Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1974 FH sigraði Selfoss 2:0 FH-INGAR báru sigurorð af Sel- fyssingum (leik liðanna f 2. deild sfðastiiðinn föstudag; fór leikur- inn fram fyrir austan og úrslitin urðu 2:0. Sú markatala gefur þó ef til vill ekki sem gleggsta mynd af leiknum, mörk FH-inga hefðu getað orðið gott fleiri og vissulega áttu Selfyssingar að skora í leikn- um. FH-ingar réðu lögum og lofum á vellinum til að byrja með og sóttu mjög stíft allan fyrri hálfleikinn. A lokamínútunum tókst Leifi Helgasyni að skora fyrir FH með góðu skoti frá vitateig. í síðari hálfleiknum börðust Selfyssingar eins og ljón og voru sterkari aðilinn framan af hálf- Ieiknum. Þeir komust tvívegis í mjög góð marktækifæri, í bæði skiptin eftir aukaspyrnu, en ekki tókst þeim að skora. Er leið á hálfleikinn tóku FH-ingar smátt og smátt við sér og að því kom að þeir bættu öðru marki við. Leifur sendi knöttinn með skalla til Helga Ragnarssonar, sem kom honum í mark Selfyssinga með föstum skalla. Jón Sveinsson markvörður Sel- fyssinga var bezti maður liðs síns og bjargaði oft mjög vel í leikn- um. Sumarliði var frískur í fram- línunni að vanda og ógnaði með hraða sínum. I heild stóðu Fyrstu sótt til Ármenningar hlutu á laugar- daginn sfn fyrstu stig f 2. deildar keppninni f knattspyrnu f ár, er þeir fóru til tsafjarðar og sigruðu þar heimamenn með einu marki gegn engu. Þar með skiptu þessi lið einnig um stöðu á botninum f 2. deildinni, en til þessa hafa ísfirðingar aðeins hlotið eitt stig, gerðu jafntefli við Þrótt. Leikurinn á Iaugardaginn fyrir vestan var nokkuð jafn. Bæði liðin skópu sér allgóð marktæki- færi, sem ekki tókst að nýta. Sóttu Ármenningar heldur meira ef eitthvað var. Selfyssingarnir sig nokkuð vel i leiknum, en eru þó of mistækir. Gunnar Bjarnason stóð sig mjög vel í þessum leik og vann vel á miðjunni, var hann beztur í liði FH ásamt Leifi Helgasyni. Islands- mótið 2. deild Eina mark leiksins var skorað þegar um stundarfjórðungur var af leiktímanum. Það var Bragi Jónsson, sem markið gerði. Seinna í leiknum skoraði svo Sigurður Leifsson annað mark fyrir Ármann, en það var dæmt af vegna rangstöðu. — Við eigum nú við þjálfara- leysi að stríða, sagði Gestur Hall- dórsson, formaður knattspyrnu- ráðs ísafjarðar, i samtali við Morgunblaðið, eftir leikinn á laugardaginn. — Það var ráðinn þjálfari hingað vestur í vor, en Ur leik Þróttar og Völsunga á knöttinn. ÞRÓTTUR Þróttur náði báðum stigunum f viðureign sinni við Völsunga frá Húsavfk f 2. deildar keppninni f knattspyrnu á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Þróttar við Sæviðarsund og lyktaði honum með 2:1 sigri Þróttar. Fátt var um ffna drætti f hann hætti fljótlega störfum, og síðan hefur okkur ekki tekizt að fá þjálfara, þrátt fyrir miklar og ítrekaðar tilraunir. Þetta verður því ugglaust erfitt sumar hjá okkur, en við vonumst samt eftir því að geta haldið okkur uppi í deildinni. ísfirðingar eiga nú mjög góðan þriðja flokk í knattspyrnunni. Hann keppti við ÍR-inga, sem fóru í heimsókn vestur um helgina. Sigruðu ísafjarðarstrákarnir fyrst 12-0 og síðan 9-2. ----STJL. leiknum, en Þróttarar voru fvið sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn. Fyrsta mark leiksins kom upp úr miðjum fyrri hálfleik, er Jóhann Hreiðarsson lék upp völlinn og komst inn i vítateig Völsunga. Virtist hann þá á báð- um áttum hvort hann ætti að senda knöttinn eða skjóta á mark- ió, og valdi hann síðari kostinn og skot hans hafnaði í markhorninu uppi. Lagleg spyrna hjá Jóhanni, en að sama skapi sofandaháttur hjá Völsungavörninni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var þóf- kenndari en sá fyrri, og gekk knötturinn langtímunum saman á milli mótherja úti á vellinum, og aðeins sárasjaldan tókst að skapa færi við mörkin. Völsungar jöfn- uðu snemma í hálfleiknum og var Júlíus Bessason þar að verki, en ekki leið á löngu unz Þróttarar náðu aftur forystunni með marki Þorgeirs Þorgeirssonar. Beztu menn Þróttar í þessum leik voru þeir Aðalsteinn örnólfs- son, sem er mjög skemmtilegur og laginn framlínumaður, og Halldór Bragason, en hann meiddist í seinni hálfleiknum og varð að fara útaf. Hjá Völsungunum átti Magnús Torfason þokkalegan leik, en í heild virðist Völsunga- liðið nokkuð jafnt og greinilega sterkara en það var í fyrra. - stjl. ÍR-ingar keppa Frjálsfþróttafólk úr ÍR, sem dvelst um þessar mundir erlendis, hefur tekið þátt f nokkrum mótum að undanförnu og náð f þeim góðum árangri. Friðrik Þór Óskarsson keppti f langstökki á móti, sem fram fór í Bergen 2. júnf. Hann náði þar aðeins tveimur gildum stökkum, og var það lengra 6,68 metrar. 8. júnf s.l. tóku nokkrir ÍR- ingar þátt í móti f Norrköping f Svíþjóð. Jón Sævar Þórðarsson sigraði f hástökki, stökk 1,90 metra, sem er hans bezti árangur. Óskar Jakobsson sigraði f kringlukasti, kastaði 46,08 metra og er það hans bezti árangur f þeirri grein og Gunnar Páll Jóakimsson sigraði í 800 metra hlaupi á 2:01,9 mfn. Lilja Guðmundsdóttir keppti f 800 metra hlaupi, sem hún hljóp á 2:22,0 mfn., og f 400 metra hlaupi, sem hún hljóp á 61,7 sek. stig Armanns Isafjarðar Menn misjafnlega ánægðir — Ég var á engan hátt undrandi yfir hinni ágætu byrjun PóIIands og sigri liðsins yfir Argentínu, sagði fyrr- verandi formaður FIFA, sir Stanley Rous, sem var meðal áhorfenda í Stuttgart. — Pól- verjar eiga á að skipa framúr- skarandi liði, sem vafalaust nær langt f keppninni. Kazimierz Groski, þjálfari Póllands, var að vonum ánægður að unnum sigri og hrósaði leikmönnum sfnum, sem hann sagði að hefðu farið algjörlega eftir því, sem ákveðið var fyrirfram. — Ég var hálfhræddur fyrir leikinn, sagði hann, — og óttaðist, að hann yrði ekki okkur hag- stæður, en sem betur fór reyndist sá ótti ekki á rökum reistur. Það var mjög mikil- vægt fyrir okkur að skora þessi tvö mörk svona snemma í leikn- um. Það róaði leikmenn liðsins verulega. Þjálfari Árgentfnumanna, Vladisao Cap, sagði, að mörkin tvö á upphafsmfnútunum hefðu komið sem kaldar gusur á sig og leikmenn sfna, og orðið þess valdandi, að þeir náðu sér ekki á strik fyrr en f seinni hálfleik. Hann sagðist vona, að Argentfnumenn kæmust í átta liða úrslitin, þrátt fyrir ósigur þennan. — Mér dettur ekki í hug að bera á móti því, að það var óvænt áfall fyrir okkur, að Haiti tók forystuna i leiknum, strax í byrjun seinni hálfleiks, sagði Feruccio Valcareggi, þjálfari ítalska liðsins að leikn- um í Múnchen loknum. — En sem betur fer náðum við að svara þessu marki með tveimur þegar á næstu mínútum, og þar með vorum við loks öruggir með sigur í leiknum. Það var ekki hægt að segja, að heppnin væri með okkur. Við áttum ara- grúa af tækifærum, sem ekki nýttust. Antoine Tassy, þjálfari Haiti, sagðist hafa vonað, að lið hans næði sigri, eftir að það skoraði markið, en reynsluleysi í stór- leikjum hefði orðið þess valdandi, að liðið sigraði ekki, né náði jafntefli. En það góða við þennan leik var það, sagði Tassy, — að okkur tókst að sannfæra alla um, að Haiti- menn geta leikið knattspyrnu, og eftir atvikum getum við verið stoltir yfir úrslitunum. Framkvæmdastjóri hollenzka liðsins var að því spurður eftir leikinn í Hannover, hvort hann væri ekki óánægður með að stærri sigur en 2-0 vannst ekki. — Ég er það, var svarið, — við hefðum verðskuldað stærri sigur, en það er erfitt að skora mörg mörk á lið, sem leikur eins og Uruguay, þar sem það skiptir ekki máli hvernig leik- maðurinn er stöðvaður. Ég tel, að S-Ameríkuknattspyrnan sé á villigötum. Það er alltof mikil harka í henni. Sem betur fer hafði dómarinn gott vald á leiknum, og lét Uruguay-menn ekki komast upp með alltof mikið. Þjálfari Hollendinganna, Jan Notemanns, tók í sama streng. — Lið eins og Uruguay hafa ekkert í heimsmeistara- keppnina að gera, sagði hann. Og Williem Neuleman, for- maður hollenzka knattspyrnu- sambandsins sagði: — Við tókum bæði stigin. Það var það, sem að var keppt. Roberto Porto þjálfari Uruguay var óánægður að leikslokum með sína menn. Hann sagði, að þeir hefðu aldrei náð að sýna hvað í þeim býr og hefðu verið með af- brigðum taugaóstyrkir allt frá því að leikurinn var flautaður á, og eftir fyrra mark Hollend- inganna hefði spenna Ieik- mannanna magnazt um allan helming. — En þið megið hafa mig fyrir • þvf, að það verða Hollendingar, sem taka við heimsbikarnum í ár, sagði hann við fréttamennina. — Ég er ánægðastur yfir því hversu þetta var drengilegur leikur, og enginn leikmanna IðlM 74 minna meiddist, sagði Christo Oladenov, þjálfari Búlgarfu eftir leikinn í Dússeldorf. — Það var líka mikilvægt fyrir okkur að fá þetta stig. Þegar hann var spurður um hvort ekki hefði átt að dæma vfta- spyrnu á Búlgarana svaraði hann. — Sem þjálfari búlgarska liðsins get ég ekki annað sagt en að það er dómarinn, sem ákveður slíkt, en ef þið spyrjið mig sem gamalreyndan blaðamann, verð ég að segja, að ég er mjög á báðum áttum. — Jafntefli var réttlát niður- staða, sagði Ericsson, þjálfari Svíanna, eftir leikinn, — við áttum fleiri tækifæri f seinni hálfleik, en þeir í fyrri. Með örlítilli heppni gátum við unnið þennan leik. En hvað um það. Við Náum öðru sæti f riðlinum og komust í átta liða úrslitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.