Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI 1974 31 Lúther Jónsson bóndi frá Bergsholti Þridjudaginn 7. þ.m. var borinn til hinztu hvíldar Lúthor Jönsson bóndi frá Borgsholti í Staðarsveit, rúmlega áttatíu og tveggja ára aö aldri. Hann og þau hjónin hafa dvalið hér í Reykjavík síðastliðin 17 árog biíið að Grenimel 20. Með Lúther heitnum er horfinn af sjönarsviðinu vænn maður, grandvar til orða og verka, mað- ur, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu, enda vel látinn af öllum, semtil hans þekktu. Það er nú svo, að höfundur lífs- ins lætur okkur fæðasl f þennan heim og þar um, ráðuin við engu sjálfir. Okkur finnst því eðlilegast að álíta, að hann, sem lífið gaf, hafi nokkurn tilgang með þvi að láta okkur fæðast í þennan heim, alveg sérstaklega þann tilgang, að við lifum lífinu, þaðsem kallað er vel, reynum að ástunda dyggðir og góðvild meðal samferðar- ntannanna á lífsgöngu okkar hér f þessari jarðvist (%' mynum aðláta tvö blóm vaxa þar, sem eitt var áður, — og þannig var líf þessa sómamanns. Hann var fyrst og fremst böndi, sem lét tvö grasstrá vaxa þar, sem eitt varáður. Þann- ig skildi hann við jörð sfna, að hann græddi þar upp og bætti eftir því sem geta og efni stöðu til. Það er gott að hverfa héðan, og hafa skilið betur við þann reit, sem okkur var falinn til umönn- unar, heldur en við tókum við honum. Liilher Jónsson var fæddur að Valshamri á Skógarströnd hinn 22. september 1892, sonur hjón- anna Jöns Jónssonar hreppstjóra og Kristínar Daníelsdóttur. Hann Mér finnst, að þetta nágrenni hafi haldist ævarandi siðan, þótt ég flyttist stutta bæjarleið og systurnar til Reykjavíkur, slík var samheldni fjölsk.vldunnar. Ég minnist margra ánægju- stunda á heimili þeirra Helga og Maríu, þar stóðu ævinlega allar dyr opnar fyrir okkur skyldmenni og venslafólk að austan. María heitin hafði þann háttinn á þegar góðborgarar Reykjavíkur flugu suður til Miðjarðarhafs- stranda, að hún tók sig upp með börnin og fór austur yfir Fjall og dvaldi þar löngum sumarlangt hjá móður sinni og bróður, og tók sér gjarnan hrífu í hönd eða fór í mjaltaföt og börnin nutu sumar- dvalarinnar í sveitinni, slík var María, hún slitnaði aldrei úr tengslum við sinn uppruna, ,,sveitina“. Helgi minn, ég veit, að það er þungur harmur kveðinn að þér við missi eiginkonu og móður, því að hjónaband ykkar var ákaflega farsælt og byggðist á ást ög gagn- kvæmu trúnaðartrausti. En ég veit, að þú ert æðrulaus og úrræðagóður og ég vænti þess, að þér leggist líkn í þraut. Eg vil að lokum enda þessi fátæklegu kveðjuorð með þakk- læti fjölskyldu minnar til hinnar iátnu fyrir alla vináttu og hjáip við mitt heimili fyrr og siðar. Einnig kveðja frá systkinum mín- um. Blessuð sé minning hinnar látnu sömakonu. Guðmundur Iljartarson. ólst upp i föðurgarði við almenna sveitavinnu svo sem þá var tftt, þar til hann kvæntist hinni glæsi- legu konu sinni Kristínu Theodóru Pétursdóttur frá Árn- húsum á Skógarströnd. Fyrstu áián bjuggu þau heima að Vals- hamri, en fluttust sfðan að Kletta- koti í söntu sveit og bjuggu þar i tvö ár. Siðan bjuggu þau að Dröngum í eitt ár, en keyptu þá jörðina Bergsholt í Staðarsveit og bjuggu þar síðan í 36 ár. Þeim varð 8 barna auðið — eitt lézt í frumbernsku — en 7 lifa eftir, öll uppkomin og hin mann- vænlegustu, þau eru þessi: Jón bóndi að Brautarholti (úr Bergs- holtslandi), Svava ekkja eftir Ágúst Bjarnason frá Hraunsmúla, en hann lézt hinn 14/3 sl. og því skammt milli högga í ættinni, Kristfn Ásthildur, sem er heima og hefir verið stoð og stytta foreldra sinna i hvívetna meö snilld og prýði, Guörún Fjöla hús- freyja að Bláfeldi, Petrea Jófríð- ur ekkja eftir Þór Tr.vggvason, Oli Berghoit bifreiðarstjóri og Pétur Bergholt búsgagnaarkitekt. Allt er þetta vel gefiö fólk, og má segja, að þau hjonin hali halt barnalán, enda hvers konar mglu- semi verið þar á þeirra heimili. Sonur Ástu, Snorri Hlíðberg Kjartansson, hefir alizt þar upp að öllu leyti og notiö hins bezta uppeldis — og þakkar hann það innilega — enda má með nokkr- um rétti segja, að Lúther hafi veriö bæði afi hans og faðir. Lúlher heitinn var liinn mesti þrifnaðarmaður i búi og fór vel meö, bæði skepnur sinar og fóður, enda var kona hans, frú Kristfn; búkona hin bezta og hallaöist þar ekki á. En hún var lika övenju velvirk í höndum og stundaöi alls konar saumaskap og aðrar hannyrðir. Þau Lúther og Kristín voru nær 60 ár í hjönabandi — vantaöi aðeins nokkrar vikur á að þau gætu haldiö demantsbrúðkaup. Allt þeirra hjónaband hafði verið bæði farsælt og friðsælt og sam- komulag innan fjölskyldunnar allrar ineð eindæm unt gott. Bergsholt liggur í þjóðbraut og þvi mjög gestkvæmt og öllum veitt — kannski stundum betur og meira en efni leyfðu, og eru áreiðanlega margir, sem minnast þess. Þau hjónin urðu f.vrir stórum áföllum, þar sem bærinn brann tvisvar sinnum, og urðu þau þar fyrir miklum skaða. En þar kom fram seigla hins fslenzka bænda- fólks — byrja bara aftur, ekkert brambolt — engin læti — bara byrja aftur að reisa og b.vggja á ný. Að lokum hlotnuöust þeim hjónurn róleg elliár. Lúther vann hjá Reykjavíkurborg, en fyrir nokkrum árum varð hann fyrir vélknúnu farartæki, og varð það svo mikið slys, að hann gekk aldrei heill ú I skógar efúr það, en aldrei heyrðist hann mæla æðru- orð eða ámæli i sambandi við það. Og nú leggur hann upp i ferð- ina miklu. Eiginkona hans og börn, ættingjar og vinirharma lát hans, en blessa jafnframt minningu hins lálna sómamanns. % árna honum fararheilla og er þess fullviss, að hann á góöa heimvon vísa. Sveinn Þórðarson. Æ- Olafía Ragna Magnús- dóttir Fædd í Viðey 1. október 1916. Dáin f Reykjavík 18. janúar 1974. Aðeins örfá kveðjuorð vil ég senda vegna andláts Rögnu Magnúsdóttur, sem lézt á Landa- kotsspítala í Reykjavík, 57 ára gömul, eftir stutta en stranga legu. Ragna er mér minnisstæð, frá því að ég var smástrákur, af mannamótum hjá foreldrum mín- um og föðurfólki, enda var hún gift föðurbróður mínum. Hún var hávaxin og glæsileg kona, sem vegna mannkosta sinna var hvers manns hugljúfi. Kynni mín af Rögnu voru þau, að hún hafði ekki mikinn áhuga að ræða um sjálfa sig, heldur lét sig varða hagi annarra miklu fremur. Eg hygg, að hafi hún tekið að sér verk að vinna, eða greiða að gera, hafi hún gert það af samvizku- semi og einlægni, því slikt var eðli hennar. Hún var dæmigerð um heilbrigði og lifsgleði, svo það er sannarlega ekki að undra, þó að maður hrökkvi stundum við dánartilkynningar, sem minna mann á banvæna sjúkdóma og fallvaltleika. Ragna fæddist í Viðey 1. okt. 1916, en þar bjuggu foreldrar hennar um tíma. Móðir hennar, Jónina Guðmundsdóttir, ættuð frá Saurbæ í Flóa, nú háöldruð hér í borg, og maður hennar, Magnús Jónsson frá Görðum í Grindavik, en hann lézt í „spönsku veikinni" 1918, frá konu og sjö börnum. Eftir lát heimilisföðurins var Ragna tekin til fósturs af þeim sæmdarhjón- um Guðnýju Guðmundsdóttur og Benedikt Eyvindssyni. Mann sinn missti Guðný fljót- lega, og kom það þá í hennar hlut að annast fósturdótturina, og verður ekki annað sagt, en þar hafi vel tekizt til, því öllum, sem þekktu Rögnu og hennar góðu eiginleika, dylst ekki, að þar hef- ur góðra áhrifa gætt frá uppeld- inu. Ragna var mjög vinnusöm, féll aldrei verk úr hendi og ber þess bezt vott sú fallega handa- vinna, sem prýðir heimili hennar að Laugateig 16. Með þeim fóstur- mæðgum var mjög kært alla tíð, en Guðný dvelur nú á Dvalar- heimili aldrarða við Norðurbrún i Reykjavík. Ragna giftist 9. júlí 1938 Ara Agnarssyni, bifreiðastjóra í Reykjavík. Ari er af húnvetsnku bergi brotinn, fæddur á Fremsta- gili i Langadal, en þar bjuggu foreldrar hans, þau hjónin Guð- rún Sigurðardóttir og Agnar Bragi Guðmundsson. Ari eryngst- ur þeirra Fremstagilssystkina, en þau voru átta, er til aldurs kom- ust. Ragna og Ari bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, og siðustu tuttugu árin i íbúð sinni á Lauga- teig 16. Þau eignuðust þrjá syní: Benedikt, f. í Reykjavík 26. nóv. 1939, búsettur I Reykjavík, Sverrir, f. í Reykjavik 13. febr. 1946, búsettur i Svíþjóð, og Rún- ar, f. i Reykjavík 26. jan. 1947, búsettur I Reykjavik. Blessuð sé minning hennar. g. Sigríður Guðmunds- dóttir frá Kverngrjóti Hún var fædd 21. september árið 1889, og var dóttir hjónanna Maríu Jónsdóttur og Guðmundar Einarssonar, sem þá bjuggu að Einfætingsgili í Bitru í Stranda- sýslu. Sigriður óx og þroskaðist með foreldrum sinum þar til hún var sextán ára, en þá varð hún fyrir þvi áfalli að fá lömunarveikina og var eftir það máttvana í fótum. Þá voru ekki til hjólastólar, en hún sigldi seinna til Kaupmanna- hafnar og fékk smíðaðar umbúðir um fæturna með áföstum skóm, sem gerðu henni kleyft að hreyfa sig. Það er hægt að hugsa sér hvílikt áfall það er 16 ára stúlku, að vera kippt úr leik, þegar lifið er rétt að byrja og bíður fullt af fyrirheit- um, en þar vann Sigríður sína stærstu sigra. Hún sigraði vissu- lega í lífi sínu og eftirlét okkur þann arf, sem aldrei gleymist. Hún var hámenntuð kona í orðs- ins fyllstu merkingu, þó ekki kæmi til skólalærdómur, þá auð- gaði hún anda sinn með lestri góðra bóka. Fólk sóttist eftir návist við hana, þvi að þangað sóttu allir góð áhrif, frá henni streymdi geislablík, sem þeir, er í návist hennar voru, urðu snortnir af. Hún var stórbrotinn persónu- leiki, sem var oftast gefandinn en viðmælendui hennar þiggjendur. Hún var mikil trúkona og sterk í sinni trú. Lengst ævi sinnar dvaldi Sigríð- ur með systur sinni Guðbjörgu og manni hennar Jöni Márkússyni að Kverngrjóti í Saurbæ í Dölum vestur. Sá staður var henni einkar kær, enda fór svo vel á með þeim systrum, að kalla mátti ástríki. Síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu og lézt þar hinn 17 f.m. Á Hrafnistu naut hún góðrar um- önnunar og hlýlegs viðmóts. Þökk sé öllum þeim, sem hlynntu að henni, og gerðu henni daginn styttri með heimsóknum. Elsku frænka mín, þegar ég nú kveð þig, fer ekki hjá þvi að margt komi í hugann. Fyrst þegar ég, smástelpa, var að snúast fyrir þig og þegar hlé var á störfum, en oft var mikið að gera á sv.eita- heimili og ekki lást þú á liði þínu, þá settist ég hjá þér og þú sagðir mér sögur. Stundum voru það framhaldssögur, svo að ég beið með spenningi eftir framhaldi. Þegar ég minnist þessa tima, finnst mér ég hefa verið í skóla hjá þér, þar sem aðalfögin voru háttprýði og göfuglyndi, einmitt það, sem þú áttir gnægð af, og miðlaðir samferðamönnum þín- um. Að koma i heimsóknir til þín að Kverngrjóti og sitja á eldhús- bekknum hjá þér og spjalla við þig, það eru stundir, sem ég geymi, en gleymi aldrei. Þess vegna fannst mér ekkerrt eðli- legra, þegar ég eignaðist telpu, en að hún bæri þitt nafn. Þú varst fyrirmynd alls þess bezta, sem ég vildi tileinka mér. Ég veit, að þú áttir góða heim- von, því segi ég: „Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varð- veiti þig og blessi. Þín Brandís. Ingunn Ingvars- dóttir — Kveðja Þegar mannlegur máttur orkar ekki lengur að lækna eða iina þjáningar. verður engill dauðans velkominn gestur. Ekki sízt þegar sá. sem hann sækir heiin, hefur til að bera óbilandi traust á forsjón Guðs, og lítur á lifið á jörðu hér sem forskóla á langri þroskabraut eilifs lífs. Þessa eiginleika átti Ingunn Ingvarsdóttir i rikum mæli. Við- mót hennar einkenndist af hjarta- hlýju og kímni. og erfiðleikana. sem óumflýjanlega verða á vegi okkar allra á lífsleiðinni. sigraði hún með bjartsýni og jákvæðri afstöðu sinni til lifsins. 1 gær. föstudag, var henni fylgt síðasta spölinn. og þar kvaddi hana maður hennar, Magnús Bergsteinsson, sem var henni góð- ur og trýggur lífsförunautur. Hann sér á eftir góðum félaga, en þau áttu lík lífsviðhorf og áhuga- mál. Þau höfðu yndi af ferðalög- um og áttu góðar minningar um fjölmargar glaðværar samveru- stundir. Þegar tóm gafst til frá dagsins önn, dvöldu þau oft i sumarhúsi sínu. sem þau reistu af d.ugnaði og áhuga á f.vrstu búskaparárum sínum i hrjóstrugu landi. sem með árunum hefur bre.vtzt í gröðursælan og fagran stað. Þangað lá oft leið barna þeirra, barnabarna og kunningja á goðviðrisdögum. Þegar börnin hennar 6 höfðu slitið barnsskónum. vann Ingunn utan heimiiisins í mörg ár. eða þar til starfsþrekið brast. Hún var vinsæl rneðal vinnufélaga sinna og fylgja henni velfarnaðaróskir þeirrayfir móðuna miklu. Nú kveður Ingunni öldruð móð- ir. sem sér á eftir þriðja barni sínu — öðru á þessu ári. Henni fýlgja kveðjur fjögurra systkina hennar. Jóiis. Guðmundar og Baldurs. en hann hafði vænzt þess að hitta svstur sína innan fárra daga eftir áralanga fjarveru frá ættlandinu. og frá systur. Ás- laugu. sem búsett er i Banda- rikjunum. Börnin hennar. tengdabörn og barnabörn flvtja henni hjartans kveðjur og þakklæti með þessum orðum: „Hvil þig. möðir. hvíl þig. þú varst þreytt: þinni hvíld ei raskar framar neitt. A þína gröf um mörg ókomin ár, ötal munu falla þakkartár ' J.M.Bj. A.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.