Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 15
MORCiUNBLAÐIÐ. KOSTUDAOUR 14..IUNI 1974 15 Rekstrarágóði Slátur- félags Suðurlands um 3 milljónir króna AÐALFUNDUR Sláturfélags Suðurlands var á Hótel Sögu s.I. þriðjudag 11. þ.m. Formaður félagsins, Gfsli Andrésson, Hálsi, og forstjórí, Jón H. Bergs, fluttu ftarlegar skýrslur um starfsemi, hag og framkvæmdir Slátur- félagsins. Heildarsala vöru og þjónustu nam á árinu 1973 rúmlega 1.700 milljónum króna og hafði vaxið um rúmlega 490 milljónir, sem er 40.5% aukning. Rekstrarágóði var kr. 2.950.000.00 og höfðu þá eignir fyrirtækisins verið afskrifaðar um 18.4 milljónir króna og arður af stofn- fé félagsmanna 4.3 milljónir verið frádreginn af tekjuafgangi. Vinnslustöðvar Sláturfélagsins tóku á móti meira afurðamagni en nokkru sinni fyrr. Slátrað var 168.500 kindum og um 12.000 nautgripum og svfnum. Meðal- fallþungi dilka var mjög hár haustið 1973, 14.28 kg., og var þvf kindakjötsmagnið, sem var um 2.500 tonn, meira hjá Slátur- félaginu en fyrr hefur verið. Sláturfélagið starfrækti á árinu 1973, auk 7 sláturhúsa og frysti- húsa, pylsugerð, niðursuðuverk- smiðju, ullarverksmiðju, sútunar- verksmiðju og 12 matarbúðir, og var fast starfslið félagsins 470 manns, en í sláturtíðinni var flest starfandi hjá félaginu 1.050 manns og námu launagreiðslur á árinu alls um 250 milljónir króna. Á aðalfundinum hafði Helgi Jóhannsson, Núpum, lokið kjör- tíma sínum í stjórn, en var endur- kjörinn á fundinum. Stjórn S.S. hefur skipt með sér verkum. Formaður var kjörinn Gísli Andrésson, Hálsi, varafor- maður Sigurður Tómasson, Barkarstöðum, og ritari Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga. Undanfarna mánuði hafa farið fram endurbætur á húsnæði og vélakosti verksmiðju Slátur- félagsins við Skúlagötu i Reykja- vík, og munu nýjar kjötvöru- tegundir frá verksmiðjunni verða til sölu á næstunni. Ótrúlega lógt verÖ ^Sowm SLÆR OLL EinstökW' MET gœöi BARUM BREGST EKKI EINKAUMBOÐ: TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID A ISLANDI SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði/ Garðahreppi/ sími 50606. Skodabúðin/ Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. sími 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. Sumarhótelið Nesjaskóla Hornafirði opnar laugardaginn 15. júnl. Gisting — morgunverður — svefnpokapláss. Sími gegnum símstöðina á Höfn. Getum bætt við okkur verkefnum I mótasmíði ofl. Uppl. I síma 72030 — 43060. Leikfélag Hafnarfjarðar Frumsýnir í kvöld í Bæjarbíó í Hafnarfirði Leikritið: Leifur Lilla Brúður og Blómi Frumsýning i kvöld föstudaginn 14. júní kl. 20.30 önnur sýning laugardaginn 1 5. júni kl. 20.30 Athugið aðeins þessar tvær sýningar í Hafnarfirði i sumar Míðasala í Bæjarbíó föstudag frá kl. 16 —19 og laugardag frá 16—20.30. Veggklæðningar Ódýrar finnskar (undir málningu), 30 og 120x255 cm. Panelkrossviður með harðviðar- spæni, 122X244 cm. Panelkrossviður með plastfilmu, 122x244 cm. Gipsonit þilplötur, 9 og 1 3 mm. Páll Þorgeirsson & Co. Ármúla 27 Símar 86-100 og 34-000 SSS3333SSSSSSSSS3SSSSS3S Listahátíó í Reykjavík Þrymskviöa Ópera í 5 þöttum eftir Jön Ásgeirsson Frumsýning í Þjóðleikhúsinu 14. júní kl. 20.00 önnur sýning laugardaginn 1 5. júní þriðja sýning sunnudaginn 1 6. júní. Miðasala kl. 14.00 — 1 8.00 að Laufásvegi 8, sími 28055 og sýningardag í Þjóðleikhúsinu. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSi VERKSMIÐ JUÚTSALA Aðeins í tvo daga Stór útsala á buxum fyrir dömur, herra og börn úr terylene, flaueli og fl. Einnig efni í metratali. Verð á buxum frá kr. 500.— Föstudagur frá kl. 9 —10 e.h. Laugardagur frá kl. 9—4 e.h. Motel Magasin h.f., (inniportið) Álfhólsvegur ásamt 1 herbergi, geymslu og sameiginlegu þvottaherbergi í kjallara í fjórbýlishúsi við Álfhólsveg, Kópavogi. Ibúðirnar seljast fokheldar með gleri 1 gluggum, húsið frágengið að utan og sameign inni að mestu leyti. Miðstöð fuilgerð. Afhending í marz 1975. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Suðurlandsbraut 20, 4. hæð, sími 84988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.