Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIЄ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1974 11 „Þau geta verið árans skemmtileg, prakkarastrikin...” Á SPARKVELLINUM við Alfta- mýrarskóla voru nokkrir skóla- piltar að leika sér, frísklegir og stæltir og ég heyrði, að þeir voru að tala um prakkarastrik um leið og þeir létu boltann ganga eins og landsliðið biði eftir þeim. Ég var á leið til skólastjórans, Ragnars Júlfussonar, sem skipar 7. sæti framboðslista sjálfstæðismanna til borgarstjórnar f Reykjavfk, til þess að rabba við hann um daginn og veginn. Eg stanzaði þvf ekki hjá strákunum til þess að forvitn- ast um prakkaraskapinn, heldur hélt mfnu striki til skrifstofu skólastjóra. Ugglaust hefur mörg- um fundizt eins og mér á ung- lingsáldri, að skrifstofa skóla- stjóra væri með því óbifanlegra, sem til væri, tilhugsunin um ag- ann og reglusemina alveg að sliga peyja, sem trúa á ævintýr. Ragnar tók á móti mér hress og aðsópsmikill og ég byrjaði á þvi að spyrja hann hvaða álit hann hefði á prakkarastrikum nem- enda sinna? Hann brosti og í sömu andrá hafði hann svar við þessum prakkaraskap og sagði: „Ég hef oft þurft að ganga i burtu til þess að skella ekki upp úr á staðnum. Þaó væri hreinlega óeðlilegt ef nemendurnir fram- kvæmdu ekki prakkaraskap, en þar vil ég líka gera greinarmun á þvi hvort spjöll eru unnin eða ekki, hvort prakkaraskapurinn er meinlega særandi eða ekki, sem sagt hvort atvikið er saklaust eða alvarlegt, hvort skemmdir hafa orðið eða ekki. Ég tel til dæmis, að sýna eigi almenningseign ekki minni virðingu en því, sem er einkaeign. En þau geta verið árans skemmtileg prakkarastrik- in, gott krydd i skólalífinu," Ragnar er fæddur á Grund i Eyjafirði 22.2. 1933, sama dag og ekki minni karlar en Baden Powell og Georg Washington. Ragnar varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1952, en á sumrum þessara ára vann hann ætið hjá síldarverksmiðjunni á Dagverðareyri. „Ég hélt ég væri framsóknar- maður um tíma á þessum árum,‘‘ sagði Ragnar, „og byrjaði störf á vegum Gefjunar haustið 1952. Þá hafði ég í huga að sigla til Boston i Bandarikjunum og læra iðnaðar- verkfræði. En forstjóraskipti í verksmiðjunni urðu þess vald- andi, að ég hætti þar, vegna þess að nýi forstjórinn vildi ekki að ég færi í fullnaðarnám til Bandaríkj- anna, heldur á námskeið i Eng- landi. Næsta vetur fór ég þá lítil- lega í forfallakennslu á Akureyri og siðan í Kennaraskóla Islands haustið 1953 og tók kennarapróf. Einnig tók ég kennarapróf og heimspekipróf frá Háskóla ís- lands 1954. Sama ár kvæntist Ragnar Jónu Guðmundsdóttur frá Ólafsfirði og eiga þau nú 5 börn: Guðmund 17 ára iðnskólanema, Jórunni 16 ára nemanda i mh, Magnús 11 ára, Stéinunni 6 ára og Rögnu Jónu 4 ára. „Ég byrjaði kennslu í Reykja- vík við Langholtsskólann 1954,“ hélt Ragnar áfram, „en kom til Réttarholtsskólans 1956 þegar hann var stofnaður." Og þannig rekur þráðurinn sig þegar dugmiklir menn eru á ferð- inni. Þegar Vogaskóli var stofnað- ur 1959 varð Ragnar yfirkennari þar og settur skólastjóri 1963—1964, en s.l. 10 ár hefur hann verið skólastjóri Álfta- mýrarskóla, sem nú hýsir á 10. hundrað nemenda. Mest hefur þó verið á 12. hundrað nemenda f skólanum, „en nú er farið að gæta jafnvægis í hverfinu,“ sagði Ragnar. Álftamýrarskóli er sá skóli borgarinnar, sem hefur hvað af- markaðast hverfi, sem er Kringlu- mýrarbraut að vestan, Grensás- vegur að austan og svo milli Miklubrautar og Suðurlands- brautar. I skólanum er skyldu- námið og forskóli fyrir 6 ára börn. Ég innti Ragnar eftir þvi hvað hann hefði gert á sumrin þessi fyrstu ár i kennslunni. „Þá var ég bílstjóri," svaraði hann, „vörubilstjóri, leigubíl- stjóri og jafnvel rútubílstjóri. Ég var siðasti rútubílstjóri bílakóngs Norðurlands, Kristjáns á BSA. Bilstjórastarfi gegndi ég á hverju sumri frá ‘53 — ‘58. Eitt sumarið ók ég til dæmis rútunni á leióinni Akureyri—Mývatn og bíllinn fékk viðurnefnið Mýflugan en ég „mývargurinn". Þetta sumar fór einn bíll fram úr mér allt sumar- ið, en það var Batti rauði. Ég var þá með bílhræddar gamlar konur í rútunni, sem hafði þó alla mögu- leika því þar var á ferðinni Ford Stadion, 8 gata tryliitæki." Sumarið 1959 hóf Ragnar starf, sem yfirverkstjóri hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur og því starfi gegndi hann hvert sumar til 1963 er hann varð skólastjóri Vinnu- skólans. Hefur hann gegnt þvi starfi siðan, „eða þar til nú,“ sagði hann, „að ég læt af þvi starfi vegna þess, að ég get ekki bætt endalaust á mig án þess að sleppa einhverju og meginástæðan er sú, að ég fer nú til starfa í borgar- stjórn.“ „Hvernig er að stjórna svo stór- um skóla, sem Alftamýrarskóla?“ „Með góðu kennaraliði er mjög ánægjulegt að stjórna skóla hvort sem hann er stór eða lítill. Það kemur að visu margt til, en það er til dæmis auðveldara fyrir léleg- an skólastjóra að stjórna skóla, sem hefur gott kennaralið, heldur en fyrir góðan skólastjóra að stjórna með lélegu kennaraliði. Við í Álftamýrarskóla höfum haft mjög góða samvinnu við for- eldra í hverfinu. Einnig höfum við haft mikið samband við íþróttafélagið i hverfinu, en það er Fram, og þeir sitja fyrir i nýt- ingu útleigðra tíma í íþróttahús- inu og nota þar yfir 50% af tíman- um. Skólaleikfimihúsin i borginni eru lánuð ÍBR á kvöldin og um helgar á tímabilinu okt.—apríl, en frá maí til september situr Fram eitt að húsinu vegna hins góða samstarfs okkar. Skoðun mín er sú, að hin frjálsu félagasamtök i hverfum borgar- innar eigi að hafa aðgang að hverfisskólunum eftir þvi sem frekast er kostur, þar sem þessi félög standa saraan af sömu börn- um og unglingum og eru í skólun- um. Þetta á við hin ýmsu félög, en ég hef það á stefnuskrá minni, að Æskulýðsráð Reykjavíkur eigi fyrst og fremst að vera ráðgefandi stofnun fyrir hin ýmsu félög og ég tel, að borgin eigi að varast það að fara í samkeppni við hin frjálsu félög. Miklu nær er að leggja þeim það lið, sem unnt er þannig að starfskraftur einstaklinganna i félögunum fái sem bezt notið sín.“ „Nú hefur þú kennt i 20 ár, eru vandamálin, sem koma upp í skólalífinu, svipaðs eðlis og fyrr?“ „Vandamálin eru alltaf svipuð, það er bara önnur tizka, sem breytir útlitinu. Því er þó ekki að neita, að ýmsir ósiðir hafa færzt neðar í aldurshópana. Unglingar byrja nú fyrr að reykja en fyrir 20 árum, en áfengisvandamálið hef ég ekki orðið var við og get þvi ekki um það sagt. Áfengisvanda- málið i gagnfræðaskólunum er hins vegar meira, ef til vill vegna aukins fjármagns í umferð, breytts tiðaranda eða félagslegra ástæðna, sem við þurfum að hyggja betur að. Þegar við verðum varir við slíka ósiði hjá nemendum okkar höium við samband við foreldr- Rætt við Ragnar Júlíusson, skóla- stjóra, sem skipar 7. sætið á Ksta sjálfstæðismanna til borgarstjómar ana og þau heimili, sem ég hef þurft að hafa samband við, hafa verið mjög jákvæð i að leysa þau vandamál, sem upp hafa komið. 1 sambandi við þetta má geta þess, að borgarstjórn hefur samþykkt að koma á fót samstarfsnefndum kennara, foreldra og nemenda við alla skóla borgarinnar. Þessar nefndir munu taka til starfa á hausti komanda og munu þær verða skólayfirvöldum til ráðu- neytis um málefni er varða sam- skipti skóla og heimila, starfstíma og aðbúnað nemenda í skólum, heimanám, tómstundaiðju og önn- ur mál, er snerta hag nemend- anna. Má þar einnig nefna varnir gegn óhollum venjum, sem leiða til örðugleika i skólastarfi svo sem sjoppurápi, og baráttu gegn neyzlu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna.“ „Hafið þið verið með nokkrar sérstakar nýjungar í skóla- starfinu í vetur?" „Ávallt eru einhverjar nýj- ungar á ferðinni, en þær ganga yfirleitt orðið um leið í alla skóla. Ég get þó nefnt smá dæmi úr félagslífinu. Það er venja að fara eins dags vorferð að loknu ungl- ingaprófi og tveggja daga skíða- ferð yfir veturinn. Við breyttum til í ár og slepptum báðum þess- um ferðum, en fórum í staðinn í þriggja daga ferð inn í Þórsmörk. Við höfðum fararstjóra frá Ferða- félagi Islands og tókst ferðin ljómandi vel. Það, sem ég taldi athyglisverðast, var það hvernig ferðin var skipulögð að því leyti, að skólinn lagði ti! tvo daga ferðarinnar en einn dagurinn var lögskipaður frídagur nerjietid anna. Við fórum í fjórum rutum, en það hefur verið siður í þessum ferðum, að ég ek bílunum til skiptis. Bæði vekur þetta spenn- ing og kátínu hjá krökkunum, að skólastjórinn skuli keyra og hins vegar get ég haldið við akstrinum á þessum stóru bílum. Sumir haída í fyrstu, að þetta sé kæru- leysi hjá mér, en þegar ég bendi þeim á, að ég hef meirapróf breyt- ist sú skoðun. Við vorum þarna á framdrifsbflum frá Guðmundi Jónassyni og lentum í heljar mikl- um ævintýrum m.a. festumst við í Krossá og þá fannst mörgum vatn- ið gutla anzi hátt.“ „Hvaða tíma hefur skólastjóri vetur og sumar fyrir tómstunda- iðkanir?" „Sem skólastjóra Álftamýrar- skóla og Vinnuskóla Reykjavíkur hefur tími minn til frístunda verið ákaflega takmarkaður. Ég er nú að visu ekki íþróttamann- lega vaxinn, en í marki gæti ég ef til vill verið til að fylla út i þótt ekki væri til annars. Sannast sagna er þetta starf feikilega bindandi og frístundir þvi fáar. Mitt aðaláhugamál, þegar svo ber undir, er þó að ganga með fallegri á og renna fyrir lax. Það er gaman að ganga með Laxá i Aðaldal, Elliðaánum, Stóru-Laxá, Iðu, Svartá og svo er sagt, að ég hafi fæðzt með bíla- dellu og vaxi sennilega aldrei upp úr henni. Skemmtilegast finnst mér þó að veiða, en þetta er orðið svo dýrt sport, að maður skammast sín hálfvegis fyrir að hafa þennan áhuga — fjallaloftið er heillandi, kyrrðin og það að dvelja í tjaldi eða veiðihúsi, þar sem enginn simi er.“ Þó kvaðst Ragnar hafa mikla ánægju af félagsstarfi, enda hefur hann ekki farið varhluta af því. Hann er nú formaður Varðar, forseti Kiwanisklúbbsins Kötlu þetta ár, varaalþingismaður s.l. kjörtímabil og hann hefur verið starfandi skáti undir stjórn Tryggva Þorsteinssonar og þar gildir eitt sinn skáti" ávallt skáti. I ýmsum félögum hefur hann starfað, varaformaður barna- verndarnefndar Reykjavíkur hefur hann verið s.l. kjörtímabil og einnig á hann sæti í leikvalla- nefnd, svo eitthvað sé n^ftff. „Skólaveturinn er eins og ströng vertíð," sagði Ragnar, „og þeirri vertið hefur ekki verið lokið þegar önnur hefst.“ Og nú eru kosningarnar framundan og starf og aftur starf. Ég spurði hann því hvernig málin legðust í hann? „Ég hef alörei verið verkkvið- inn,“ svaraði Ragnar, „mér líkar betur að klj;sl við vandamálin og sigrast á þeir I sambandi við borgarstjórn i.ugsa ég gott til glóðarinnar og eins og ég sagði áður hef ég látið af starfi minu við Vinnuskóla Revkjavíkur- borgar til þess að geta helgað mig meira þeim málefnum, sem fyrir liggja i borgarstjórn. Ég vænti þess, að þar geti ég starfað ötul- lega að hinum ýmsu málum, ekki sízt skóla- og æskulýðsmálum. þannig að gott megi af leiða." —á.j. Ragnar Júlíusson meö fjölskvldu sinni. Frá vinstri standa: Guðmundur, Jórunn og Magnús, en sitjandi frá vinstri eru Jóna Steinunn, Ragnar og Ragna Jóna. Ljóm. Mhl. Sv. Þorm. Ragnar ræðir við nokkra af nemendum sínum fvrir utan Álftamýrarskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.