Morgunblaðið - 10.01.1975, Side 4

Morgunblaðið - 10.01.1975, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Q BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEEn Útvarp og stereo kasettutæki BÍLALEIGA Car Rental SENDUM 41660—42902 FERÐABÍLAR h.f. BHaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar sendibilar — hópferðabílar. I.O.O.F. 12 = 1561108 Ví = □ Mimir 59751 107 — 1 I.O.O.F. 1 = 1561 10816 = HELGAFELL 59751 107 VI. — 2__________________________ Kvenféiag Laugarnessóknar 1. fundur á nýja árinu verður hald- inn i fundarsal kirkjunnar kl. 8.30 mánudaginn 1 3. þ.m. Spilað verð- ur bingó. Mætið stundvislega. Stjórnin. Enskukennsla Innritun í kennsluhópa allra nem- enda fyrir vormisserið fer fram i húsnæði enskustofnunarinnar Ara- götu 14, kl. 3—5 s.d. laugardag- inn 1 1. janúar. Kennsla hefst mánudaginn 13. jan. 3ft Frá Guðspekifélaginu Kvikmyndir með viðtali við heim- spekinginn Allan Watts, verða sýndar í Guðspekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22 í kvöld föstudag kl. 9. Öllum heimill aðgangur. Fíladelfia Samkoma i kvöld kl. 20.30. Bænavikan heldur áfram. Alþýðublaðið og áram ótahugleiðingar Morgunblaðið hefur Itrekað vitnað til Aramótahugleiðinga formanna stjórnmálaflokkanna og svara þeirra við fyrirspurn- um blaðsins um horfur 1 efna- hags- og kaupgjaldsmálum á ár- inu 1975. Niðurstöður flokks- leiðtoganna allra, utan for- manns Alþýðubandalagsins vóru á einn veg, að ekki væri svigrúm til almennra kaup- hækkana á þessu ári, eins og nú horfði í efnahagsmálum þjóðarinnar og verðþróun út- flutningsafurða okkar, þó að nauðsyn bæri til að treysta af- koma þeirra lægst launuðu 1 þjóðfélaginu. Þar kæmu og til athugunar fleiri og haldbetri leiðir en beinar kauphækkanir, sem jafnharðan hyrfu i verð- bólguhftina. Alþýðublaðið segir f leiðara f gær að Morgunblaðið ntisskilji ummæli Benedikts Gröndals, formanns Alþýðuflokksins. Svar hans um þetta efni var orðrétt á þessa lund: „Lands- menn geta ekki allir fengið kjarabætur, nema að þjóðar- tekjur aukist. Enda þótt skjótt skiptist veður f fslenzkum efna- hagsmálum, hefi ég því miður ekki trú á slfkri hækkun þjóðartekna á næsta ári (1975). Hinsvegar geta einhverjar stéttir eða aðilar fengið kjara- bætur, þótt allir fái ekki, og þá á kostnað annarra. Mér kæmi ekki á óvart, þó gera þyrfti nýj- ar ráðstafanir á komandi ári til að bæta kjör láglaunafólks, ekki sfzt þess, sem mest á undir almannatryggingum, og verður þá að finna ráð til þess að mæta þvf. Einnig er rétt að hafa f huga, að kjarabætur geta verið margt annað en kauphækkanir. Reynsla launþega er raunar sú, að oft reynast slíkar kjarabæt- ur haldbetri en aukin tala í sfminnkandi krónum." Mjög á sama veg vóru ummæli Magnúsar Torfa Ólafssonar, formanns Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Samdóma niðurstaða Þessi orð falla mjög f sama farveg og skilgreining Morgun- blaðsins f þessu efni. Raunar eru þau undirstrikun á þeim aðgerðum, sem rfkisstjórnin hefur gripið tif, samhliða óhjákvæmilegum aðgerðum f efnahagsmálum, til að tryggja rekstrargrundvöil atvinnuveg- anna og atvinnuöryggi al- mennings og forða frá dyrum þjóðarinnar þvf atvinnuleysi, sem ella hefði yfir dunið, og er eitt helzta vandamál ýmissa vestrænna rfkja í dag. Þær hliðarráðstafanir, sem hér var gripið til, miðuðust all- ar við það að tryggja kjör hinna lægst launuðu. Akvörðun stjórnvalda um sérstakar lág- launabætur, hækkun á bótum tryggingakerfisins og áfram- haldandi niðurgreiðslur á helztu nauðsynjum fólks, höfðu þennan tilgang einan að mark- miði. En að sjálfsögðu er það stærst og þýðingarmest hags- munamál alls almennings hverju sinni að tryggja at- vinnuöryggi, sem ekki verður gert með öðru móti en þvf, að atvinnuvegirnir hafi viðunandi rekstrargrundvöll. Versnandi viðskiptakjör Sú þróun efnahagsmála á innlendum vettvangi, sem var arfur frá fyrri rfkisstjórn, sam- hliða mikilli verðhækkun á innfluttum nauðsynjum þjóðarinnar, minnkandi fisk- afla og lækkandi útflutnings- verði fiskafurða, hlaut að koma fram í rýrnandi kjörum þjóðar- heifdarinnar. Rekstrarstöðvun f útgerð og fiskvinnslu var við- blasandi staðreynd, án þeirra efnahagsráðstafana, sem gripið var til. Slfk rekstrarstöðvun hefði ieitt yfir þjóðina vfð- tækara atvinnuleysi en dæmi eru til um áratugi. Aðurnefndar hliðarráð- stafanir höfðu það markmið að tryggja það, að óhjákvæmileg kjararýrnun vegna versnandi viðskiptakjara þjóðarinnar kæmi sem léttast niður á þeim, sem sfzt máttu við afleiðingum rfkjandi aðstæðna. Þessi mál öll verða f brenni- depli næstu vikur. Þá verður að hyggja að tvennu, fyrst og fremst, að ekkert það verði gert, sem eyðileggur rekstrar- grundvöll atvinnuveganna og býður heim dönsku ástandi á vinnumarkaðinum, sem og að koma til móts við þá lægst launuðu f þjóðfélaginu eftir öðrum leiðum en beinum kaup- hækkunum. 1 þessu efni virðist sem ábyrg öfl geti tekið saman höndum, burt séð frá allri flokkspólitfskri skiptingu f þjóðfélaginu. Viðskipta- bókin nýkomin út VIÐSKIPTABÓKIN 1975 er komin út fyrir nokkru. Er þetta 19. árgangur bókarinnar. Hún kemur út í 6 þúsund eintökum og er dreift bæði hér heima og er- lendis. I Viðskiptabókinni er dagbókarform í hverri opnu, atvinnu- og við- skiptaskrá, umboðsskrá, vegakort af öllu landinu, gatnakort af Reykja- víkursvæðinu. Þar er einnig að finna skrá- setningastafi bifreiða, einkennisstafi flugvéla, rómverskar tölur, breyt- ingarstuðla, vaxtatöflur, stimpilgjöld víxla, sendi- ráð og ræðismannaskrif- stofur erlendis, vind- hraða, söluskatt, flugaf- greiðslur erlendis og bankaviðskipti. Bolungarvík: GAF 100 ÞUS. KR. AF HAPPDRÆTTISVINNINGNUM Bolungarvík, 29. des. DREGIÐ var nýlega í bingói Lionsklúbbsins Ægis hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Vinninginn, sem var bifreiðað eigin vali, verðmæti hálfrar milljón króna, hlaut Jónína Elva Guðmundsdóttir Hlíðavegi 15 Bolungarvfk. Myndin sýnir er þau Hildur Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason afhentu Jónínu vinninginn að heimili sínu á jólunum í viðurvist foreldra hennar Guðrúnar Pálmadóttur ■ og Guðmundar Kristjánssonar bæjarstjóra. Svo sem kunnugt er rennur allur ágóði bingósins til styrkt- ar og uppbyggingar heimilis vangefinna að Sólheimum í Grímsnesi. Aðspurð kváðust Benedikt og Hildur hafa fengið bingóspjöld til sölu frá vini þeirra Þórhalli Árnasyni, sem er félagi I Ægi. I samtali kvaðst vinningshafi, sem er aðeins 12 ára, þegar hafa ráðstafað 100 þús. kr. af vinningsupphæðinni til Skálatúnsheimilisins. — Hallur. 123.417 ferðamenn komu til landsins árið 1974 ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ, sem heldur skýrslur yfir ferðir manna til landsins, hefur sent frá sér yfirlit yfir árið 1974. Sam- kvæmt þvf kom til landsins á ár- inu 54.941 tslendingur, en 68.476 útlendingar. Alls voru ferða- menn, sem komu til landsins, því 123.417 talsins. Er hér um örlitla fjölgun frá árinu 1973 að ræða, en þá komu samtals 121.680 manns tii landsins, þar af 47.661 Islend- ingur og 74.019 útlendingar. Utlendingar af bandarísku þjóðerni voru langflestir eða 26.587 talsins af þeim útlending- um, sem til landsins komu á árinu 1974. Næstflestir voru Vestur- Þjóðverjar 7.491, þá Danir 6.173, Framhald á bls. 22 ©VRJAR. VI5T MEÐ TEfóPLARA RAU5I _ 5KAL NÁ 'l TAUGAPÍLLU GÓDl U V fGtfúND ■ 1 IFABAKASSlNN KALLAR. H | STAKSTEINAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.