Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 47 Jólakeppni Morgunblaðsins NC eru bréfin f sambandi við jólakeppni yngri lesendanna byrjuð að streyma inn á ritstjórn- ina. Hér eru þau sem komu undir helgina og svo verðlaunin sem Morgunblaðið veitir f ár: þrjátíu bækur alls til skiptanna milli þeirra hlutskörpustu. Við verð- GRÆNLENSKI rækjubáturinn sem kom við hér I Reykjavfk fyrir sfðustu helgi og lagði af stað vest- ur yfir hafið á laugardagsmorg- uninn, er aftur kominn f fréttirn- ar. Varðskipið Þór bjargaði hon- um til hafnar á sunnudagsmorg- uninn. • Báturinn sem heitir Kirstine Hansarak varð að leita hafnar hér í Reykjavík um miðja síðustu viku vegna leka. — Ahöfnin sem þá var með bátinn, fimm Græn- lendingar, gengu af bátnum vegna þessa Jeka og var þá send frá Kaupmannahöfn fjögurra manna áhöfn — allt Danir. Hér fór fram viðgerð á dekkþilfari sem var þétt og lensipumpa var lagfærð. Aftur lagði báturinn af stað til Grænlands með hina dönsku áhöfn laust fyrir hádegið á laugardaginn. Um klukkan 8 á laugardags- kvöldið er báturinn var staddur 65 milur útaf Garðskaga kallaði hann eftir aðstoð vegna þess að verulegur leki hafði gert vart við sig. — Eigi allfjarri var þá varð- skipið Þór og fór hann bátnum þegar til hjálpar. Var er þetta gerðist leiðindaveóur á þessum slóðum. — Um klukkan 10 á laugardagskvöld var varðskipið komið á staðinn. Var ástandið þá hjá okkur vissulega orðið allalvar- legt, sagði skipstjóri bátsins, Kurt Nielsen, er blaðamaður Mbl. ræddi við hann. — Þá var kominn verulegur sjór i vélarrúmið og þar hækkaði hann jafnt og þétt. Mér taldist svo til að um 10 tonn af sjó kæmu inn i bátinn á klukkustund en það var meira magn en dælur bátsins réðu við. Bað ég þvi skipherrann á Þór (Helga Hallvarðsson) um að Tækjum stolið fyrir á annað hundrað þúsund BROTIZT var inn i Sjónvarpsmið- stöðina við Þórsgötu um helgina, og stolið þaðan hljómflutnings- tækjum og sjónvarpstækjum aó verðmæti eitthvað á annað hundr- að þúsund krónur. Um er að ræða sjónvarpstæki af Hitachigerð, segulband af Poppeygerð, tvö bílasegulbönd af gerðinni Automatic radio og loks magnara. Þeir, sem hafa orðið varir við tæki af þessum gerðum við grun- samlegar kringumstæður, eru beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. launum bestu Ijóðin, sögurnar og myndirnar, og skilafrestur er til 18. þ.m. Bók Stefáns Jónssonar, Björt eru bernskuárin, varð fyrir valinu hjá okkur I ár, en þeir sem sigra í hverjum flokki hljóta Ljóðasafn Tómasar með eigin- handaráritun skáldsins. reyna að koma til okkar tveim góðum dælum, þess væri annars skammt að bíða að vél bátsins stöðvaðist. — Varðskipsmenn brugðust vel við og innan stundar voru þeir komnir til okkar á gúm- báti með tvær dælur og fylgdu þeim þrir menn sem þegar tengdu þær og settu i gang. — Dráttarvír var komið milli skipanna og fyrir miðnætti á laugardagskvöldið var Þór lagður f stað með okkur til Reykjavikur, sagði Nielsen skip- stjóri sem bætti þvi við að varð skipsmenn hefðu sýnt mjög góða sjómennsku i þessu björgunar- starfi. Er ekki að orðlengja það, sagði skiptstjórinn, að ferðin til Reykjavíkur gekk að óskum og hingað komum við milli kl. 9 og 10 á sunnudagsmorguninn. Nielsen skipstjóri sem er maður á besta aldri, sagði, að ljóst væri af öllu þvi sem á undan væri gengið með þennan bát, að taka yrði hann i slipp og ganga úr skugga um hvar lekinn væri og hvað gera þyrfti til að stöðva hann, — þvi ég get ekki gert mér grein fyrir því hvar hann er. Það fer ekki að bera á neinum leka í bátnum fyrr en hann er kominn út á rúmsjó í þau átök sem siglingunni fylgja. Slipppláss fékk báturinn ekki i gær, en vonir standa til að það verði i dag eða á morgun, upplýsti umboðsmaður eiganda bátsins, Þorvaldur Jónsson skipamiðlari. Eigandi bátsins er Konunglega Grænlandsverslunin og er bátur- inn að koma úr klössun i skipa- smiðastöðinni Grenaa í Dan- mörku. Héðan fer báturinn til Godthaab þegar viðgerð hér er lokið og hann kemst af stað. A.m.k. 30 send- ingar sviknar út UNNIÐ var að talningu í vöru- skemmum Flugleiða hf alla helg- ina, og verður því verki haldið áfram eitthvað út þessa viku. Komið hefur í Ijós, að a.m.k. 30 vörusendingum hefur verið laumað út úr skemmunum fram- hjá tolli. Eins og fram kom i blað- inu á laugardaginn, er aðallega um tizkufatnað að ræða. Eru nokkrir innflytjendur viðriðnir mál þetta, svo og starfsmaður Flugleiða, en honum hefur verið vikið frá störfum. Sakadómur Reykjavíkur hefur fengið málið til rannsóknar, en um er að ræða tollsvikamál, sem skiptir milljón- um króna. Bátar í árekstri UM KL. 18 á laugardfginn varð allharður árekstur tveggja vél- báta úti af Reykjanesi. Voru það vélbátarnir Ingólfur VE 216, sem er 48 lesta tréskip, og Hafsteinn RE 133, sem er 176 lesta stálskip. Dimmviðri var og gekk á með éljum. Nánari atvik voru þau, að Ingólfur var á leiðinni frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur i viðgerð og á honum voru aðeins tveir menn, en Hafsteinn, sem er á netaveiðum, var á leið inn til Grindavíkur. Areksturinn var þannig, að Hafsteinn lenti á bak- borðskinnungi Ingólfs, framan við vantinn, og brotnaði Ingólfur allmikið. Nokkrir skipverjar af Hafsteini fóru yfir i Ingólf til aðstoðar hinni fámennu skips- höfn og sjódæla var fengin hjá Grindvikingi GK, sem var þarna nærstaddur. Inn til Sandgerðis komu bátarnir síðan um kl. 21 á laugardagskvöldið I fylgd með LjósfaraÞH. Jón. — Stakk mann Framhald af bls. 48 brjósti, og Björgvin með 4 stungu- sár. Hnífurinn, sem er um 20 sm langur, fannst í íbúðinni brotinn. Björgvin sagði við yfirheyrslur á sunnudaginn, að þeir hefðu verið þrir einir i ibúðinni. Sagðist hann hafa setið á legubekk í stofunni, liklega undir morgun, þegar Kristján hefði skyndilega komið æðandi út úr eldhúsinu með hnif- inn á lofti og rekið hann á kaf i brjóst sér. Stakk hann húsráðand- ann f jórar stungur, en hvarf síðan inn i herbergið. Björgvin sagðist hafa reynt að komast i simann, en verið of máttfarinn til þess. Siðan reyndi hann að kalla í Friðmar en fékk ekki svar. Féll hann þá í mók og man ekkert eftir sér fyrr en konan kom um klukkan 10. Ekki kvaðst hann muna gjörla hvenær Kristján réðst á sig, en telur það hafa verið undir morgun. Ekki sagðist hann vita ástæðuna til þess að æði rann á Kristján. Ekki liggur ljóst fyrir hvort vin var haft um hönd í húsinu, en þó er talið liklegt að a.m.k. Kristján og Friðmar hafi setið að drykkju, en húsráðandinn var sjúklingur. Líðan hans var eftir atvikum góð I gær, en hann liggur á gjörgæzlu- deild Borgarspítalans. Er hann ekki úr allri lifshættu, að því talið er. Yfirheyrslur yfir Kristjáni hóf- ust siðdegis á sunnudag, og játaði hann á sig verknaðinn. Hefur hann verið úrskurðaður i 60 daga gæzluvarðhald. Kristján á heimili við sömu götu og atburðurinn gerðist, Þverholt. — Óþolandi ástand Framhald af bls. 48 vera í henni, en úr því fæst trú- lega skorið á næstu vikum. Fyrir tæpum 4 árum þegar vit- að var, að ekki yrði virkjað meira i Laxá, var af undirrituðum og fleirum bent á gufuna i Náma- fjalli sem aflgjafa við næstu virkjun hér, þar sem rannsóknir sýndu, að þar myndi vera nægileg orka til virkjunar á hagkvæman hátt. Var i þvi sambandi talið, að hægt væri að byggja slika virkjun í áföngum. Síðan þetta átti sér stað hefur litið verið gert i þess- um málum, svo sem kunnugt er, þar til á síðasta sumri, að hafin var borun í Kröflu. Hvað svo um framhaldið? Nú vilja menn hér fá eftirfarandi spurningum svarað. Hverjir réðu því, að ekki var reist stærri gufu- virkjun i Bjarnarflagi á sinum tima, og hún síðan stækkuð. Og i öðru lagi, hvi var ekki byrjað að virkja austan við Námafjall i áföngum úr þvi að rannsóknir leiddu i ljós, að þar væri næg orka. Óskað er eftir skýrum svör- um hjá viðkomandi aðilum. Ástandið í þessum málum er væg- ast sagt orðið óhugnanlegt og óþolandi. Kristján — Rækjudeilan Framhald af bls. 48 Blönduósi, þrátt fyrir, að hann væri aðeins skráður á öðrum staðnum. Hugmyndin hjá okkur er að gera út á rækju f allt sumar, sækja á djúpið við Kolbeinsey og landa henni hérna hjá verksmiðj- unni á Blönduósi," sagði Kári ennfremur. Morgunblaðið spurði Kára þá að því hvers vegna Særún hefði nú auglýst eftir þriðja rækjubátn- um í viðskipti. Kári svaraði þvi til, að af köst rækjuverksmiðjunn- ar væru næg til að geta annað þremur bátum og þess vegna hefði verið auglýst eftir þvi hvort einhver af skipstjórum hinna 27 báta, er leyfi hefðu til rækjuveiða á Húnaflóa, hefði ekki áhuga á þvi að flytja kvóta sinn yfir á Blönduóssverksmiðjuna. Kári sagði sér hafa heyrzt á forsvars- mönnum sjávarútvegsráðuneytis- ins, að öðru vísi horfði við með slika umsókn en veiðar Blöndu- óssbátanna, og sagði ennfremur, að tveir skipstjórar hefðu strax í gær haft samband við Særúnu og látið líklega yfir því að þeir væru tilbúnir að sækja um yfirfærslu á kvótum sínum til Blönduóssverk- smiðjunnar. — Rafmagn Framhald af bls. 3. höldum skömmtunum áfram þangað til afköstin hafa aukizt enn meir. Þá veit ég, að fram- leiðsla Gönguskarðsárvirkjunar í Skagafirði er komin niður i eitt stórt núll. Aó sjálfsögðu eru allar dísilvélar á fullum krafti og olian á þær kostar aðeins 35 þús. kr. á klukkustund eða 840 þús. kr. á sólarhring. Við þetta bætist svo margskonar kostnaður. - StjórnBrattelis Framhald af bls. 1 er gert ráð fyrir þvi, að bréfin séu keypt fyrir 62 milljónir dollara. Astandið er vægast sagt mjög óljóst, en fari svo, að stjórn Brattelis falli á þessu máli, má búast við erfiðri stjórnarkreppu i Noregi. Borgaraflokkarnir hafa 87 þingsæti af 155 og líklega mundi borgaraflokkastjórn með Lars Korvald i forsæti taka við völdum. Sú stjórn gæti þó aldrei orðið langlíf og þá kæmi aftur að Verkamannaflokknum eða efnt yrði til nýrra kosninga. Samtök verkamanna við efna- iðnað i Noregi hafa reynt að miðla málum en lítið orðið ágengt enn sem komið er. Hafa samtökin lagt hart að bæði Verkamanna- flokknum og SV að setjast saman að samningaborði en þrátt fyrir viðræður hefur lítið miðað i sam- komulagsátt. Talsmaður samtak- anna sagði i dag, að i rauninni gæti hann vel fallizt á hugmyndir SV um þjóðnýtingu. Þær væru þó ekki raunhæfar á þessu stigi málsins. I fyrsta lagi striddu þær gegn norskum lögum, i öðru lagi yrðu álverksmiðjurnar eftir sem áður háðar kanadíska fyrirtækinu um hráefni. Þar til á föstudaginn verður barizt bak við tjöldin, bæði milli flokka og innan þeirra — og þá einkum innan SV, en flokkurinn, sem samanstendur af fjórum flokksbrotum á vinstri væng stjórnmálanna, skiptist algerlega I tvo hópa. Getur framtið flokks- ins I raun og veru ráðizt af þessu máli ekki síður en framtið rikis- stjórnar Brattelis. — Þing Framhald af bls. 18 hlutfall þeirra fari til dreifikerf- anna. Að lokum ræddi Þorvaldur Garðar um það misrétti, sem i því fælist, að enn næði sjónvarpið ekki til 472 sveitabæja. Talið væri að það þyrfti 150 endurvarps- stöðvar til að ná settu marki i þessu efni. Fyrir 2—3 árum hefði verið gerð kostnaðaráætlun, þá að fjárhæð 150 milljónir króna, sem hann taldi naumast undir 220 milljónum i dag, miðað við verðlagsþróun siðustu 2ja — 3ja ára. — Konstantín Framhald af bls. 1 að hann vænti þess, að réttlæti gagnvart þegnum landsins ein- kenndi þróun mála í Grikklandi i framtiðinni og sagði, að þjóðar- eining yrði að ganga fyrir öllu svo að ástandið í landinu kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Konstantin sagði ekkert um hvað hann hygð- ist fyrir, hann hafði fyrir at- kvæðagreiðsluna lýst þvi yfir, að ef hann biði ósigur sneri hann heim sem óbreyttur borgari og settist að i Aþenu. Gert er ráð fyrir, að Ghizikis hershöfðingi, sem nú gegnir for- setaembættinu til bráðabirgða, segi af sér í kvöld eða á morgun og þingið útnefndi þá nýjan bráðabirgðaforseta, unz stjórnar- skrárbreyting hefur verið gerð, er kveður á um framtiðarskipulag forsetaembættisins og kjör hans. Er búizt við, að Panayotis Kanellopulos fyrrum forsætisráð- herra verði skipaður forseti. — Frímerki Framhald af bls. 12 stimplun fyrstadagsum- slaganna, enda er það nú alltaf gert i Svíþjóð við útgáfu minningarfrimerkja. Eru flúrfrímerki hættuleg heilsu manna? Um allmörg ár hafa ýmsar póststjórnir gefió út sérstök flúrskinsfrimerki. Hafa þau þann eiginleika, að mjög auð- velt er að lesa í sundur póst- sendingar með þessum merkjum í sérstökum vélum. Japanir munu einna fyrstir hafa orðið til að setja þetta flúr- efni í lit frimerkja sinna. Síðan breiddist þessi aðferð út til Evrópu, þar sem nokkur lönd hafa notað hana. Ðanska póst- stjórnin hefur einungis notað flúrfrímerki frá 1967 en áður hafði hún um nokkur ár gert tilraun með slík frímerki sam- hliða sömu merkjum á venju- legum pappir. Islenzka póststjórnin hefur aldrei látið gefa út frímerki með flúrefni, enda ekki haft þörf fyrir þau. Nú herma nýjustu fréttir, aó japanska póststjórnin sé að hætta við að nota flúrfrimerki, þar sem grunur leikur á, að flúrefnið geti valdið krabba- meini. Reynt verður að fylgjast með umræðum um málið og skýra frá þeim hér i þættinum, þegar einhverjar niðurstöður liggja fyrir. — Við hefðum . . Framhald af bls. 17 Þegar island var hernumið 1940 hringdi Gunnlaugur Einarsson lækn- ir. sem þá var formaður, I mig strax um morguninn og kvaddi mig til hjálparstarfa I sambandi vi8 hernám- i8. Ég var ekki búin aS ganga frá lokun skýlisins og átti alla reikninga ófrágengna. En ég dreif mig I bæinn og hóf störf I sambandi vi8 hernám- i8, en þar var I ýmis hom a8 llta. — RauSi kross íslands haf8i ann- ast forskóla fyrir hjúkrunarkonur ár- i8 1937 og annaSist ég þa8 á hverju ári þar til ág ré8st til Landspltalans sem hjúkrunarkennari áriS 1941. a8 undanteknu hemámsárinu 1940 þegar forskólinn varð niður að falla. Hann fluttist svo með mér frá R.K.f. til Landspltalans. Gunnlaugur Claes sen var forgöngumaður þessa máls eins og margra annarra. Hann var áhugamaður um aukna menntun hjúkrunarkvenna og heilsuvernd. — Eitt starf var mér falið einni og sem ég hef sjaldan rætt um þar sem um mjög viðkvæmt mál var að ræða. f strlðslokin var ég útnefndur tengi- liður R. K. f. við Amerlska Rauða krossinn til úrlausnar ýmsum mjög erfiðum og viðkvæmum barns- faðernismálum við lok styrjaldarinn- ar. — Störfin I R.K.Í. voru öll skemmtileg og ánægjulegt að sinna málum sem við töldum vera til gagns fyrir almenning og einnig það að vinna meS hinum frábæru áhuga- og athafnamönnum sem voru I forystu R.K.i. En öll hefðum viS viljað gera betur. Þór bjargaði græn- lenska rækjubátnnm — var hætt kominn vegna leka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.