Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 FÁEW KVEÐJUORÐ Á TÍMAMÓTUM í lífi mínu gekk ég hik- andi á fund Sigurðar Nordals prófessors, sem ég hafði þá aðeins einu sinni séð álengdar, Lítið þekkti ég þá til hans annað en það sem Davíð Stefánsson hafði sagt mér frá honum. Ég man að hann sagði að margir væru þeir erlendir menntamenn, sem virtu ísland mest fyrir það að þar væri Sigurður Nordal. ,,í þeirra augum er íslenzk menn- ing og Nordal nær eitt og hið sama, hann er samnefnarinn", sagði Davíð. Ég leitaði á fund Nordals til þess að fá að ræða við hann um nokkur vandkvæði sem ég var kominn í með framhald á námi mínu á styrjaldartímanum. Aldrei lfður mér úr minni þessi fyrsti fundur okkar. Nordal hlustaði þolinmóður og athugandi á frásögn mína. Síðan sagði hann mér sitt álit, talaði um málið af áhuga eins og það væri honum hugfólgið úrlausnarefni, og þá tók ég eftir þvi, sem ég átti eftir að reyna svo oft síðar, þegar mál var borið undir Sigurð Nordal, að viðbrögð hans og tillögur voru eins og hann hefði þegar áður hugsað það og gert sér grein fyrir því. Þó er mér hitt ofar í huga, að hann kom svo máli sínu við mig, kornungannmann og honum ókunnugan, að ég fór af fundi hans léttari í skapi og öruggari í minni sök og mér fannst meiri maður en áður. Langt er nú liðið síðan þetta var. Nordal varð kennari minn og vinur. Samfundirnir urðu margir, en þó að vísu of fáir, það finnur maður þegar öll sund eru lokuð. Alla tíð fann ég umhyggju hans fyrir mér og vissi að hann fylgdist með ferli mínum. Veit ég vel að sömu sögu munu margir aðrir nemendur hans segja. Og hvert sinn sem leiðir okkar lágu saman, reyndi ég hið sama og á hinum fyrsta fundi. Érá Sigurði Nordal fór maður fróðari, hressari, ríkari en áður. Brunnur þekkingar, mannvits og næsta ótrúlegrar yfirsýnar, það var Sigurður Nor- dal, og sannarlega „the grand old man“ íslenzkra fræða í bezta og viðfeðmasta skilningi. Nú svalar þessi brunnur ekki lengur. Og þó. Éágætur persónuleiki og vinur er að vísu horfinn, en eftir stendur ævistarf Sigurðar Nordals sem gjöf hans til ókom- inna tíma. Og minning hans lifir dýrmæt í hugum okkar margra, sem megum því happi hrósa að hafa átt með honum samleið. Hvorki vil ég né get, nú að leiðarlokum.látió undir höfuð leggjast að bera fram persónu- lega þakkarkveðju og láta í ljós djúpa virð- ingu fyrir ævistarfi svo mikilfenglegu að við fátt verður jafnað í sögu þjóðar vorrar. KRISTJÁN ELDJÁRN Bókaklúbbi AB hleypt af stokkunum: NU A NÆSTUNNI verða kafla- skipti I starfsemi Almenna bðka- félagsins. Félagsmannakerfi AB verður lagt niður f núverandi mynd en á grunni þess verður settur á stofn Bókaklúbbur Al- menna bókafélagsins, sem mun starfa með töluvert öðru sniði en félagsmannakerfið. Félagar I bókaklúbbnum munu eiga þess kost að fá 6—8 bækur á ári og á töluvert hagstæðara verði en á hinum almenna bókamarkaði. Þessar bækur verða auk þess einungis á boðstólum fyrir félaga klúbbsins en ekki seldar f bóka- búðum. Á fundi með blaðamönnum í gær skýrðu þeir Baldvin Tryggva- son, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, og Anton Kjærne- sted, sölustjóri þess, nánar frá væntanlegri starfsemi klúbbsins. Kom þar fram, að við stofnun Almenna bókafélagsins fyrir um 20 árum var tekin upp sá háttur, að félagar AB greiddu ákveðin ársgjöld og fengu þá 4—5 bækur ókeypis. Baldvin sagði, að gallinn við þessa tilhögun hefði verið sá, að félagar höfðu nánast ekkert val um bækur þannig fengnar og því var það árið 1958, að nú- verandi skipan var tekin upp. Var þá sett það silyrði, að félagar AB keyptu minnst fjórar bækur á ári en fengu þá einnig aðrar bækur félagsins á lægra verði, svoköll- uðu félagsmannaverði. Baldvin sagði, að eftir því sem á leið og útgáfubókum AB fjölgaði með hverju ári, hefðu ýmsir annmark- ar komið fram á þessari tilhögun. Þess vegna hafi verið afráðið að reyna nýja leið — Bókaklúbb Al- menna bókafélagsins, enda sé þar stuðzt við fyrirmyndir frá nágrannalöndunum, sem gefizt hafi vel. Býður klúbb- félögum 6—8 bækur á ári á mjög hagstæðum kjörum seðil, eða tilkynna um ákvörðun sína með öðrum hætti. Ef hins vegar ekkert svar berst frá klúbb- félaga er litið svo á, að hann vilji bókina og hún send honum ásamt póstgíróseðli, sem greiða má i pósthúsi, bönkum eða áþekkum stofnunum. Baldvin Tryggvason sagðist vona, að með þessum hætti yrði þýddar skáldsögur: Mátturinn og dýrðin eftir Graham Greene og Sjóarinn, sem hafið hafnaði eftir japanska rithöfundinn Yukio Mishima. Loks er að geta fyrsta bindisins af íslenzku ljóðasafni, er Kristján Karlsson, bókmennta- fræðingur, annast útgáfu á. Safnið verður væntanlega fimm bindi alls og mun ná yfir íslenzka Áformað er að gefa út 6—8 bækur á vegum klúbbsins á ári hverju — með eins til tveggja mánaða millibili. Um það bil ein- um mánuði áður en bókin kemur út fá klúbbfélagar Fréttabréf AB, þar sem hún er kynnt ræki- lega ásamt upplýsingum um verð og höfund. Ef klúbbfélagi óskar ekki eftir því að eignast bók þá, sem boðin er, þarf hann ekki ann- að en endursenda sérstakan svar- hægt að lækka bókarverð til félaga klúbbsins verulega frá því, sem gerðist á hinum almenna bókamarkaði, en auðvitað færi það mikið eftir því hversu góð þátttaka yrði í klúbbnum. Hann sagði þó, að fyrstu viðbrögð lofuðu góðu um þátttökuna. Sér- stakur kynningarbæklingur ásamt svarseðli var sendur öllum núverandi félögum AB þar sem þeim var gefinn kostur á að ganga í klúbbinn ,,og þrátt fyrir, að íslendingar hafi yfirleitt orð á sér fyrir að vera seinir að taka við sér, bárust okkur þó á þriðja þúsund svör á aðeins tíu dögum," sagði Baldvin og kvað hann þetta töluvert betri undirtektir en for- ráðamenn AB höfðu gert sér von- ir um. Þeir Baldvin og Anton töldu aftur á móti, að klúbburinn þyrfti milli 4 og 5 þúsund félaga til þess að hann næði markmiði sínu með góðu móti. Fyrstu sex bækurnar, sem boðnar verða klúbbfélögum hafa verið ákveðnar. Fyrsta bókin verður raunar fyrsta bindið í nýju alfræðisafni AB og nefnist hún Fánar að fornu og nýju. I þessu safni koma einnig út í náinni framtíð — Fornleifafræði og Uppruni mannkyns, og tvær ljóðagerð frá öndverðu og fram á okkar daga. Kristján mun skrifa formála að safninu auk kynninga á höfundum. Kvaðst Baldvin von- ast til, að þegar fram liðu stundir yrði þetta sígilt ljóðasafn á borð við þjóðsagnasafn Sigurðar heit- ins Nordal. Allar framangreindar bækur Bókaklúbbs AB svo og ókomnar bækur verða aðeins boðnar klúbbfélögum, eins og áður getur. Baldvin kvaðst einnig vonast til þess, að klúbburinn gæti öðru hverju gefið félögum sínum kost á öðrum bókum Almenna bókafélagsins. » Fyrsta Fréttabréf AB til klúbb- félaga verður væntanlega sent út í byrjun næsta mánaðar og fyrsta bókin í klúbbnum á að koma út í nóvember. Verð hennar er 800 krónur með söluskatti og er þann- ig mun lægra en á hinum almenna bókamarkaði. Þá er gert ráð fyrir, að næsta bók — Sjóar- inn, sem hafið hafnaði — kosti aðeins um 900 krónur. „Því er ekki að neita, að við tökum tölu- verða áhættu með þessum verðtil- boðum en við gerum það í þeirri fullvissu, að undirtektir bókaunn- enda verði i samræmi við þau,“ sagði Baldvin. Anton Kjærnested sölustjóri AB og Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri, kynna stofnun bókaklúbbsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.