Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975 25 Dr. Richard Beck: „Þeim var ekki skapað, nema að skilja” Þetta harmræna viðlag sárs- aukaþrungins og fagurs „Tristrams kvæðis“ hefir orðið mér ríkt f hug við lestur hinnar ensku þýðingar dr. Pauls Sehach af Tristrams sögu og Isöndar, er nefnist á enskunni The Saga of Tristram and tsönd og kom út i nóvemberbyrjun í fyrra. Var mér þá send þýðingin til umsagnar, en af ýmsum ástæðum, sem hér verða eigi raktar, hefir dregizt fyrir mér, lengur en skyldi, að skrifa um hana. Skal nú að nokkuru úr því bætt, því að þýð- ingin á það að öllu leyti meir en skilið, að athygli íslepzkra les- enda sé dregin að henni. Auk þess skipar Tristrams saga og tsöndar mikinn merkissess i þróunarsögu Tristrams- sagnarinnar og jafnframt i bók- menntasögu Norðurlanda, og tal- ar til fræðimanna i þeim og skyld- um fræðum, eins og dr. Schach bendir á í formálsorðum sínum. Hann hefir einnig manna mest lagt rækt við rannsóknir Tristrams-sagnarinnar í íslenzk- um og öðrum Norðurlandabók- menntum, og ritað um það efni fjölda innihaldsríkra og athyglis- verðra ritgerða í amerísk timarit og önnur fræðirit austan hafs og vestan. Sæmir vel að geta þess í þvi sambandi, að hann var i þakk- ar- og virðingarskyni fyrir þær rannsóknir og ritstörf árið 1966 kjörinn félagi i „Ordre de Tristan" i Liege i Belgíu. 1 formálsorðum sinum lætur dr. Schach þess getið, að meir en fimmtán ár séu þá liðin síðan hann byrjaði á þessari þýðingu sinni, og að hann hafi lokið við hana, er hann nýlega dvaldi á Islandi við fræðistörf. Síðan er hann einnig mörgum þar að góðu kunnur. Skal þá horfið að þýðingunni sjálfri. Dr. Schach fylgir henni úr hlaði með gagnorðri og glöggri inngangsritgerð, er ber því vitni, hve vel hann hefir haft víðtækt efnið í hendi sér, svo að hinn almenni lesandi hefir ritgerðar- innar full not, eigi siður en lærðir menn á þvi sviði. Eins og dr. Schach tekur fram í inngangsritgerð sinni, hefir Tristrams saga verið gefin út þrisvar sinnum, af Gísla Bryn- júlfssyni í Kaupmannahöfn 1878, af Þjóðverjanum Eugen Kölbing í Heilbronn sama ár, og af dr. Bjarna Vilhjálmssyni, þjóðskjala- verði, i Riddarasögum (Fyrsta bindi, Reykjavík 1949). Dr. Schach lagði, eftir þvi, sem unnt var, allar þessar útgáfur til grundvailar þýðingu sinni, en hafði jafnframt ávalit til hliðsjón- ar Ijósprentanir af ölium þeim handritum, sem til eru, meðal annars hinu svonefnda Reeves- handritsbroti. En um það hefir dr. Schach, auk annars, skrifað mjög athyglisverða ritgerð i Einarsbók, afmæliskveðju til Einars Ól. Sveinssonar 12. des. 1969. (Reykjavík 1969). I inngangsritgerð sinni að þýð- ingunni tekur dr. Schach það fram, að hann hafi leitazt við að fylgja frumtextanum sem trúleg- ast, án þess að brjóta í bág við Framhald á bls. 23 Nú er unnið af kappi við að undirbúa loðnuflot- ann fyrir loðnuvertíðina. Á þessari mynd, sem Sv. Þ. tók, sjást skipverjar af Pétri Jónssyni koma fyrir stíufjölum á dekkinu. ísfirðingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn í herbergi 513, Hótel Sögu n.k. sunnudag kl. 1 5.00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 'Hlégarður 1 Félög — Starfshópar Leigjum út sali fyrir árshátíðir, þorrablót o.fl. — Allar veitingar á staðnum. Vinsamlega pantið tímanlega. Allar nánari upplýsingar í síma 661 95. Frúarleikfimi Innritun stendur yfir. Ný námskeið hófust mánudaginn 6. janúar. Morgun- dag- og kvöldtímar. Ljós, gufuböð og nudd. Uppl. í síma 83295 alla daga nema sunnudaga frá kl. 13. Júdödeild Ármanns, Ármúla 32. VERKALYÐSMALARAÐSTEFNA Að tilhlutan Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfunda- félagsins Óðins verður haldin. VERKALÝÐSMÁLARÁÐSTEFNA sunnudaginn 12. janúar, Hótel Loftleiðum Kristalssal og hefst kl. 10 f.h. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a.: að fræða og upplýsa hina mörgu þætti, efnahags- verkalýðs- og kjaramála. Þá verður sérstaklega rætt um stöðu og vanda hinna einstöku atvinnu- greina þjóðfélagsins. Á ráðstefnunni verða fyrir svörum og flytja erindi og ávörp: DAGSKRÁRATRIÐI: Ágúst E. Davið Sch. Geir H. Ágúst G. Guðm. M. PéturH. Gunnar Bj. Gunnar H. Pétur S. Runólfur Kl. 10:00 Ráðstefnan sett. Gunnar Helgason formaður Verkalýðsráðs Kl. 10:15 — 12.00 EFNAHAGSMÁL Framsögumaður: Guðmundur Magnússon, prófessor, auk hans mun sitja fyrir svörum: Árni Vilhjálmsson, prófessor, Fundarstjóri. Pétur Hannesson, form. Óðins. Hilmar G. Kl. 13:30 — 15:00 VERKALÝÐS- KJARA- OG ATVINNUMÁL. Framsögumenn: Ágúst Geirsson, form. Fél. ísl. símamanna. Guðmundur H. Garðarsson, form. Verzlunarmannafél Reykja- víkur, Pétur Sigurðsson ritari Sjómannafél. Reykjavíkur. Fundarstjóri: Hilmar Guðlaugsson, form. Múrarasambands ísl, KAFFIVEITINAGAR. Ávarp: Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 16:00 — 18.00 STAÐA ATVINNUVEGANNA. Framsögumenn: Ágúst Einarsson vipskiptafr., frá L.Í.Ú. Davíð Sch. Thorsteinsson, form. Félags ísl. iðnrekenda. Gunnar Björnsson, form. Meistarasb. byggingarm., Þvorvarður Elías- son, framkvstj., Vezlunarráðs ísl. Fundarstjóri: Runólfur Pétursson form. Iðju. ALLT SJÁLFSTÆÐISFÓLK VELKOMIÐ Á MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.