Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 45 Jöhanna 's j Kristjönsdöttir Þýddi , Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN 9 Hvað í fjáranum er kvenmaður að gera með að vera flæktur f þetta mál? húgsaði hann. Hvers konar verkefni átti hún að inna af hendi. Hann braut ákaft heilann um þetta og hann var ekki alls kostar sáttur við þessa framvindu mála. Hann var ekki sáttur við, að málin voru skipulögð á annan hátt en hann hafði búizt við og óskað eftir að þau væru. Það var eitthvað athugavert við þetta allt ... eitthvað grunsamlegt, sem hann ekki fékk skilið. Og nú höfðu þeir sigað á hann kven- manni til að kóróna allt saman. — Ef umferðin er svona mikil alla leiðina, sagði hann allt í einu — er hætt við, að við missum af vélinni. Hann fann, að hún var að horfa á hann og hann leit við. Sem snöggvast var eins og hún ætlaði að spyrja einhvers, en hann kinkaði kolli í áttina til bíl- stjórans. Allir leigubílstjórar hér voru Líbanir og þeir hlustuðu af lífs- og sálarkröftum og óskiptri forvitni á öll samtöl farþega sinna. Hún skildi hann og hallaði sér aftur í sætinu og sagði ekkert. Þau brunuðu til flugvallarins og voru komin þangað eftir tuttugu og fimm mínútur. Hann horfði út um gluggann og reykti. Stundum gaut Elisabeth á hann augunum, þegar hún var viss um, að hann væri niðursokkinn í að horfa út. Hann var mjög rólegur og virtist ekki hreyfa sig að óþörfu. Hún reyndi að gizka á aldur hans. Ein- hvers staðar á milli þrítugs og fertugs. Um þjóðerni hans gat hún ekkert sagt. Kannski var hann Frakki, þó var hún engan veginn viss í sinni sök. Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Um f járrekstur á þjóðvegum Sr. Stefán Eggertsson á Þing- eyri hafði samband við Velvak- anda og vakti athygli á máli, sem jafnan kemur upp á þessum árs- tíma. Hann benti á, að í 64. grein umferðarlaganna stæði eftirfar- andi um fjárrekstur á vegum: „Óheimilt er að reka hópa búfjár á vegum í þéttbýli, nema sérstakt Ieyfi lögreglustjóra komi til. Utan þéttbýlis má reka slíka hópa eftir vegum, en fylgja skulu nægilega margir gæzlumenn og ef vænta má ökutækja um veginn, skal einn gæzlumaður ætíð fara fyrir hópnum. Búfénu skal vikið fljótt og greiðlega út af veginum, þegar þess er þörf vegna annarrar umferðar." Sagði sr. Stefán, að þarna stæði skýrt og skorinort, að búfé skyldi víkja fyrir annarri umferð. Þó sýndu sumir sýslumenn þá ósvinni af sér að auglýsa lokun á vegum frá fjárréttum ákveðna daga. Hann sagðist vilja taka Hann fann augnaráð hennar hvíla á sér og sneri sér að henni. Það flögraði að henni, að það gæti ekki verið, að þessi maður brosti oft, kannski kunni hann ekki einu sinni að brosa, hugsaði hún með sér. — Við erum alveg að verða komin, sagði hann. Hann hugsaði með sér, að það væri óþægilegt hvernig hún horfði á sig og liti síðan undan, eins og í hálfgerðri blygðan. Það kom honum i illt skap og gerði hann argan og henni f jandsamlegan. Hann vissi ekki einu sinni, hvert förinni var heitið fyrr en hann opnaði umslagið á flugvell- inum. Hann vissi ekkert hvað f vændum var og hann hefði getað svarið, að þessi ráðvillta, unga stúlka, sem einhverra hluta vegna átti að vera fylgdarmaður hans, hafði ekki hugmynd um nokkurn skapaðan hlut. Þetta gerði málið f senn fáránlegt og hættulegt. Hann reyndi að átta sig á henni, en gat ekki komizt að neinni niðurstöðu. Minkakápan virtist ósvikin. Því meira sem hann hugsaði um þetta því ringlaðri varð hann. Þau stigu út úr bflnum og þegar burðarkarlarnir höfðu tekið farangur þeirra sagði Elisa- beth: — Ég vona þú sért með farmið- ann þinn? — Ég á að vitja hans inni, sagði Keller. — Ert þú með þinn. — Já, í veskinu mínu. — Þá skalt þú bara fara inn. Ég hitti þig í salnum. Afgreiðslumaðurinn hjá American Express lét hann hafa umslagið og hann skrifaði undir D. Nahum. Nahum var líbanskt nafn, eitthvað álíka algengt og Smith í Bandarfkjunum. Hann reif upp umslagið og sá grænt vegabref með bandaríska ernin- um á. Hann opnaði það og leit á nafn sitt. Andrew James Teller. Þrjátíu og átta ár. Hæð: 1,87. fram, að ekki væri hann að vekja máls á þessu vegna þess, að þetta hefði gerzt vestra hjá þeim, en hann hefði heyrt slfkar auglýsing- aj annars staðar að af landinu. tJndir orð sr. Stefans þykir Vel- vakanda sjálfsagt að taka. Hér er um megtureglu að ræða og spyrja mætti hvaðavald sýslumenn telja sig hafa til að lýsa vegina í bann fyrir öðrum en sauðkindinni, ákveðna daga á ári. Vitað er, að það eru eigendur ökutækjanna, sem kosta vegina, en ekki sauðfjárbændur nema að litlum hluta. Meðal annars vegua þess, að þeir hafa fram að þessu fengið eftirgefinn þungaskatt og auk þess eru flestir á dfsilbílum. Sr. Stefán sagði einnig, að það væri auk þess nokkuð opinbert leyndarmál, að sauðfjárbúskapur væri baggi á skattgreiðendum. Vel mætti hugsa sér, að hægt væri að leggja góðan vegarkafla fyrir þær 900 milljónir króna, sem fara í útflutningsbætur á kindakjöti, sem við borgum grönnum okkar til að borða lík af fjalladrottning- unni. % Eru börn réttindalaus? „Móðir“ hringdi til Velvakanda og sagði frá því, að daginn áður Skolleitt hár, augnalitur blár. Engin séreinkenni. Þar skjátlað- ist þeim, hugsaði hann. Hann hafði ljót ör vfða á líkamanum, sem hann hafði fengið i Indókína. Teller. Klókindalega gert. Það var nægilega lfkt hans eigin nafni til að hann myndi ósjálfrátt svara því. Hver svo sem maðurinn í Mercedesbílnum hafði verið, þá var augljóst, að hann kunni ýmis- legt til verka. Þarna voru tíu hundrað dollara seðlar og farmiði hans. Áfangastaður New York. Og hann hafði haldið, að verkefnið væri einhvers staðar í grennd- inni. Keller stakk vegabréfinu og peningunum í veskið sitt. Hann hafði verið óttalegur fáráðlingur að láta sér detta í hug, að þegar greitt væri svona géysihátt fé og f dollurum, að verkefnið væri á heimaslóðum. En við þessu var kannski ekkert að segja. Hann afhenti farmiða sinn og gekk inn í brottfararsalinn. Stúlkan var þar fyrir og las blað. Hann gekk fram- hjá henni og að barnum og pant- aði sér tvöfaldan viskí. Hann varð þess var, að hún var komin til hans og sagði: — Ég ætla að fá mér líka. Ég er alltaf svo flughrædd. Get ég feng- ið viski og sóda. Keller lagði peningana á borðið. — Þú verður að hvolfa þessu i þig. Við verðum kölluð út fljót- lega. — Þetta er allt f lagi, sagði stúlkan og brosti nú í fyrsta skipti. — Þetta er ekki eins og á stóru flugvöllunum. Hér getur maður lokið við drykkinn sinn og síðan farið um borð. — Þú virðist kunnug í Líbanon, sagði Keller. — Nei, en ég hef farið víða og þekki orðið flugstöðvar á ýmsum stöðum. Mér finnst Beirut skemmtileg borg og flugstöðin er ágæt. Og mér líkar vel við fólkið. — Já, samsinnti hann og lauk við drykkinn. — Að minnsta kosti hefði verið stolið hjóli frá syni hennar. I þvf sambandi vildi hún benda á, að aðstoð lögreglunnar f slíkum tilvikum væri mjög af skornum skammti og svo virtist sem börn gætu hvergi leitað rétt- ar síns ef þau yrðu fyrir slíku. Hún sagði, að fyrir utan þau leiðindi, sem þetta hefði í för með sér, væri þetta ekki litill skaði fyrir börnin. Sonur sinn hefði safnað lengi fyrir hjólinu og sfðan verið að útvega sér ýmsa hluti á það, eins og spegil, hraðamæli o.fl. og hefði verið mjög annt um gripinn. Rannsóknarlögreglan veitti „móður" þau svör, að þeir væru vakandi og sofandi að að- stoða borgarana, en hún sagði, að svo virtist sem börn teldust ekki í þeim hópi, ef dæma mætti eftir undirtektum, sem hún hafði feng- ið við umkvörtun sinni. Drengur- inn hafði verið í júdótima við Ármúla, þegar hjólinu var stolið. Velvakandi villleyfasérað bæta við, að hann furðar sig á því, að foreldrar þeirra barna, sem leggja sig niður við að stela hjól- um, skuli ekki verða vör við, og bregðast við á réttan hátt ef börn þeirra eru allt í einu komin með reiðhjól heim til sfn. í sumum tilvikum kann að vera, að börnin fari ekki með stolnu hjólin heim til sín, en óhjákvæmilegt er, að meðan þú átt peninga. Flesta má I kaupa. — Og ert þú þar með talinn? Hún hafði ekki ætlað að segja þetta, en fyrirlitning hans virtist að henni beint persónulega. Hann ýtti glasinu framar á borðið og gaf þjóninum bendingu um að fylla það að nýju. — Vitaskuld. Þér ætti að vera bezt kunnugt um það. — Ég veit hvorki eitt né neitt um þig, svaraði Elisabeth. — Ég veit aðeins, að við eigum að verða samferða til New York. — Og færðu ekki krónu fyrir það? Hann sneri sér að henni. Honum var farið að hitna innan um sig af vískfinu. Hann sá, að reiðiroði hafði færzt yfir andlit hennaroghonum var skemmt yfir því. Hún var ekki vön svona óheflaðri framkomu, hún hafði aldrei hitt menn af hans sauða- húsi áður. — Ég fæ ekki annað en ánægj- una af félagsskapnum við þig, svaraði hún kuldalega. — Ekki myndi ég nú gera mér háar vonir um hana, sagði hann hranalega. — Og alténd fæ ég vel borgað. Annan viskf! — Við eigum langt ferðalag fyr- ir höndum, sagði Elisabeth ró- lega. — Mér þætti viðkunnan- legra ef þú drykkir þig ekki út úr fullan. Keller varð að viðurkenna að hún virtist kjörkuð. En mynd Souha birtist stöðugt fyrir hug- skotssjónum hans, hann sá stóru augun hennar fyrir sér, full af tárum og djúpri sorg. Hann lang- aði mest til að taka þessa rfku, amerfsku dekurdrós og gefa henni utanundir. — Ég verð aldrei fullur, kæra fröken. Ég er ekki eins og Kan- arnir. Jæja, þarna kemur fyrsta kallið. Ljúktu úr glasinu þínu og komdu! Hann tók um handlegg hennar og henni fannst sem hún væri í skrúfstykki. foreldrarnir taki eftir þvf ef hjól hefur skyndilega bætzt í eign barnanna. % Hvar er vinningurinn? Sig. Magnússon, Hafnarfirði skrifar: \ „Velvakandi góður. Ég bið yður vinsamlegast að birta eftirfarandi í yðar ágætu dálkum: I sumar var haldin sýn- ing í Laugardalshöllinni, sem kunnugt er. Þróunarsýningin minnir mig, að hún hafi verið kölluð. Meðal annars góðs, sem þar var á boðstólum, var happdrætti, og þar sem ég er haldinn óseðjandi happdrættisástríðu, eins og flestir Islendingar keypti ég að sjálfsögðu miða, þegar ég heim- sótti sýninguna í ágúst sl. En nú bregður svo við, að þótt ég hafi leitað f flestum dagblöð- um borgarinnar hef ég hvergi get- að fundið lista yfir vinningsnúm- erin. Minnist ég þess, að kvörtun um þetta hefur komið fram áður f dagblöðum. Nú eru það eindregin tilmæli mfn, að þeir, sem hlut eiga að máli, láti birta vinnings- númerin, eða ef þau hafa þegar verið birt, upplýsi hvar og hve- nær sú birting fór fram.“ Skipstjóri land er framundan. Hann heimtar tunnuna kallinn segist þurfa að safna vatni eins og heima í Eyjum í gamla daga. Hver fja . ... er þetta peningar og peningar, fólk hugsar ekki um annað en peninga. Blessaður leitaðu líka í hinni töskunni. S\GGA V/C5GA £ *Í/LVE^AW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.