9 og 23 ENGLAND LONDON — vikudvól (má framlengja) 19 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15 dagar 20. ÍTALÍA: LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 23. NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 23 ÞÝZKALAND: MOSEL/RÍN — vikuferð með bil i vikudvöl i Kaupmanna höfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 30. SPÁNN COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 30 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) •3 4 7 7 11 11 17 18 18 21 ‘24 25 25 26 31 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—29 dagar ITALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) ENGLAND LONDON — vikudvöl (má framlengja) SPÁNN COSTA DEL SOL — 14 dagar NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) ÞÝZKALAND: MOSEL/RÍN — vikuferð með bil *■ vikudvöl I Kaupmanna höfn (má framlengja) (TJ/EREBORG) NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar ÍTALÍA: LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) ENGLAND. LONDON -- vikudvöl (má framlengja) SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) SPÁNN COSTA DEL SOL — 14 dagar OSLO — vikudvol (má framlengja) SPÁNN COSTA DEL SOL 15—22—29 dagar Agúst: ÍTALÍA: LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) MALLORCA — LONDON — 17 dagar — (má framlengja) SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15 dagar NCRÐURLQND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) FERÐASKRIFSTOFAI\l< AUSTURSTRÆTI 1 7 (SILLA OG VALDA) SÍMAR 26611 20100. 8 ÍTALÍA: GARDAVATN — 14 daga bilferð * 3 dagar i Kaupmannahöfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 11. ÞÝZKALAND MOSEL/RÍN — vikuferð með bil) - vikudvöl i Kaupmanna- höfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 11 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 11. ENGLAND: LONDON — vikudvöl (má framlengja) 11 ÍTALÍA: GARDAVATN — 1—2 vikur — flugferð ♦ vikudvöl i Kaup- mannahöfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 11 SPÁNN COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 14 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 15. AUSTURRÍKI ZILLERTAL — 14 daga billerð Kaupmannahöfn (TJÆREBORG) 15. NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — (má framlengja) 15. ÍTALÍA: LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN — 15—29 dagar 19 GRIKKLAND AÞENA/LOUTRAKI — 15 dagar Kaupmannahofn (TJÆREBORG) 19 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl — (má framlengja) 20 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 21. SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 22. MALLORCA — LONDON — 17 dagar — (má framlengja) 22. ÍTALÍA GARDAVATN — 14 daga bilferð 3 dagar i Kaupmannahöfn (má framlengja) (TJÆREBORG) 22 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol - (má framlengia) 22 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15—22—29 dagar 25. SPÁNN, COSTA BRAVA — LONDON — 18 dagar 25. ENGLAND: LONDON — vikudvól (má framlengja) 27. MALLORCA — LONDON — 17 dagar (má framlengja» 28. SPÁNN COSTA DEL SOL — 15- 22—29 dagar 29. ÍTALÍA LIGNANO — GULLNA STRÖNDIN 15 dagar September: 1. GRIKKLAND RHODOS — 14 dagar Kaupmannahofn (TJÆREBORG) 1. GRIKKLAND AÞENA, LOUTRAKI — 14 dagar ■ Kaupmannahofn (TJÆREBORG) 1. NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — • (má framlengja) 3 MALLORCA — LONDON — 17 dagar (má framlengja) 4 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15-22- 29 dagar 5 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 8 ENGLAND. LONDON — vikudvol (ma framlengja) 8 NORÐURLÖND: KAUPMANNAHÖFN — vikudvol — (má framlengja) 11 SPÁNN: COSTA DEL SOL — 15—22 dagar 15 ENGLAND: LONDON — vikudvöl (má framlengja) 15 NORÐURLÖND KAUPMANNAHÖFN — vikudvöl (má framlengja) 15 GRIKKLAND AÞENA/LOUTRAKI Kaupmannahöfn — 18 dagar (má framlengja) (TJÆREBORG) 18. og 19 SPÁNN COSTA DEL SOL — 15 dagar 22 ENGLAND: LONDON — vikudvöl (má framlengja) 25 SPÁNN COSTA DEL SOL — LONDON — 18 dagar Október: 27 SPANN COSTA OEL SOL — 14—30 dagar 6 . 13 . 20.. 27 ENGLAND LONDON — 7 dagar 16. SPÁNN COSTA OEL SOL — LONDON — 18 dagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.