Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.1974, Blaðsíða 10
Höfundar: Öskar Ö. Halldórsson, Helga Kress, Stefán Baldursson, Njörður P. Njarðvfk, Sveinn Skorri Höskuldsson, Ólafur Jóns- son, Vésteinn Ólason. 182 bls, Helgafell 1973. Helga Kress skrifar um þróun sagnagerðar Halldórs Laxness og hugmynda hans um skáldsöguna. Hún stillir upp orðréttum tilvitn- unum í höfundinn, sundurgreinir þær og dregur þannig upp heil- lega mynd af viðhorfum hans á h\ ’rjum tíma og þróun þeirra. Grein Helgu er bæði skemmti- leg og fræðandi, samin af nær- færni, lipurð og innsæi. Stefán Baldursson segir frá um- deildum þætti skáldskapariðju Halldórs, nefnilega þeim fimm leikritum hans, sem upphaflega eru samin fyrir leiksvið. Stefán greinir samvizkusamlega frá inn- taki þeirra, viðbrögðum almenn- ings og gagnrýnenda. Ritgerðin er prýðileg blaðamennska, en óneit- anlega saknar maður leikrænnar sundurgreiningar á verkunum. Leikrit og skáldsögur lúta óskyldum lögmálum og afar sjald- gæft að rithöfundur skari fram úr á báðum þessum tjáningarsvið- um. Leikrit Halldórs skipa heldur ekki nándar nærri jafn veglegan sess og skáldsögur hans. Margir gagnrýnendur telja þau ekki full- nægja hinum sérstöku kröfum leiksviðsins. Hverjar eru nú þessar sérstöku kröfur og hvar bregzt Halldóri bogalistin? Stefán tæpir feimnis- lega á þessu máli. Það er kannski eins gott, þvf að óvíst er að öll kurl séu komin til grafar. Til eru erlendir bókmenntafræðingar, sem álíta leikritin luma á óvænt- um sviðsmætti, en svo óvenjuleg að gerð, að sviðsleg útfærsla þeirra krefjist mjög sérstæðrar leikaðferðar og túlkunar (leik- kenningar). Valinkunnur prófessor í Stokk- hólmi tekur í þennan streng og áréttar, að þau þarfnist öðru fremur leikstjóra, sem jafnist á við Halldór að snilld. Hann bendir á mörg dæmi um frábær leikrit, sem legið hafi í láginni framan af og þá fyrst öðlast verð- skuldaða viðurkenningu, þegar afburðaleikstjórar fóru um þau höndum. Sveinn Skorri Höskuldsson velur ekki viðfangsefni sitt af verri endanum: sambúð Halldórs Laxness við þjóð sína. Það er ráðgáta, hvernig annar eins snillingur og Halldór gat sprottið upp úr hinni bókmennta- legu örbirgð, sem ríkti hér á landi eftir aldamótin og rfkir reyndar enn. Yrkisefni hans var þjóðlíf bláfátækt að mikilmennum og stórfenglegri atburðarás, en auð- ugt að amstri, eymd og gæfuleysi. Halldór blés listrænni göfgi í amstrið, í skuggsjá hans tók eymdin og auðnuleysið sér gervi mikilfenglegra örlaga. Þetta var fyrir siðferðilegt skipbrot hins rússneska sósíalisma, og vitanlega hlaut þetta skáld að draga bylt- ingarfánann að húni. Hlutskipti Halldórs varð því að gerast merkisberi erlendrar hug- myndafræði, sem brýtur í bág við íslenzka menningu og manngildis- hugsjón. Sú varð líka raunin, að í odda skarst með skáldinu unga og þjóð hans. f þeirri brýnu birtist annarsvegar óvægin lyndiseink- unn lárviðarskáldsins og hinsveg- ar flotmagn íslenzkrar menn- ingar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það ótvíræður heil- brigðisvottur, að íslenzka þjóðin skyldi tileinka sér skáldskap Hall- dórs, þótt hún hafnaði hugmynda- fræði hans. Það eru sár vonbrigði, hve lítið Sveini Skorra verður úr verki sínu, hérumbil ekki neitt. í grein hans er hvergi bitastætt, engar ferskar upplýsingar, óvænt sjónarhom eða léttfættar hug- renningar. Sveinn þekur 32 blað- síður með málalengingum og al- þekktum staðreyndum. Tökum dæmi. Á bls. 15 stendur: „Einmitt þetta að láta sér ekkert málefni óviðkomandi og fjalla um þau af glettni, stundum nokkuð beiskri, er eitt megineinkenni á skáld- skap Halldórs sjálfs. Hefur þá íslenzka þjóðin orðið honum sá hljómgrunnur, að honum nýtt- ust kraftar sínir? Ekki leikur á tveimur tungum, að Halldóri hefur orð- ið mikið úr höfundarhæfileik- um sínum. Meira álitamál get- ur verið, hvern þátt íslenzka þjóðin eigi í því. Hún hefur þó a.m.k. hvorki hneppt skáld sitt í fangelsi né hrakið það í útlegð.“ Þessi tilvitnun er dæmigerð fyrir grein Sveins Skorra. Hún er öll útbfuð í svona lágkúru. Því miður verð ég að játa, að Sveinn hefur ekki alltaf taum- hald á hugsunum sfnum, þótt þær fari fetið eftir troðnum slóðum. Hann tönnlast lengi á, að ritverk Halldórs hafi einlægt verið dæmd samkvæmt hugmyndafræðilegu inntaki þeirra, fremur en list- rænum vinnubrögðum, en bregð- ur svo í næstu andrá upp tilvitn- unum í rfkuleg blaðaskrif um stfl, orðfæri og myndauðgi skáldsins. Vitanlega olli hinn framandlegi boðskapur Halldórs úlfúð og ill- deilum. Sveini vex þetta sjálf- sagða atriði svo f augum, að hann víkur að því margsinnis, án þess þó að skyggnast nokkurntíma inn í orsakasamhengið. Stundum er engu líkara en lopinn teygist af eigin mætti — hugsunin lendir úti á þekju og frásögnin látin lafa á geldingslegu málskrúði og til- gerð. Vésteinn Ólason byggir grein sfna á þjóðmála- og menningar- skrifum Halldórs Laxness frá fyrri árum. Vésteinn hirðir ekki um að rekja þróun þessara rit- gerða en lætur sér nægja fáein dæmi. Skarpvitur fræðimaður hefði eflaust getað á þennan hátt veitt vísbendingu um sköpunarmátt og afköst Halldórs á þessum vett- vangi. Vésteinn er hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefa slíka vísbendingu. Greinin er aðallega um þjóðmálaskoðanir Vésteins sjálfs. Hann setur þær fram eins og mæltar af munni skáldsins og dritar niður tilvitnunum eftir þörfum. Ágætt dæmi um vinnubrögð Vé- steins er á bls. 51. Eftir að hafa japlað fjálglega á skrifum Hall- dórs um samyrkjubúskap klykkir hann út með þessu: „Þróun landbúnaðarmála á landi hér sfðustu þrjátíu ár hefur í mikilvægum atriðum orðið öðruvísi en Halldór Lax- ness hugsaði sér, enda er mik- ið vafamál, hvort hugmyndir hans um framkvæmd hafa átt við íslenzkar aðstæður, en meginhugsun hans er f fullu gildi enn í dag.“ Hvað á þetta kjánalega skjall að þýða? Landbúnaðarskrif Halldórs eru þvæla frá upphafi til enda. Það er alkunna, að þjóðmála- skrif Halldórs fram að miðbiki aldarinnar hafa ekki staðizt dóm reynslunnar. Megnið af þeim er vitsmunalega séð aðeins kjarn- gott bull. Hugmyndaauðgi skálds- ins, innsæi og andleg skriðþyngd er þó með slfkum eindæmum, að þessi skrif eru gersemi í menn- ingarsjóði þjóðarinnar, þótt raun- hæft gildi þeirra sé hverfandi. Það er samt alveg fáránlegt að hampa þeim sem gullvægri raun- speki, og Halldóri sjálfum enginn greiði gerður með slíku smjaðri. Erindaflokkurinn var upphaf- lega fluttur í útvarpinu f tilefni af 70 ára afmæli Halldórs. Ríkisút- varpið hefði mátt færa honum geðslegri afmælisgjöf en ritsmíð Vésteins Ólasonar. Óskar 0. Halldórsson greinir frá ljóðagerð Halldórs Laxness. Þvf er stundum haldið fram, að bókmenntagagnrýni eigi að vera svo vel úr garði gerð, að hún geti sjálf talizt til bókmennta. Ritgerð Cskars er af þessari tegund. Þetta er langbezti skerfurinn f erinda- flokknum. Ég hefði fúslega keypt bókina einungis vegna þessarar greinar. „Skáld í samfélagi“ heitir rit- smfð Ólafs Jónssonar, og fjallar um hugmyndir Halldórs um skáldskap, skáld og hlutskipti þeirra. Ólafur styðst einkum við skoðanir Halldórs, eins og þær birtust f Heimsljósi, en dregur þó víðar að. Ólafur fer vel af stað, en kiknar von bráðar undir viðfangsefni sínu. Efnisþráðurinn trosnar sundur í samhengislausar hug- myndatætlur og öllu aggir saman: handahófskenndum tilvitnunum, órökstuddum fullyrðingum og duttlungum greinarhöfundar. Að lokum kafnar heildarhugsunin og lesandinn veður heilaglundrið upp í klof. Bágborin máltilfinning Ólafs bætir ekki úr skák. Stíllinn er allur laus í reipunum og smekk- laus. Ólafi rennur greinilega til rifja aumlegt hlutskipti skálda í vondri veröld, þvf frásögnin er víðast hvar óþægilega grátbólgin, en hleypur þess á milli í kökk. Til hvers eru nú menn að trana svona afurðum f f jölmiðla? Það er ekki amalegt að ösla upp úr . heilaglundrinu hans Ólafs Jónssonar og skunda inn í hina hressilegu ritgerð Njarðar P. Njarðvfks. „Samfúnía — fáein orð um þjóðfélagslega umfjöllun f skáldsögum Halldórs Laxness" kallar hann verkefni sitt í erinda- flokknum. Njörður sækir ekki á djúpmiðin heldur tifar sporléttur á yfirborð- inu. Hann setur ekki fram neinar athyglisverðar hugmyndir og raunar ekki neitt, sem ekki liggur í augum uppi. Þrátt fyrir ábúðar- mikla fyrirsögn er lítið á ritgerð- inni að græða. Hún á varla erindi til annarra en þeirra, sem ókunn- ir eru skáldskap Halldórs. Á hinn bóginn er hún fjörlega skrifuð og skemmtileg — eins og snýtt úr nös kampakáts menntaskólapilts. Einn greinarhöfunda, ég man ekki lengur hver, bendir á, að Halldór Laxness hafi haft gagn- ger áhrif á íslenzkar bókmenntir. Þetta er anzi vægt að orði kveðið um höfund næstum allra fram- bærilegra íslenzkra skáldverka á þessari öld. Rithöfundaferil hans má skoða sem einskonar bókmenntalegan einleik á píanó. Enginn annar ís- lendingur hefur tileinkað sér jafn djúpstæðan og víðtækan skilning á menningarstraumum veraldar- innar. Til þess að kryfja og skýra starf svona manns þarf nokkurn- veginn sambærilega menntun og vitsmuni. Eru slíkir fræðimenn til á Islandi í dag? Ég efast um það. Sfnu máli talar, að fram til þessa hafa einungis útlendir menn gert starfsferli hans sæmi- lega viðhlftandi skil. Hin nýútkomna bók Helgafells markar engin þáttaskil. Greinar Óskars, Helgu og jafnvel Stefáns eru hlutgeng framlög, en um meirihluta höfundanna verður ekki sagt, að þeir reiði í þverpok- um þann bókmenntaskilning og vitsmuni, sem verkefnið krefst. Þeir hafa að þessu sinni færzt fullmikið f fang og ættu fram- vegis að skrifa um einhverja minniháttar pótintáta, til dæmis hver um annan. Ériendar bækur Chant „Selected Poems ” eftir Osip Mandelstam eftir Einar 01. Sveinsson HJÁ Oxford University Press kom út fyrir nokkru „Selected Poems“ eftir Osip Mandelstam og brezku þýðinguna önnuðust þeir Clarence Brown, sem einn- ig ritar formála að bókinni, og W.S. Merwin. Osip Mandelstam fæddist f Rússlandi 1891 og var einn þeirra rithöfunda, sem vitnuðu um ógnarstjórnina, sem rfkti í Sovétrfkjunum á dögum Stalfns. Verk hans voru bönn- uð, höfundurinn rekinn f út- legð úr landi sfnu og loks var hann dæmdur f fimm ára nauð- ungarvinnu fyrir „andbylt- ingarstefnu". Hann lézt f þrælkunarbúðunum árið 1938. Ljóð hans voru Iftt áberandi f Sovétrfkjunum árum saman, en þau lifðu af f vörzlu ekkju hans, Nadezda Mandelstam, sem hefur ritað hina áhrifa- miklu bók „Hope against Hope“ og frá hefur verið sagt f Mbl. og sfðar „Hope Abandoned". I Ijóðum Mandelstams spegl- ast sú skelfing, sem borgarar Sovétrfkjanna bjuggu við á ár- unum upp úr 1930. En þrátt fyrir óttann náði skelfingin og hugleysið aldrei tökum á Mandelstam. Og enda þótt Ijóð hans færu ekki hátt á árunum eftir 1938 f Sovétrfkjunum lifðu mörg þeirra á vörum sovézkra borgara „sem töldu þau jafnnauðsynleg sálarheill sjnni og að draga andann“, eins og Clarence Brown hefur orðað það. 1 Ijóðunum birtist Iffsþrá Mandelstams, draumur hans um frjálst og fagurt mannlff, sem einhvern tfma kann að renna upp f landi hans. f Morgunblaðinu kom fyrir nokkru frétt um, að út væri komin á frönsku bók með verk- um eftir norska, fslenzka, danska og færeyska höfunda. Hafði Regis Boyer fyrrv. sendi- kennari við Háskólann hér séð um þýðingu á öllum fslenzku Ijóðunum og þáttunum. Mbl. hefur einnig borizt gagnrýni um þýðingar hans á frönsku á Ijóðum nróf. Einars Ól. Sveins- sonar „Chant“ og birtist sú grein f Weekend Berlingske og skrifar hana Einar Tassing. Er þar farið fögr- um orðum um Ijóð Einars Ólafs og þau sögð vera sterk, persónuleg og mannleg. „Tónninn verður fvið þung- lyndislegur f ljóðum, þar sem fjallað er um lffið sem baráttu við óþekkt öfl, eða sem vegferð, sem við ráðum ekki sjálf, en örlögin hafa ætlað okkur.“ Þá er þýðing Boyers lofuð mjög og segir Tassing það mikils virði, að svo fróður maður um fs- lenzkar bókmenntir fyrr og nú, hafi tekið að sér þýðingu ljóð- anna. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.