Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Einstigið milli Hafnarfjarðar og Regkjavíkur Um nokkurra ára skeið hefur slíkt umferðaröngþveiti ríkt á veginum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, að dæmi um sam- bærilegt ástand verður ekki fundið hér á landi. Tíu þúsund manna byggð i Hafnarfirði, þrjú þúsund manna byggð í Garðahreppi, Álftanesið, Kefla- vfk, flugvöllurinn þar og allir bæirnir suður með sjó — allt er þetta tengt höfuðborginni með einstigi, þar sem oft er ekki hægt að komast framúr þunga- vinnuvélum þótt líf lægi við. Allt er þetta kunnara en frá þurfi að segja, að minnsta kosti öllum þeim, sem búa á þessu svæði og alveg örugglega þeim f jölda ökumanna, sem verða sér til sárrar skapraunar að komast þama á milli á hverjum degi. Umferðarþunginn á einstig- inu er nú um það bil 20.000 bílar á sólarhring. Bæði i Garðahreppi og Hafnarfirði er geysileg uppbygging og f jölgun og sökum nálægðarinnar við Reykjavík, sækja flestir vinnu þangað. Ibúar Arnarness búa við neyðarástand og verða stundum að bíða lengur eftir því að komast inn á Hanar- fjarðarveginn en það tekur að aka alia leið til Reykjavíkur. Á sama hátt er timunum saman ómögulegt að komast inn á veginn til Hafnarfjarðar af Vifilsstaðavegi. Slysin á þessum gatnamótum gerast si- fellt tíðari og meðan þúsundir vegfarenda spyrja á hverjum einasta drottins degi: Hvers- vegna, hversvegna er ekkert gert? — heyrist naumast eitt einasta bofs frá þeim háttvirtu alþingismönnum, sem við i þessu kjördæmi höfum kosið til að hafa forsjón fyrir okkar málum. Að vísu hefur Ólafur Einars- son, alþingismaður og fyrrum sveitarstjóri í Garðahreppi, unnið gott starf og bent ræki- lega á það óréttlæti, sem þarna er framið. En hann hefur að því er virðist talað fyrir daufum eyrum, þar til nú uppá síð- kastið, að þessu máli hefur ver- ið hreyft hvað eftir annað i blöðum. Ólafur hefur meðal annars bent á, að á áarabilinu frá 1969 til 1974, lagði umferðin á Hafnarfjarðarveginum ríkis- sjóði til tekjur uþpá 150 milljónir króna. En á sama tíma fannst forráðamönnum vega- mála sanngjarnt að leggja 15 milljónir af mörkum til endur- bóta. Engu er likara en áhrifaríkir aðilar hafi verið slegnir blindu. Þegar að er gáó, reynist vera samdóma álit þeirra aðila, sem hlutdeild eiga að þessu máli, að alls ekkert sé þvi til fyrirstöðu, að framkvæmdir hefjist strax. En það er tekið fram á öllum vígstöðvum, að hér standi fyrst og fremst á framkvæmdavilja og fjárveitingum frá Alþingi. Og þegar ljóst er, hvar hundur- inn liggur grafinn, hljótaýmsar spurningar að vakna. Hvaðan fær Alþingi og fjár- veitingavaldið tillögur um nýjar framkvæmdir? Gerir ekki vegamálastjóri þær til- lögur, sem síðan eru lagðar til grundvallar? Mér skilst, að þingið hafi ekki alltaf farið i öllu eftir tillögum vegamála- stjóra, en hvaða áherzlu hefur vegamálastjóri lagt á það á undanförnum árum, að mann- sæmandi úrbætur yrðu gerðar á þessari umræddu leið? Hvernig væri að vegamálastjóri gerði opinberlega grein fyrir því, hverjar tillögur hans hafa verið. Eg man ekki betur en hann hafi verið að bera af sér aðgerðaleysið með því að kenna skipulagsyfirvöldum í Garða- hreppi um það, að þau hafi ekki verið búin að ákveða sig. Ekki hljómaði sú afsökun sannfær- andi og heldur ólíklegt að lagn- ing þjóðvegar geti tafizt um árabil vegna þess eins að ekki hafi verið til fulls gengið frá skipulagi í einhverju sveitarfé- lagi á leiðinni. Lausnin er til — en einungis á pappirnum. Sú lausn gerir ráð fyrir nýjum tveggja ak- brauta Hafnarfjarðarvegi milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Með vegamótamannvirkjum á þremur stöðum yrði kostnaður miðað við núverandi verðlag 596 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að leggja svokall- aða Reykjanesbraut; nýjan veg úr Breiðholti og allar götur um Vífilstaði og suður á Kefla- víkurveg við Hafnarfjörð. Áætlunin um þann veg, tveggja akbrauta frá Vífilstöðum til Breiðholts, hljóðar uppá sam- tals 739 milljónir króna. Auk þess er gert ráð fyrir því að þessar tvær megin umferðar- æðar tengist. Þetta er gott svo langt sem það nær, en litil huggun felst í því, þegar framkvæmdaviljann vantar. En gerum nú samt ráð fyrir að hinir vísu landsfeður vakni af værum svefni, þegar allt er komió í óefni og ákveði að gera eitthvað raunhæft þarna i stað þess að fleygja peningum i álíka þarfar sam- göngur og nýja Gjábakka- veginn sællar minningar. Þá er sennilega augljóst, að ekki verður allt gert í senn. Og á hverju á þá að byrja; hvar kreppir skórinn verst að? 1 fróðlegri og ágætri grein um þessi efni eftir Margréti Bjarnason, sem birtist i Morg- unblaðinu 17. nóvember sl., var þess getið, að Sigfús Örn Sig- fússon, yfirverkfræðingur brautadeildar hjá Vegagerð ríkisins, teldi vænlegast að haga röð framkvæmda þannig: 1) Brú yfir Kópavogslæk gerð á þessu og næsta ári, en ekkert gert við Hafnarfjarðar- veginn fyrst um sinn. 2) Gerð einföld akbraut ofan úr Breiðholtshverfi og suður að tengibrautinni i Arnarnes — einnig gerð þessi tengibraut með tilheyrandi gatnamótum við Hafnarfjarðarveg. Þetta leggur verkfræðingurinn til að verði lagt til málanna árin 1975 og 1976. 3) A árunum 1976—77 verði síðan lögð áframhaldandi áherzla á þessa Reykjanesbraut hér ofan við byggðina og ein- faldri akbraut komið suður að Vífilstöðum. 4) A árunum 1977—78 vill verkfræðingurinn umfram allt halda áfram með Reykjanes- brautina og gera nú einfalda akbraut frá Vífilstaðavegi að Alftanesvegi. Sem sagt: Það eina sem veru- lega vantar og skiptir máli, sjálfur Hafnarfjarðarvegurinn, á enn um ókomin ár að standa óbættur. En skyldi nú röðin koma að honum næst? 5) Onei, mfnir elskanlegu, engar úrbætur f fimmta áfanga, sem samkvæmt til- lögum verkfræðingsins ættu að eiga sér stað á árunum 1978—79. Aður en von sé um nokkrar framfarir, sem máli skipta, vill verkfræðingurinn halda svolitið áfram með þetta merkilega hugarfóstur, Reykjanesbrautina, og koma henni allargötur suður að kirkjugarði f Hafnarfirði. 6) En bfðum við. Það mun væntanlega koma ár eftir þessi ár og í tillögum Sigfúsar er lagt til að það reki lestina og mæti afgangi á árunum 1980—85 að taka Hafnarfjarðarveginn i gegn. Eins og þeir sem daglega fara þessa leið hljóta að sjá, eru þetta aldeilis frábærar tillögur og bera vitni um alveg einstæð- an skilning á aðalatriðum og aukaatriðum. Og þá er það enn ótalið, sem er sjálf rúsínan í þessum pylsuenda snilld- arinnar: Gert er ráð fyrir að þetta glæsilega 700 milljóna króna mannvirki fyrir ofan garð, Reykjanesbrautin, eigi að taka heil 18% af umferðinni af Hafnarf jarðarveginum. Átján prósent. Þetta má nú kalla grand ideu og viturlega ráðstöfun á þessum fáu vegakrónum. En góðir hálsar, hvernig er það reiknað út, að 18% umferðar- þungans muni lenda á þessari aukaveg, sem kannski tekur 18% af umferðinni — og láta það ganga fyrir. Það kostar samkvæmt áætluninni um 500 milljónir króna að fullgera tví- breiðan veg með gatnamóta- mannvirkjum, sem flytja mundi 80—90% af umferðinni. Ég held að verkfræðingurinn hljóti að hafa litið skakkt á kvarðann sinn. Betra væri að stinga kvarðanum í vasann og reyna að hugsa raunhæft. Rétt er það að vísu, að bráðabirgða- varaveg eða. neyðarveg þyrfti að gera sem fyrst hér ofanvið. En til þess dugar venjulegur malarvegur. Það sem máli skiptir fyrir. þessi byggðarlög sunnan við höfuðborgina er, að sjálfur Hafnarfjarðarvegurinn verði undir eins gerður að góðri og greiðfærri leið meó.tveimur ak- reinum í hvora átt og tilheyr- andi gatnamótamannvirkjum. Að því loknu er alveg sjálfsagt að snúa sér að þessari Reykja- nesbraut — svo og tengiveg- unum. Allt annað er kukl og jaml og japl og fuður og miðar að þvi að viðhalda núverandi öngþveiti sem lengst. Að byrja á þvi sem okkur vantar alls ekki og kosta til þess stórfé, það er eins og að pissa upp i vindinn. Varla gera yerkfræðingar það. Gisli Sigurðsson. fyrirhuguðu Reykjanesbraut? Sú áætlun er út i bláinn og mætti ugglaust með jafn gild- um rökum halda því fram, að aðeins 10% umferðarinnar færi þama bakdyramegin. Við skulum í þessu sambandi minn- ast þess, að úr stórum hluta Reykjavíkurborgar tekur jafn langan tima að aka upp í Breið- holtshverfi eins og suður i Garðahrepp. Fæstir, sem sunnan að aka, munu eiga er- indi i Breiðholtshverfi; leiðin liggur til atvinnu eða útrétt- inga hingað og þangað niður í borgina. Menn munu trúlega áfram eins og hingað til hafa tilhneigingu til að aka þá leið- ina, sem skemmri er og ég er sannfærður um, að 90% um- ferðarinnar verður eftir sem áður á Hafnarfjarðarveginum. Og annað er nokkurn veginn vist: Um 1980 verða það ekki tuttugu þúsund bílar á sólar- hring; þeir gætu miklu frekar orðið 30 þúsund og það þótt Reykjanesbrautin væri komin. Verkfræðingurinn gerir ráð fyrir að heila gillið kosti 1409 milljónir króna miðað við nú- gildi. Vel má vera að það fái staðizt. En það þarf meiri vits- muni en kollurinn á mér rúmar að sjá og skilja nauðsyn þess að verja 700 milljónum króna í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.