Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULI 1974 Eindregin og sterk samstaða attra fíokka á þjóðhátíðinni — segir Lúðvík Jósepsson tilfinning, að það væri ekki að óllu leyti skemmtilegt að búa þá við utanþings- stjórn og hafa ekki reynzt færir um að koma okkur saman um að mynda á eðlilegan hátt stjórn á Alþingi og sér- staklega ber mikið á þvl I þessum umræðum um það leyti hjá eldri stjórn- málamönnunum I flokkunum, að þeir voru I rauninni sáróánægðir yfir þvi, að það skyldi ekki takast Mér eru sérstak- lega minnisstæðar þessar umræður, hvernig þær fóru fram og hve mikið var um þær. — Þingfundurinn sjálfur var auðvit- að hátiðlegur I hugum okkar allra, en veðrið skyggði þarna mikið á, það var rigning og nokkur stormur og fólkið bar sig nú ekki alltof vel. Ég man eftir þvi, að saetin, sem við sátum i þar, voru gerð með nokkuð sérstökum hætti og voru stólarnir nokkuð skálar- myndaðir, og þegar maður kom að þeim, þá voru þeir fullir af vatni og maður byrjaði á þvi að reyna að ausa vatninu úr skálinni, en síðan varð mað- ur að reyna að harka af sér og setjast í pollinn. Þetta var hátíðleg athöfn, sem þarna fór fram, margir erlendir gestir mættir þarna, en þetta skyggði nokkuð á hjá okkur mörgum, að svona stæði á, þegar lýðveldi var stofnað. — Það er miklu bjartara yfir á þess- um fundi og þótt ekki sé búið að mynda stjórn í landinu núna, er ekki hægt að líkja þvi saman á neinn hátt við það ástand, sem þá var. Þetta er allt með eðlilegum hætti nú, þótt það beri upp á þessum tima. Þetta hefur farið vel fram í dag og ég finn, að það er létt yfir fólki og fólk er ánægt. Ég er líka mjög hrifinn af þeirri ákvörðun, sem menn urðu ásáttir um að taka i sambandi við þessi hátíðahöld. Mér finnst þessi samþykkt vera vel valin og er mjög ánægður með hana. Það er alveg Ijóst, að það er eindregin og sterk samstaða allra flokka i sambandi við þessi hátiðahöld nú. — Mér er sérstaklega minnisstæðar allar þær umræður, sem fram fóru meðal islenzkra stjórnmálamanna um það leyti, sem verið var að undirbúa hátiðarhöldin 1944, sagði Lúðvik Jósepsson, þegar við töluðum við hann i Valhöll að loknum þingfundin- um. Það auðvitað fór um okkur alla sú LýKvik JAsepsson. Myndin er tekin i Þingvöllum. Sameiningarstundir þjóðarinnar, eins og nú og ’44, mikils virði Frú Vala og Gunnar Thoroddsen eftir þingfundinn á Lögbergi. — segir Gunnar Thoroddsen — Þetta var stór stund, sagði Gunnar Thoroddsen, þegar við náð- um tali af honum á leiðinni frá Lög- bergi til Valhallar. Þessi þingfundur minnir að vissu leyti á fundinn á Lög- bergi, þegar lýðveldi var stofnað, þó að margt sé með ólikum hætti. Fundurinn á Lögbergi 1 7. júni er stærsta stund, sem ég hef lifað i stjórnmálalegum skilningi, þvi að þá rættist sá draumur okkar, að ísland tæki öll sin mál i eigin hendur og endurreisti lýðveldið Það var stund, sem ég gleymi aldrei. Veður var þá eins ólíkt og hugsazt getur þvi, sem nú er, hellirigning og rok, en það skipti auðvitað engu máli. 50 þing- menn voru staddir á þeim fundi, þing- menn voru alls 52, en tveir þeirra gátu ekki komið vegna lasleika Af þessum þingmönnum ætla ég, að 1 8 séu eftir á llfi, — Það er merkilegt spor, sem nú er stigið. Eftir þá mikilvægu viðleitni, sem átt hefur sér stað um landgræðslu um áratugi. verður nú gert miklu stærra átak en áður til að græða upp landið og vinna eitthvað upp af því, sem glatazt hefur á þessum 1100árum. ---Það sem gerðist 1944 var ann- ars eðlis og miklu stærra, þegar þjóðin tók öll sín mál að nýju i eigin hendur, eftir sjö alda erlenda yfirstjórn og oft og tiðum áþján. Þess vegna var lýð- veldishátlðin miklu stærri atburður í sögu landsins Hins vegar er margt sameiginlegt með þessum hátiðum, en fyrst og fremst sú mikla þjóðareining, sem skapazt hefur. Við íslendingar er- um sifellt að berjast um stjórnmál og annað, og þvi eru mikils verðar þessar stundir, þegar öll þjóðin sameinast sem einn maður um eitthvert mál. Svo var um lýðveldisstofnunina 1 944 og eins er nú um þessa landgræðslu- og gróðurverndaráætlun. Mazda 616— Mazda 616 Lítið ekinn og mjög vel með farinn Mazda 61 6 '73 til sölu. Upplýsingarí síma 30599. AS loknum þingfundinum i Lögbergi sl. sunnudag sneri Mbl. sér til þeirra þriggja þingmanna, sem áður hafa set- i8 þingfund é Lögbergi. Þetta eru þing- mennimir Gunnar Thoroddsen, Ingólf- ur Jónsson og LúSvik Jósepsson, sem allir sétu þingfundinn 17. júni 1944, þegar lýSveldi var stofnaB. Nœsta landshátíð á Þingvöllum verði árið2000 — segir Ingólfur Jónsson — ÞAÐ var mjög hátiðleg stund i dag á Þingvöllum, og menn nutu stundar- innar sérstaklega vel vegna þess, hve veður var gott, sagði Ingólfur Jónsson i samtali við Mbl. — Útsýnið af þingpallinum var mjög fagurt og til- komumikið. Segja má, að saga íslands hafi rifjast upp i stórum dráttum, þær 1 1 aldir sem þjóðín hefur búið i land- inu. Á Lögbergi við Öxará verður hug- urinn opnari en venjulega, og sagnir frá liðnum tima verka sterkt á mann. — Jú, ég var á Lögbergi 1944, þegar lýðveldið var endurreist. Þá var ekki sólskin og veðurblíða eins og i dag Þá rigndi og loftið var þungbúið, en ýmsir töldu að rigningin boðaði gott. Endurreisn lýðveldisins 1944 var áhrifamikil stund, sérstaklega þegar að kirkjuklukkunum var hringt og for- setinn lýsti því yfir, að stjórnarskrá Lýðveldisins íslands væri gengin I gildi. Sú stund verður öllum viðstödd- um eflaust ógleymanleg. Slikar stundir eru augnablik mikilla fyrirheita og bjartra vona þjóðinni til handa. Segja má, að margar hugsjónir og mörg fyrirheit hafi rætzt. fslandi hefur vegn- að vel, eftir að lýðveldið var endurreist. Framfarir hafa verið miklar I landinu og þjóðinni hefur fjölgað ört. Lifskjör al- mennings hafa batnað I krafti aukinnar framleiðslu á þessum tíma. — Ég var einnig á Þingvöllum 1 930, og er það fyrsta stórhátíðin á Þingvöllum, sem ég sótti. Þá var rign- in, en mér sýndist ekki betur en fólk léti sér það sæmilega lika. Alþingis- hátfðin 1 930 hafði djúp áhrif á mig, en ég var þá á ungum aldri og næmur fyrir öllum áhrifum Og ég tel rétt að koma því að hér i þessu samtali, að sjálfsagt er að árið 2000 verði haldin landshátið á Þingvöllum, þar sem minnst verður 1000 ára afmælis kristnitöku á íslandi. Árið 1000 skapar þáttaskil I söounni, því þá var ákveðið að Islendingar skyldu hafa eina trú, kristna trú, og einnig að settar skyldu niður deilur og friður skyldi efldur i landinu að þeir skyldu allir búa við sömu lög i landi sinu. — Þátttaka almennings i hátíðinni er mjög mikil, og framkoma öll með ágætum. Enginn vafi er á þvl, að þjóðhátíðrn i dag getur markað djúp spor og þáttaskil i þjóðlifinu. Þings- ályktunartillagan, sem samþykkt var i þinginu i dag, verður vonandi til far- sældar og gæfu fyrir þjóðina og við munum væntanlega fá að sjá árangur- inn á næstu árum og áratugum, það fer eftir þvi hvernig tiðarfarið verður, hve gróðurinn tekur fljótt við sér. Við megum ekki ásaka forfeður okkar fyrir það að hafa eytt gróðri landsins. Eld- gos og harðindi hafa eflaust átt stóran þátt i uppblæstri landsins og eyðingu En forfeður okkar höfðu um tvennt að velja, að ganga nærri landinu og nýta Ingólfur Jónsson. Ljósmyndirnar tók Ijósm. Mbl. Br.H. alla möguleika eða deyja vegna harð- inda og örbirgðar. fslendingar hafa alltaf verið deilu- gjarnir og haft mjög skiptar skoðanir á þjóðmálum og dægurmálum En stundir eins og i dag sameina menn og fá alla til þess að gleyma þvi, sem er smátt og hégóminn einn, og fá þá til að sameinast i stórum hugsjónum, sem mega verða landi og þjóð til blessunar." Fyrrverandi nemendur við norræna lýðháskólann á Biskops Arnö eru velkomnir f Norræna húsið, fimmtudaginn 1. ágúst kl. 19.30. Birgit og Ake. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem skemmst hafa i umferðaróhöppum: Volkswagen 1300, árgerðir 1970, 1971 og 1973 Renault 4, árgerð 1 967 Fiat 850, árgerð 1971 Ford Cortina, árgerð 1 964 Morris Marina, árgerð 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17 i dag frá kl. 1 3 til 18. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, tjónadeild, fyrir hádegi á miðvikudag 31. júli 1 974. VOLVOSALURINN I ___JKS^fl Vörubifreiðar til sölu Volvo NB 88 árgerð 1 966 Volvo F 86 árgerð 1 970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.