Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JUNI 1974 Austfirðingar — Austfirðingar Baráttuhátið verður i Valaskjálf á Egilsstöoum laugardaginn 1 5. júní og hefst kl. 22.00. Dagskrá: ^ Halli og Laddi skemrnta 9 Söngflokkurinn Þokkabót ^ Stutt ávörp: Markús Örn Antonsson og Sverrir Hermannsson £ Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi til kl. 02.00. SUS — kjördæmasamtökin Kosningaskrifstofa Sjáifstæðisflokksins í Kópavogi er að Borgarholtsbraut 6, símar 40708 og 43725. Opið frá kl. 9 til 18 daglega. Skrifstofustjóri er Bragi Michaelsson. Heimasími 42910. Kópavogur Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna i Kópavogí er boð- að til áríðandi fundar í Sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut fimmtudaginn 1 3. júní kl. 20.30. Dagskrá: I. Bæjarmál II. Gunnar Thoroddsen ræð:r um stjórnmálaviðhorf ið. Stjórnin. Akranes D-listaskemmtun Kosningaskernmtun verður haldin í Hótel Akranes sunnudaginn 16. júni n.k.og hefstkl. 21.00. Ávörp: Geir Hallgrimsson' formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Árnason, Jón Sigurðsson og Valdimar Indriðason. Tvisöngur Hljómsveit Kalla Bjarna leikur fyrir dansi. Sjálfstæðisfélögin Akranesi. Grundarfjörður Baráttuþing verður haldið í samkomuhúsinu laugardaginn 1 5. júní kl. 1 5.00. Ræðumaður verður Gunnar Thoroddsen. Ávörp flytja: Jónína Mikkelsdóttir. Jón Sigurðs- son, Ellert Kristinsson Fundarstjóri verðurÁrni Emilsson. SUS — kjördæmasamtökin. Sjálfstæðishús Sjálfboðaliðar Sjáltboðaliða vantar til ýmissa verkefna i nýia Siálfstæðishúsinu kl. 1 3:00 til 1 8:00, laugardag. Vinsamlegast takið með ykkur hamra og kúbein. Sjálfstæðismenn athugið, að mjög áriðandi er að fjölmennt verði til sjálfboðavinnu næstu laugardaga. Sjálfstæðismenn: VIÐ BYGGJUM SJÁLFSTÆÐISHÚS. Byggingarnefndin. BNdudalur V-Barða- strandasýsla Aðalfundur Neista, F.U.S. i Vestur-Barðastranda- sýslu verður haldinn i félagsheimilinu Bildudal föstudaginn 1 4. júni n.k. og hefst kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Friðrik Sophusson formaður S.U.S. og dr. Þráinn Eggertsson lektor koma á fundinn. Stjórnin. ísafjörður Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 15. júní n.k. kl. 16:00. Framsöguræður flytja Ellert B. Schram fv. alþm., dr. Þráinn Eggertsson lektor og Friðrik Sophusson form. S.U.S. Fundurinn er öllum opinn. Kjödæmissamtök ungra Sjálfstæðismanna. Fylkis F.U.S. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Blaðburðarfólk óskast. Garöahreppur Arnarnes og Flatir. Ólafsvík Vantar umboðsmann strax. Uppl. á afqreiðslunni í síma 10100. Hvammstangi Umboðsmaður ' óskast strax. Upplýsingar hjá Karli Sigurgeirssyni í síma 1350 og hjá afgreiðslunni í síma, 101 00. Innri-Njarövík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og inn- heimtu fyrir Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni. Sími 6057 og hjá afgreiðslumanni í Reykjavík. Sími 10100. Vestmannaeyjakonur heima og heiman ath: Hin árlega orlofsferð okkar verður að Laugar- vatni dagana 22. til 29. júní. Þær konur sem hafa áhuga, hringið í Kristínu Baldviris S. 66 og Guðbjörgu Hjörleifs í S. 288. Veiðileyfi Landssamband veiðifélaga tilkynnir Veiðileyfi í eftirtöldum ám og vötnum eru seld á skrifstofu Landssambandsins í Bankastræti 6. Laxá í Aðaldal, tímabil 16/6 til 30/6. Fnjóská bleikjuveiði, Arnarvatn, Arnarvátns- heiði, Hóp í Húnavatnssýslu, Skjálfandafljót. Silungsvötn á Sléttu Sigurstaðavatn, Nesvatn, Harðbaksvatn, Hraunhafnarvatn, Kötluvatn, vatnasvæði Deildarár. Nýr kaleikur Mælifelli, 5. júní. A HVlTASUNNUDAG barst Mælifellskirkju kaleikur að gjöf frá börnum síra Bjartmars Krist jánssonar og frú Hrefnu Magnús- dóttur, en þau sátu á Mælifelli 1946—1968. Enginn kaleikur var til í kirkjunni, en fenginn að láni á nágrannakirkjunum í Goðdölum eða á Reykjum, þegar fremt var og tekið til altaris. Var kaleikur- inn því enn kærkomnari gjöf en ella, sem vænta má, og kirkjan nú að verða sæmilega búin, nema hvað orgel er mjög lélegt. Börn og niðjar síra Jóns Ó. Magnússonar, síra Sigfúsar Jóns- sonar, sfra Tryggva Kvaransog nú síra Bjartmars hafa gefið kirkju gamla heimastaðarins dýrmæta muni, sem prýða hana og búa hana betur til þjónustunnar. Af- staða prestsbarna til prestsset- ursins, þar sem þau alast upp, er að þvf leyti ólík hinu, sem al- mennast er, að eignarhald er ekk- ert þegar faðir þeirra flytzt burt eða deyr, og ávallt óvfst að ætla hver kemur á staðinn, en skylt að rýma. Það er svo undir ýmsu kom- ið, hvort sambandið rofnar, þegar tíminn græðir sár eftirsjár og til- finningar æsku og elsku fjarlægj- ast. Hér hefur farið á þann veg, sem greindi, að prestsbörnin frá Mælifelli gleyma ekki gömlu stöðvum, en hugurinn þar, sem áður var heima. A kaleikinn er letrað nafn kirkjunnar og dagsetningin: 2. júní 1974. Gripir sem þessi verða gjarna gamlir. Um langan ókom- inn tfma mun þvf hvítasunnudag- urinn í ár verða minningadagur í sögu Mælifellskirkju. Eins og vor- ið í gróandi þess og ilmi, fagur vottur um þroska og ávöxt hins góða, er aldrei þrýtur, meðan ekki linnir vor og sumar f landi og anda. Fyrir hönd safnaðarins færi ég alúðarþakkir systkinunum frá Mælifelli, en þau eru: Snæbjörg húsfreyja í Dölum vestur, Krist- ján og Benjamín, báðir að námi, Jónfna húsfreyja á Silfrastöðum, Fanney, gift á Akureyri og Hrefna, unglingur í foreldrahús- um á Laugalandi f Eyjafriði. sfra Ágúst Atvinnulausum fjölgar um 42 UM SÍÐUSTU mánaðamót voru 383 íslendingar á atvinnu- leysisskrá, og hafði þeim fjölgað um 42 frá f.vrra mánuði. Hafði atvinnulausum fjölgað bæði f kaupstöðum og kauptún- um. Atvinnuleysi er stórum algengara hjá konum en körl- um, og mest er það hjá verka- konum og iðnverkakonum. Fólki á atvinnuleysisskrá hafði fjölgað mest í Re.vkjavfk og þar voru þeir flestir en einn- ig hafði atvinnulausum fjölgað á Isafirði. 1 kaupstöðum var næstmest atvinnuleysi á Akranesi. I kauptúnum var at- vinnuleysi mest á Hólmavík, en þar voru 35 atvinnulausir, þar af 33 verkakonur. Leiðrétting I FRÉTT í gær um vinnudeilur við Sigöldu var ranghermt að Páll Ólafsson væri verkfræðingur Energoprojekt. Hann er verk- fræðingur Landsvirkjunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.