Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1974 óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Blaðburðarfólk Selás. Uppl. í síma 35408. Hvammstangi Umboðsmaður óskast strax. Upplýsingar hjá Karli Sigurgeirssyni í síma 1350 og hjá afgreiðslunni í síma 1 01 00. Hveragerði Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og inn- heimtu fyrir Morgunblaðið í Hveragerði. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 4225 eða afgreiðslunni í síma 101 00. Seljum í dag SAAB 99 EMS ÁRG. '72. SAAB 96 ÁRG. '73. SAAB 96 ÁRG. '72. SAAB 96 ÁRG. '71. SAAB 96 ÁRG. '70. SAAB 96 ÁRG. '69. SUNBEAM 1300 ÁRG. '74 E. 3500. SUNBEAM 1250 ÁRG. '72 17000. SAAB 96 ÁRG. '66. TOYOTA MARK 1 1 ÁRG. '72. EKINN 30 ÞÚS. SAAB 99ÁRG. '71, EKINN 53 ÞÚS KM. VOLKSWAGEN 1300 ÁRG. '70, EKINN 49 ÞÚS. KM. SAAB 96 ÁRG. '69. SAAB 96 ÁRG. '68. SAAB 96 ÁRG. '67. SAAB 96 ÁRG. 63. OPEL KADETT STATION ÁRG. '70. B3ÖRN S SONica Tryggvi Blöndal skip- stjóri — sextíu ára Einn þektasti skipstjóri Islendinga, Tryggvi Blöndal, er sextugur f dag. Tryggvi Gunnar Magnússon Blöndal fæddist í Stykkishólmi 3. júlf 1914, foreldrar hans voru Magnús Benedikt Blöndal bóndi í Holti á Ásum í Húnavatnssýslu, síóar verzlunarmaður, barna- kennari og sýsluskrifari í Stykkis- hólmi, oddviti, hreppstjóri o.fl., og sfðari kona hans Guðný Björns- dóttir frá Reynikeldu á Skarðs- strönd. Tryggvi missti föður sinn árið 1920 og móður sína rúmu ári síðar. Eftir lát föður síns er Tryggvi látinn til fósturs hjá hálf- bróður sínum Benedikt Blöndal að Eiðum og ólst hann síðan upp á Eiðum og Hallormstað. Hann líkur prófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum á árinu 1932. Árið 1930 byrjar Tryggvi Blöndal sjómannsferil sinn, sem bæði er langur og á margan hátt merkur. Hann verður háseti á m/b Val frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Árið 1931 er hann á mótorbátum frá Akureyri og Hrísey, og um mitt sumar það ár ræðst hann á e/s Inger Elísabet frá Bergen í Noregi og þar er hann fram í október bað ár. E/s Inger Elísabet sigldi þá milli Noregs og Svalbarða. Um naustið 1932 ræðst hann sem háseti á e/s Bro frá Haugasundi, er silgdi á Miðjarðarhafið, og þar var hann til vorsins 1934. Þá fór Tryggvi sem háseti á e/s Manchionel frá Bergen, sem skömmu síðar var selt til íslands og fékk nafnið KATLA. Um haustið 1934 ræðst hann sem háseti á e/s Súðina og með stuttum frávikum er hann háseti á skipum Skipaútgerðar ríkisins til ársins 1940 að hann verður stýrimaður hjá Skipaút- gerðinni, en farmannaprófi lauk hann frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1939, á tímamótum í sögu þess skóla, en þeir, sem luku farmannaprófi við Stýrimanna- skólann 1939, þeir voru fjórir, voru þeir fyrstu, sem luku slfku prófi eftir þriggja vetra nám f Stýrimannaskólanum, áður var slfku prófi lokið á tveimur vetrum. Tryggvi var svo stýri- maður hjá Skipaútgerðinni til ársins 1952, að hann verður skip- stjóri hjá sömu útgerð, sem hann hefur verið til þessa dags. Tryggvi fékk viðurkenningar- skjal og silfurflaggstöng frá norskum yfirvöldum fyrir að bjarga skipshöfninni af norska skipinu Sjerby í Skagerak í desember 1955, en þá var hann skipstjóri á m/t Þyrli. Hér að framan hef ég getið Nauðungaruppboð sem augiýst var i 35. 38. og 41. tbl. Lögbirtingablaðsins 1 973 á NB Hannesi Lóðs VE 7 þinglesinni eign Antons Hjörleifssonar, fer fram eftir kröfum hdl. Brynjólfs Kjartanssonar hrl. Kristins Sigurjónssonar, hrl. Vilhjálms Þórhallssonar, hrl. Jóns E. Ragnarssonar og hrl. Hauks Jónssonar, miðvikudaginn 10. júlí 1974 við skipið sjálft i Njarðvikur- höfnkl. 16.00. Sýslumaður Gullbringusýslu ALFREÐ GÍSLASON. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 75. 77. og 79. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1 973, að Lyngholti í Vogum, Vatnsleysustrandahreppi, þinglesinni eign ísleifs Sigurðssonar fer fram eftir kröfu skattheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. júli 1 974 kl. 1 4. SÝSLUMAÐUR GULLBRINGUSÝSLU ALFREÐ GÍSLASON. Nauðuiigaruppboð sem auglýst var í 75. 77. og 78. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1973 á Akurbraut 7 Vtri-Njarðvík, þinglesinni eign Ara Jóhannessonar, fer fram eftir kröfum hrl Skúla J. Pálmasonar og hrl. Guðjóns Steingríms- sonar, á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 10. júlí 1 974 kl. 1 5. SÝSLUMAÐUR GULLBRINGUSÝSLU ALFREÐ GÍSLASON. Sjálfstæðishús Sjálfboðaliðar , Mætum í kvöld Sjálfboðaliða vantar til ýmissa verkefna i nýja Sjálfstæðishúsinu kl. 5 og fram eftir kvöldi (miðvikudagskvöld) Vinsamlegast takið með ykkur hamra og kúbein. Sjálfstæðismenn athugið, að mjög áríðandi er að fjölmennt verði til sjálfboðavinnu. Sjálfstæðismenn: VIÐ BYGGJUM SJÁLFSTÆÐISHÚS. Byggingarnefndin. Bátur til sölu. 22ja tonna bátur til sölu. Báturinn er í sérstak- lega góðu ástandi, með nýrri vél og nýjum tækjum. Tilbúin til afhendingar strax. Hagstætt verð. Þorfinnur Egilsson, héraðsdómslögmaður, Austurstræti 14, S. 21920, 22628. náms- og sjómannsferils Tryggva Blöndals Þrátt fyrir störf á skipum, hefur hann mikið yndi af hverskonar náttúruskoðunum og notar margar frístundir til að skoða landið, einnig er hann ágætur listmálari og garðrækt er eitt af tómstundarstörfum hans og garðurinn við heimili hans að Kambsveg 1A ber vott smekkvfsi þeirra hjóna í þeim efnum. Tryggvi hefur um daganna verið hlédrægur maður, þó að starfa sinna vegna sem stýri- maður og skipstjóri á hinum ýmsu strandferðaskipum hafi hann ekki komizt hjá að verða einn af þekktustu mönnum þjóðarinnar. Hann hefur f störfum sínum verið farsæll maður. Margir hafa kynnzt honum og haft hann sem yfirmann. Hann er raungóður þeim. sem til hans Ieita, hann vill hvers manns vanda leysa, eftir því, sem geta leyfir. Sem dæmi um þetta vil ég minnast þess er ég gekk undir mikinn uppskurð á Landsspítalanum og þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var þar kominn Tryggvi Blöndal og fylgdist síðan stöðugt með líðan minni. Slíkt hefði hann áreiðan- lega einnig gert við aðra skips- félaga sína og vini, þegar þannig hefði staðið á. Slfk nærgætni veitir styrk á erfiðum stundum og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka honum fyrir. Tryggvi Blöndal kvæntist 1. júlí 1939 Margréti Ásthildi Sigurðar- dóttur skipstjóra f Reykjavík Þorsteinssonar og hafa þau eignast þrjú börn, en þau eru Benedikt útvarpsvirki, kvæntur Rögnu Hallvarðsdóttur, Sigurður Garðar bankafulltrúi, kvæntur Irmgard Oberreder frá Austur- rfki og Margréti Þóra bankaritari, sem er gift Sigurjóni Finnsyni bankafulltrúa. Barnabörnin eru fimm. Um líf og störf Tryggva Blöndal mætti skrifa langt mál um sjómanninn, málarann, garð- yrkjumanninn með öðru. En þessi orð mín hafa ekki verið hugsuð sem kveðjuorð til hans, heldur vinaminni á merkum tímamótum í lffi hans. Hér er ekki um nein reikningsskil að ræða, því að við erum þess fullviss, að hann muni eiga eftir langt og hamingjurfkt líf og þar sem starfssögu hans er hvergi nærri lokið, er rétt að hafa þessar línur ekki miklu lengri. Samstarf mitt og afmælis- barnsins spannar yfir langt tíma- bil, fyrst þegar hann var háseti á e/s Súðinni 1940, og síðan hálfan annan áratug á gömlu m/s Esju og þeirri, sem nú.ber hið sama nafn. Við þessi tímamót vil ég þakka skipstjóra mínum samstarfið og árna honum og fjölskyldu hans allra heilla og blessunar um öll ókomin ár. Ég veit að undir þessar kveðjur mínar og óskir er tekið af öllum félögum hans og vinum í nútfð og fortíð. Hugheilar afmælisóskir. Lifðu heill. Böðvar Steinþórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.