Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. Freysteinn Þorbergsson, fyrrverandi skólastjóri: Verðbálið Vakin skal athygli á, að grein þessi er rituð af manni úr hópi hins þögla fjölda sem blöskrar sá málflutningur Tímans að verð- bólgan sé nú ekki meiri en tíðkað- ist f tíð sfðustu rfkisstjórna. Hún er ekki skrifuð til að benda á Ieiðir — það er hlutverk sérfræð- inga og stjórnmálamanna — held- ur til að opna augu almennings og ráðamanna fvrir þeim háska, sem að steðjar, þegar áhrifamenn revna að fela sannleikann fyrir þjóðinni með blekkingum og undir nafninu verðbólga. en undirritaður vill — fólki til við- vörunar — kalla verðbál, ef það fer upp fyrir ákveðin mörk. Verðbálið er nú eitt almennasta umræðuefni almennings og svo dæmi sé tekið, skrífaði undirrit- aður nýlega grein í Morgunblaðið undir þvi nafni og getur hann þó að sjálfsögðu hvorki talist for- ystumaður né fylgismaður við- reisnarflokkanna, þar sem hann, eins og væntanlega einnig Sigur- vin Einarsson, var á sínum tíma í alvarlegu villu, að vinna að niður- stöðu sinni á þann hátt, eins og ef núverandi rikisstjórn hefði getað stjórnað í langan tíma áður en hún var mynduð. Heimfærir hann verðbólgu þriggja ára — frá nóv. 1970 til nóv. 1973 upp á núverandi stjórn og leggur þessar fölsku for- sendur til grundvallar rangri við- miðun. Er því líkt og Sigurvin reikni með að Ölaffa hafi verið getin likt og kona eða kýr og fari að stjórna frá getnaði sínum en ekki fæðingu. Værí að sjálfsögðu röngum línuritum. Og ritað er ekki af stjórnmálamanni, heldur af manni úr röðum almennings, sem harmar nú að hafa í síðustu kosningum stutt einn af stjórnar- flokkunum í trausti þess, að hann legði ekki lag sitt við eyðingar- öflin — kommúnismann — held- ur lýðræðisflokka. Þetta er við- vörun ..Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um verðbólguna af hálfu forystumanna viðreisnar- flokkanna. Þeir telja, að landið sé orðið stjórnlaust vegna verð- bólgu, efnahagsmál þjöðarinnar komin í kaldakol og ríkisstjórn- inni beri því að fara frá völdum þegar í stað. Það er síður en svo ástæða til að lasta það, þótt stjórnarandstæð- ingar gagnrýni valdhafa vegna verðbólgu, ef sú gagnrýni er af sanngirni gerð og með rökum flutt. Mikil verðbólga er háskaleg hverju þjóðféiagi og gegn henni verður að sporna." Þetta eru upphaf.sorð Sigurvins Einarssonar fvrrv. alþingismanns í grein sem hann ritar í dagblaðið Tímann hinn 1.3. þessa mánaðar undir nafninu Verðbólga. I þessum orðurn fellst talsverð- ur sannleikur, en því fer fjarri, að það séu einungis forystumenn viðreisnarflokkanna, sem ræða nú og rita um hið háskalega fyrir- bæri í efnahagslífi þjóðarinnar, sem frarn til þessa hefir gengið hópi gagnrýnenda viðreisnar- stjórnarinnar og hefur — fram til þessa — aldrei stutt aðra til Al- þingis en Framsóknarmenn. Þar sem þessum ágæta fyrrver- andi flokksbróður mínum urðu á ýmis mistök í annars vel stílaðri grein, get ég ekki látið hjá líða að koma með nokkrar leiðréttingar. Verður nú vísað aftur í grein Sigurvins. Þar segir svo síðar: „Talsmenn viðreisnarflokk- anna telja að vöxtur verðbólgunn- ar hafi aldrei komíst í námunda við það sem hann nú er. Á þessari staðhæfingu byggja þeir þá kröfu. að stjórnin fari frá völdum. Til þess að sannreyna þessa kenn- ingu er ekki úr vegi að líta á nóv.- hefti Hagtíðinda 1973. Þar er ítarleg skýrsla um vísitölu framfærslukostnaðar um langt árabil aftur i tímann." Við Sigurvin og lesendur skul- unt þá halda okkur að nóvember- heftí Hagtíðinda 1973 til að leysa í eitt skipti fyrir öll deilur um þá verðbólgu eða verðbál, sem að undanförnu hefur herjað á ís- lenskt efnahagslíf. En þá gerist híð furðulega. Þeg- ar beita á tölfræði og rökum, er sem allt annar maður hafi setið með pennann, en hinn greindi Sigurvin. Ilvert glappaskotið tek- ur við af öðru, og endirinn verður sá, að því er líkast, að óskhyggja hafi ráðið forsendum og þar með niðurstöðu. I fyrsta lagi gerir Sigurvin þá sönnu nær að reikna með að vinstri stjórnin hafi farið að stjórna verðlagsmálunum frá tanntökualdri eða svo, enda var sú raunin, að ríkisstjórnin hafði lítil afskipti af þeim málum fyrr en eftir 1. nóv. 1971. Þar sem Sigurvin velur reikningsár okkar frá nóv. til nóv., verðum við að reikna vinstri stjórninni verð- bólguna frá 1. nóv. 1971, en ekki ' 1970, eins og hann gerir í dæmi sinu. Mjólkurferna Eggjakiló Hús vex Næst verður Sigurvin á sú villa, þegar hann reiknar út verðbólgu- stöpul vinstri stjórnarinnar, að gleyma að reikna með það ár, sem hann hugðist ranglega taka með. Skapast þá reikningsskekkja í greininni og skýringarmynd, sem Þórarinn Þóarinsson seinna sér og reynir að leiðrétta í leiðara í Tímanum 15. janúar. Tekst þá ekki betur til en svo, að Þórarinn afsannar þar með um leið nokk- urn hluta af rangfærslum Sigur- vins í leiðara sínum, þar sem nefndar skekkjur leiddu til ósam- ræmis! En þar sem upphafleg hug- mynd Sigurvins um að sýna al- menningi verðbólguna á undan- förnum árum í línuriti er góð, mun ég nú færa út hugmynd hans rétta. Þar sem Sigurvin hyggst bera saman verðbólgu vinstri stjórnar og viðreisnarstjórnar, sleppum við ekki eins og Sigurvin — sumum af verðlægstu árum viðreisnarstjórnarinnar heldur tökum að sjálfsögðu allt tímabil beggja stjórnanna, eða alls fjórtán ár. Notum við sömu vísi- tölu og hann, það er 100 stig mið- ast við 1. marz 1959. Þar sem vinstri stjórnin á síðustu tvö árin, verðum við að skipta tímabilinu í alls sjö verðbólgustöpla. Ekki verður með öllu fallist á það sjónarmið, sem fram kemur i eftirfarandi orðum Sigurvins: „Stjórnarandstæðingar reikna vöxt verðbólgunnar aðeins frá því að núvarandi rikisstjórn kom til valda, og fá þá að sjálfsögðu háar tölur. En þeir sleppa því, að frá nóv. 1970 til ársloka 1971 var varðstöðvun í gildi, en það er frestun á verðhækkunum, sem koma svo fram að verðstöðvun lokinni." Rétt er að vísu að verðstöðvanir á íslandi eru algeng fyrirbæri. Viðreisnarstjórnin tók við verð- stöðvun af stjórn Emils Jónsson- ar, þegar hún tók við völdum í nóvember 1959 og skilaði einnig verðstöðvun í hendur núverandi stjórnar. En ein af þeini höfuð- leiðum, sem efnahagsráðgjafar vinstri stjórnarinnar ráðlögðu henni í efnahagsmálum, og sem allar voru i raun hunsaðar, var niðurfærsla á verðlagi. I þeirri 52 kr 270 kr. 7.500.000 kr Við 10% verðbólgu 159% Mjólkurferna Eggjakíló Hús 52 kr 270 kr. 7 500 000 kr. leið, svo dæmi sé nefnt, hefðu nefndar hækkanir ekki þurft að koma fram í hækkaðri visitölu. Niðurstaða athugana á vísitölu framfærslukostnaðar í síðasta hefti Hagtíðinda verður þá þessi: Vísitala: Nóv. 1959 100 Nóv. 1961 116 Nóv. 1963 146 Nóv. 1965 180 Nóv. 1967 206 Nóv. 1969 290 Nóv. 1971 337 Nóv. 1973 490 Samkvæmt þessum tölum hefur vöxtur verðbólgunnar orðið á þessa leið: Nóv. 1959 til nóv. 1961 16,0% Nóv. 1961 til nóv. 1963 25,9% Nóv. 1963 til nóv. 1965 23,3% Nóv. 1965 til nóv. 1967 14,4% Nóv. 1967 til nóv. 1969 40,8% Nóv. 1969 til nóv. 1971 16,2% Nóv. 1971 til nóv. 1973 Sjá mynd 1 45,2% Samkvæmt sömu heimildum hefir verðbólga hvers árs fyrir sig verið eins og sýnt er á skýringa- mynd nr. 2. Mun sú tafla sýna verðbálið nú betur en fyrsta myndin. Eigi er sanngjarnt að skilja svo við Sigurvin Einarsson með gagn- rýni, að ekki fylgi nokkur sjálfs- gagnrýni um leið. Nánari rann- sóknir á vísitölunni úr Hagtíðind- um sýna, að meðaltal verðbólgu veiðreisnarstjórnarinnar allt hennar stjórnarbil er að vísu gróft sagt rúmlega 10 af hundraði á ári, eins og ég sagði í grein minni Verðbál í Morgunblaðinu 28. desember, en sé fullkomin ná- kvæmni höfð, er hér um tæp ell- efu prósent að ræða. Lesendur eru einnig beðnir velvirðingar á þeirri missögn i nefndri grein, að viðreisnarstjórnin hafi setið i um tólf og hálft ár. Hún sat í um elleftu Og hálft. Hitt er rétt, að ýmsum hættir til — eins og Sigurvin og mér — að leggja stjórnartíð Emils Jónssonar árið á undan við í út- reikningum eða dómum, sem oft á ekki við. En sé minnihlutastjórn Emils og viðreisnarstjórnin tekn- ar saman til verðbólguútreikn- ings, kemur einmitt út mjög þægi- leg tala. Frá 1. febrúa 1959, allan 134 kr. 690 kr. 19 425.000 kr. 715 kr 3 720 kr. 103 350 000 kr. Vi8 30% verðbólgu 1278% < m 31 0 X * * c z o >> JJ c 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.