Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 187. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Brezku gufutogararnir hverfa af sjónarsvíðinu Sókn brezkra togara á Islandsmið minnkar BREZKA togaraútgerðin á ekki síður við rekstrarörðugleika að stríða en hin fslenzka. Fyrirsjáanleg stðrhækkun á svartolfuverði til brezkra togara mun enn auka á þessa erfiðleika og afleiðingar þess munu sennilega koma fram f mun minni sðkn brezkra togara á tslandsmið. Þetta kom fram f samtali, sem Morgunblaðið átti við Jðn Olgeirsson f Grimsby f gær. Að sögn Jóns hafa brezkir tog- arar undanfarin tvö ár fengið svartolíu á föstu verði samkvæmt sérstökum samningi og tfðar olíu- hækkanir á heimsmarkaði hafa þannig ekki haft nein áhrif á út- gerð togaranna. Nú mun þessi samningur hins vegar renna út um áramótin og þá hækkar svart- olíuverðið úr 11 pundum tonnið í 30—32 pund, sem mun hafa í för með sér 4—5 þúsund punda viðbótarkostnað á veiðiferð hvers togara. Að sögn Jóns fer útgerð gömlu gufutogaranna að verða mjög ótrygg þegar þessar svartoliu- hækkanir koma til. Við þetta bæt- ist svo, að margir þessara gömlu togara þurfa á næsta ári að fara í 24ra ára klössun, svo sem er. nefnd, og fái útgerðarfyrirtæki þessara togara ekki undanþágu frá þessari klössun i eitt ár má gera ráð fyrir, að þeim verði lagt strax á næsta ári, því að ekkert fyrirtæki mun leggja í þann stór- kostlega kostnað, sem fylgir slíkri klössun. Hitt er jafn ljóst, að sögn Jóns, að gufutogararnir munu allir hverfa af sjónarsviðinu á ör- fáum næstu árum. Það eru þessir togarar fyrst og fremst, sem stunda veiðar hér við ísland, og þegar þeir týna tölunni mun sókn brezkra togara til íslands minnka að sama skapi. Frystitogarar Breta hafa ekki heimild til veiða á miðum, sem eru innan ísl. fisk- veiðilögsögunnar, og nýja skut- togara eiga Bretar fáa. Jón kvaðst ætla, að cinn nýr skuttogari bætt- ist í flotann á móti 4—5 gufu- togurum, er heltust úr lestinni. Þá sagði Jón, að einnig herjaði lágt fiskverð nú á brezku togara- útgerðina, en aðeins hefði það þó hækkað aftur nú upp á síðkastið. Stór milliþorskur selst nú á um 17—20 pund kittið, og meðal- góður smáþorskur færi á 14—18 pund. Skortur hefur verið á ýsu og því selst ýsan á nokkuð hærra verði — 22—28 pund kittið. Þá er kolinn einnig nokkuð hár eða 22—30 pund kittið. Frystitogarar Breta halda sig á Nýfundnalands- miðum og eru væntanlegir heim næstu daga en H til helmingur aflans er karfi, sem Bretar vilja alls ekki en verða þó að veiða til að ná þeim afla, sem þeir hafa heimild til að veiða á þessum slóð- um, ellegar minnka- kvótinn sem nemur aflarýrnum brezku togar- anna. Bretar verða því að reyna að selja karfann til nágrannaland- anna. a syningum New York, 28. september — Reuter FJÓRIR sovézkir listmálar- ar, sem flutzt hafa til Bandaríkjanna, opna á morgun, sunnudag, sýn- ingu á framúrstefnulist í New York-háskóla til þess að sýna hvers konar lista- verk það voru, sem borgar- yfirvöld í Moskvu reyndu að berja niður með jarðýt- um og vörubílum fyrir skömmu. Andrej Kodjak, prófessor við slavnesku deildina i háskólanum, kveðst hafa staðið fyrir sýning- unni vegna gremju og hneykslun- ar á aðförinni að abstraktmálur- unum f höfuðborg Sovétríkjanna. Listamennirnir fjórir eru allir sjálflærðir. Þeir fluttust til Bandaríkjanna á síðasta ári, en flest verkin urðu til í Sovétrikjun- um, „og þau spegla þá list, sem þróast samhliða hinni opinberu list,“ segir Kodjak. Einnig á morgun, sunnudag, fær listsýning sú, sem hreinsuð var upp i Moskvu, væntanlega að sjá dagsins ljós, eftir að yfirvöld höfðu veitt tilskilin leyfi. Spinola forseti — ðtti við borgarastrfð? Svo virtist sem klofningur væri kominn upp innan hersins milli stuðningsmanna Spinola forseta og vinstrisinnuðu herforingj- anna, sem forgöngu höfðu um byltinguna, sem kom honum til valda. Útifundurinn, sem boðað var til i dag, á rætur sínar að rekja til ræðu, sem Spinola flutti þjóðinni fyrr i mánuðinum, þar sem hann hvatti „þögla meiri- hlutann“ til að rfsa upp og gera afstöðu sina ljósa. Frú Ford skorin upp Washington 28. september — Reuter BETTY, eiginkona Fords Banda- ríkjaforseta, gekkst f dag undir uppskurð, sem fjarlægði hægra brjóst hennar vegna krabba- meins. Frú Ford lagðist inn á sjúkrahús í gærkvöldi eftir að fundizt hafði ber í hægra brjóstinu við læknisskoðun dag- inn áður. Frú Ford var hin hress- asta fyrir uppskurðinn og kenndi einskis sársauka. Hún er 56 ára að aldri. Valda úðaefni húðkrabbameini? Þau safnastsaman í andrúmsloftinu og auðvelda útfjólubláum geislum sólar að ná til jarðarinnar VfSINDAMENN telja, að efni eitt, sem notað er f svokallaða „aerosol“ úðunarbrúsa, — t.d. f úðunarmálningu, svitalyktar- eyði, hðrlakk og skordýraeitur, safnist nú saman f andrúms- lofti jarðar og geti dregið úr hinu verjandi ózónmagni þess, með þeim afleiðingum, að húð- krabbamein eykst, að þvf er blaðið Daily American hefur eftir AP-fréttastofunni. Nýlegt sýni af loftinu yfir norðurheim- skautinu, ekki langt frá Spitz- bergen, sýndi, að þetta efni, sem nefnist flúorokarbon er þar fyrir hendi. Segja vfsinda- menn hjá Rannsóknarstofnun bandarfska sjóhersins, að efni þetta, sem einnig ermjög notað f lofthreinsiefnum og kæliút- búnaði, hafi að þvf er virðist borizt með loftstraumum til allra heimshorna án þess að nokkur hafi tekið eftir þvf. Nefna þeir sem dæmi, að magn flúorokarbons f loftinu yfir Washington D.C. hafi aukizt gffurlega f júlfmánuði sl. Þetta efni f andrúmsloftinu er ógnun við ósónlag það, sem verndar jörðina fyrir miklum hluta útf jólubláarra geisla sólarinnar, að þvf er dr. F. Sherwood Rowland við Kalf- fornfuháskóla segir. Dragi úr ózonmagninu eykst útfjólublá geislun, sem næt til jarðar, og Framhald á bls. 47 Veldur þessi úði krabbameini? óbeint húð- Sovézk ab- straktlist Herinn er sagður hafa handtek- ið fjölda manns, einkum hægri- sinnaða öfgamenn, sem munu hafa reynt að fara með vopn til mótmælaaðgerðanna. Hafði stjórnin sagt, að tryggt yrði, að útifundurinn fengi að fara óáreittur fram svo framarlega sem hann væri friðsamlegur. Þá höfðu útsendingar tveggja af þremur útvarpsstöðvum f Lissa- bon verið stöðvaðar og blöðin komu ekki út. Engar viðræður fóru fram f gær milli menntamálaráðu- neytisins og framhaldsskóla- kennara til lausnar á verk- fallsaðgerðum hinna sfðar- nefndu. Hjá Landssambandi framhaldskólakennara fékk Morgunblaðið þau svör, aðmál- ið væri enn á athugunarstigi og alls ekki væri talið útilokað, að finna mætti á þessu deilu- máli farsæla lausn. Gert er ráð fyrir, að framhaldsskólakenn- arar komi til kennslu eftir helgina. — Mynin hér til hlið- ar er tekin f gagnfræðadeild Hagaskóla en litla myndin f Vogaskóla á verkfallsdaginn. Þar stendur Helgi Þorláksson skólastjóri yfir auðum stólun- um. Mikil ólga í Portúgal Lissabon 28. september ^ AP— Reuter— NTB. ANTONIO de Spinola, forseti Portúgals, ákvað eftir mikla spennu og óvissu fram eftir morgni, að hvetja til þess, að útifundi, sem halda átti f dag honum til stuðnings, væri aflýst. Hvað hann fundinn óæskilegan með tilliti til friðar og reglu f landinu, en allt benti til, að meiri háttar átök væru f aðsigi er þúsundir Portúgala utan af landsbyggðinni streymdu til höfuðborgarinnar til þátttöku f mótmælaaðgerðum hægri- sinnaðs „þöguls meirihluta". Reyndu hópar vinstri manna m.a. vopnaðir bareflum að koma f veg fyrir, að fólk kæmist til borgarinnar, unz herinn umkringdi Lissabon og setti vegartálmanir. Fréttir voru enn heldur óljósar, er Mbl. fór f prentun um miðjan dag, en óstað- festar fregnir hermdu, að Spinola forseti hefði tekið öll völd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.