Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 24________________ Halldór Kristbjörn Ingólfsson — Minning Fæddur 24. október 1926. Látinn 29. des. 1974. Vió eina af guðsþjónustunum á Borgarspítalanum í nóvember sl. var viðstaddur einn af æskuvin- um mínum, Halldór Ingólfsson. Við tókum tal saman og það var margs að minnast úr Vesturbæn- um í Reykjavík fyrir tæpúm 40 árum. En nú var Halldór sjúkur, hann hafði gengist undir mikinn uppskurð og batinn vildi ekki koma. Næst þegar ég messaði á spítal- anum var hann of veikur til að koma niður og ég fór þá upp til hans og nú vildi hann heyra sög- una af þeim, sem hafði gjörbreytt mínu lífi, Jesú Kristi. Halldór var þá bæði þjáður og þreyttur og hann óttaðist það sem framundan var, hið ókunna. Hvað tekur nú við? Það var spurningin stóra, sem sótti á hann, spurningin, sem allir mæta fyrr eða síðar. Hvað tekur nú við? Eg las fyrir hann úr Biblíu, sem var á náttborði við rúm hans og við áttum saman langa bæna- stund og mér er minnisstætt hve mjög hann róaðist. Það var sem hann öðlaðist innri frið og væri sáttur við örlög sín og við tókum aftur að rifja upp æskuminning- ar. Við hittumst aftur eftir aftan- sönginn á aðfangadag jóla, en svo var öllu lokið 29. desember sl. Halldór Kristbjörn Ingólfsson hét hann fullu nafni og var fædd- ur 24. október 1926. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Ölafs- dóttir og Ingóifur Helgason. Þau eignuðust átta börn, þrjú dóu í æsku, en fimm komust upp og var Halldór þeirra yngstur. Eftir lifa nú Ölöf, Ölafur, Sigurður og Guð- ríður. Vinur minn Brynjúlfur Árna- son fyrrv. deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu andaðist sl. gamlárskvöld. Andlát hans kom ekki á óvart, því síðustu 2 árin hafði hann verið mjög veikur og gengist undir margar skurðað- gerðir og langar spítalalegur. Hver venjulegur maður hefði fyr- ir löngu gefist upp fyrir þessum veikindum, en lifsþorsti Bryn- júlfs og viljastyrkur var með ein- dæmum og sárþjáður var hann stoð og stytta ágætrar eiginkonu sinnar og einkasonar og héjt uppi hugrekki þeirra. Við Brynjúlfur kynntumst fyrst árið 1915, en eftir að hann hafði lokið lagaprófi og var kominn aft- ur frá ísafirði, þar sem hann stundaði um skeið lögfræðistörf, urðu kynni okkar náin og var hann húsvinur hjá okkur hjónum. Hann var og fulltrúi minn á mál- flutningsskrifstofu minni um ára- bil og fórst það starf ágætlega úr hendi. Hann var ágætur lögfræðingur. Lét sér ekki nægja að fletta upp í lagasafninu eftir þeim lagagrein- um, sem við áttu í hvert sinn, heldur seildist dýpra eftir þeim rökum, sem lagagreinarnar voru reistar á, og var því bæði skemmtilegt og fróðlegt að ræða við hann um þau efni. En ennþá meira virði var trú- mennska hans og óbrigðul vin- átta, sem aldrei féll minnsti skuggi á. Brynjúlfur er síðastur 5 mikil- hæfra systkina, sem hverfur úr þessari jarðvist. Við Stefanía biðjum honum guðs blessunar um leið og við vottum hans ágætu konu, Ingunni Einarsdóttur, einkasyni þeirra, Árna Hauk, og öðrum aðstand- endum einlæga samúð okkar. Lárus Jóhannesson. Árið 1952 kvæntist Halldór eft- irlifandi konu sinni Elly Waschkau og eignuðust þau fjög- ur börn: Jóhann, sem er giftur Soffíu Kwazenko, Björn Öttó, Erlu Dóris og Guðlaug Margréti, sem öll eru enn I föðurhúsum. Halldór eignaðist tvö barnabörn, sem hændust mjög að afa sínum, enda var hann Ijúfur maður og barngóður og vildi öllum gott gera. Halldór var handlaginn maður og hóf snemma smíðar. Var hann húsasmíðameistari að atvinnu og eftirsóttur sökum dugnaðar og ósérhlífni. Hann starfaði lengi hjá Byggingarfélaginu Brú, við byggingu Borgarspítalans og nú seinast þegar heilsan hafði bilað og leyfði ekki erfiðisvinnu, var hann gæslumaður við þá stofnun. Ein ljúfasta æskuminning mín er tengd við sumarið 1936 og átti Halldór mikinn þátt i henni. Það var mikill spenningur á meðal drengjanna á Framnesveginum í „Lautinni". Verið var að undir- búa för í sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi. Halldór ætlaði að fara, en ég var einu ári of ungur og tók ég það mjög nærri mér, þvi að löngunín var óskapleg. Þá var það Halldór, sem kom mér til bjargar. Hann bauðst til þess að lofa mér að vera I tjaldi með sér og líta eftir mér. Var þetta sam- þykkt bæði af foreldrum mínum og ráðamönnum sumarbúðanna. Þessi dvöl okkar i Vatnaskógi var okkur báðum ógleymanleg og þar komu strax I Ijós mannkostir Halldórs, hve hann var nærgæt- inn, úrræðagóður, hjálpsamur og allt vildi hann fyrir mig gera. Þetta var á þeim árum, þegar sr. í dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför míns gamla og elsku- lega vinar, Brynjúlfs Árnasonar, fyrrverandi deildarstjóra i félags- málaráðuneytinu, en hann lézt í Borgarspítalanum 31. desember sl. eftir langa og erfiða baráttu við illkynjaða meinsemd í hálsi. Brynjúlfur fæddist á Isafirði 30. júlí 1895 og var þvi kominn hátt að áttræðu er hann lézt. For- eldrar hans voru hin ágætu og merku hjón Arni Sveinsson, kaupmaður og útgerðarmaður þar, og Guðrún Brynjúlfsdóttir frá Mýrum í Dýrafirði. Um föður Brynjúlfs segir dr. Páll Eggert Ólason í íslenzkum æviskrám að hann hafði komið „nálega við öll málefni bæjarfélagsins“. Eru það vissulega sannmæli, því að Árni lét flest menningarmál til sín taka meðan hann dvaldist á Isafirði, enda var hann maður gáfáður og fjölhæfur. Guðrún, móðir Bryn- júlfs, var kvenskörungur eins og hún átti ætt til, en jafnframt hlý og glaðlynd og skemmtileg kona. Er þess getið hér vegna þess að Brynjúlfur vinur minn hafði tek- ið að erfðum í rikum mæli þessa kosti foreldra sinna. Var þvi jafn- an ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjóna og njóta þar mikillar gestrisni þeirra og glaðværðar í hópi barna þeirra fimm. En nú er allt þetta góða fólk látið. Árið 1915 fluttist fjölskyldan frá Isa- firði til Reykjavikur, nema Ragn- ar sonurþeirra er fórtil Kanada, en hann var elsta barna þeirra hjóna. Á heimili þeirra hér ríkti sami menningarbragur og á heim- ili þeirra fyrir vestan. Þegar hingað kom hóf Brynjúlf- ur nám i Menntaskólanum og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1918. Um haustið sama ár innrit- aðist hann i lagadeild Háskólans og lauk þar 'prófi í lögum vorið Friðrik Friðriksson var í Vatna- skógi og seint gleymast kvöldvök- urnar og bænastundirnar með honum. Og ég man enn i dag, hvernig hann klappaði á kollinn á mér og blessaði mig. Allt þetta hefði ég farið á mis við, ef Halldór hefði ekki boðist til að taka mig með. Það var gaman að alast upp í Vesturbænum á þessum árum, Leikvöllurinn var stór, öll fjaran allt frá örfirisey og útá Seltjarn- arnes. Þar var Selsvörin með grá- sleppukarlana og þar var Ufsa- klettur, besti veiðistaðurinn fyrir unga drengi, en nokkuð viðsjár- verður þegar flæddi að. Og þar var Bráðræðisholtið með alla fisk- reitina og kartöflugarðana og i Prestmóunum var alltaf nóg að gera. En svo liðu árin og leiðir okkar skildust, en báðir áttu margar sameiginlegar æskuminningar, sem urðu okkur kærari eftir því sem árin liðu. Og nú er komið að leiðrlokum hjá vini minum Hail- dóri. Missirinn er mikill þegar ástvinur fellur frá og sorgin er þungbær. Ég bið almáttugan Guð að senda líkn og miskunn. Að lokum vil ég votta eiginkonu hans, börnum, tengdadóttur og barnabörnum, svo og öllum ætt- ingjum, mina dýpstu samúð. Halldór S. Gröndal. 1 dag er til moldar borinn vinur minn og vinnufélagi Halldór Kristbjörn Ingólfsson. Iðn sína nam hann hjá Guðmundi heitnum Halldórssyni húsasmíðameistara, sveinsprófi lauk hann árið 1955 og vann æ síðan við þá iðn. Árið 1952 kvæntist Halldór eftirlifandi konu sinni Ellý Ingólfsson og eignuðust þau fjögur börn, tvo drengi, sem báðir fetuðu í spor föðurins og lærðu húsasmíði, en dæturnar eru enn i foreldrahús- um, sú yngri enn við nám. Fáum hefi ég kynnst sem lagt hafa sig 1923 — skömmu síðar hélt hann til Isafjarðar og gegndi þar mál- færslustörfum til ársins 1926 og jafnframt setudómarastörfum við og við. Þegar hér var komið flutt- ist Brynjúlfur aftur til Reykja- víkur og stundaði hér lögfræði- störf til árs 1942. Hann var for- stjóri Upplýsingaskrifstofu at-' vinnurekenda frá 1931—33 er skrifstofan var lögð niður og gaf út Kaupsýslutíðindi á árunum 1931—38. Hann var ráðinn ritari í heilbrigðismálaráðuneytinu 1. febrúar 1942 og skipaður fulltrúi þar 3. nóv. 1942 frá 1. sama mánaðar að telja, en þegar sjúkra- máladeild og örkumla í heilbrigð- ismálaráðuneytinu var sameinað félagsmálaráðuneytinu í nóv. 1949 fluttist hann í það ráðuneyti og var skipaður deildarstjóri þar í aprilmánuði 1955. Gegndi hann þvf starfi þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Brynjúlfur var góður og traust- ur lögfræðingur, athugull og glöggskyggn á kjarna hvers máls, sem honum var falið til úrlausn- ar. Hann var því farsæll í starfi sínu, sem oft gat verið ærið marg- þætt og vandasamt. Hann naut mikilla vinsælda meðal starfs- bræðra sinna og annarra er þekktu hann náið. Brynjúlfur var tvikvæntur. Fyrri konu sinni, Guðrúnu fram um að leysa verk sitt jafn samvizkusamlega af hendi og Halldór. Það var ekki alltaf hugsað um að Ieggja verkfærin frá sér þó að klukkan segði að vinnudeginum væri lokið. Halldór heitinn var einn þeirra manna sem hugsaði ekki síður um hag þess sem hann vann fyrir en sinn eigin. Þó er sá vandfundinn sem hugsaði betur um heimili sitt en hann, hann var sí vinnandi og sést það bezt á því að þrisvar sinnúm byggði hann sér hús, þó að ævin væri ekki löng. Hann var fæddur 24. 10 1926 og lézt 29. 12 1974 á Borgarspítalanum, sem hann hafði unnið við í mörg ár, ásamt mörgum öðrum stór- byggingum hér í borg. Löngun til starfa entist honum til hinstu stundar, en enginn fær umflúið hinsta kallið, hvorki öldungurinn né sá sem er á bezta aldri. Ég votta aðstandendum Halldórs innilegustu samúð mína og bið guð að styrkja þá í sorg þeirra því skarð það, sem verður við fráfall heimilisföðurins, er vandfyllt. Karl Jakobsson. Jónatansdóttur frá Hóli í önundarfirði, kvæntist hann árið 1931. Hún var elskuleg kona, glað- lynd og hjartaprúð, en dó um ald- ur árið 1937 tæplega fertug að aldri. Þau voru barnlaus. Hinn 10. júlí 1948 kvæntist Brynjúlfur seinni konu sinni, Ing- unni Einarsdóttur frá Stokkseyri, gáfaðri konu og mikilhæfri, sem bjó manni sinum og einkasyni þeirra, syninum Arna Hauki, fag- urt og hlýlegt heimili, er ber það með sér hvar sem litið er að þar hefur húsmóðirin farið um mjúk- um höndum af alúð og smekkvísi. Frú Ingunn var manni sínum alla tið traustur lifsförunautur og annaðist hann jafnan af mikilli umhyggju og af þeirri frábæru nærgætni og elsku, sem ekki verð- ur með orðum lýst — eftir að hann tók banamein sitt. Sýndi hún þá hversu miklu sálarþreki hún býr yfir. Vafalaust hefur það einnig veitt henni ómetanlegan styrk hversu óbifanleg er trú hennar á annað lif. Þeir, sem ná háum aldri, verða að sætta sig við að sjá marga góða vini sina hverfa yfir móðuna miklu. Þannig er og mér farið. Ég hef orðið að sjá á bak fjölda góðra vina minna, en enginn þeirra hef- ur verið mér eins kær og Bryn- júlfur Árnason, enda átti vinátta okkar djúpar rætur. Hún hófst þegar á bernskuárum okkar á ísa- firði og hélst alla tið síðan svo að aldrei bar skugga á, eða i rúmlega sjö tugi ára. Við Brynjúlfur áttum líka samleið mest allan þennan tíma, fyrst í barnaskólanum á Isa- firði, síðan í Menntaskólanum og loks í Háskólanum og eftir það hittumst við oft á heimili hvors annars. Við hjónin söknum sárt þessa góða vinar okkar og þökk- um honum af alhug þær mörgu ánægjustundir sem við höfum átt með honum. Við vottum hinni góðu konu hans og syni þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning hans. Sigurður Grímsson. Brynjúlfur Árnason, fyrrver- andi deildarstjóri í félagsmála- Minning: ------ Brgnjúlfur Arnason deildastjóri 1 dag verður jarðsettur frá Fossvogskirkju vinur minn Hall- dór Kristbjörn Ingólfsson, Loga- landi 7 hér í borg, sem fæddur var í Reykjavík 24. október 1926. For- eldrar hans voru hjónin Guðlaug Ölafsdóttir og Ingólfur Helgason sjómaður. Bæði voru þau ættuð frá Akranesi. Halldór var yngstur 8 systkina, en af þeim dóu 3 í æsku. Halldór ólst upp á heimili foreldra sinna vestur á Framnesvegi í hópi glað- værra og tápmikilla systkina. Snemma fór hann að vinna og fór snemma að bera á ósérhlífni hans og áhuga. Hann vann við ýmis störf, uns hann lærði húsasmiði sem varó hans ævistarf. Árið 1952 kvæntist hann þýskri unnustu sinni, Elly, sem fædd var Waschkau og er mikil dugnaðar- og mannkostakona. Þeim varð fjögurra barna auðið en þau eru: Jóhann Ingólfur, Björn Otto, en báðir eru þeir sem faðir þeirra húsasmiðir, dæturnar eru Erla Doris og Guðlaug Margrét, sem báðar eru hjá móður sinni og stunda nú nám í skólum. Sem fyrr segir var Halldór alla tíð harðduglegur maður og ósér- hlífinn. Hann var dulur og fáskiptinn um annarra hagi, en hlýr við nánari kynni og manna hjálpsamastur, munu þeir ófáir, sem til hans leituðu. Kynni okkar Halldórs voru löng og góð og mat ég hann mikils alla tíð og mann- kosti hans. Hann var heimilisfað- ir góður og lagói sig allan fram um að búa sem best í haginn fyrir konu sína og börn. Ég votta konu hans og börnum innilega hluttekningu svo og öðr- um ættingjum hans. Minning um drengskaparmann sem Halldór var fyrnist eigi og endurminning- arnar um hann verða vinum hans ógleymanlegar. Fjölskyldu hans bið ég guðs blessunar í þeirri miklu sorg er nú steðjar að henni. Vinur. ráðuneytinu, andaðist í Borgar- spítalanum 31. desember sl. 79 ára að aldri, eftir löng og ströng veikindi, sem hann bar með hinni mestu karlmennsku. Hann var fæddur á Isafirði 30. júlí 1895, sonur hjónanna Guð- rúnar Brynjúlfsdóttur og Árna Sveinssonar kaupmanns þar. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1918 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Is- lands 1923 og vann næstu árin við málflutningsstörf, fyrst á Isafirði og síðan í Reykjavík. Hann var forstjóri fyrir Upplýsingaskrif- stofu atvinnurekenda í Reykjavik frá 1931 til 1933 og útgefandi Kaupsýslutíðinda 1931—1938. I ársbyrjun 1942 má segja, að nýtt tímabil hefjist í starfsævi Brynjúlfs því þá hóf hann störf hjá Stjórnarráði Islands, sem hann gegndi þar til hann lét þar af störfum fyrir átta árum fyrir aldurs sakir. Svonefnd sjúkramáladeild og örkumla tók til starfa í ársbyrjun 1937 skv. lögum nr. 78/1936 um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Jón Gunnlaugsson veitti deildinni forstöðu frá 1936—1950 en Brynjúlfur réðst til deildarinn- ar sem ritari I heilbrigðismála- ráðuneytinu 1. febrúar 1942. Félagsmálaráðuneytið tók til starfa sem sjálfstæð stjórnardeild á árinu 1946. Nokkrum árum síðar eða i nóvember 1949 var ákveðið að málefni sjúkramála- deildar og örkumla skyldi samein- uð félagsmálaráðuneytinu og taldist skrifstofan siðan deild I ráðuneytinu allt til þess að hún var flutt og sameinuð Sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofnun- ar rikisins I árslok 1967. Starfslið félagsmálaráðuneytis- ins var á þeim árum, sem Bryn- júlfur starfaði þar ekki nema þetta 8—10 manns. Fámennið varð til þess að samstarfið innan ráðuneytisins var nánara en ella. Ég var samstarfsmaður Brynjúlfs i 18 ár svo ekki gat hjá því farið að kynni okkar á starfsvettvangi yrðu náin og þau voru öll á einn veg — hin ágætustu. Brynjúlfur kunni sina lögfræði vel enda mat Framhald á bls. 27. 1 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.