Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19.JÍJNI 1974 Wjl Itil. t IIK.i \ Æ'AIAIt; 22*0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 K| tel 14444 • 25555 m BfLALEIGA car rental SENDUM OAR-IWNTAL. Hverf isgötu 18 27060 SKODA EYÐIR AÁINNA. Shodb UIOAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABILAR HF. Bilaleiga. — Sími 81260. Fimm manna Citroen G.S. stat- ion. Fimm manna Citoen G.S 8-—11- manna Mercedes Benz hópferðabilar (m, bílstjórum). I ÁLfNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER &SAMVINNUBANKINN Skuldabréf Tökum í umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Ríkistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223 Þorleifur Guðmundsson heima 1 2469. Þjóðviljinn: Allt Mbl. að kenna! Fróðlegt er að fylgjast með málflutningi talsmanna stjórnarflokkanna um þessar mundir. Þar endurspeglar sér- hver setning undanhald og upp- gjöf. 1 fréttum Morgunblaðsins að undanförnu hefur komið fram, að fjárfestingarlána- sjóðir allir ramba nú á barmi gjaldþrots, gjaldeyrisvara- sjóðurinn hefur aidrei verið jafn rýr og nú, fyrirsjáanlegur er allt að 3000 milljóna króna halli á rfkissjóði á sama tíma og verðbólgan vex um 40 til 50%, meira en f nokkru öðru Evrópulandi. Engin rfkisstjórn hefur nokkru sinni gengið til kosninga eftir að hafa snúið traustri stöðu þjóðarbúsins þannig, að við blasir slfkt öng- þveitisástand. Eftir að Alþýðu- bandaiagið hefur setið f þrjú ár f stjórnarráðinu segir Þjóð- viljinn yfir þvera baksfðuna sl. sunnudag: „Allt er komið f strand. Allt er f kalda koli. Morgunblaðið að undirbúa kjaraskerðingu. Verið er að búa f haginn fyrir stórfellda árás á kjör launafólks, eins og 1951“ Það er harla aumt hlutskipti fyrir ritstjóra Þjóðviljans að þurfa með þessum hætti að lýsa afleiðingum stjórnarstefnu Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins tveimur vikum fyrir kosningar á þann veg, að allt sé komið f strand og stór- feiidar kjaraskerðingar 'séu 1 aðsigi. Þjóðviljinn reynir ekki að draga dul á, að þetta séu í raun réttri þær köldu stað- reyndir, sem launþegar verði nú að horfast í augu við. Hitt er svo aftur broslegt, þegar rit- stjóri Þjóðviljans reynir að troða þvf inn f lesendur blaðs sfns, að Morgunbiaðið beri ábyrgð á efnahagsringuireið- inni. Eflaust trúir ritstjóri Þjóð- viljans þvf sjálfur, að Morgun- blaðið beri ábyrgðina. Hann er þeirrar trúarskoðunar, hann skrifar það, sem honum er sagt. og trúir þvf þaðan f frá. Gallinn á þessum skrifum er aðeins sá, að fólkið f iandinu, jafnvel sauðtryggustu áhangendur Alþýðubandalagsins, lætur ekki segja sér, að stuðningsblað stjórnarandstöðufiokks beri ábyrgð á efnahagsmálastefnu rfkisstjórnarinnar. Það er unnt að leika slfkar listir með gððum árangri í Prövdu, en ekki á tslandi. Þegar Þjóðviljaritstjórarnir setja sig með þessum hætti á bás með starfsbræðrum sfnum og félögum á Prövdu og kenna andstæðingum um eigin afglöp, er það skýrt dæmi um kosningaskjálfta og uppgjöf. Tíminn: Stjórn- inni mistókst Ritstjórar Tfmans eru f sömu bóndabeygjunni og félagar þeirra á Þjóðviljanum. t ávarpi framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins er aflciðingum þriggja ára stjórnarforystu Framsóknarflokksins lýst með þessum hætti: „Framsóknar- flokkurinn telur, að það eigi að vera höfuðverkefni rfkis- stjórnar og Alþingis á næsta kjörtfmabili að vinna að lausn efnahagsmálanna með vfðtæku samstarfi innan þings og utan.“ Ekki er nema von að góðir og gegnir framsóknarmenn spyrji hvers vegna gera þurfi kreppu- ráðstafanir eftir þriggja ára stjórnarforystu Framsóknar. Svarið er að finna f ávarpi framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins, þar segir: „Þaó er frumskilyrði þess, að allt þetta megi takast, að öruggri skipan verði komið á efnahagsmál þjóðarinnar, það hefur núverandi rfkisstjórn ekki tekist...“ Ritstjórar Tfmans eru ekki öfundsverðir af þvf hlutverki að viðurkenna fyrir fólkinu, að rfkisstjórn Framsóknarflokks- ins hafi siglt þjóðarskútunni f strand og ekki tekizt að koma henni á flot á ný. Hitt er þó enn aumkunarverðara að horfa upp á ritstjórana knékrjúpa og biðja fólk um að greiða Fram- sóknarflokknum atkvæði. Úr Axarfirði í byrjun sumars Vorveðráttan Skinnastað, Axarfirði, — 8. júní ÞETTA vor er eitt hið veður- sælasta f manna minnum á Norðausturlandi. Sumir roskn- ir menn jafna við það vorinu 1929, aðrir vorinu 1939, en ber ekki saman um hvert sé best. Tíðarf ar í mars var hlýtt og gott og urðu flestir vegir í héraðinu færir fólksbifreiðum. Kallast það mjög gott hér. Meðalhiti mánaðarins var um 3,6°C yfir meðallagi, að því er Sigurður Jónsson bóndi í Garði I Keldu- hverfi upplýsir; en hann gætir veðurathugunarstöðvar. — Veðurfar i apríl var síst lakara og gerði aðeins óverulegt páskahret. Vorfuglar voru óvenjulega snemma á ferðinni hér norður frá. Skógarþrestir voru hér margir við bæi fyrir miðjan mars, grágæsir í byrjun aprfl og heiðlóur voru t.d. komnar á Skinnastaðatún h. 15. apríl. Birkikjarrið í Axarfirði laufgaðist kringum 25. apríl og brumhnappar bláberjalyngsins voru að springa út kringum 1. maí, frídag verkamanna. Er þetta 3—4 vikum fyrr en í venjulegu ári. Þessi veðrátta haggaðist lítið í maí. Hiti komst nokkrum sinn- um upp í 15—17°C á sólríkum dögum með suðrænum hnjúka- þey. Þó gerði nokkra svala daga snemma í mánuðinum og var allhart frost um nætur. Nætur- frostin skemmdu nýgræðinginn og kól t.d. bláberjalyngið, svo að út um brekkur og hóla getur að líta rauðar lyngbreiðurnar lfkt og á haustdegi. Eins fór um kartöflugras, sem nýkomið var upp í görðum. — Þurrkar voru hér einstakir f vor, — kom varla dropi úr lofti í hálfan mánuð. Atvinna Grásleppuveiðar hófust að ráði hér á norðausturhjaranum f aprílbyrjun og almennt lauk þeim um miðjan maí. Nokkrir bátar frá Kópaskeri stunduðu þessar veiðar og einnig úr Leir- hafnarhverfinu. En margir höfðu útgerðarmennirnir þetta sem hjáverkastarf. Varð útkom- an yfirleitt góð um það er lauk og hafa margir haft góðan skilding upp. Einhverjir bátar frá Kópaskeri eru nú farnir að stunda þorskveiðar á flóanum. — Smáútgerð hefur heldur far- iö vaxandi á Kópaskeri sfðustu ár. Á Raufarhöfn munu grá- sleppuveiðarnar í vor yfirleitt hafa gengið vel og stunda menn þar nú þorskveiðar af kappi. Er þar ágæt atvinna fyrir þorps- búa. Sauðburði er nú yfirleitt að ljúka hér f sveitum og hefur gengið áfallalítið. Fé var sett á tún og jafnvel úthaga æðilöngu fyrir sauðburð, en tekið inn þegar nálgaðist burð. Hér láta flestir bera í húsum. Er þetta mikill annatími í sveitinni og oft vakað um nætur. Jafnóðum og ærnar bera eru þær settar út á tún með lömbunum, á grænan gróður. Þetta ágæta tíðarfar léttir þvf störfin um sauðburð- inn. Tvílembt er upp í 85% hjá sumum bændum, mjög sjáldan undir 50%, og lambahöld yfir- leitt mjög góð. Þrílembdar ær eru allmargar og fjórlembdar fyrirfinnast. Aienn tfðindi Kaupfélag Norður-Þingey- inga átti 80 ára afmæli í vor. Af því tilefni lauk aðalfundi félagsins með góðu hófi, sem félagið bauð til. Fór þar allt hið besta fram, en upp úr þessum Framhald á bls. 39 Tveir heiðraðir HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins á Akranesi fóru fram með hefðbundnu sniði. Þátttaka var minni en oft áður og átti slæmt veður sök á því. Tveir aldraðir sjómenn hlutu heiðursmerki sjómannadagsins úr gulli, þeir Árni Ingvarsson og Hjörtur Björnsson. Þá hlaut Viðar Karlsson skipstjóri á v.s. Óskari Magnús- syni silfurbikar, sem veittur er þeim skipstjóra sem kemur með mesta aflaverðmæti á land á Akranesi ár hvert. Þeir Árni t.v. og Hjörtur með heiðursmerki sjómanna- dagsins. ORÐ I EYRA Listannir Er þá ekki listahátfð skollin á og jarðskjálftarnir í Hvítársíð- unni enn í algleymíngi. Auð- vitað var bráðsnjallt að efna til listahátíðar, þegar listamenn, sem kenna sig við svotil allt stafrófið nema setuna, bíða þess albúnir að takast á við verðbólgudrauga og dýrtíðar- skottur, að ógleymdum alvöru- málum þjóðarinnar, svosem efnahagsmálum og byggíngu sögualdarbæjar. Jakob brá sér í Háskólabíó á dögonum og hlýddi á forsetann og borgarstjórann og einsaung- varakórinn, en sfðan hefur hann helzt þurft að vera íþaðminnsta á þrem stöðum í einu, og mun sömu sögu að seigja af fleiri menníngarvitum þessa dagana. Að vísu áttum við sumir soltið erfitt með að skilja þá svensku f leikriti Malakoffs, eða hvað hann nú heitir, um þennan vanalega frænda, en leikhússtjórinn seigir, að þeim hafi bara tekizt vel upp, og þá hefur þeim tekizt vel upp. Svenskir eru líka kúltúrgaurar miklir, aungvu síður en spán- verjar og gvuðbergur eyming- inn og allt það fólk. Á Kjarvalsstöðum var míkið um að vera á sunnudaginn. Að húsabaki varð Símon Vandala- skáld á vegi vorum. Þú ert ekki með í Maraþon- blæstrinum, sagði ég. Nei, svaraði skáldið. Súmerar synjuðu um myndverkið, sem ég ætlaði að nota. Jæjá, sagði ég greindarlega og skáskaut fésinu uppí opið geðið á listamanninum. — Maður er sko ekkert að fleipra útúr sér hugverkonum svona úti bláinn, mælti skáldtð stamandi og dró spaklega seim- inn. — Auðvitað ekki. — Það ber að flytja ljóð við sérstakar aðstæður, sagði skáldið og setti sig í móderne stellíngar. Sumir brúka segul- bönd, sumir bara raddbönd og aðrir axlabönd. Einstaka nota skuggamyndir, aðrir fyrir- myndir. Einn notar mússík, annar pólitík og sá þriðji hund- tík. — Mín upphefð kemur frá Súmerum. Ég ætlaði að flytja mitt listarverk innanúr hreyfanlegu gaungumynd- verki. En semsagt. Súmerar sögðu neitakk og.. .. í þessum svifum sá ég for- manni listmennabandalagsins skjóta upp í forgrunni. Ég þángað í hvelli, einsog Tvíbjörn forðum, meðan Vandálaskáldið hikstaði áfram við bakdyrnar.. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.