Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1974 Geir Hilmar Haarde: 99 Washington, janúar. BANDARIKJAÞING er komið til starfa á ný að loknu jólaleyfi. Það er samdóma álit kunnugra hér í Washington, að þetta þing geti orðið hið sögulegasta. Eitt helzta verkefni þessa þings verður for- setinn sjálfur, en ákvörðun um framtíð Nixons á forsetastóli getur legið í höndum þingsins eftir fáeína mánuði. Dómsmála- nefnd Fulltrúadeildarinnar rann- sakar nú, hvort grundvöllur geti verið fyrir að samþykkja ákæru á hendur forsetanum fyrir hlut- deild í hneykslismálum síðustu mánaða og talið er, að atkvæða- greiðsla um þetta geti komið til kasta deildarinnar allrar í apríl. Eins og í fyrra, þegar þingið kom saman á þessum árstíma, hefur forsetinn eitt tromp á hendi. í fyrra hafði Kissinger samið um frið við N-Vietnam og nú hefur hann unnið afrek í deilu Egypta og Israela. En árangur Kissingers er líka eina trompið á hendi forsetans. Á sviði innan- ríkismála eru háspilin á hendi þingsins. Stjórn Nixons virðist rUin trún- aðartrausti innanlands. Það kemur sér sérlega illa nú í orku- vandanum, þegar fjölmargir trúa ekki orði af þvf, sem frá stjórnar- völdunum kemur. Almenningur veit ekki, hvort hann á að trúa því, sem yfirvöldin segja, að hér sé raunverulegur orkuskortur, en ekki eingöngu vandamál, sem olíufélögin hafa búið til í hagnaðarskyni, eins og ýmsir aðil- ar innan þings og utan hafa hald- ið fram. Það er m.a. vegna þessa skorts á trú almennings á því, sem frá stjórn Nixons kemur, sem ýmsir leiðtogar demókrata hafa nú hvatt opinberlega til þess, að forsetinn segi af sér. Wilbur Mills, formaður fjárveitinga- nefndar Fulltrúadeildarinnar og mjög áhrifamikill þingmaður, og Thomas O’Neill, einn af leiðtog- um demókrata á þingi hafa báðir hvatt forsetann til að segja af sér „í þágu þjóðarinnar”. TrU almennings á Nixon hefur enn minnkað siðustu vikur, eftir að ljóst varð, eftir rannsókn sér- fræðinga, að hléið á segulbands- spólunni, sem hefur að geyma samtal Nixons við Haldemann fyrrum aðstoðarmann hans, um Watergateinnbrotið þrem dögum eftir að það var framið, varð ekki til fyrir slysni. Þar með urðu skýr- ingar ritára forset'ans, Rose Mary Woods, og Iögfræðinga hans á „óhappinu", sem fæstir höfðu raunar lagt trúnað á, almennt að- hlátursefni. En það mál var þó ekki hlægilegt til lengdar, því að nú var ljóst, að einhver hafði framið lögbrot og þurrkað út þess- ar 18 mínútur. Hringurinn um þá, sem það hefðu getað gert, er nú orðinn svo þröngur, að þar eru aðeins Rose Mary Woods, forset- inn og örfáir aðstoðarmenn hans í Hvíta húsinu. Starfsmenn fjöl- miðla hér þurftu ekki langan tíma til að stinga upp á því við les- endur og áhorfendur, að Nixon hefði sjálfur þurrkað Ut þessar 18 mínútur. Sirica alríkisdómari, sem hafði með málið að gera, hefur nú sent rannsókn þess fyrir rétt og þangað til niðurstaða fæst þar, geta allir jafnt getið sér til um, hver var að verki við Uher- segulbandið 1. október s.l. Það er athyglisvert, að ekkert Ennþá lýgur einhver einhvers staðar” Rosemary Woods. hefur heyrzt frá forsetanum sjálf- um um þessar ásakanir, en blaða- fulltrúi hans hefur vísað þeim á bug. Nixon kom þó tvívegis fram í sjónvarpi og Utvarpi nýlega til að skýra frá samkomulagi Israela og Egypta og til að fjalla um orku- skortinn. Hugh Scott, leiðtogi republik- ana í Öldungadeildinni, hefur sagzt hafa séð gögn í Hvíta hús- inu, sem sanni, að forsetinn hafi enga hlutdeild átt I Watergate- málinu. Hvíta húsið hefur ekki viljað opinbera þessi gögn ennþá og telja fréttamenn ástæðurnar vera þær, að birting þeirra gæti haft áhrif á saksókn gegn þeim, sem sekir eru, og sé auk þess í andstöðu við þá stefnu forsetans að birta ekki skjöl Hvíta hússins. Má búast við, að gengið verði hart eftir þessum gögnum á næstunni, því flestum finnst tími til kominn, að mál þetta upplýsist til fulls. Því eins og einn fréttamaður hér orðaði það nýlega: Ennþá lýgur einhver einhvers staðar. Það er margt skrýtið í stjórn- málalífinu í Washington. Nixon vann fyrir rúmu ári stórsigur í síðustu kosningabaráttu sinni, en flokkur hans tapaði þingsætum. NU er það Nixon, sem er drag- bítur á flokksmenn sína eins og glöggt kom í ljós í ríkisstjórakosn- ingum í nokkrum ríkjum í nóvem- ber s.l. Sumir segja því, að raun- verulega vilji margir repúblikan- ar, að Nixon segi strax af sér til þess að þeir hafi tíma til að sleikja sárin til næstu kosninga, en demókratar séu raunverulega andsnúnir skjótri afsögn for- setans til að geta hagnýtt sér enn frekar óvinsældir hans í þágu flokksins. Báðir flokkar haldi svo af augljósum ástæðum hinu gagn- stæða fram. Þessi skýring virðist vel geta átt við ýmsa þá þingmenn beggja flokka, sem hræddir eru um að tapa þingsætum sinum næsta haust. Lcggja áherzlu á fegrun bændabýla á þjóðhátíðarári Fyrrverandi félagsmálaráð- herra Noregs til Islands i GÆR, 28. jan., var haldinn í Gunnarshólma í Austur-Landeyj um .árlegur fundur Búnaðarsam- bands Suðurlands með formönn- um búnaðarfélaga á Suðurlandi. Auk stjórnar sambandsins, ráðu- nauta og fleiri gesta sóttu fund- ínn flestir formenn búnaðar- félaga. Ráðunautar sambandsins gerðu grein fyrir helztu þáttum i starfseminni á árinu og forstöðu- maður Byggingastofnunar land- búnaðarins ræddi byggingarmál í sveitum. Úthlutað var verðlaun- um tíl þeirra búnaðarfélaga, sem mest hafa gert á árinu í snyrtingu og fegrun býla, og hlutu þau Búnaðarfélag Austur-Landeyja, Búnaðarfélag Vestur-Eyfellinga og Búnaðarfélag Skeiðahrepps. Megintimi fundarins fór í umræð- ur um málun og aðra fegrun á bændabýlum i tilefni þjóðhátíðar- árs og voru hin einstöku félög hvött tíl að gera verulegt átak í þessum málum á árinu. Hyggst Búnaðarsambandið láta taka litmyndir af hverjum bæ á Suðurlandi á árinu, eínnig verður verðlaunaður einn bær í hverri sveit, sem fram úr skarar i snyrti- mennsku. Fundarmenn þágu góðar veit- ingar hjá BUnaðarfélagi Austur- Landeyja og að loknum fundar- störfum hófst kvöldvaka á vegum heimamanna. Var þar flutt í máli og myndum framfarasaga sveitar- innar, ferðasaga úr bændaför til Norðurlanda, litmyndasýning og að lokum sýndu ungmennafélagar ágætan leikþátt. Formaður Búnaðarfélags A-Landeyja er Er- lendur Árnason oddviti á Skíð- bakka. — Fréttaritari. VÆNTANLEG er hingað til lands frú Bergfrid Fjose fyrrum félagsmálaráðherra Norðmanna. Frúin er þingmaður Kristi- lega þjóðarflokksins og var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Korvalds, að loknum kosning- unum, sem snerust um, hvort Norðmenn skyldu æskja aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Frú Bergfrid Fjose beitti sér fyrir ýmsum breytingum í ráð- herratíð sinni, m.a. á sviði áfengisvarna. Hingað kemur hún að tilhlutan Áfengisvarnaráðs, Norræna félagsins og Stórstúku Islands. Á laugardaginn kemur, 2. febrúar, kl. 4 síðdegis, flytur hún erindi í Norræna húsinu. Nefnist erindið „Alkoholpolitik í Norden". Daginn eftir, sunnudag- inn, 3. febrúar, kl. 3 síðdegis, talar hún á opnum fundi i Templarahöllinni um bindindis- hreyfinguna í Noregi. Solzhenitsyn — fáir hafa hugrekki hans ÞAÐ yrði erfitt að fínna nokkurs staðar annan eins mann og hann, sem hefði til að bera sambland af gáfum hans, hugrekki, kænsku og siðferðisþreki. Með útgáfunni í París á bók hans um lögreglu- og refsikerfi Sovétrikjanna (Archipelago Gulag), sem er djarfasta bók hans til þessa kem- ur hann fram eins og maður, sem einn síns liðs heldur voldugri ríkisstjórn í skefjum. Og þó er hann ekki alveg einn. Hann hefur milljónir, tugi millj- óna manna með sér. Ekki enn í eigin landi, en víðs vegar um heiminn. Gandhi gat talað beint til þjóðar sinnar, Solzhenitsyn verður að vekja upp almenningsálit erlendis til að ná jafnvæginu í sínu eigin landi. Viðbrögðin við djörfung hans, ábyrgðartilfinn- ingu og erfiðleikum sýna, að í heiminum er að vakna samkennd með honum, sem á eftir að verða honum mikill styrkur. HANN ER KÆNN Hann valdi réttan tíma. Bók hans, sem var smyglað Ur landí kafla fyrir kafla, var opin- beruð í París rétt í þann mund, sem sovézk yfirvöld voru að breyta lögum sínum á þann veg, að slíkar Utgáfur er- lendis, án fyrirfram fengins leyfis, yrðu glæpur. Þetta er Iíka á tíma, þegar Sovétrík- in þarfnast góðs sam- bands við vesturheim og fólk í Bandaríkjunum ber þyngri hug til þeirra en til skamms tíma. Og það sem kannski er mikílvægast, þetta gerist þegar bandaríska þjóðin er sjálf að rannsaka — eftir Watergate — hvað frjálst og mannúðlegt þjóðfélag í rauninni er. Kannski kemst Solzhenitsyn bara upp með þetta. TÓM LOFORÐ? Eftir miklar og alvarlegar yfir lýsingar og loforð sovétstjórnar- innar i sarnkomulaginu um bætta sambúð við Bandaríkin, hefur nú þáttur Sovétríkjanna f | Miðausturlöndum orðið til þess, að Bandaríkjamenn eru nú farnir að endurskoða þetta sam- komulag. Ef Sovétstjórnin tæki nú upp á því að beita Solzhenit- t syn hörku, myndi sjóðá upp úr í I Bandaríkjunum. EFTIR MAX LERNER Það kemur auðvitað ekki til mála að fara að hlutast til um sovézk innanríkismál. En það er heldur engin ástæða til að ganga hljóðlega um og hvísla aðeins og reyna að minnka erfiðleikana, sem flokksráðið á í, vegna þess að það stjórnar lögregluríki. I hinni nýju bók sinni talar Solzhenitsyn með fyrirlitningu um það, hversu Roosevelt og Churchill voru barnalega blindir, þegar þeir seldu böðlum Stalins í hendur hermenn og skæruliða, sem voru á móti einræðisherr- anum og voru sendir beint i fang- elsi eða fyrir aftökusveitirnar. Núna er ekki tíminn til að-sýna sams konar barnaskap gagnvart iýðræðisþrá Brezhnevs^og hjarta- hlýju. Að vissu leyti var það sovézka lögregluríkið, sem skap- aði Solzhenitsyn. Hann var vel gefinn ungur stærðfræðingur og foringi í stórskotaliðinu, sem aldrei efaðist um kommúnism- ann, þótt hann tortryggði Stalín, þegar fangelsiskerfið gleypti hann. Það kerfi varð að skóla, þar sem hann hitti aðra fanga, lærði um lýðræðið, sem þeir höfðu verið lokaðir frá, og byrjaði að efast um sjálfan kommúnismann, sem var svo rækilega fléttaður saman við lögreglu og kúgun. Rússar eru einkennilegt, stór- fenglegt fólk. Þeir eru í senn jarð- bundnir, dularfullir og ákafir í öllu, sem þeir gera. Hugmyndir þeirra um réttlæti og jafnrétti eru fengnaf fremur úr hefðum kristindómsins en lýðræðisins. Fyrirrennarar Solzhenitsyns, Tolstoy,. Dostoevski, Pasternak, voru fullir trúarlegra tilfinninga fyrir þvi hvað var gott og hvað var illt; h.ver á sinn hátt þó. Eigin reynsla Solzhenitsyns á fangelsisárum hans hefur gert hann að aðþrengdum boðbera verðmæta, sem ná langt aftur í fortíð Sovétríkjanna ekki siður en vestræns lýðræðis. SÁRSAUKI Hann hrópar nú af sársauka, þegar hann lítur aftur til þess tima, er milljónir Rússa biðu þess í húsum sinum, að knúið yrði dyra og þeir leiddir út í dauðann — eða til lifandi dauða, eins og hver annar sauðfénaður. Hans er sama innsýn og Gyðingar fengu of seint, þegar þeir stungu loks við fótum og börðust gegn Hitler í fátækrahverfunum i Varsjá. Ef rússnesku fórnardýrin hefðu veitt mótspyrnu, segir hann, hefði það orðið of dýrkeypt fyrir Stalin að útrýma þeim. Solzhenitsyn er nú á sinn eigin hátt að reyna að gera það of dýrkeypt fyrir stjórn- ina að taka hann úr umferð. VERÐUGUR ANDSTÆÐ- INGUR Og hvílíkur andstæðingur hann er. Manni koma í hug hans eigin orð um að þegar eitthvert land á mikinn rithöfund, þá hafi það í rauninni viðbótar ríkisstjórn. Þegar við sitjum örugg í heimil- um okkar, þá er það ekki eitt einasta okkar, sem kemst hjá því að spyrja sjálft sig, hvort við hefð- um hugrekki til að leggja líf okk- ar þannig að veði. öll lögregluríki hljóta á endan- um að grafast í rústunum, sem þau skilja eftir sig og í reynslu fórnardýra sinna og hugmyndun- um, sem þau koma á framfæri. Solzhenitsyn er sögulegur boð- beri þess sannleika á okkar tím- um. Látum leiðtoga Soétríkjanna vita, að við fylgjumst með honum — og þeim. Vald, vertu ekki hrokafullt. Vald hugmyndar getur verið jafn máttugt og þú. Vald hugmyndar- innar kann einmitt að verða hinn endanlegi sigurvegari, þegar gáf- ur og mánnúð móta hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.