Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 3 „Við byggjum land” — þjóðhátíðarbók barnanna Fræðsluskrifstofa Reykjavfk- ur hefur gefið út Þjóðhátfðar- bók barnanna, sem ber heitið „Við byggjum land“. 1 þessari bók eru myndir, frásagnir og ljóð og lög eftir 88 höfunda, sem eru nemendur í barna- og gagnfræðaskólum Reykjavfk- ur. Bókin, sem er vönduð að frágangi og prentuð f litum, kostar 600 krónur og munu börn og unglingar úr Vinnu- skóla Reykjavfkur safna áskrift að henni næstu daga, en auk þess verður hún tii sölu f Fræðsluskrifstofu Reykja- vfkur. Á s.l. vetri var þjóðhátíðar- ársins minnzt í barna- og gagn- fræðaskólum Reykjavíkur og í námi og skólastarfi nemenda var lögð sérstök áherzla á viðfangsefni úr sögu lands og þjóðar. Jafnframt var 1100 ára afmælis Reykjavíkur minnzt sérstaklega með viðfangsefn- um, sem snerta daglegt lif reyk- vískra barna og sögu borgar- innar. Árangur þessarar vinnu gat svo að lfta á vorsýningum skólanna, þar sem flutt var margs konar efni úr bókmennt- um og sögu og sýnd vinna nem- enda, en sýningarnar vöktu athygli og voru mjög vel sóttar. Bókin er þvf örlítið sýnishorn af þvi ógrynni efnis, sem til hefur orðið í skólunum á liðn- um vetri, en gefur þó góða hug- mynd um þessa þætti skóla- starfsins á þjóðhátíðarárinu. I bókinni kennir margra grasa og eru þar teikningar af ýmsum þáttum í sögu borgarinnar, allt frá landnámi Ingólfs til byggingarframkvæmda í Breiðholti. Þá eru þar frásagnir af ýmsu tagi, nótur af lögum og ljóð eftir nemendur barna og gagnfræðaskólanna. Umsjónar- menn bókarinnar voru Sigur- þór Þorgilsson og Þórir Sigurðsson og ráðgefendur um efnisval þau Erlendur Jónsson, Guðjón B. Jónsson, Jenna Jóns- dóttir og Þórir Sigurðsson. Olíu-uppbótin föst í pappírshaugnum Stærri bæjarfélög hérlendis þurfa að minnsta kosti einn mann til þess að annast skriffinskuna, sem er þvf samfara að greiða hús- næðiseigendum „olfustyrkinn“, sem rfkið samþykkti til þeirra í vetur í kjölfar hinnar gffurlegu verðhækkunar á allskyns olfum. Enn eru menn þó ekki farnir að sjá eyri af þessum bótum, þótt hitunarkostnaður olfukynts hús- næðis sé orðinn langstærsti út- gjaldaliður þessara heimila. Til dæmis voru tfu þúsund króna olíureikningar alls ekki óalgengir fyrir aprflmánuð hér f nágranna- bæjum Reykjavfkur, og maf- mánuður kostaði sama fólkið nokkrar þúsundir til viðbótar. Pappírsvinnan vegna olíu- styrksins er jafn flókin og hún virðist kostnaðarsöm. „Þetta er ein versta sendingin, sem við höf- um fengið frá þeim,“ sagði starfs- maður Kópavogskaupstaðar blaðinu í gær, en það fellur í hlut bæjar- og sveitarfélaga að koma krónunum til skila. Þeim er fyrst ætlað að semja einskonar áætlun um bótaþörf borgaranna, þá eiga þau að heimta þá fúlgu úr hönd- um ríkisvaldsins og loks að skipta henni á milli bótaþega eftir hæp- inni og umdeildri höfðatölureglu. Þá loksins á hver maður að fá sinn skammt, en þó ekki fyrr enn hann hefur útfyllt og undirritað heilmikla skýrslu! Þeir í Kópavoginum bjuggust samt frekar við að geta opnað sína „skömmtunarskrifstofu" núna f mánuðinum. Þorvaldur Friðjón Sturla Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins hefjast um helgina 169 millj. kr. fyrir 14 km 1 GÆR voru opnuð tilboð I lagn- ingu 14 km kafla Suðurlands- vegar f Flóa. (Jtboðið er miðað við að, verkinu ljúki f lok september 1975. Tilboð f verkið bárust frá 4 aðilum, frá Aðalbraut hf. að upp- hæð 173.657.000,-, frá ístaki hf. os Sveinbirni Runólfssyni sf. að upp- hæð kr. 169.978.020, frá Miðfelli hf., Veli hf. og Vörðufelli hf. að upphæð kr. 189.005.000,- og frá Vtutækni hf. að upphæð kr. 175.404.500,-. Áætlun Vegagerðar ríkisins, gerð af Almennu verk- fræðistofnuninni hf., var kr. 156.906.000,-. Nor ðurs j áv arskýr slan A tfmabilinu frá 24. til 29. júnf sl. hafa eftirtalin sfldveiðiskip selt afla sinn (Danmörku: Magn Verðm. Verðm. lestir: (sl. kr.: pr. kg.: Heimir SU. 19.8 504.189,— 25.46 Faxaborg GK 40.0 500.442,— 12.51 Guðmundur RE. 41.9 793.103,— 18.93 Börkur NK. 66.4 396.899,— 5.98 Sæberg SU. 16.8 359.989 — 21.43 Víðir AK. 23.9 490.808 — 20.54 Víðir AK. 8.9 35.659 — 4.01 1) Skinney SF. 9.4 200.322.— 21,31 Helga II. RE. 6.4 194.633.— 30.41 2) Helga II. RE. 15.2 314.636,— 20.70 Asgeir RE. 7.5 149.767,— 19.97 Skógey SF. 4.9 102.563 — 20.93 Keflvíkingur KE. 11.7 261.340,— 22.34 Ásberg RE. 16.1 334.257,— 20.76 Ásberg RE. 10.2 49.322,— 4.84 1) Harpa RE. 16.2 382.815,— 23.63 Harpa RE. 6.3 32.318,— 5.13 1) Eldborg GK. 5.6 224.518,— 40.09 2) Eldborg GK. 51.3 876.443.— 17.08 Framhald á bls. 16 Verða þá í Sævangi, Búðardal og Hellissandi Um næstu helgi hefjast héraðs- mót Sjáifstæðisflokksins á þessu sumri og verða þá haldin þrjú mót sem hér segir: Sævangi, Strandasýslu, föstu- daginn 5. júlf kl. 21,00. Ávörp flytur Þorvaidur Kristjánsson, aiþm. Garðar Búðardal, Dalasýslu, laugardag- inn 6. júlf kl. 21,00. Avörp flytja: Friðjón Þórðarson, alþm. og Sturla Böðvarsson, tækni- fræðingur. Hellissandi, Snæf., sunnu- daginn 7. júlf kl. 21,00. Ávörp flytja: Friðjón Þórðarson, alþm., og Helgi Kristjánsson, verkstjóri. Skemmtiatriði á héraðsmótun- Jón G. Sólnes Ingi Tryggvason Nýir þingmenn ÞAU leiðu mistök urðu f Morgun- blaðinu f gær, þegar greint var frá þeim mönnum, er voru nú f fyrsta sinn kjörnir til setu á Alþingi, að niður féllu nöfn tveggja nýrra þingmanna f Norðurlandskjördæmi eystra. Þeir eru Jón G. Sólnes og Ingi Tryggvason. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Jón G. Sólnes skipaði efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og er nú annar þingmaður þess kjör- dæmis. Jón G. Sólnes er útibús- stjóri Landsbankans á Akureýri. Hann hefur um árabil setið í bæjarstjórn Akureyrar og var for- seti hennar á sfðasta kjörtímabili. Hann hefur setið á Alþingi áður sem varamaður. Ingi Tryggvason var i þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og er nú 6. þingmaður kjördæmisins. Ingi er bóndi á Kárhóli í Reykja- dal og hefur um nokkurt skeið verið blaðafulltrúi bændasamtak- anna. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi sem varamaður. um annast hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svölu Nielsen, Svan- hildi, Jörundi Guðmundssyni og Agústi Atlasyni. Hljómsveitina skipa Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atlason, Benedikt Pálsson og Carl MöIIer. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leik- ur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. D-lista- hátíð í Reykjavík Á föstudagskvöld verður efnt til skenimt- unar fyrir þá, sem störf- uðu fyrir D-listann í Reykjavík á kjördag. Skemmtunin verður á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 21.00. Miðar verða af- hentir á fimmtudag og föstudag frá kl. 9 til 17 á skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að Síðumúla 8 og f Galta- felli Laufásvegi 46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.