Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1974. 19 HAFRÉTTARRAÐSTEFNAN í CARACAS: Á að setja frelsi á hafinu skorður? Hætt við, að lögleysur á hafinu leiði fljótlega til aukinna átaka á borð við þorskastríðið milli Breta og Islendinga. EFTIR KURT HUSMAN UM aldir hafa þjóðir heims Iit- ið svo á, að hið opna haf utan landhelgi strandríkja væri svæði, þar sem öllum væri frjálst að ferðast um og stunda veiðar. Nú er hins vegar svo komið, að grundvallarhug- myndir manna um frelsi á höf- um heimsins hafa breytzt. Atök um fiskveiðilögsögu, vöruflutn- ingabönn til ýmissa landa, mengun af völdum olíu og úr- gangsefna, sem fleygt hefur verið í höfnina i ríkum mæli, kjarnorkuvopnatilraunir, sí- harðnandi barátta um auðlind- ir f og undir hafinu — allt hefur þetta haft i för með sér endurmat fyrri hugmynda. Eftir nokkra mánuði verður haldin hafréttarráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna i Caracas í Venesuela. Markmið hennar verður að reyna að setja lög um hafið og hafsbotninn. Vandamálin eru hins vegar svo viðtæk og margs konar hags- muni og mótsagnir við að fást, að vafasamt má telja, að þessari mikilvægu lagasetningu verði lokið fyrr en í þriðja áfanga ráðstefnunnar, sem fyrirhugað- ur er í Vínarborg á árinu 1975 eða í versta falli ári síðar. A hafréttarráðstefnunum í Genf á árunum 1958 og 1960 voru skjalfestar þær reglur, sem flestir höfðu farið eftir fram á þann dag, þótt óskráðar væru. Fulltrúar þeirra þjóða, sem þátt tóku í þessum ráð- stefnum, urðu ásáttir um al- mennar grundvallarsetningar, sem nú — fimmtán árum siðar — stendur til að skýra nánar og afmarka. En síðan hafa risið margháttuð vandamál, sem menn sáu þá ekki fyrir, og þess ber að gæta, að mörg núverandi aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna eru ófús að samþykkja samkomulag á þessu sviði, sem þau hafa ekki átt neinn þátt í að móta. Landhelgi Hverju strandriki tilheyrír landhelgi, sem i eina tíð var afmörkuð með fallbyssuskoti; þá þótti hæfilegt, að landhelgin svaraði til þeirrar vegalengdar, sem kúlan fór frá ströndu. Síð- an var tekið að ákvarða stærð Iandhelgi nánar, í sjómílum (þar sem ein sjómíla jafngildir 1852 metrum). Á Genfarráðstefnunni árið 1958 voru 73 ríki fylgjandi þriggja mílna Iandhelgi, þar á meðal stóru siglingaþjóðirnar, Bandarikin og Bretland. En þar sem kröfur um landhelgi voru misjafnar og sum lönd viídu þá þegar allt að 200 mílna Iand- helgi, náðist ekki samkomulag um algilda reglu i þessu efni. í grundvallaratriðum hefur þó tólf mílna landhelgi verið virt síðan. Þegar Islendingar færðu fisk- veiðilögsögu sína út í 50 sjómíl- ur árið 1972 á þeirri forsendu, að fiskimiðin umhverfis Ísland væru að verða uppurin, kom til hins svonefnda þorskastríðs milli Bretlands og islands. Tiu önnur ríki, flest í Suður- Ameríku hafa sett fram kröfur um 200 sjómílna landhelgi eða fiskveiðilögsögu. Landgrunnssam- þykktin A Genfarráðstefnunni 1958 var gerð samþykkt um, að ríki skyldu hafa einkarétt á auð- lindum á hafsbotni landgrunns síns, allt að 200 metra dýpi eða svo langt út, sem unnt væri að vinna auðlindir á hafsbotni. Með aukinni tækni hafa svo- nefnd ,,vinnslumörk“ ríkja stöðugt færzt lengra og lengra á haf út. Er þess ekki langt að biða, að ástandið í þessum efn- um verði óviðunandi með öllu, verði ekki settar einhverjar reglur i staðinn fyrir „vinnslu- mörk“, því að senn verður tæknilega kleift að ná málmum af 4000 metra dýpi. Mörg ríki eru þeirrar skoðunar, að auð- lindir á hafsbotni eigi að vera sameiginleg eign alls mann- kyns. Þessari skoðun fylgja einkum innríkin, þ.e. ríki, sem hvergi eiga land að sjó, og riki, sem ekki hafa yfir nægilegum fjármunum eða tæknibúnaði að ráða. Olíuleit Aðgerðir Arabaríkjanna í olíumálunum að undanförnu og óhjákvæmilegar stórhækkanir á olíuverði eiga vafalaust eftir að reka mjög á eftir ieit að olíu neðansjávar undan ströndum landa eða „offshore-oliu“, eins og sagt er á máli fagmanna. Árið 1971 komu um 18% þeirr- ar olíu, sem unnin er í heimin- um frá slíkum lindum, en gert er ráð fyrir, að árið 1985 verði „offshore" olía orðin um helm- ingur allrar olíu, sem framleidd er í heiminum, enda þótt t.d. olíuframleiðslan í Norðursjó verði tíu sínnum kostnaðar- samari en framleiðslan í Araba- ríkjunum. Undan strönd Bandaríkjanna eru aðstæðurtil muna auðveldari viðfangs en í Norðursjó, en þó kostar hver borhola þar að meðaltali um eina milljón dollara. Ekki er ennþá vitað, hversu mikið magn olíu er til neðan- sjávar, en t.d. sovézkir jarð- fræðingar halda því fram, að í landgrunni Sovétrikjanna í Barentshafi og Karahafi megi finna olíumagn, er samsvari helmingi þeirra oliulinda heims, sem þegar eru þekktar. Önnur deilumál En það verða ekki einungis þessi mál, sem setja svip á kom- andi hafréttarráðstefnu i Caracas. Þegar Egyptar lokuðu Dab- el Mandebsundi og tóku þar með fyrir umferð til ísraelsku hafnarborgarinnar, Eilat, komst í hámæli, ágrein- ingurinn um réttindi til frjálsra siglinga um sund. A alþjóðlegum siglingaleiðum um hafsvæði jarðkringlunnar eru nefnilega um 150 slík „nálar- augu“. Hafréttarráðstefnan þarf einnig að fjalla um eftirfarandi vandamál: Getur strandríki stöðvað siglingu skips, sem flyt- ur olíu eða önnur hættuleg efni? Hvernig er unnt að koma í veg fyrir mengun hafsins og hver á að hafa umsjón með eftirliti þar að lútandi? Og þá er komið að geislavirkri meng- un. Eru kjarnorkuvopnatil- raunir á Kyrrahafi samræman- legar frelsi á hafinu? Vídd landhelgi Frá því árið 1968 hafa stórveldin beitt sér ákaft fyrir þvi, að landhelgi verði tak- mörkuð við tólf sjómilur i mesta lagi. Þau ættu að fá öruggan meirihluta aðildar- ríkja hafréttarráðstefnunnar fyrir tillögu þar um, svo framarlega sem þau fallast á þá skoðun ríkja Afríku og Suður-Ameríku, að sérhvert ríki skuli hafa 200 sjómílna efnahagslögsögu — en innan þeirra marka skuli strandriki hafa einkarétt á öllum náttúru- aðlindum, það er að segja fisk- veiðum og nýtingu hafsbotns- ins og þess, sem þar kann að finnast. Ofangreind landhelgi ætti þá að tryggja alþjóðlegt ferðafrelsi um Ioft og lög. Veiðikvótar. Utan fiskveiðilögsögu rikj- anna ætti að skipuleggja fisk- veiðar með sérstökum veiði- kvótum og milliríkjasamning- um, sem kæmu i veg fyrir rán- yrkju fiskimiða. Þetta atriði verður þó vafalaust mjög um- deilt, það að þar rekast á miklir hagsmunir þeirra ríkja, sem stunda úthafsfiskveiðar annars vegar, sem stunda veiðar á grunnsævi. Varðandi nýtingu auðlinda á hafsbotni utan 200 milna auð- lindalögsögu einstakra ríkja hallast Bandaríkin og Norður- lönd að þeirri hugmynd, að þar komi til sterk alþjóðastofnun, sem sjái um að dreifa gegn ákveðnum gjöldum vinnslurétt- inda til hinna ýmsu aðila, sem áhuga hafa. Svartsýnir menn óttast þö, að þessi gjöld muni aldrei duga til mikils annars en halda uppi stjórnunarkostnaði stofnunarinnar. Iðnaðarrikin vilja ekki gefa alþjóðastofnun of mikil völd i þessu efni, því að þau kæra sig ekki um að láta takmarka athafnafrelsa sitt í framtíðinni. Tekur langan tíma Þorskastríðið milli Bretlands og íslands er dæmi um, hve fljótt getur komið til átaka á hafinu milli ríkja, vegna þess að lagaákvæði eru ekki fyrir hendi. Því verður lögð áherzla á, að ráðstefnan í Caracas taki ekki of langan tirna. Sennilega verður þess krafizt, að endan- legar samþykktir verði ekki gerðar nema fyrir þeim sé vilji tveggja þriðju hluta aðildar- ríkja. Og jafnvel þá verða þær ekki strax bindandi, því að þá er eftir að fá staðfestingu þinga viðkomandi landa. Loks verða samþykktirnar ekki bindandi nema í samskiptum rikja, sem staðfesta þær og undirrita. Fari hins vegar svo, að menn komist ekki að samkomulagi um aðalatriði hafréttar er stór hætta á því, að frelsið á hafinu fari út i algert öngþveiti. Arthur Aanes: HUGLEIÐINGAR UM VARNARMÁLIN ÉG var að lesa leiðara í Þjóð- viljanum nú í kvöld (12 jan. 1974). Mér blöskrar túlk- un sú, sem þetta blað, Þjóð- viljinn notar um varnarsamning Bandaríkjanna og Islands. Heldur ritstjóri Þjóðviljans virkilega, að lýðræðissinnaðir íslendingar trúi slíkri rangfærslu og í þessum leið- ara stendur? Nei, íslendingar eru ekki það skyni skroppnir, að slíkt gengi ómelt í þá. Mig langar til að segja þér Þjóð- viljamaður, hvers vegna kommúnistar á islandi eru svona kappsfullir um að koma hernum úr landi og ísland úr Nato. Það er vegna þess, að kommúnismi er heímsvaldastefna, kommúnistar á íslandi, sem nú bera nafnið ,,A1- þýðubandalag" stefna að því að ná algjörum yfirráðum yfir is- landi, en það er ekki af ættjarðar- ást. Alþýðubandalagsmönnum á is- landi er vel ljóst, að á islandi ná þeir ekki meirihlutavaldi i stjórn landsins með lýðfrjálsum kosningum, því aðstoð frá Rúss- um geta þeir ekki fengið, fyrr en varnarliðið er farið af landinu og ísland er farið úr Nato. Þetta er ástæðan fyrir þeim gengdarlausa áróðri, sem Alþýðubandalags- menn hafa haldið uppi, sfðan varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin og island gekk i N ato. Kommúnistastefnan í Rúss- landi er sú mesta einræðisstefna, sem til er, i heiminum i dag, eftir því sem bezt er vitað, og þar eru alþýðumenn og rithöfundar bæld- ir niður með sterku hervaldi og leynilögreglu, sem aftur er mögu- legt með því að láta herinn og leynilögregluna njöta mikilla for- réttinda i rússneska þjóðfélaginu. Þetta geta Þjóðviljamenn ekki af- sannað, ef þeir reyna að afsanna þetta, þá skrökva þeir visvitandi, en þá munar ekki mikið um slíkt smáræði, þegar einkahagsmunir nokkkurra flokksforingja þeirra eru í veði og allra þeirra, er marka línuna frá höfuðstöðvun- um. Stjórnmálaflokkur þeirra hefur lifað á áróðri og blekkingu af svörtustu tégund, sem hugsazt getur í pólitík allt frá upphafi. íslenzkt þjóðfélag er búið að tapa miklu vegna kommúnista í þessu landi og allar ríkisstjórnir íslenzkar, sem hafa haft kommúnista í slagtogi, hafa hrökklazt frá völdum eftir stuttan tima, en landið þá rúið trausti, fjármál í megnustu óreiðu. Þá hefur hið „vonda íhald“, orðið að taka við og rétta við fjárhag og atvinnulíf, eftir þvi sem hægt hef- ur verið, miðað við árferði hverju sinni. Þetta hefur nú komið það oft. fyrir hér, að Islending- ar ættu nú að vera búnir að fá nóg af vinstra bröltinu. Al- þýðuna á íslandi er ekki hægt að sameina meira en orðið er, því það eru nefnilega alltof margir vinstri flokkar og forkólfar þeirra, sem vilja ráðin i „sínum höndum“. Nú langar mig að benda þér Þjóðviljamaður á, að þegar þú ert að skrifa um málefni, er varðar þjóðina, mátt'þú ekki segja „við íslendingar", því þið Þjóðvilja- menn skrifið ekki fyrir meiri- hluta islenzku þjóðarinnar, bara fyrir 18055 manns. Ef nokkur stjórnmálamaður skrifar fyrir „meiri hluta" þjóðar- innar, þá er það Sjálfstæðisflokk- urinn, sem hefur mestan hluta kjósenda á bak við sig, stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinú. Hinir flokkarnir hafa aldrei getað unnið saman af heilindum stund- inni lengur. Það er algjörlega rangt hjá þér Þjóðvíljamaður, að Island sé her- numið land. Það var gerður um þetta samningur af frjálsum vilja um varnir landsins. Þetta var gert til þess, að kommúnistum á ts- landi tækist ekki með aðstoð frá Rússum að ná völdum hérna eins og í Eystrasaltslöndunum. Ef fiskilögsaga verður á næstunni færð út I 200 milur, eins og nú lítur út fyrir, mun Rússa vanta viðlegupláss fyrir sin stóru fiski- Framhald á bls.25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.