Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 „Ei' þetta er ekki þjóðhátíðarstemmn- ing, hvernig á hún þá að vera?” Morgunblaðsmenn ræða við gesti á þjóðhátíðinni á Þingvöllum Fólki virðist líða svo vel Niðri I einni lautinni, nokkru fyrir utan sjálft hátíðarsvæðíð, hittum við mæðgur úr Reykja- vík, Guðrúnu Ágústu og Ólöfu Jónsdóttur. „Við fórum nú fyrst og fremst vegna veðurs- íns“, sögðu þær, þegar við spurðum, hvers vegna þær hefðu lagt það á sig að skunda á Þingvöll. „En okkur langaði líka einfaldlega til að hafa komið hingað á hátíðina“. Þær sögðust hafa lagt af stað um hádegið, en höfðu horft á þá dagskrárliði í sjónvarpinu, sem þá höfðu farið fram. „Það kom mjög vel út þar. Ég hugsa, að það sé jafnvel betra að fylgjast með ræðunum og sjálfri dag- skránni yfirleitt í sjónvarpinu. Það er svolítið erfitt að fylgjast með þessu hér vegna örtraðar- innar", sagði Ólöf. „En eftir því að dæma sem við höfum séð, þá virðist þetta hafa tekizt alveg ljómandi vel. Veðrið er líka búið að vera yndislegt. Þetta er auðvitað allt undir veðrinu komið, og það getur ekki verið betra en núna“. Við spurðum Guðrúnu Agústu að því, hvort hún hefði verið viðstödd hátíðarnar á Þingvöllum 1930 eða 1944. „Nei“, sagði hún, „þegar Alþingishátíðin var 1930, fór ég til kunningjafólks míns austur í Rangárvallasýslu og passaði þar hús og fólk, til þess að hinir kæmust á Þingvöll." Þær mæðgur voru alveg sam- mála um, að stemmningin á Þingvöllum þennan þjóð- hátíðardag gæti varla verið betri. „Það virðást allir vera ánægðir og fólki virðist líða svo vel.“ Ólöf Jónsdóttir og móðir hennar, Guðrún Ágústa: „Fórum einkum vegna veðursins ...“ Sigfús og Sólveig frá Selfossi sátu f hlfðinni og fylgdust með dagskránni. „Skipulagið mjöggott” Sigfús Kristinsson og Sólveig Þórðardóttir frá Selfossi sátu í brekkunni fyrir ofan hátíðar- svæðið og fylgdust með dag- skránni. „öll skipulagning í sambandi við þessa hátíð er til fyrir- myndar“, sagði Sigfús. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt, hvað vel hittist á með veður, og mér liggur við að segja óvenju- legt miðað við oftast, þegar efnt er til hátfðarhalda hér á Þing- völlum." — Finnið þið meira til þess í dag en aðra daga, að þið eruð Islendingar? „Það er vissulega öðruvfsi og hefur önnur áhrif á mann að vera við svona hátíðarhöld, enda er hér afskaplega góð og skemmtileg stemmning", sagði Sólveig. „Dagskráin er þjóðleg og að mfnum dómi alveg ágæt, þótt hún hefði kannski mátt vera eitthvað fjölbreyttari“, bætti Sigfús við. „Annars hefur þessi hátið tekizt mjög vel og svo er með allar hátíðir, þegar veðrið er svona gott. Gott veður er forsenda þess, að svona hátfðarhöld heppnist". Þau Sólveig og Sigfús komu á hátfðina rétt eftir hádegi og komu nýja Gjábakkaveginn, sem þau kváðu vera alveg ljóm- andi skemmtilega leið. Eina tækifærið á ævinni til að fara á þjóðhátíð Þau höfðu verið í sumar- bústað við Þingvallavatn frá því á föstudag, en höfðu mætt á sunnudaginn á þjóðhátíðina. Þau heita Erla Thomsen, Anna Sigurðardóttir og Erlingur Kristjánsson, ásamt strákunum Pétri og Sigurði, úr Hafnarfirði og Reykjavfk. Höfðu þau farið til Þingvalla fyrst og fremst til að vera í sumarbústaðnum eða fyrst og fremst til að fara á þjóðhátfð- ina? „Aðallega auðvitað til að fara hingað. Þetta er sennilega eina tækifærið, sem maður fær á ævinni til að fara á þjóð- hátíð", segja þau og hlæja. „Þetta er allt alveg stórffnt. Skreytingarnar og skipulagið hafa tekizt vel. En veðrið er númer eitt“. Og dagskráin? „Hún er kannski einum of hátíðleg. Það hefði mátt hafa eitthvað fyrir krakka og unglinga. Það vantar eitthvað til að hafa ofan af fyrir þeim hérna". Þau höfðu aldrei verið á Þingvallahátfð áður, enda ungt fólk. Anna sagði okkur, að hún hefði verið sex mánaða 1944, þannig að hún hefði því miður ekki komizt á Þingvöll þá. Ætluðu þau að sjá alla dag- skrána? „Eiginmaðurinn ræður öllu um, hvort við horfum á sportið", sagði Anna. „Hann er sportmaðurinn f fjölskyld- unni“. „Ætli það nú“, svaraði Erl- ingur dræmt. „Ætli það verði ekki börnin, sem ráða því“. Erla Thomsen, Erlingur Krlstjðnsson og Anna Sigurðardóttir, ásamt Pétri og Sigurði: „Allt alveg stórffnt...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.