Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974 7 Kvikmyndir j Eftír Björn Vigni Sígurpálsson [! DON’T Look Now nefnist ný- leg brezk kvikmynd, sem ís- lenzkum kvikmyndaunnendum ætti að þykja nógu forvitnileg, Donald Sutherland og Julie Christie leika þar hjón, sem leita afdreps 1 Feneyjum til að sleikja sárin eftir sviplegt fráfall lítillar dóttur þeirra. Einn góðan veðurdag sitja þau á útiveitingastað og þá segir eiginmaðurinn skyndilega: ,,Horfðu ekki núna, en þarna tveimur borðum frá okkur sitja tvær rosknar konur, sem eru að reyna að dáleiða mig." Þessar rosknu konur verða síðan oftar á vegi þeirra hjóna, dálítil kynni takast og í ljós kemur, að önnur konan er gædd miðils- hæfileikum og á eða þykist all- tént eiga að flytja þeim hjónum aðvörun um yfirvofandi hættu frá hinni látnu dóttur. Atvikin haga því þó þannig, að aðvörun- in ber ekki tilætlaðan árangur, og útkoman er hrollvekja 1 fremsta gæðaflokki, aðdómi er- lendra gagnrýnenda. Höfundur þessarar kvik- myndar er Nicolas Roeg. Hann hefur með þessari mynd stað- fest þann grun margra, að þar fari einn athyglisverðasti kvik- myndaleikstjóri, er fram hefur komið á Vesturlöndum hin síð- ari ár. Enn sem komið er á hann aðeins þrjár myndir að baki — Performance, Walk- about og ofangreinda Don’t Look Now. Aðeins sú 1 miðið hefur verið sýnd hérlendis — í Nýja bíói á sl. ári. Roeg er kominn á miðjan ald- ur og enginn nýgræðingur í fag- inu — satt að segja er sennilega leit að kvikmyndagerðarmanni með meiri reynslu að baki inn- an kvikmyndaiðnaðarins. A- hugi hans á kvikmyndum kviknaði strax á barnsaldri, og á unglingsárunum var hann eins og grár köttur í kvik- myndaverum í Bretlandi og fékkst þar við ýmis tilfallandi störf. Áhugi hans beindist þó í fyrstu einkum að kvikmynda- töku, og árið 1961 fékk hann fyrst að spreyta sig sem aðal- kvikmyndatökumaður — í myndinni On Information Re- ceived. Hæfileikar hans fengu þó fyrst að njóta sín, tveimur árum síðar er hann var ráð- inn kvikmyndatökumaður The Caretaker, sem Clive Donner gerði eftir samnefndu leikriti Harold Pinters. Eftir þá mynd óx hróður hans ört og ýmsir þekktir kvikmyndaleikstjórar kepptust um að fá Roeg í lið með sér. Þannig var hann kvik- mynatökumaður Roger Corman f The Masque of the Red Death, Truffaut réð hann til að annast tökuna í Fahrertheit 451, John Schlesinger fékk hann með sér í Far from the Madding Crowd og loks réð Richard Lester hann sem kvikmyndatökumann bæði að A Funny Thing Happ- ened on the Way to the Forum og Petulia. Nicolas Roeg og myndir hans Af öllum þessum leikstjórum hefur Roeg, að eigin dómi, orð- ið fyrir mestum áhrifum frá Truffaut — eftir að hann fór sjálfur að fást við kvikmynda- leikstjórn. „Eg held að Faren- heit hafi haft gifurleg áhrif á kvikmyndirnar almennt,” segir hann, ,,og þá ekki síður á mig. Francois er mikilsvirtur í kvik- myndaheiminum. I þessari til- teknu mynd hafði hann hugsað 'sér að láta framtiðarheiminn birtast áhorfandanum i gegn- um mjög glanskenndan og held- ur hráa kvikmynd — til að und- irstrika þá staðreynd, að þessi heimur hefði verið sviptur ýms- um beztu eiginleikum mannlífs okkar tíma. Sú hætta var alltaf fyrir hendi, að gagnrýnendur og áhorfendur áttuðu sig ekki á tilgangi hans og það kom líka á daginn. Truffaut sagði mér eft- ir á, að hann teldi það sína sök hvernig til tókst, sér hefði mis- tekist að draga þetta nógu skýrt fram í myndinni. Á slíkri af- stöðu máýmislegt læra.“ Frumraun Roeg i kvikmynda- gerð á eigin spýtur var annars Performance, sem hann gerði 1968 og leikstýrði 1 helminga- skiptum við Donald Cammell. Roeg hafði þekkt Cammell lengi, sem var þá einkum kunn- ur sem málari af súrrealíska skólanum. Annars hafði hann fengizt við ýmislegt um dagana, til dæmis stjórnað einni heldur misheppnaðra kvikmynd og hafði nú sett á blað svolitla hug- mynd um kvikmynd, sem hann taldi geta orðið að einhverju. Bar hann þetta undir Roeg, sem var óðar til í tuskið. Þar segir frá glæpamanni úr undirheimum Lundúnáborgar, sem lendir upp á kant við yfir- boðara sinn. Hann verður að flýja borgina og leitar hælis hjá uppgjafa rokksöngvara, sem hefur sagt skilið við þjóðfélag- ið, ef svo má segja. Inntak myndarinnar er svo þetta sam- spil þessa atvinnuofbeldis und- irheimanna og ofbeldisins, sem siðmenningin hefur bælt í mannlegri náttúru. Ofbeldið á hinu líkamlega og ekki síður andlega sviði er þarna sett í samhengi við spurninguna um upprunann, sjálfið í mann- skeppnunni. Sakamaðurinn er að leita að nýrri ímynd fyrir sjálfan sig og hittir fyrir rokk- söngvarann, sem þurrausið hef- ur persónuleika sinn á ferli sín- um og er einmitt í sömu andrá í leit að nýju sjálfi. Sakamaður- inn heillar hann svo, að hann drekkur í sig persónuleika hans. Þetta var að vísu ekki að finna í handritsdrögum Cammell — heldur er þetta tillegg Roeg eftir að takan hófst, og gætir að einhverju leyti f öllum mynda hans. Við upphaf tökunnar var handritið því aðeins til í frum- drögum, sem Cammell fyllti síð- an út eftir þörfum og var það óspart impróvíserað af þeim báðum. Roeg sá hins vegar al- veg um tökuna, en báðir leik- stýrðu þeir myndinni í samein- ingu. Þeir fengu James Fox og Mich Jagger (úr Rolling Ston- es) í aðalhlutverkin. Skemmst er frá því að segja, að Perfor- mance hlaut einróma lof gagn- rýnenda, þó að hún gengi ekki að sama skapi vel í hinn al- menna kvikm.vndaáhorfanda; til þess er myndin of torræð, þar sem hún rambar beggja vegna marka veruleikans og hins óraunverulega, hins nátt- úrulega og yfirnáttúrulega. Einnig þessa gætir nokkuð í siðari myndum Roeg — kannski í hvað minnstum mæli í Walkabout, sem fjallar, eins og kvikmyndaunnendur rekur eflaust minni til, um tvö hvít börn, sem verða strandaglópar í óbyggðum Ástralíu og kynnum þeirra af pilti af kynflokki frumbyggja. Hér eru það fyrst og fremst andstæðurnar milli siðmenningarinnar og hinnar frumstæðari menningar, sem Roeg vill sýna fram á. I Don’t Look Now er hins vegar sam- spil veruleikans og hins yfir- náttúrulega aftur a dagskrá, eins og fram kom í upphafi. Þar gætir aftur áhrifa frá argen- tínska rithöfundinum Jorges Luis Borges, sem Cammell kynnti fyrir Roeg í Perfor- mance og er vfða til hans vitnað í þeirri mynd. Allt frá því að þeir félagar gerðu þá mynd, hefur Roeg hat- að tæmandi eða fullmótuð handrit eins og pestina. Hand- ritið má ekki binda hend- ur- kvikmyndagerðarmannsins, kvikmyndin á að aðlaga efnið myndmáli sínu, en ekki kvik- myndina að efninu, segir hann á einum stað. Það er ekki að furða, þótt áhorfendur beini fyrst athygli sinni að hinum myndræna þætti kvikmynda hans, en Roeg kvartar sjálfur undan þessu og telur að við það kunni efnisinntakið að glatast að einhverju leiti. Það er ekki veigaminnsti þátturinn í kvik- myndum hans, því að þar beinir hann linsu kvikmyndatökuvél- arinnar að siðmenningunni og hvernig maðurinn reynir að bæla frumstæða eðlisþætti inn- an siðmenningarinnar án þess að takast til fullnustu, frum- maðurinn er jafnan skammt undan. VANTAR MÚSIK? Kaktus, Trio leikur borðmúsik, gömlu dansana, nýju dansana á árshátíðum, þorrablótum eða hvers konar dansleikjum, Pantið I sima 42832. KEFLAVÍK — SUÐURNES Nýkomin efni i samkvæmiskjóla. pils og peysufatasett Verzlun Sigriðar Skúladóttur, Keflavik. SILKISPÆLFLAUEL 1 5 litir. Hannyrðabúðin, Linnetstig 6. Hafnarfirði, simi 51959. TILSÖLU MERCURY COMET 1973. Ekinn 6 þús. km Útvarp Snjódekk Upplýsingar í simum 86894 og 14662. ÍBÚÐ TIL LEIGU i Landspítalahverfinu, íbúðin er 3 til 4 herb. Allt sér, Tilboð sendist Mbl. fyrir 1 7. þm. merkt ,,4862" VERZLUN KRISTI'NAR, KEFLAVÍK Útsalan hefst mánudaginn 14. janúar. Mikill afsláttur vegna lok- unar verzlunarinnar VANUR HÁSETI óskar eftir plássi á loðnubát. Uppl. I sima 31 382. UNGTPAR óskar eftir lltilli ibúð, sem fyrst. Helst i Austurbænum Tilboð merkt: „3124", sendist afgr Mbl fyrir fimmtudag n.k. VÖN MATRÁÐSKONA óskar að taka að sér mötuneyti i Reykjavik eða nágrenni. Upplýs- ingar I simum 18400, 21851, 81836 TIL LEIGU um lengri eða skemmri tlma 2 VW Micro — BUS og VW 1300. Tilboð sendist Mbl. merkt „1361". ÍSLENZK MYNT íslenzk myntsöfn, vompl. 1922 — 1 973 og einnig án gullpenings Jóns Sigurðssonar I möppu til sölu. Tilboð merkt: „Mynt — 4860" sendist Mbl. TILSÖLU JARÐNÆÐI 1—2 hektarar rétt við Geysir i Haukadal. Hentugt fyrir hótel- byggingar, sjoppu eða sumarbú- staði. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Ágóði — 4859." FRANSKA C.D. BÓMULLARGARNIÐ I öllum litum. Fjölbreytt úrval i gobelinteppum frá Gunnari Peter- sen Hannyrðaverzlunin Grimsbæ við Bústaðaveg Simi 86922 TIL LEIGU Ný, fullgerð og teppal. 4ra herb ibúð með þvottahúsi i Norðurbæn- um I Hafnarf. Skilyrði: Reglusemi og góð umgengni, Tilboð. ásamt uppl. um fjölskyldust., sendist Mbl, merkt: íbúð — 4861 4RA HERBERGJA íbúð óskast til leigu sem fyrst. Upplýsingar I sima 18536 kl, 7 — 1 0 á kvöldin VEL MED FARIN snittvél óskast keypt. Uþplýsingar i sima 31 276 VÖRUBÍLL TIL SÖLU Man 650 árg, 1967 I góðu standi Upplýsingar I síma 92- 8169 PEUGEOT 404 '68 Sérlega góður einkabill til sölu Samkomulag með greiðslu. Simi 1628-9 BRONCO 66 Mjög góður. Ný dekk. Útvarp Til sölu. Samkomulag með greiðslu. Slmi 16289. FRÍMERKI Notuð islenzk, kaupir hæsta verði: J.S Kvaran, Villa Islandia, SOLYMAR, Benalmadena, Costa, Malaga, Espana. ÞÝZKA fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Talmál, þýðingar. Rússneska fyrir byrjendur Úifur Friðriksson, Karlagötu 4, kjallara, eftir kl 19. SKATTFRAMTÖL Veitum aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst,. Simar 41095 og 85789. Framtalsþjónusta Magnús H. Bjarnason, Þórólfur Kristján Beck. KEFLAVÍK — ÍBÚÐ 4ra herb. ibúð ca, 130 fm til leigu. Umsóknir sendist Mbl. i Keflavik, merktar „1 febrúar 954". KEFLAVÍK Höfum kaupanda að nýlegri 3ja — 4ra herb. ibúð Há útborgun Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns, simar 1 263 og 2890 SKÁPASMIÐI Smiðum svefnherbergis- og bað- skápa. Fagmenn vinna verkið. Föst verðtilboð Uppl. I síma 13969 eftir kl. 18. NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL af hannyrðavörum. Dúkaefni fjöl- breyttir litir og munstur. Flosnálar og teppi, Höldur á klukkustrengi I öllum stærðum. Hannyrðaverzlunin Grimsbæ við Bústaðaveg Sími 86922 KÓRSKÓLINN Nýtt framhaldsnámskeið hefst í Vogaskóla mánudags- kvöld, 14. janúar kl 20.00. Kennt verður 2 stundir I senn á mánudagskvöldum á 10 vikna námsskeiði. Kennarar: Ruth Magnússon og Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri. Innritun í síma 2 66 1 1 . PÓLÝFÓNKÓRINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.