Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1974 a ......—... ..... —.. ... - .. Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Svo virðist sem þjóðin standi á barmi hruns í fjármálum og pen- ingamálum við lok þriggja ára valdaferils vinstri stjórnar. Sl. laugardag upplýsti Mbl., að yfirdrátt- arskuldir viðskiptabanka næmu nú um 4000 millj. kr. hjá Seðlabanka og er- lendum bönkum og raunar mun þessi upphæð komin nokkuð á fimmta þúsund milljónir. Af þessum yfir- dráttarskuldum hjá Seðla- banka verða viðskipta- bankarnir að greiða 18% refsivexti eða talsvert meira en venjulega útláns- vexti og má því Ijóst vera, að ótilneyddir reka þeir ekki fjármálapólitík af þessu tagi. Staða viðskipta- bankanna gagnvart Seðla- banka hefur aldrei verið jafn alvarleg og nú og í raun þýðir hún, að öll útlán viðskiptabankanna um þessar mundir fara fram með þeim hætti, að bank- arnir gefa út ávisanir á innstæðulausa reikninga hjá Seðlabanka og tapa peningum á hverju láni sem þeir veita vegna þess, að þeir verða að borga hærri vexti af þeim pen- ingum, sem þeir lána, heldur en þeir fá greidda hjá sínum lántakanda. Eðlilega vaknar sú spurning í hugum fólks, hvað valdi hinni alvarlegu HRUN stöðu viðskiptabanka gagn- vart Seðlabanka. Til þess liggja ýmsar ástæður, að viðskiptabankarnir eru svo skuldugir gagnvart Seðla- bankanum. í fyrsta lagi er ljóst, að talsverðar birgðir útflutningsafurða eru nú til í landinu og hafa bank- arnir því ekki fengið endurgreidd afurðalán út á þessar birgðir. í öðru lagi er það staðreynd, að sparifjáraukningin, sem stendur að langmestu leyti undir útlánum viðskipta- bankanna, hefur dregizt mjög saman síðustu mán- uði og alveg sérstaklega síðustu vikurnar. I þriðja lagi liggur í augum uppi, að hin gífurlega verðbólgu- þróun veldur því, að at- vinnuvegirnir þurfa á sí- fellt auknu rekstrarfé að halda til þess að lenda ekki í greiðsluþrotum í verð- bólgunni og að viðskipta- bankarnir hafa einfaldlega ekki haft yfir að ráða fjár- magni til þess að mæta þessum sífellt auknu kröf- um um rekstrarfé. Það er því fyrst og fremst hið al- menna öngþveitisástand í efnahagsmálum, sem veld- ur hinni alvarlegu stöðu viðskiptabankanna. Auðvitað hefðu banka- stjórar viðskiptabankanna fyrir löngu átt að stöðva öll útlán til viðskiptaaðila, ef þeir hefðu haft í huga hag þeirra lánastofnana, sem þeir veita forstöðu, en stöðvun útlána viðskipta- bankanna hefði mjög fljót- lega leitt til algjörrar stöðvunar helztu atvinnu- greina landsmanna og þá fyrst og fremst útgerðar- og fiskvinnslu. Frammi fyrir þessum valkostum hafa bankastjórar við- skiptabankanna tekið þann kostinn að stefna bönkun- um í gífurlega yfirdráttar- skuld gagnvart Seðlabanka til þess að halda atvinnu- vegunum gangandi um sinn, en ljóst er, að þannig er ekki hægt að halda áfram endalaust og að því hlýtur að koma, að við- skiptabankarnir geta ekki lengur yfirdregið reikn- inga sína hjá Seðlabanka. Til viðbótar hinni alvar- legu stöðu í peningamálum landsins er ljóst, að helztu fjárfestinga- og fram- kvæmdasjóðir landsmanna eru galtómir og vantar geysilega fjármuni til þess að standa undir fyrirhug- uðum lánveitingum og framkvæmdum á þessu ári. Þannig sýnist augljóst, að byggingarsjóð ríkisins, stofnlánadeild landbún- aðar, fiskveiðasjóð, vega- sjóð og framkvæmdasjóð vanti samtals um 6000 millj. kr. til þess að þessir sjóðir geti sinnt þeim verk- efnum, sem þeim er ætlað lögum samkvæmt og engar horfur eru á því, að núver- andi ríkisstjórn hafi fundið eða finni ráð til þess að leysa þetta mikla peninga- vandamál sjóðanna. Loks sýnist augljóst, að mikill greiðsluhalli verði á ríkissjóði í ár að óbreyttum aðstæðum. Þegar ríkis- stjórnin lagði fram frum- varp sitt um viðnám gegn verðbólgu í byrjun mai gerði hún ráð fyrir því, að greiðsluhalli ríkissjóðs I ár yrði um 2000 millj. Síðan hefur hún stóraukið niður- greiðslur, sem kosta um 1300 millj. til ársloka, þannig að svo virðist, sem stefnt sé í 3300 millj. kr. greiðsluhalla hjá ríkissjóði I ár. Til viðbótar þessum hrikalegu tölum blasir við sú staðreynd að gjaldeyris- varasjóðurinn er að tæm- ast og um síðustu mánaða- mót nam hann tæplega fjögurra vikna innflutn- ingi, en þegar vinstri stjórnin tók við völdum I júlí 1971 tók hún við gjald- eyrisvarasjóði, sem gat staðið undir 14 vikna inn- flutningi. Um síðustu mán- aðamót voru innan við 2900 millj. I gjaldeyrisvara sjóðnum, en jafnframt skuldum við Rússum um þessar mundir milli 1500 og 2000 millj. kr. Þegar á allt þetta er litið, er ekki of sagt, að I fjármálum og peningamálum okkar Is- lendinga blasir við stórfellt hrun og það verður ekki öfundsvert verkefni þeirra, sem við taka að kosningum loknum að tak- ast á við þessi vandamál og finna á þeim viðunandi lausn. í FJÁRMÁLUM Baldur Guðlaugsson lögfrœðingur: VANHUGSUÐ áform vinstri stjórnarinnar um að gera landið varnar- laust hafa beint athygli manna, innlendra sem er- lendra, að hinu mikil- væga hlutverki varnar- stöðvarinnar I Keflavík. Frá sjónarhóli okkar ís- lendinga skiptir auðvitað meginmáli, að hér sé sá viðbúnaður, sem nægi til að verja landið erlendum þrýstingi, pólitískum eða hernaðarlegum, eða beinni erlendri íhlutun. Varnarliðið er þjálfað til fyrstu varna auk þess sem undir vopnum eru í Bandaríkjunum tugir þúsunda hermanna, sem sérstaklega hafa verið þjálfaðir til varna á ís- landi og fluttir yrðu hing- að I skyndingu ef nauð- syn krefði. En það er fyrst og fremst vera bandarísku hermann- anna sjálfra á íslenzkri grund, sem skapar þá öftrun (deterrence), sem öryggi landsins er nauð- synlegt, því árás á Island jafngilti þá árás á Banda- ríkin. Auk þess að verja landið í þessum þrengra skilningi, stuðlar starf- semi sú, sem haldið er uppi frá varnarstöðinni I Keflavík einnig að ákveð- inni festu í næsta nágrenni íslands og eyk- ur þar með enn frekar öryggi lands og þjóðar. Eftirlit það, sem rekið er frá Keflavíkurflugvelli með rússneskum kafbáta- og flugferðum í Norður- höfum, er talið ómetan- legt heildarvörnum Atlantshafsbandalagsins og yrði ekki komið við með jafn tryggum hætti á annan hátt. ★ Meirihluta íslendinga eru framangreindar stað- reyndir ljósar og hafa tjáö þau viðhorf sín með eftirminnilegum hætti I undirskriftasöfnuninni „Varið Land“. Það væri hins vegar ekki úr vegi að benda þeim her- stöðvarandstæðingum, sem hæst gala um friðar- ást sína og framlag Is- lands til heimsfriðarins (með brottrekstri varnarliðsins og úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu!), á aðra hlið her- stöðvarmálsins, sem minni gaumur hefur ver- ið gefinn, en ætti með réttu að gera þá að áköf- ustu stuðningsmönnum áframhaldandi eftirlits- og varnarstarfsemi frá Keflavíkurflugvelli. Hér er um að ræða óbeint framlag Islendinga til samningagerðar stór- veldanna um takmarkan- ir á kjarnorkuvígbúnaði sínum. Skoðum þetta nánar. Vorið 1972 gerðu Rúss- ar og Bandaríkjamenn með sér tvo samninga, sem lutu að takmörkun á framleiðslu kjarnorku- eldfluga. Annar samning- urinn fjallaði um eld- flaugavarnarkerfi og tak- markaði leyfilegan fjölda slíkra kerfa. Hinn samn- ingurinn fjallaði um há- marksfjölda árásareld- fluga og var sá til 5 ára. Vonazt er til, að frekari samningar geti tekizt með ríkjunum tveimur um takmörkun árásareld- flauga, þótt nú sé ekki búizt við, að heildarsamn- ingar takist á fyrirhuguð- um fundum þeirra Nix- ons Bandaríkjaforseta og Bresnjefs aðalritara seinna I þessum mánuði. Samningarnir frá 1972 kváðu á um leyfilegan hámarksfjölda kjarn- orkuknúinna árásareld- flauga og unnu Banda- ríkjamenn það til samn- ingsgerðarinnar að heim- ila Rússum nokkra yfir- burði hvað fjölda flaug- anna snerti. En það, sem athyglisverðast má telj- ast I sambandi við þessa samninga og yfirstand- andi samningaviðræður risaveldanna um sama efni, er, að ólíkt Banda- rfkjamönnum hafa Sovétmenn aldrei veitt neinar upplýsingar um eldflaugastyrk sinn eða annan vigbúnað. Banda- ríkjamenn hafa orðið að byggja á upplýsingum, sem þeir hafa getað aflað sér með notkun gervi- hnatta og annarrar eftir- litstækni, svo sem eftir- litsfluginu frá Kefla- víkurflugvelli. Rússar hafa hvorki gert að játa eða neita þeim tölum, sem Bandaríkjamenn hafa lagt fram um eld- flaugastyrk Sovétmanna og getur því nærri hvort of ríflega hefur verið áætlað. Til viðbótar þess- um þvergirðingshætti hafa Sovétmenn ávallt hafnað öllu eftirliti ann- arra þjóða með því, að þeir framfylgdu ákvæð- um samninga um sam- drátt eða takmörkun víg- búnaður. ★ Það má augljóst vera, hversu örðugt og áhættu- samt það er fyrir Banda- ríkjamenn að ganga til samningsgerðar við Sovétmenn um takmörk- un vígbúnaðar, þegar svona er í pottinn búið. Því aðeins er þess að vænta, að þeir álíti slíkt samrýmast öryggishags- munum sínum, að þeir telji sig ráða yfir áreiðan- legri tækni til eftirlits með vígbúnaði og umsvif- um Sovétmanna. Og ætti þá að verða enn ljósar, hvílíkt gildi eftirlitið frá Keflavíkurflugvelli með kjarnorkukafbátum Rússa hefur, ekki ein- ungis fyrir varnir íslands og NorðurAtlantshafs- ríkjanna, heldur og fyrir áframhaldandi viðleitni Bandaríkjamanna til að ná samkomulagi um tak- mörkun gjöreyðingar- vopna og draga þannig úr ófriðarhættu í heimin- um. Þessa væri herstöðv- arandstæðingum hollt að minnast í hinum háværu tilraunum sínum til að frelsa heiminn. Ábending til herstöðvarandstæðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.