Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 Ná olíuneyzlulöndin sér niðri á olíuframleiðslulöndunum? OLÍUKREPPAN í heitninum hefur vtða áhrif, en þó mjög ntismunandi. Þau iönd, sent munu þó líklegast skaðast minnst af hækkuðu olfuverði, eru Bandaríkin og Bretland. Innaniandsástandið f Bretlandi síðustu vikur hefur þó verið með þeim hætti, að efnahagur landsins hefur beðið af stórtjón vegna verkfalla, en takist Bret- um að laga það, hefur t.d. gjald- ntiðill þeirra, sterlingspundið, möguleika á að verða með sterkari gjaldntiðlum heims ásamt dollaranum, sent nú þegar er orðinn sterkasti gjald- niiðill heims. A árinu 1974 er húi/.l við því, að þjóðarfram- leiðsla íslendinga verði unt 110 milljarðar króna, en hækkað olíuverð eykur útgjöld lands- manna um 5 milljarða króna, sem nánast jafngildir þvf, að öll raunveruleg aukning þjóð- arframleiðslu Íslendinga þetta árið fari í vasa Rússa. Þessar upplýsingar og þær, sem hér verður rætt um, fékk Mbl. hjá Birni Matthfassyni hagfræðingi. Eins og í upphafi sagði, standa Bretar og Banda- ríkjamenn hvað sterkast að vígi gagnvart olíukreppunni. Þetta stafar af því, að hlutur olíu í heildarorkunotkun Breta er að- eíns 45%. Er þetta hlutfall mjög lágt og munu þar kolin, sem Bretar nota enn í ríkum mæli, skipta mestu. I Banda- ríkjunum kemur um þriðjung- ur af orkunni, sem þar er not- aður, frá jarðgasi, og þegar jarðgasið og eigin olía eru lögð saman, kemiir í ljós, að Banda- ríkjamenn framleiða sjálfir 78% sinna orkugjafa. Vegna þessa standa þessi tvö ríki mjög traustum fótum í samanburði við önnur lönd. Þau lönd innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem veikust eru fyrir olíukreppunni, eru Italía og Japan, en olíunotkun þeirra er um 70 til 80%> af heiidarorku- notkun landsmanna. Japan er að sumu leyti verr statt en Italía, þar sem Japanir hafa flutt svo til allt sitt olíumagn inn frá Austurlöndum. Olíu- notkun ínnan OECD er að meðaltali 61% af orkunotkun þeirra, en eins og kunnugt er eru aðildarþjóðir stofnunarinn- ar öll lönd Vestur-Evrópu ásamt Bandaríkjunum, Kan- ada, Japan, Astralíu og Nýja Sjálandi. Það, sem allt veítur á meðal þróaðra iðnaðarþjóða, er, hvort framleiðslufyi'irtækin hafi nóga olíu eða ekki. Sú olía, sem fer til flutninga, er að lang- mestum hluta til einkaþarfa fólks, og sé sú notkun stórt hlutfall, má hæglega skera hana niður, eins og raunar er gert vfða í Evrópu, t.d. með umferðarbanni á sunnudögum og síðan með skömmtun á bensini. Þannig geta þjóð- irnar skorið niður olíu- notkunina án þess að skerða framleiðslugetu iðnaðarins. Bandaríkin eru minnst háð oli- unni í þessu tilliti, en þarlend- ur iðnaður notar aðeins 14% af heildarolfunotkun landsins. Skiptir þar mestu um jarðgas, sem mikið’er notað sem orku- gjafi í bandarískum iðnaði. Bretland er háðara olíufram- leiðslunni í þessu tilliti, og er óunotkun iðnaðar þar um 41% af heildarolíunotkuninni. ,í Japan er þessi tala 46%, og sé meðaltal tekið fyrir OECDlönd- in er olíunotkun athafnalífsins um 34% af allri orkunotkun atvinnuveganna. En sé dæmið tekið frá svolítið öðrum sjónarhóli og spurt er, hvað geta lönd sparað mikla olíu án þess að valda atvinnulíf- inu tjóni, þá geta Bandaríkin lfklega sparað um 17% af olíu- notkun sinni, en Japan i hæsta lagi 7 til 8%. Japanir eru einnig langvérst settir allra þjóða Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, þar sein þeir þurfa flytja ínn alla þa oliu, sem þeir nota. Bandaríkin eru sjálf sér nóg um olíu að 3/4 hlutum1 og t.d. Kanada að 98%. Þó geta Kanadamenn lent í vandræð- um, þar sem þeir hafa gert langtímasamninga við Banda- ríkjamenn um olíusölu og við þá samninga verða þeir að sjálf- sögðu að standa. En hvernig hefur svo verð- lagsþróunin í oliumálum verið að undanförnu? Aður en olíu- kreppan byrjaði kostaði ein tunna (170 1.) af arabiskri óhreinsaðri olfu 3,45 Banda- ríkjadollara, en það jafngildir um 300 krónum islenzkum. Skiptist þetta verð þannig, að flutningskostnaður var þá 1,30 dollarar og framleiðslukostnað- ur og álagning nam um 40 sent- um. Afgjald til þess lands, sem olian var framleidd í, var þá 1,75 dollarar. Hið eina, sem síðan hækkar að ráði, er afgjaldið til landsins, sem framleiðir oliuna, og var það komið i tæplega 3,30 doll- ara í október síðastliðnum eða i tæplega 390 krónur. Hins vegar hefur álagning og flutnings- kostnaður ekki breytzt, svo að neinu nemi. Síðan hefur af- gjaldið til framleiðslulandanna farið hraðhækkandi og'stendur nú í um 6 dollurum á hverja tunnu, en það er jafnvirði um 522 króna. „Skýjakljúf í eySimörkina? — Þotú til að efla varnirnar? — Verksmiðju fyr- ir vini ykkar?“ Ahrif þessa á hin einstöku lönd er mjög mismunandi. Reynt hefur verið að reikna út á grundvelli þeirra hækkana, sem urðu i október, hver greiðslujöfnuður stóru land- anna yrði. Tekur þar verð- hækkunin mest frá Bandaríkj- unum og Japan og mun verða meiri halli á viðskiptajöfnuði þessara landa en áður. Er gert ráð fyrir 3ja mi'.ljarða dollara rýrnun á viðskiptajöfnuði hjá hvoru landi um sig. Miðað við olíuverð i október var gert ráð fyrir því, að OECD-löndin þyrftu að greiða 15 til 20 milljarða dollara til samans fyr- ir hækkað olíuverð, og sjálfsagt á þessi tala eftir að hækka, er fram líða stundir. En hvað um örlög alþjóða- gjaldeyrismála í sambandi við olíukreppuna? Vandi sá, sem skapast fyrir alþjóðleg fjármál í sambandi við verðhækkanir á olíu, felst fyrst og fremst i þvi, að árið 1974 munu tekjur olíu- framleiðslulandanna nema um 80 til 105 milljörðum dollara, en geta þeirra til að eyða þess- um tekjum í olíukaupalönd- unum er í hæsta lagi um 30 til 35 milljarðar dollara, sem þýð- ir, að þau munu bæta þetta 50 til 70 milljörðum dollara við gjaldeyrisvarasjóði sína. Þetta munu þau gera í því formi að festa þetta mikla fé á alþjóðleg- um fjármagnsmörkuðum I þró uðu löndunum og þá aðallega í Bandarikjunum, á Euro-dollar markaðnum og á peningamark- aðinum í Tokyo. Hjá þessu komast olíuframleiðslulöndin ekki, svo framarlega sem þau vilja ekki gera olíutekjur sínar verðlausar. Það er á þessu sviði, sem olíu- neyzlulöndin geta sumpart ,,náð sér niðri" á olíufram- leiðslulöndunum. Hin fyrr- nefndu stjórna öllum fjár- magnsmörkuðum heims, setja þeim leikreglur og sjá þar með um, að olíufram- leiðslulöndin hafa ekki í annað hús að venda en festa þar sina umframfjármuni. Eitt af verkefnunum á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Róm nýverið var einmitt að reyna að smiða eitthvert kerfi, sem veitti þessu mikla fé frá oliulöndunum yfir á fjármagns- markaðina á skipulegan hátL Astandið, sem rikt hefur á gjaldeyrismörkuðum heimsins undanfarin misseri, snýst nú gjörsamlega við, þótt erfitt verði að segja til um áframhald. Raunin hefur orðið sú, að þær myntir, sem verið hafa hvað sterkastar, veikjast nú mjög, t.d. þýzka markið og japanska jenið. Dollarinn, sem áður var veikur, styrkist nú -sífellt, og komist Bretar yfir það innan- landsástand, sem þar ríkir nú, hefur sterlingspundið alla efna- hagslega möguleika til þess að styrkjast. Þótt dollarinn sé sterkur I dag, þá er framtíðar- gengi hans, sem mikið er verzl- að á, orðið enn hærra. íslendingar keyptu oliur á ár- inu 1972 fyrir 3,9 milljarði króna og á árinu 1973 námu þessi kaup 5,1 milljarði. Allar likur benda til þess, að íslendingar muni eyða í olíur og bensín á ár- inu 1974 a.m.k. um 8 milljörð- um króna og er það aukning, sem nemur tæplega 3 milljörð- um. Olíuverðið, sem við kaup- um oliu á frá Rússum, er skráð í Curacao í Venezuela og er það alltaf að hækka. Bensíngallon amerískt var skráð á 24,5 sent þar í desember, en fyrir nokkr- um vikum var það skráð á 26,5 sent. Svo hækkaði það í einu vetfangi um 40%,, gasolía um 60% og fuelolía um 80%. Búast má við því, að íslendingar tapi á þessu ári um 5 milljörðum króna vegna olíuverðhækkunar í heiminum og jafngildir það að raunaukning þjóðarframleiðslu landsmanna fyrir utan sjálfa verðbólguna, fari mestöll í vasa Rússa, en þeir selja okkur um 80% af allri olíu, sem við not- um. — mf. Hreinlæti með humar er ábótavant HREINLÆTINU um borð í fiskiskipunum, sem stunduðu humarveiðar, og hreinlætinu í hraðfrystihúsum þeim, sem frysta aflann, telst því hafa ver- ið ábótavant sumarið 1972. Þessa setningu er að finna í ýtarlegri skýrslu Guðlaugs Hannessonar gerlafræðings hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, um gerlarannsóknir á ísuð- um og frystum humri sumarið 1972. Þar segir m.a.: „Sumarið 1972 var rannsak- aður gerlagróður í ísuðum og frystum humarsýnum fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sem greiddu rannsókna- kostnað og söfnuðu sýnunum. Iíannsökuð voru í sjö verstöðv- um ísuð og fryst humarsýni, sem landað var í 17 frystihús f Vestmannaeyjum og Suðvestur- landi. Rannsakaður var gerla- gróður í 71 ísúðu og 70 frystum humarsýnum. Humarsýnin komu úr 41 fiskiskipi alls og í flestum tilvikum var gerlarann- sókn gerð á sömu sýnum, ísuð- um og freystum, úr sama fiski- skipi í þessum 17 frystihúsum“ Niðurstöður er að finna í ftar- legum töflum og í lokin segir Guðlaugur: „Þegar litið er á heildarniðurstöður gerlaj^rh- sóknarinnar, verður að telja, að útkoman sé síður en svo góð, samanber töflu 3. Hún sýnir, að 45 af 141 töldust góð eða 32%, sem skiptust þannig, að 22 (um 16%) voru ísuð og 23 (16%) voru fryst. Gölluð töldust 56 sýni af 141 eða 40%, sem skipt- ust þannig, að 23 (16%) voru ísuð og 33 (um 24%) fryst. Slæm töldust 40 sýni 141 eða 28%, sem skiptast þannig, að 26 (18%) voru ísuð og 14 (10%) voru fryst. Ilreinlætinu um borð í fiskiskipunum, sem stunduðu humarveiðar, og hreinlætinu í hraðfrystihúsum þeim, sem frysta aflann, telst því hafa verið ábótavant sum- arið 1972. Virðist því augljóst, að hvetja verður til betri með- ferðar humaraflans um borð í frystiskipum og hafa strangara eftírlit með ástandi og þrifum fláta, sem humar er látinn í. Einnig verður að hafa stöðugt eftirlit með hreinlæti i vinnslu aflans i hraðfrystihúsunum á sama hátt og gert er við fryst- ingu annarra sjávarafurða. Það skal að lokum tekið fram, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna átti frumkvæmið að þessari at- hugun og greiddi allan rann- sóknakostnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.