Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1974 OAGBÓK 1 dag er miðvikudagur 17. júlf, sem er 198. dagur ársins 1974. Ardegisflóð f Reykjavfk er kl. 04.13, sfðdegisflóð kl. 16.45. 1 Reykjavfk er sólarupprás kl. 03.45 og sólarlag kl. 23.20. Sólarupprás á Akureyri er kl. 03.01 og sólarlag kl. 23.32. (Ur almanaki fyrir tsland). Þvf að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér, því að hvort sem vér lifum, lifum vér Drottni, eða vér deyjum, deyjum vér Drottni; hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. ÁRNAD HEILLA 85 ára er í dag 17. júlí Þurfður Gfsladóttir, Mávahlíð 7. Hún verður í dag á heimili sonarsonar síns, Lundarbrekku 8, Kópavogi. 11. aprfl voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju af séra Jakob Jónssyni María Erla j Másdóttir og Ingólfur Sigurðsson. ■ (Ljósm.st. Sigurðar Guðmundss.) Nýlega voru gefin saman I hjónaband í Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Kristfn Eva Sigurðardóttir og Halldór Armannsson. Heimili þeirra er að Greniteig 4, Keflavík. (Studio Guðmundar). 5. júlí voru gefin saman af séra Guðmundi Þorsteinssyni í Ar- bæjarkirkju Guðbjörg Jósefs- dóttir og Páll Eyjólfsson. Heimili þeirra er að Stórholti 27. (Ljósm^t. Sigurðar Guðmundss.) 12. júlí opinberuðu trúlofun sfna Ingibjörg Júlfusdóttir, öldu- götu 6, Hafnarfirði og Bárður Guðmundsson, Blönduhlfð 25, Reykjavík. 26. apríl voru gefin saman I Neskirkju af séra Frank M. Hall dórssyni ungfrú Dýrleif Frf- mannsdóttir og Gfsli Eirfksson. Heimili þeirra er að Sogavegi 176. (Studio Guðmundar). SÖFIMIINI I I.andsbókasafnið er opið kl. 9—7 mánudaga — föstud. Laugard. 9—12. Borgarbókasafnið: Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9—22, laugard. kl. 9—18. Lokað er á sunnudögum yfir sumartfmann. Bústaðaútibú er opið mánud.— föstud. kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud.— föstud. kl. 16—19. Sólheimaútibú er opið mánud.—föstud. kl. 14—21. Lokað er á laugardögum yfir sumartfmann. Amerfska bókasafnið, Neshaga 16, er opið kl. 1—7 alla virka daga. Bókasafnið í Norræna húsinu er opið kl. 14—19. mánud. — föstud., en kl. 14.00—17.00 laugard. og sunnud. Arbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. Einungis Arbær, kirkjan og skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10 frá Hlemmi). \sgrfmssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema Iaug- ardaga kl. 13.30—16.00. Aðr gangur er ókeypis. Islen/ka dýrasafnið er opið kl. 13—18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 13.30—16. Listasafn Islands er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud. fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hveríis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30—16. Sædýrasafnið er opið aila daga kl. 10—17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30—16 alla daga. Kjarvalsstaðir Kjarvalssýningin er opin þriðjudaga (il föstudaga kl. 16—22, og laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. FRÉTTIR Ferð fyrir gamla fólkið. Farið verður með eldra fólk úr Langholtssókn í skemmtiferð 23. júlí nk. kl. 12.30 frá Safnaðar- heimilinu. Bifreiðar frá bifreiðastöðinni Bæjarleið- ir sjá um aksturinn. Látið vita um þátttöku sem fyrst í síma 33580. 32013 og 35944 eftir kl. 8 síðdegis. Skemmtinefndin. A æfingu Lýsiströtu f Bad Hersfeld. Brynja og Geirlaug standa fyrir miðju. Brynja og Geir- laug í Þýzkalandi Leiklistarhátfó f Bad Hersfeld í Þýzkalandi hófst 10. júlí með sýn- ingu á Wallenstein eftir Schiller að viðstöddum Walter Scheel, for- seta V-Þýzkalands. Lýsistrata, sem Brynja Bene- diktsdóttir leikstýrir, var frum- sýnd 12. júlí við mikinn fögnuð áhorfenda. Aðalleikarar eru meðal þekktustu leikara í Þýzka- landi: Klaus Havenstein og Nicole Heesters. Tónlist samdi Atli Vikuna 12.—18. júlí verður kvöld-, helgar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Garðsapóteki, en auk þess verður Lyfjabúð- in Iðunn opin utan venjulegs afgreiðslu- tíma til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Heimir Svetnsson sérstaklega fyrir þessa þýzku uppfflrslu. Að- stoðarleikstjóri er Geirlaug Þor- valdsdóttir. Búningar eru fengnir að láni hjá Þjóðleikhúsinu, gerðir af Sigurjóni Jóhannessyni. Prófessor Ulrich Erfurth, sem leikstýrði Maríu Stúart á Islandi, er yfirstjórnandi leiklistar- hátíðarinnar og setur upp Puntila og Matta eftir Bertold Brecht. Æfingar hófust fyrir rúmum mánuði og hafa gengið vel. Leikið er í útileikhúsi, gömlum kirkju- rústum. Gud þarfnast þinna handa! GÍRÓ 20.000 HJÁLPA RSTOFNUN \A KIRKJUNNAR [( Sumargleði - „Sumargleði, sumargleði, það er nafnið, sem á eftir að hijóma f eyrum landsmanna frá föstudeg- inum 19. júlf tii 8. september," sagði Ragnar Bjarnason söngvari og hljómsveitarstjóri, þegar við ræddum við hann nýiega til að forvitnast um áform hljómsveitar hans f sumar. „Við erum að leggja upp f hringferð um landið og ætlum að heimsækja a.m.k. 25 staði. Byrjað verður á Hótel Akra- nesi og endað f Fcsti, Grindavfk." - Sumargleði Sumargleðin byrjar með tveggja tíma stanzlausum skemmtiatriðum og síðan er dans- leikur á eftir. Á hverjum dansleik verður mínútu-bingó þar sem vinningurinn er hálfs mánaðar ferð til Maliorka með ferðaskrif- stofunni Sunnu. Auk hljóm- sveitarinnar verða með 1 förinni þeir Ömar Ragnarsson og Karl Einarsson ásamt harmónikusnill- ingnum Gretti Björnssyni. Kjör- orð þeirra félaga er Söngur, grín og gieði. ást er . . . ...að gefa þeim nýbakaðar kökur TM R«g. U.S. Pot. Off.—All righls reserved (ti 1974 by los Angeles Times 1 BRIPC3É" Eftirfarandi spil er frá leik milli írlands og Spánar I Ölympfumóti fyrir nokkrum árum. Norður. S. K-10 H. 10-4 T. 9-8-7-2 L. D-10-7-4-2 Vestur. S. 5-4-3-2 H. A-D-2 T. 6-5 L. A-G -6-3 Austur. S. Á-G-7-6 H. K-8-3 T. K-D-G L. K-9-8 Suður. S. D-9-8 H. G-9-7-6-5 T. A-10-4-3 L. 5 Lokasögnin var sú sama við bæði borð, þ.e. 4 spaðar og við bæði borð var vestur sagnhafi. Útspil var einnig það sama við bæði borð þ.e. hjarta 10. Hvorug- um sagnhafanna tókst að vinna spilið, en vinningsleiðin er þessi: Drepið er heima, tígull látinn út, suður drepur væntanlega strax, ef ekki, þá er haldið áfram með tfgul. Suður lætur væntan- lega út hjarta, sagnhafi drepur heima, iætur út spaða, tekur á ásinn, tekur tíglana, sem eftir eru, og lætur út tromp. Norður fær slaginn á kónginn og verður annaðhvort að láta út lauf eða tígul og sama er hvorum litnum hann spilar, sagnhafi vinnur allt- af spilið, þvf hann gefur aðeins einn slag til viðbótar, þ.e. á spaða drottningu. Ef við hugsum okkur, að suður láti út laufa 5 f stað hjarta, þegar hann kemst inn á tígul ás, þá drepur hann í borði með kóngi og síðar kemur sama staða upp, en áður verður sagn- hafi að taka einn slag á hjarta, svo norður geti ekki látið út hjarta, þegar hann kemst inn á spaða kóng. | SÁ NÆSTBESTI | EINHVERN tíma fór sr. Bjarni Jónsson í heimsókn í páfagarð og ræddi við páf- ann. Gengu þeir fram á svalirnar I páfagarði að loknu samtalinu og virtu fyrir sér mannfjöldann í Vatikaninu. Er sagt, að ein- hver í hópi áhorfenda hafi þá spurt: Hvaða maður er þetta þarna með honum séra Bjarna? Kettlingur tapaðist Alhvítur, háfættur kettlingur með stór eyru tapaðist nýlega frá Grundarstíg 15. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 12020. Páfagaukur tapaðist Gulur og grænn páfagaukur tapaðist frá Sörlaskjóli 90 laugar- daginn 6. júlí. Finnandi vinsam- lega láti vita f sftna 17648 eða 10747.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.