Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.07.1974, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JULl 1974 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1974 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasolu 35,00 kr. eintakið ÞJ0ÐHATIÐIN Það er allra manna mál, að þjóðhátfðin á Þingvöllum f fyrradag hafi tekizt frábærlega vel. Yfir henni hvíldi sú reisn, sem hæfði þessari stóru stund og þjóðhátíðarhaldið allt landsmönnum til sóma. Talið er, að um fjórð- ungur þjóðarinnar hafi verið saman kominn á Þingvöllum þennan dag. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og átti hið fagra veður tví- mælalaust mikinn þátt í því, hve dvölin á Þingvöllum varð ánægjuleg þeim tugþúsund- um, sem þar voru. Fundur sameinaðs Alþingis á Lögbergi verð- ur áreiðanlega einna eftirminnilegastur þeirra dagskráratriða, sem fram fóru í tilefni þjóð- hátíðar. Það var hátíðleg stund, þegar forseti sameinaðs Alþingis setti þingfund á Lögbergi f þriðja sinn, og kannski f sfðasta sinn á þessari öld, f steikjandi sólskini og miklum hita. Mann- fjöldinn hafði safnazt saman allt f kringum þingstaðinn og fylgdist vel með þingfundinum, þegar samþykkt var að verja 1000 millj. kr. á næstu fimm árum til landgræðslu og gróður- verndar. Ef til vill hafa menn bezt gert sér grein fyrir því á þessari stund, hvílfkan sess Alþingi skipar f huga þjóðarinnar, þrátt fyrir dægurþras og ríg. Mannfjöldinn fylgdist ótrúlega vel með dag- skránni eftir hádegið og vafalaust verður mörgum minnisstætt að hafa hlýtt á þjóðskáld- ið Tómas Guðmundsson flytja þjóðhátfðarljóð á Þingvöllum og Nóbelsskáldið Halldór Laxness flytja þar ávarp í minningu bókmennt- anna. Ræða forseta íslands, dr. Kristjáns Eld- járns, sýndi enn einu sinni f hve sterkum tengslum þjóðhöfðinginn er við hina gömlu þjóðmenningu okkar. Umgengni þjóðhátfðargesta og framkoma öll var til fyrirmyndar. Þetta var ekki aðeins stærsta útisamkoma, sem haldin hefur verið á Islandi, heldur var hún alveg laus við þann galla, sem gjarnan vill verða á slíkum samkom- um. A Þingvöllum var hvergi vart áfengis og er það vel. Umferðarvandamálin voru að sjálfsögðu gífurleg, sérstaklega síðari hluta dagsins, þeg- ar þjóðhátíðargestir bjuggust til heimferðar, en hvort tveggja gerðist, að fólk sýndi mikla þolinmæði og löggæzlumenn mikinn dugnað við að greiða úr þeim umferðarhnútum, sem fram komu. Að baki þessari velheppnuðu þjóðhátfð á Þingvöllum liggur mikið starf. Öllum þeim, sem þar lögðu hönd á plóginn, ber landsmönn- um að þakka vel unnin störf. Vafalaust hefur mestur erill hvflt á framkvæmdastjóra þjóð- hátíðarnefndar, Indriða G. Þorsteinssyni, en skipulag allt á Þingvöllum á sunnudag sýnir, að framkvæmdastjórnin hefur verið f góðum höndum. Nú eru liðin um 9 ár sfðan Þjóð- hátíðarnefnd 1974 var skipuð samkvæmt sér- stakri ályktun frá Alþingi. Þjóðhátfðarnefnd hefur skilað starfi sfnu með miklum sóma og það ber að þakka. Þjóðhátfðin á Þingvöllum tókst svo vel, að hún mun lengi f minnum höfð sem ein glæsilegasta og bezta þjóðarsamkoma, sem haldin hefur verið á tslandi fyrr og sfðar. Þökk sé öllum þeim, er að þvf stuðluðu. Forsetl íslands. dr. Krlstján Eldjárn ÉG óska yður öllum gleðilegrar hátíðar. Ég lýsi friði og gleði yfir þessari samkomu, þjóðhátíð vorri 1974, þegar taldar eru réttar ellefu aldir síðan land vort byggðist. Vér skulum vera sátt og sammála og í huga góðum, eins og segir I fornum griðamálum Islenzkum. Og vér skulum gleðjast saman, öll sem auðnast að lifa þennan dag, því að til þess eru afmæli haldin að gleðjast og þakka fyrir að fá enn að una llfi í fylgd þeirra samferðamanna, sem gönguna þreyta með oss. Ég fagna komu yðar allra hingað á helgan völl, innlendum mönnum og erlendum. Það er mér gleðiefni að vita hér vor á meðal marga frændur vora, sem I Vesturheimi búa og hingað hafa komið um langan veg af alkunnri rækt og tryggð við land feðra sinna og fyrir frændsemissakir við oss. Ég fagna göfugum gestum af Norður- löndum og úr öðrum nágrannalöndum vorum og sendimönnum f jölmargra erlendra ríkja, sem oss eru f jarlægari en þó tengd viðnáttuböndum, Vel kunnum vér að meta slikan virðingarvott af þeirra hálfu og vottum þeim og þjóðum þeirra vináttu vora og góðar óskir. Veri gestir vorir velkomnir til lands vors og til þessa fagnaðar með oss. Sú var tíðin, að þjóð vor hélt engar gleðihátíð- ir sem þessa, enga þjóðhátíð, og þetta orð var ekki til I máli voru. Engum kom til hugar á 18. öld að gera sér dagamun á níu alda afmæli íslandsbyggðar. Þó voru á þeirri öld nokkrar júbflhátíðir, sem kallaðar voru, eins og til dæmis sú, sem helztu menn landsins héldu árið 1760, eftir konunglegri skipun, í minningu þess að þá hafði „Danmerkur- og Norvegs konunga erfða- einvaldsstjórn með heillum og heiðri staðið I full hundrað ár.“ En ekki voru það islenzkar þjóðhátíðir. Fyrir því er þetta rifjað upp nú, á minninga- stund sögunnar, að á drungalegu baksviði hinna dapurlegustu alda lýsir eins og kyndill hátfðin mikla hér á Þingvöllum og um land allt fyrir einni öld, þjóðhátfðin 1874, þúsund ára byggðar- afmæli landsins. Ekki var sú hátíð fjölmenn, því að þá voru ekki nema um eitt þúsund sálir hér á völlunum, en hún lýsir skært í minningunni af þvf að hún tók öllum öðrum fram að vongleði, einhug og trúnaðartrausti. Sú þjóð sem hana hélt fann blóðið renna sér til göfugrar skyldu, sá fyrir sér auð sund og opna vegi. I bjarmanum af þessari fögru þjóðarhátfð, þar sem hann ber við sortann að baki, skiljum vér hve undraverð umskipti voru orðin i þjóðlífinu á þeim áratug- um sem á undan fóru. Islendingar voru orðnir eins og ný þjóð, í fátækt sinni. Og vér minnumst þess að þau umskipti komu ekki af sjálfu sér, heldur komu þau fyrir hugsjónastarf forustu- manna þjóðarinnar, allt frá Baldvin Einarssyni til Jóns Sigurðssonar forseta. Það var augljóst 1874, að barátta þeirra fyrir málstað landsins var sigursæl orðin, enda var þaðan í frá fram haldið stefnunni, unz sjálfstæðisbarátta vor var til fullra lykta leidd. Nú, þegar liðin eru hundr- að ár frá hinni fyrstu þjóðhátíð hér á Þingvöll- um, skulum vér öll með virðingu og þökk minn- ast þeirra manna á síðastliðinni öld, sem stýrðu göngu þjóðar vorrar erfiðustu áfangana á braut hennar til sjálfstæðis. Nú geymir vor íslenzka móðurmold þá kynslóð alla, en vér geymum minningu hennar. Þjóðhátfðin 1874 var fyrir- rennari og um margt fyrirmynd þeirra stór- hátfða, sem síðan hafa verið haldnar hér á þessum helgu völlum. Þegar þjóð vor heldur hátíðlegt næsta stórafmæli sitt, eftir eina öld, nýir menn á nýrri tíð, mun hún minnast þessar- ar samkomu vorrar hér í dag. Vér skulum halda þjóðhátíð vora á þá lund, að sú minning verði björt og niðjum vorum betri en ekki. Séra Matthías kallaði þjóðhátíðina 1874 hin miklu aldamót þjóðar vorrar, þegar saga hennar fékk lff, endurminning hins liðna fékk mál og sál og samúð í huga þjóðarinnar og almenna meðvitund. „Aldrei hef ég lifað slfka hreyf- ingu“, sagði hann á gamals aldri. Hann mátti trútt um tala, því að hann var öllum öðrum fremur spámaður hátíðarinnar, sá sem lagði til andagiftina og guðmóðinn. Um vorið skrifaði hann í hrifningu að sumarið yrði jöfnum hönd- um helgað minningunni og voninni. Biskup hafði valið texta handa öllum prestum landsins úr Davíðssálmum: „Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns.“ Sá texti er jafngildur ævinlega, þá og nú. Orð séra Matthiasar eru einnig jafngild nú og þá. Þessi hátíð vor er helguð minningunni og voninni. Minningin er saga þjóðarinnar á ellefu alda ferli hennar en þó öllu öðru fremur landnáms- minning, minningin um upphaf mannabyggðar í landi voru. Ekkert er ævintýralegra í sögu vorri, ekkert fegurra né stórbrotnara. Engin þjóð get- ur haldið landnámsafmæli á sama hátt og vér, því að land vort er nýbyggt að kalla og vér vitum hvenær það byggðist. Uthafið vfða sem umlykur land vort hefur valdið miklum örlögum. Hingað komst enginn nema fuglinn fljúgandi og fiskur- inn syndandi, og enn liggja engir vegir til Is- lands nema leiðir lofts og hafs. I öðrum löndum búa þjóðir sem eiga sér rætur djúpt djúpt ofan í myrkan svörðinn, langt langt aftur í fjarska tímans. Þær eru eins og sá jarðargróði sem af duldu fræi vex á sfnum stað, en þjóð vor var að upphafi eins og fullvaxið tré, sem flutt var um langan veg og gróðursett á nýjum stað. Það er Ég lýsl friðl og gleðl yflr Dessarl samkomu Hátlðarræða á Þlngvöllum eðli mannsins að fara þangað sem fært er, og kyn hans hefur dreift sér um allar jarðir, eftir því sem verksvit hefur leyft að sigrast á and- spyrnu náttúrunnar. Ekkert land veitti álíka harðvftugt viðnám og Island. I einmanalegri tign gnæfði það f úthafinu, aldir og árþúsundir, lífsælt en mannlaust og þar með sögulaust. Fólkið á ströndum næstu landa vissi ekki að það væri til. Og þó. Það var til sem draumur eða grunur eða von. Sá sem býr á ströndu mikilla sæva fær ekki varizt þeirri spurn hvað hinum megin sé, lengra en augað eygir. En eftir hverju biðu draumamennirnir? Eftir mjög óskáldlegum hlut, eftir þvi að einhver verksnill- ingur fyndi upp á að setja sterkan kjöl á hinn stærsta bát og búa hann stórsegli, sem fanga mætti það afl sem f storminum býr. Norð- ur-Atlanzhaf ber litla virðingu fyrir flatbotnuð- um róðrarbát. Það var beðið eftir haffærandi skipum. Ekkert ofríki valdsmanna, engin land- nauð, ekki heldur landnámshugurinn sjálfur dugði til þess að ísland mætti byggjast, ekkert nema nógu hátt tæknistig í skipasmíðalist og vald á tilþrifameiri orku en í vöðvum býr, megnaði að rjúfa víggirðingu náttúrunnar um þetta land. Af grannþjóðum vorum urðu það frambúðar, bústaðurinn sem þeir námu, sér og oss til handa. I fjarlægum undralöndum höfðu þeir sagt: „Gott land höfum vér fengið kostum, en þó megum vér varla njóta.“ Á Islandi fengu þeir ekki að sama skapi gott land kostum, en- það hafði þó þann kost fram yfir, að þeir fengu notið landsins, Landnámsævintýrið gerðist hér, og sagnir um það lifa í frægum ritum miðalda- manna. Nöfn þarf ekki að þylja, þau geymast vel á fornu bókfelli, ekki heldur ættir, því að ættir landnámsmanna eru hvort eð er fyrir löngu runnar saman í eitt, fslenzku þjóðarættina, blóð þeirra allra rennur í æðum vor allra. Ævintýrið um landnámið kemur fegurst til móts við oss í klassfskri heiðríkju nokkurra óviðjafnanlegra setninga hinna fornu rita: „Þetta mun vera mikið land er vér höfum fundið; hér eru vatnföll stór.“ „Þeir sáu góða landakosti að grösum og skóg- um. Var fagurt um að litast. Lyfti þá mjög brúnum manna." „Hér er fagurt, og hér vildi ég bæ minn reisa.“ Með þessum og þvílfkum orðum hafa fornir nafnlausir snillingar vakið oss hugboð um land- námshugann og landnámsævintýrið með svo Noregsmenn sem fyrstum auðnaðist að ná þessu valdi, sem eitt gat rofið múrinn og leyst Island úr álögum. Þeir opnuðu leiðina hingað. Með skipum sfnum brúuðu þeir hina miklu Skeiðará, þeir og nokkrir vestrænir förunautar þeirra urðu landnámsmenn tslands og forfeður vorir en ekki einhver önnur grannþjóð vor. Svo mikl- um úrslitum um mannlff á Islandi, réðu kjölur og segl í meðförum veðurbitinna og særokinna Noregsmanna á sfðustu öld óbyggðar á tslandi. Þeir fundu ey langt vestur í hafinu, landið sem þeim hafði boðið í grun að vera mundi hinum megin við sjóndeildarhringinn. Þeir sáu stórjöklana rísa úr sæ og nefndu landið tsland. Þeir sáu að það var gott land undir bú og urðu þess áskynja að það var óbyggt. Og landnáms- hugurinn, sem leitt hafði þá á þessa fjarvegu, fékk byr undir báða vængi. Og magn hans þraut ekki þegar í stað við vesturmörk lands vors. Hafið og draumurinn kallaði einnig þar. Hugur- inn bar þá hálfa leið, en kjölur og segl alla leið, til Grænalands og áfram til Vínlands og enn annarra landa sem voru svo miklar furðustrend- ur, að verkmenning þeirra, kennd við járnöld, entist þeim ekki til lífs þar. Þeir voru komnir þangað sem kvikt og dautt í náttúrunnar ríki var ofjarl landnámshuganum og verklaginu. Og undan var haldið, þangað sem allt var heima- legra, þangað sem hross og sauðir voru sátt við land og loft, þangað sem páll og reka kunnu við sig, þegar þau fengu að smakka moldina. Og það var hér, einmitt hér á þessu landi, vígið sem hinir fornu menn fengu að lokum haldið til miklum áhrifum að reykjareiminn af landnáms- eldunum ber fyrir vit vor gegnum aldirnar, blandinn moldarkeim og sjávarseltu, lífsbragð- inu sjálfu. Hverjir voru þessir menn, sem hingað komu á veltandi súðum, með konur sínar og börn, með búsmala sinn og allan farangur? Hvert var það tré, sem hingað var flutt fullburða og gróðursett í nýju landi? Um sjálfa þá þarf lítt að spyrja, þeir voru sem vér að álitum, á hárslit og augna, á vöxt og að öllu atgervi til líkama og sálar, eða hvernig mætti annað vera, þetta er enn sama þjóðin. Á leið vorri hingað á Þingvöll höfum vér á þessum sumardegi séð kvikfé dreifa sér um græna haga, kindur kýr og hross. Það er kvikfé landnámsmannanna, óblandað öðrum kynjum, samhæft landinu, hin þolgóðu dýr, sem þjóðin hefur kostað mestri orku sinni til að halda við líf, svo að einnig hún mætti halda lífi. Víkingar námu Island, segja menn oft, reyndar svo oft að ógleði vekur. Þetta var á víkingaöld að vfsu. En þó var þetta ekki víkingaskari, sem hingað fór norður í höf, því að ránsmenn og þeir sem blóðgum brandi fara eiga sér ekki atvinnu von í óbyggðum löndum. Það voru ekki öndótt augu ránsmannsins, sem störðu hingað til lands af hinum fornu skipum, heldur aðgætið rannsak- andi forvitið búmannsauga, auga bóndans og fiskimannsins. Þessum mönnum léku landmun- ir til grösugra engja og góðra haga, þeir voru að hugsa um Iff búf járins, til snjóléttra sveita, góðra vatnsbóla, heppilegra bæjarstæða, gjöfulla fiski- vatna, fengsælla miða og varinna hafna. Þeir voru bændur í leit að staðfestu. náttúruskilvrð- um sem nýtt yrðu með því sem þeir höfðu f höndum. En þetta eitt segir ekki alla sögu og má enn spyrja. Hvað höfðu vorir fornu feður í farangri sfnum innanborðs á þeim skipum, sem hér tóku land þegar fjórðungur lifði hinnar níundu aldar? Svo segir Davíð skáld í kvæði sem fyrst var sungið hér á Þingvöllum árið 1930: „Þér landnemar, hetjur af konunga kyni, sem komuð með eldinn um brimhvít höf.“ Ekki þarf að efa að þessir menn hafi með réttu skreytt ættartölur sínar með nöfnum höfðingja og kon- unga, og hví skyldi oss þá ekki vera það meina- laust einnig. En þó má það virðast oss litils um vert á móti þeim orðum skáldsins að þeir komu með eldinn. Þeir komu til þessa lands með eld lífsins, eld kynstofnsins, þann sem enn lifir. Þeir komu með þann eld sem á arni brennur, eða öllu heldur þeir komu með það sem enn betra var, eldfærin, tækin til þess að kveikja eldinn og þá um leið öll önnur tæki sem til þess þurfti að viðhalda eldi lífsins, atvinnumenningu sfna alla, fastmótaða og þrautreynda í langri aldarás, búskaparlag sem samþýddist þessu kalda landi. En því nefni ég þetta fyrst af öllu, að annars hefðu þeir aldrei getað drýgt það aðdáanlega afrek að nema landið svo sem raun varð á. Landnám er enginn barnaleikur, jafnvel ekki i blíðlyndara landi en því sem kennt er við ísa. Minnumst þess í öllum hátíðleik þjóðhátíðar vorrar, að það er afrek forfeðra vorra mest, að hafa fyrst numið þetta land og síðan lifað þar af allar þessar aldir, að semja sig að kostum þess og ókostum, með þeirri reynslu og þeim tækjum sem vorir fornu feður fengu þeim í hendur. Þeir komu með guði sína forna og fundu þeim og öðrum vættum bústaði sem þeim hæfðu. Þeir komu með þá tungu á vörum, sem vér tölum enn f dag, göfugt tungumál, sem er og mun ætíð verða kjarninn í menningararfi vorum. Af þeirri tungu gáfu þeir landinu og öðrum kenni- leitum nöfn, sem enn lífga það og tengja saman kynslóðir. Með tungu sinni komu þeir með hugarheim sinn, óaðskiljanlegan frá henni, fjöl- breytta heild, sem nú er í brotum, torræð og heillandi, með skáldskap sinn og sögur, sem lifðu með þjóðinni þótt trú og siðir breyttust, órofinn straumur frá landnámstið til vor, sterk- asti þátturinn í æðri menningu þjóðarinnar. Þeir komu með landnámshugann, viljann og þrautseigjuna til að breyta auðn f byggð og hugmyndir sínar um mannlegt félag, um skipu- lega sambýlishætti, um lög og rétt og sfðast en ekki sízt um frelsi. A Þingvöllum við Öxará, þar sem nú stöndum vér, urðu þessar hugmyndir að veruleika, þeim sem mestum sköpum hefur skipt fyrir þá þjóð, sem stofnað var til í önd- verðu. Frá því er sagt að æðri máttarvöld hafi valið hinum fyrsta landnámsmanni bústað. Rétt má það vera, í skáldlegum skilningi, og sízt mælir seinni tíma saga því í gegn. En hversu líklegt mætti þá ekki virðast, að einnig Þingvöll- ur hafi að guðlegum vilja verið valinn sem þjóðarstaður Islendinga, ekki aðeins hinna fyrstu kynslóða, heldur einnig vor, sem nú njót- um staðarins og finnum, að þessi helgireitur lands og sögu er hluti af þeirri arfleifð, sem gerir þjóð að þjóð. Hvergi nema hér getum vér haldið þjóðhátíð landsins alls. En hver em eg, að ég haldi áfram að telja upp einstaka þætti stórrar heildar á hraðfleygri stund? Þeir komu með samstæðu mannlegra fyrirbæra, efnislegra og andlegra, tímanlegra og eilífs eðlis, samræmda menningarheild, og á henni reistu þeir byggingu mannlegs lífs á Is- landi. Frá þeim meginstraumi greinast fjöl- margar kvíslir enn um vitund vora og tilfinning- ar. En í þann straum lagðist fljótlega annar ekki siður voldugur straumur, menningarstraumur hinnar kristnu kirkju. Það sem heiðnir land- námsmenn komu með í farangri sínum og það sem kristnir trúboðar höfðu meðferðis hundrað árum seinna rann saman í það mannlífsfyrir- bæri, sem vér köllum einu nafni fslenzka menn- ingu. Landið er dýrsta eign vor, staðfesta vor í heiminum, þjóðmenningin er arfleifð vor, stað- festing á tilverurétti vorum sem þjóðar meðal þjóða. Þessi hátíð er helguð minningunni og voninni, sagði séra Matthfas 1874. Þjóðhátíð vor nú er það einnig. Hún er helguð minningunni um landnámið, en einnig minningu allra kynslóða, sem á undan oss fóru og hver og ein hefur helg- að landið með lífi sínu og starfi, með hendi og huga, og haldið i horfinu í blíðu og þó oftar í stríðu, lagt nokkuð af mörkum til þess að land vort með mannlífi sfnu mætti verða oss, sem nú lifum ættjörð og griðland. Minningu þeirra allra viljum vér í heiðri hafa. Afrek þeirra var mikið, þegar litið er til þeirra sorglegu kjara, sem urðu hlutskipti þjóðar vorrar á löngum þrautaöldum. Þeir voru ekki landnámsmenn, en þeir fengu haldið vfginu. Landnámsöld hin nýja hófst á sfðastliðinni öld og hún stendur enn og hún mun lengi standa. Landið erenn lítt numið. Það er ekkert óhæfilegt stærilæti eða hátíðarglamur, þótt ég leyfi mér að segja, að kynslóð vor sé í landnámshug eins og vorir fornu feður sem námu landið óbyggt. Sá hugur beinist inn á við, að voru eigin landi og þjóðlffi. Islendingar eru elskir að landi sfnu og vilja miða framtíð sína við það. I huga vor flestra lifir sama tilfinningin og í orðum hins forna landkönnuðar: Gott land höfum vér fengið kostum. Hér er fagurt og hér vildi ég bæ minn reisa. Vér óskum oss ekki annars lands fegurra eða betra. En hins óskum vér að oss auðnist að gera þetta heimkynni vort enn fegurra og enn betra. Að því beinist land- námshugur vor. Vér erum að nema landið. Hvert sem litið er, eru menn að rækta land og ryðja til tófta. Eins og á landnámsöld hinni fornu er það tiltæk verkmenning sem ræður förinni ásamt land- námshuganum. Enn sem fyrri er það hin harða vinnandi hönd, sem húsið reisir undir leiðsögn verkvitsins. Landnámsmenn hafa brúað Skeiðará. Landnámsmenn eru að grafa upp Vestmannaeyjakaupstað og leitast nú við að láta hinn eyðandi eld hita upp híbýli sín. Landnáms- menn eru að sækja heitan sjó niður í gegnum jarðlögin á Svartsengi f Grindavík til þess að færa þúsundum manna lif og yl. Inni við Sigöldu á hálendi landsins eru landnámsmenn að leggja taum við jötunafl vatnanna, sem hingað til hafa leikið lausum hala. Landnámsmenn eru að hefta sand og græða skóga þar sem áður var örtröð. A svörtum söndum Rangárvallasýslu og Skafta- fellssýslu hafa landnámsmenn ræktað gjöful tún sem að afköstum svara til samanlagðra túnanna í heilum hreppum. Hvar mundi slfk upptalning enda taka? Landnámsmenn eru að sigla til landsins á kaupskipum og fiskiskipum nýs tíma, og landnámsmenn leita uppi fiskigöng- ur kringum landið og vísa sjómönnum á þær, en segja um leið fyrir um hversu mikið megi taka svo að kostnaði svari, en þó ekki meira en svo að skaðlaust sé. Og hér er vikið að því sem vera mættu einkunnarorð hins nýja landnáms. Vér getum á þessari hátíðarstund horft á þetta allt sem framhald þess verks sem hafið var fyrir ellefu öldum, en allt skal það vísvitandi þannig gert, að ekki verði á kostnað landsins. Landið og haf þess er uppspretta lífsbjargar vorrar, en það er miklu meira. Vér erum einnig að nema landið oss til yndisauka og lífsfyllingar, jafnvel jöklana og eyðisandana. Þetta land er heimkynni vort og viðhorf vort til þess skal vera að varðveita það sem hamingjuvænlegan bústað fyrir alda og óborna. Vér viljum einnig nema land í heimi lista og vísinda, og sfðast en ekki sízt skyldi landnám vort allt vera undir merki jafnaðar og réttlætis í mannlegu félagi voru. Sú merka þingsályktun, sem Alþingi samþykkti í morgun á hátíðarfundi sínum á Lögbergi, varðar land- græðslu og gróðurvernd, en oss leyfist þó að leggja i hana dýpri skilning, sem stefnuyfirlýs- ingu, landnámsyfirlýsingu, staðfestingu þess að vér sem nú lifum viljum lfta á oss sem sanna landnámsmenn, holla samstarfsmenn allra græðandi afla í voru blessaða norðlæga ættar- landi. Hátfð vor er helguð minningunni og voninni. I auðmýkt minnumst vér sögu vorrar og hvernig þjóðin hefur bjargazt úr hverjum háska. Bless- uð sé minning þeirra, sem á undan oss fóru og vér eigum líf vort að þakka. Af metnaði og án hroka setjum vér von vora á framtiðina, á gróið land og gróandi þjóðlíf með frelsi og sjálfstæði í þessari byggð vorri í norðrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.