Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 31 ÓVENJULEGT LEIKRITASAFN ÍJÓLAGJÓF engum, að þar fór höfðingskona sem hún var. Hún „faldi sina opnu und undir glöðu bragði". Eftir sonamissinn hnignaði heilsu hennar, og hættulegur sjúkdómur greip hana smám saman heljar- tökum. 'Við hann barðist hún siðustu árin og gekk tvisvar undir tvisýnar hjartaaðgerðir. Hetjuskapur hennar var slikur, að hún kunni ekkí að gefast upp. Hún breyttist litt við mótlæti. Þar kom til ættararfurinn, heil- steyptur persónuleiki hennar. Hún ornaði sér líka oft við minningar um bjartari daga. Hug- ur hennar leitaði mjög á fornar slóðir fyrir norðan til hinna glöðu æskudaga hennar og manndóms- ára. Tryggð hennar við æsku- stöðvar og æskuvini var dæmafá. Aldrei tók hún sér i munn orð öðruvísi en á hreinni og skýrri svarfdælsku og gladdi með því eyra þess, sem nálega hafði týnt niður málhreimi bernskunnar. Lífið var dýrkeyptara og harð- leiknara við Ingibjörgu Stefáns- dóttur en aðra, sem ég hef þekkt, en hún stóð i skilum við það i einu og öllu eins og hennar var vís von. Baráttunni er lokið, og ljúft mun henni að hverfa inn í hinn bjarta fjallahring og hvílast með ástvin- um sínum á Völlum, staðnum, sem hún unni mest. Þessum fáu línum fylgja þakkir okkar hjónanna fyrir náin kynni og sambýli við Ingibjörgu siðast- liðin tiu ár og ekki siður þakkir barna okkar fyrir nærgætni hennar og vináttu við þau. Eiginmanni Ingibjargar syst- kinum og öðrum vandamönnum vottum við innilega samúð. Andrés Björnsson í ár býöst þér sjaldgæft tækífæri til aó gefa verö- mæta gjöf. í tilefni af 1100 ára afmæli 4 íslandsbyggöar gaf Seöla- M bankinn út þjóóhátíöar- mynt. Gjafaaskja meó Ký.r tveim silfurpeningum af sérunninni sláttu (proof ííg coins) fæst ennþá í T. bönkum, sparisjóöum og/m h já h elstu m yn tsölu m. S/f Veröió er kr. 4.000.- / Peningar þessir eru verömæt gjöf sem halda mun verögildi sínu. SEÐLABANKI ÍSLANDS HAFNARSTRÆTI 10 ........ 11 wi^ÉflÉBÍ88^ 1000 kr. 500 kr. Bakhlið Tryggðabönd hennar við vini sína voru órjúfandi. Frjálsmannleg var hún i framgöngu, og duldist Minningarorö: Ingibjörg Stefáns- dóttir frá Völlum lífi þeirra. Synirnir fórust báðir I flugslysi snemma árs 1959. Þetta var dýpra sár en svo að það gæti nokkurntima gróió. Eftir þennan atburð fluttust þau hjón til Reykjavíkur og áttu þar heima síðan. Ingibjörg Stefánsdóttir var mikil tápkona, bráðgreind, dugleg og verkmikil, örlynd og hrein- skilin hver sem í hlut átti, föst fyrir i skoðunum. I skapgerð hennar var ekkert hálft né veilt. Ingibjörg Stefánsdóttir var fædd á Völlum i Svarfaðardal 31. desember 1908, dóttir presthjón- anna þar, séra Stefáns Kristins- sonar frá Yztabæ i Hrísey og konu hans Solveigar Pétursdóttur Eggerz. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum á stóru og umsvifa- miklu menningarsetri i mann- vænlegum systkinahópi og hlaut þar mikið og gagnlégt vegarnesti, en presthjónin á Völlum voru annáluð fyrir rausn og skörungs- skap í öllum greinum. Ingibjörg lauk íþróttakennara- prófi frá Ollerup i Danmörku og kenndi um skeið við íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar, en síðar var hún kennari á Siglufirði og í Hrís- ey í íþróttum, hannyrðum og raunar fieiri greinum. Ingibjörg giftist 1935 Pétri Holm frá Fanö á Jótlandi. Bjuggu þau fyrst hjá foreldrum Ingi- bjargar á Völlum, en fluttust að Hafnarvik i Hrisey 1941, þegar séra Stefán lét af embætti og dvöldust gömlu presthjónin hjá dóttur sinni og tengdasyni til ævi- loka. Þau Ingibjörg og Pétur eign- uðust tvo efnilega syni, Pétur og Stefán, en skyndilega syrti að í Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsbiaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubiii. TOYOTA COROLLA. Þú þarft ekki endilega aó kaupa þér dýran þíl til aó njóta Toyota gæóa. Þau færtj þú strax í TOYOTA COROLLA. HHHHH TOYOTA AÐALUMBOÐ HÖFÐATÚNI 2 REYKJAVlK SlMAR 25111 & 22716 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI BLÁFELL SlMI 21090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.