Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 17
 MORCUNBLAÐIÐ, LAUOARDAOUR 25. MAI 1974 17 Vélferðarborg - — Velferðarborg - - Velferðarborg Utibú Félagsmálastofnunar í Breiðholti t SUMAR vcrður opnuð á vegum Fclagsmálastofnunar Rcykja- víkurborgar fyrsta hverfisskrif- stofan. Utibú þetta verður í Breið- holtinu. nánar tiltekið í háhvsi byggingarsamvinnufélags at- vinnubifreiðastjóra við Aspar- fell. Skrifstofan verður samliggj- andi útibúa. Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur. sem þarna mun reka ungbarnaeftirlit og mæðra- skoðun. Þar með er kominn vísir að félagsmálamiðstöð Breiðholts- búa. 1 samtali við Morgunhlaðið sagði Sveinn Ragnarsson. félags- málastjóri Revkjavíkurborgar, að þarna væri meiningin að bvggja upp sem vfðtækasta félagsleg; þjónusta f.vrir íbúa Breiðholts „Við teljum eðlilegast að við komum til fólksins út í hverfin og bjóðum þjónustu okkar“. Félagsmálastofnunin fer með félagsmál almennt svo sem fram færslumál, húsnæðismál, málefni aldraðra, heimilishjálp, rekstur og uppbyggingu barnaheimila og uppb.vggingu dagvistunarstofn- ana, barnavernd og málefni barna almennt, svo og hina félagslegu hlið áfengisvarna. Innifalið í þessu er almenn fjöl- skylduráðgjöf, því að fólk á að geta leitað til stofnunarinnar með ýmis vandamál sín, þó aö þau séu ekki fjármálalegs eðlis. Háhýsin Asparfell—Æsufell — þar verður útibú frá Félagsmálastofnun ásamt ungbarnaeftirliti og mæðraskoðun frá Heilsuverndarstööinni. Bæði þessi húsfélög munu einnig hafa dagvistunaraðstöðu. Dagvistunarstofnanir borgarinnar: RúmlegalOOO ný Þetta dagheimili er nú í smfðum í Ármúla og veröur tekið í notkun í haust. Það er bvggt eftir sömu teikningu og heimilið við Háaleitis- braut, en er einnig ællað lömuðum börnum. rými á 4 SlÐUSTU fjögur árin hefur á vegum Reykjavíkurborgar verið gert stórátak í dagvistunarmálum á höfuðborgarsvæðinu. Stóraukin hafa verið fjárframlög til upp- b.vgginga dagvistunarstofnana, rýmum á dagheimilum og skóla- dagheimilum hefur fjölgað um 66'!í( og rýmum á leikskólum um 4.'5%. A sama tíma hefur Revkja- vfkurborg jafnframt varið stöð- ugt hærri fjárupphæðum til reksturs dagvistunarstofnana. Ef litið er vfir þróun dag- vistunarmála í Reykjavík sfðustu fjögur árin sést, að í ársbvrjun 1970 voru rekin átta almcnn dag- heimili og tvö sérstiik heimili. I b.vrjun þessa árs voru hins vegar almennu heimilin orðin 10 og gert er ráð fvrir, að þau verði 14 f september í haust. Ilins vegar eru hin sérstöku dagheimili orðin þrjú talsins nú. Leikskólar voru 10 að tölu í ársbyrjun 1970 en hefur nú fjiilgað um fjóra. Þá árum voru engin skóladagheimili rekin f bvrjun árs 1970 en þau voru í byrjun þessa árs orðin þrjú og hið fjórða mun bætast við með haust- inu. Samkvæmt þessu voru rými á almennu dagheiinilunum 411 f bvrjun árs 1970 en eru nú 578 og verða væntanlega orðin 777 í haust. Rýmum á hinum sérstöku dagheimilum hefur aftur á móti fjölgað úr 53 í 113. Rými á leik- skólum voru 912 í byrjun árs 1970 en eru nú 1473 talsins. Skóladag- heimilarými eru nú 06 en verða væntanlega 86 með haustinu. Samtals voru því fvrir hendi 1376 dagvistunarrými í Revkja- vík í ársbvrjun 1970, en þau eru nú 2230 og verða væntanlega 2449 í september í haust. Lætur því nærri, að á sfðustu fjórum árum hafi hlutfall forskólabarna, sem dvelja á dagvistunarstofnunum, hækkað úr 14,6% í 24,3%. Illutfall barna er þó mjög mis- jafnt í hinum ýmsu aldurs- flokkum. Þannig var hlutfall barna vngri en 2ja ára 4,1% í un árs 1070 en hafði aukizt í 6% í byrjun þessa árs, en hlutfall 2—5 ára barna var 19,6% í ársbvrjun 1970 en er nú 33,3%. Um þriðjungur barna á forskóla- stiginu hefur þannig aðgang að dagvistunarstof nunum Revkja- víkur á sama tíma og börnuni í Re.vkjavfk fer heldur fækkandi. Sem dæmi má nefna, að árið 1969 voru börn í Revkjavík á aldrinum 1—5 ára samtals 9397 en árið 1971 hafði þeim fækkað í 8924 og samkvæmt áætlunartölum eru þau nú 8770. Framlag Revkjavíkurborgar til stofn- og rekstrarkostnaðar dag- vistunarstof nana hefur stöðugt farið vaxandi. Þannig nam fjár- magn til stof nkostnaðar dag- vistunarstofnana árið 1970 10.9 milljónum króna. árið 1972 \ar framlagið orðiö 49.3 milijónir króna en er í ár áætlað 102.9 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um framlag Reykjavíkur- borgar til Sumargjafar vegna rekstrarkostnaðar. Arið 1970 var það framlag 18,3 milljónir króna. 1972 hafði það aukizt um nærri 30 milljónir króna og nam í fyrra samtals 62,8 milljónum króna. Eins er fróðlegt að sjá hvernig skipting rekstrarkostnaðar dag- vistunarstof nana milli foreldra annars vegar og borgarsjóðs liins vegar hefur þróazt á undan- förnum árum: Arið 1969 var hlutur foreldra í rekstri dagheimilanna 46% en hlutur borgarsjóðs 54%. Tveintur árum síðar höfðu hlutföllin breytzt svo, að 41,7% kostnaðar- ins kom í hlut foreldra en 58,3% í hlut borgarsjóðs og á síöasta ári var hlutur foreldra 40% en hlut- ur borgarsjóðs unt 60%. Á sama hátt hefur hlutur borg- arsjóðs aukizt í rekstri leikskóla. Arið 1969 var hann 24,9% en hlutur foreldra 75,1%. árið 1971 hafði hann aukizt í 31% og var á Framhald á bls. 40 Dagvistunaraðstaða fyrir útigangsmenn FYRIR nokkru var samþykkt ákveðin verkaskipting milli Afengisvarnaráðs Reykjavfkur og félagsmálaráðs. Samkvæmt því mun áfengisvarnanefnd fara með allt fyrirb.vggjandi starf og þá cinkum á sviði upplýsingastarf- semi, en félagsmálaráö fa*r í sinn lilut félagslega aðstoð við dr.vkkjusjúka. Á árinu var þannig ráðinn til Félagsmálastofnunar sérstakur starfsmaður, sem annast sérstak- lega málefni áfengissjúklinga og er öðrum starfsmönnum stofnun- arinnar til aðstoðar vegna skjól- sta'ðinga, ekki hvað sfzl varðandi vistunarúrræöi. Á vegum Félagsmálastofnunar hefur verið rekið gistiskýli í Far- sóttarhúsinu f.vrir útigangsmenn borgarinnar og geta þar dvrliö í einu allt að 14 vistmenn. Skýlið er opið frá kl. 10 á kvöldin til kl. 9 að morgni, og geta þessir einstæð- ingar þvf fengið þar húsaskjól vl'ir nóttina og aðhl.vnningu. Jafn- framt er mönnum þessum veitt ýmiss konar félagsleg fyrir- greiðsla, t.d. útvegun vinnu og húsnæðis, og þeim komið fvrir á hælum og sjúkrahúsum. Að sögn Sveins Ragnarssonar, félagsmálastjóra, hefur nú komið í Ijós aukin þiirf fyrir þessa að- stöðu, og þess vegna er stefnt að því, að starfstíminn verði lengd- ur. Verður gistiskýlið nú opnaö kl. 7.30 á kvöldin og er í ráði að innrétta þar sérstaka setustofu, þar sem vistmennirnir gætu t.d. horft á sjónvarp eða hefðu að- stöðu til annarrar afþre.vingar. Sveinn skýrði ennfremur frá þvf, að í b.vrjun septemher væri áformað að opna dagvistunarað- stöðu fyrir þessa útigangsmenn á annarri hæð Farsóttarhússins, þar sem þeir gætu þá haft afdrep á daginn. Þá var unt sfðustu ára- mót opnað vistheimili fyrir kon- ur, sem þannig er ástatt fvrir. Á heimilinu er vistrými i'yrir sjö konur, sem þar geta dvalið allan sólarhringinn og sagði Sveinn, að hvert rými væri nú skipaö á heim- ilinu. Framhald á bls. 40 Farsóttarheimilið — þar er verið að stórbæta aðstöðu fyrir útigangsmenn borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.