Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 23 fólk — fólk — fólk — fólk „VIÐ erum flestir sammála um það, sjómennirnir hér á Suður- nesjum, að það yrðu mikil mistök, ef síldveiði í miklum mæli yrði leyfð við suðurströndina á næsta ári í nót“, sagði Eðvarð Júlíusson skipstjóri og útgerðarmaður í Grindavík, er við tókum hann tali nú fyrir skömmu. Við vorum á ferð í Grindavík og rákumst inn á Hafnarvigtina, þar sem sjómenn koma gjarna til að spjalla saman. Þeir voru að ræða aflabrögð eða öllu heldur aflaleysi og sumir að spekúlera, hvort þeir ættu að fara á troll eða net. Það var leiðinda bræla þennan dag og bátar voru að týnast inn með heldur rýrar eftirtekjur. Er skipstjórarnir komu inn til að sækja vigtarnót- urnar, skiptust þeir á upplýsing- um um, hvar þeir hefðu verið. Eitt mál bar þarna nokkuð hátt og það var, hvort leyfa ætti síld- veiðar í nót undan SA-ströndinni næsta haust, eins og gefið hafði verið í skyn í blöðum. Þeir, sem viðstaddir voru, voru eindregið andvígir slíku leyfi, töldu það allt- of snemmt að fara að veiða síld- ina í einhverjúm mæli. Þeir sögðu m.a., að ef leyfa ætti að veiða 10 þúsund tonn næsta haust í nót, þó að það yrði með eftirliti, mundi aldrei vera hægt að vita, hvort kast- að væri á smásíld eða stórsfld, og þótt smásíldarkasti yrði sleppt, mundi mikið af síldinni óhjákvæmilega drepast. Þeir vildu leyfa stofninum að halda áfram að vaxa og dafna, vegna þess að slfkt hefði í för með sér aukna fiskgengd. Eðvarð, sem er skipstjóri á Járngerði, sagði frá því, er hann fékk 86 tonn af stórri ýsu og þorski í einum róðri í vor, og var ýsan kjaftfull af sfldar- hrognum. Sjómennirnir eru á einu máli um það að aukin ýsu- gengd undanfarið eigi rætur sín- ar að rekja til stækkunar síldar- stofnsins. Þannig leiði þetta hvert af öðru. Þeir töldu ekkert þvf til fyrirstöðu að leyfa reknetaveiði til að afla beitusíldar og síldar til vinnslu fyrir niðurlagningarverk- smiðjurnar, þannig að þessi dýr- mæti fiskur yrði fullunninn til manneldis hér á landi. Er þetta hafði verið skeggrætt fram og aftur, tókum við Eðvarð tali til að spjalla svolítið við hann um sjómennsku, útgerð og önnur áhugamál. Eðvarð segir okkur, að hann sé fæddur og uppalinn á Dalvík, en hafi nú verið búsettur í Grindavík sl. 17 ár. Hann er 41 árs að aldri og búinn að vera við útgerð meira og minna sl. 20 ár. Hann fór fyrst til sjós 13 ára, þá á síld á bát, bát sem Ásdfs hét, og hefur stundað sjóinn svo til óslit- ið síðan. Hann lauk prófi frá Sjó- mannaskólanum 1954, og fór þá í útgerð ásamt föður sfnum og bróður með bát, sem hét Gunnar, og var Eðvarð skipstjórinn. Þeir reru á vertíð hér syðra, en voru á síld fyrir norðan á sumrin. Eitt sinn, um haustið 1956, er þeir voru á leið suður á vertfð, komust þeir í hann krappan, en var á sfðustu stundu bjargað af varð- skipinu Þór, þá undir skipstjórn kempunnar Eirfks Kristófersson- ar og er saga þeirrar björgunar svolitið sérstök. „Við vorum að nálgast Horn, er hann brast skyndilega á með NA-ofsaveðri og stórhríð. Við héldum áfram, en þegar við vorum komnir vestur fyrir Stigahlíð, bræddi vélin úr sér. Eg gat aðeins náð að senda út eitt neyðarkall, vegna þess að ekki var nægilegt rafmagn til að nota sendinn. Kristján heitinn Júlíusson mun þá hafa verið loft- skeytamaður á Þór, og náði hann að miða okkur á þessu eina kalli. Ég þarf víst ekki að lýsa þvf, hve okkur létti, er Þór birtist allt f „Hann ætlaði að láta beygja í bak, en sagði í stjór” Við skrofum við Eðvarð Júlíusson skipstjóra í Grindavík Lðvarð Júlfusson f brúarglugganum á Járngerði. einu út úr sortanum. Eiríkur sagði mér síðar, að einkennilegt atvik hefði komið fyrir, rétt áður en hann kom að okkur. Miðunin var eðlilega ekki mjög nákvæm og leitarskilyrði engin, en rétt áður en þeir komu að okkur, ætlaði Eiríkur að segja rólmanninum að beygja f bak, en sagði stjór og örstuttu seinna sáu þeir okkur. Ekki er að vita, hvernig hefði farið, ef þetta hefði ekki komið fyrir.“ Eðvarð segir okkur, að hann hafi flutzt suður 1957, er þeir feðgar höfðu selt Gunnar og var hann þá skipstjóri á nokkrum skipum fram til 1956, er fór hann f útgerð í Grindavík með þeim Jens Öskarssyni og Guðlaugi Óskarssyni, og keyptu þeir félagar Búðafell frá Fáskrúðs firði, sem var 70 tonna bátur og skýrðu hann Hópsnes. Fyrir- tækið hefur dafnað vel hjá þeim félögum, þeir eiga nú nýtt Hópsnes, sem er 105 lesta bátur, smíðaður hjá Stálvík, og Járngerði, sem áður hét Björgúlf- ur og var gerður út frá Dalvík, 250 tonna a-þýzkur tappatogari. Þá reka þeir einnig saltfiskverk- un og tóku í vetur á móti um 1000 lestum af eigin skipum. Þeir urðu fyrir því óhappi í vor, að Hópsnes- ið strandaði í innsiglingunni f Grindavík, en nú er verið að ljúka viðgerð á þvf í Noregi. „í sambandi við kaup okkar á gömlum skipum er athyglisvert að líta á aldur skipanna hér á Suðurnesjum og í öðrum lands- fjórðungum. Ég held, að ef vel væri að gáð, kæmi í ljós, að skipin hér eru miklu eldri, og yfirleitt er sagan sú, að við hér fyrir sunnan kaupum okkar skip utan af landi. Þetta á rætur sínar að rekja til þess, að við hér sunnanlands njót- um ekki sömu kjara úr Byggða- sjóði og aðrir landsfjórðungar og verðum því að kaupa skipin af þeim, þegar þeir eru búnir að nota þau beztu árin. Þetta er væg- ast sagt einkennilegt ósamræmi." — Hver er munurinn á því að vera í útgerð árið 1974 og árið 1954, er þú byrjaðir? — „Ég get ekki borið það sam- an, því að fyrir norðan var ég ekki með fjármál útgerðarinnar eins og hér. En ég veit það í dag, að það er erfitt að vera útgerðarmað- ur, ef maður vill standa í skilum. Og það er hættuleg þróun, þegar útgerðarmaðurinn fær ekkert út úr sínum rekstri, hætta á, að hann láti þá slag standa með hlutina. Rekstrarfjárskorturinn er hvað alvarlegasta vandamálið. Það er niðurdrepandi fyrir menn að vera með þetta eilífa víxlafargan, sem stöðugt þarf að velta á undan sér til að halda rekstrinum gangandi, og sífellt vefur þetta upp á sig. Það eru einkennitegar andstæður í útgerðinni nú. Fiskvinnslu- stöðvarnar geta ekki greitt hærra verð fyrir fiskinn, — á sama tíma sem útgerðin þarf 50—60% hærra verð til að geta haldið áfram." — Hafnaraðstaðan er mikið að lagast hjá ykkur í Grindavík. — „Já, hún hefur óneitanlega lagast mikið, þó að það hafi tekið sinn tíma. Það, sem þó vantar, en hægt er að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði, er að laga að- stöðuna, þannig að hægt sé að taka flutningaskip inn í höfnina með góðu móti. Það má taka sem dæmi, að við getum fengið 2800 tonna saltfarm, en það er erfið- leikum bundið að taka skipið hér inn í höfnina og gæti orðið að senda það til Keflavíkur og aka saltinu hingað. Kostnaður við slíkan akstur myndi verða-á aðra milljón krónur. En þetta á von- andi allt eftir að lagast,“ sagði Eðvarð að lokum. — ihj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.