Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 IGLUGG EKKI er unnt að segja skilið við árið 1974 án þess að víkja fáeinum orðum að áramóta- skaupinu. Sú var tíð að áhorf- endur biðu þess með nokkurri eftirvæntingu en með árunum hefur það látið á sjá og ef svo fer fram sem horfir, verður þess ekki langt að bíða að allur spenningur fyrir skaupinu verði horfinn. Kannski er þó meint hnignun skaupsins ekki nema eðlileg afleiðing þess að mesta nýjabrumið er farið af sjónvarpinu og áhorfendur orðnir vandlátari. Eða kannski þurfa áhorfendur að vera haldnir vissum „anda“ í ríkum mæli til að komast í takt við hina skoplegu tilburði. En lík- legast er þó, að skaupinu hafi hrakað og hjakki dálftið í sama farinu frá ári til árs. Umgjörð skaupsins — eins konar revíukrónlka — hefur ekki tekið verulegum stakka- skiptum frá því að Flosi mark- aði stefnuna i öndverðu — þjóðfélagslegt dár og innan- stokksspé í biand. Með árunum féll þó Flosi í gryfju endur- tekninganna og þess vegna voru það nokkur viðbrigði þegar heimamenn sjálfir tóku öll völd í skaupinu. Nú hafa þeir aftur á móti einnig dottið í gryfjuna hans Flosa og útkoma skaupsins 1974 verður að teljast heldur klén þegar á heildina er litið. Þó átti það fáein ris, sem gerðu það að verkum, að manni fannst það ekki hrein tímasóun að sitja fyrir framan skjáinn. Það var til að mynda töluvert skemmtileg nýiunda að sjá háttvirta alþingismenn og ráð- herra kyrja í kvartett og fara með gamanmái, en það voru I sjálfu sér meiri meðmæli með pólitíkusunum en aðstandend- um skaupsins. Þeir áttu hins vegar mestan heiöur að prýði- legri paródíu á Kastljósi, þar sem Sigurður Karlsson var óað- finnanlegur Vilmundur og Steinunn lóhjvnnesdóttir náði Þórunni Klemensdóttur með ágætum. Hápunktur skaupsins var þó Ugluútsetningin og harðskeyttari gagnrýni á þennan skemmtiþátt öngþveit- isins verður ekki tjáð með orð- um Annars byggðist skaupið aðallega upp á stuttum atriðum — hugdettum og 5- aura-bröndurum, sem oftar en ekki misstu marks. Nýja árið hófu sjónvarps- stjórar svo með því hneykslan- lega athæfi að setja rússneska afbökun á sögunni um Börn Grants skipstjóra á dagskrá á Nýárskvöld. Verr gerða mynd hefur undirritaður ekki séð um ævina og á áreiðanlega ekki eft- ir. Verðum við aðeins að vona, að nýársheit þeirra sjónvarps- stjóra sé ekki í sama gæða- flokki. — bvs. o ALÞJÖÐLEGUR stjörnuklasi er kominn í bófahasar i sjón- varpinu á föstudagskvöldum. VILLIDÝRIN heitir grinið, og stjörnurnar eru John Mills, Brian Keith, Lilli Palmer og Barry Morse. Þótt ef til vill sé of snemmt að meta gæði þess- arar framleiðslu, sem óneitan- lega virðist þó vönduð og vand- lega innpökkuð, var þessi fyrsti þáttur svo barnalegur að honum tókst, að mínum smekk, aldrei að byggja upp spennu. Þetta var í eðli sinu Bragðaref- irnir, Manaveiðar, Mission Im- possible og Flóttamaðurinn i einni súpu. Ekki þýðir það þó að fjórar flugur hafi verið slegnar i einu höggi. Efnið og útfærsla þess minnti í einfeldni sinni á barna- og unglingasögur Enid Blyton, og mætti vel kalla myndaflokkinn t.d. Fjögur á mannaveiðum, eða Fjórir bragðarefir. Ævintýra- myndir mega vissulega tefla á tæpasta vað, en hér var vaðið of tæpt, og skynsemi manna frek- lega ofboðið (sbr. hina lang- sóttu aðferð fjórmenninganna til að krækja í svikarann með málverkaráni og ógurlegum stælum, sem aðeins voru hlægi- legir). Hin myndræna hlið þáttarins var allvel borgið f höndum leikstjórans Sidney Hayers, sem er dálítið sleipur fagmaður og ágæts kvikmynd- ara, Robert Paynters, og það var hraði í framsetningunni. En ef texti og söguefni næstu þátta verða i samræmi við þennan fyrsta, þá er maður strax farinn að sakna Lögreglu- foringjans og Kapps með for- sjá. Mætti ekki sýna þetta í Stundinni okkar? Illa þótti mér farið með Mariu Baldursdóttur, söngkonu í þættinum á laugardagskvöld- ið. Þetta heldur leiðinlega spíg- spor umhverfis alls konar mublur, sem setzt var á öðru hvoru, þessi tízkusýning undir rétt sæmilegu rauli nálgaðist það að vera neyðarleg. Þessir uppstilltu músíkþættir eiga alltaf á hættu að kikna undir tilgerð formsins. María hefði hins vegar getað sómt sér vel í óformlegri tónleikaþætti. með hljómsveit sína bak við sig, í stað fáránlegra leikmuna. Ekki hjálpaði mött hljóðupptaka upp á sakirnar. Viöfangsefni þáttarins MAÐUR ER NEFNDUR á sunnudagskvöldið hlýtur að teljast allrar athygli vert. Og sjálfsagt hefur nokkuð góð mynd fengizt af manninum Hafsteini Björnssyni miðligegn- um gamla viðræðuformið. Þótt myndavélin væri svo til alltaf í sömu stellingum á andliti Haf- steins tókst honum að halda áhuga manns með skýrri og stillilegri ferðalýsingu um huldulönd sín. Skyldi þjóð- flokkagreining Hafsteins á huldufólki og álfum einhvern tima eiga eftir að komast í kennslubækur í landafræði? En þótt Rúnar Gunnarsson hafi um margt spurt vel, var sumum spurningunum alls ekki nógu vel fylgt eftir (sbr. t.d. Hefurðu verið beðinn um að komast fyr- ir reimleika? Svar: Já, mjög mikið. Basta. Eða: Hafa látnir þörf til að ná til lifenda ekki síður en öfugt? Svar: Já, og ekki minni. Basta). Á miðils- fundinum, sem skotið var inn í viðtalið, vöknuðu hins vegar fleiri spurningar en svör voru veitt við, og verðugt verkefni væri það fyrir sjónvarpið að gera gagnrýna úttekt á dul- rænni reynslu og dulrænum fyrirbærum á Islanda — A.Þ. Söngur Sólveigar: Raunsæ og nærfærin lýsing á uppvexti fátækrar stúlku i Helsingfors eftirstrfðsáranna. A myndinni: Aino Lehtimáki, Henake Schuha, Paavo Pentikáinen. TlliKItttUV t '10,08% .. «■ 5 Mmym r- i ■■■ Vesturfararnir: Félagarnir Rébert og Arvid svipast um I fyrirheitna landinu I HIÍAÐ EB AÐ SJA? Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kl 20.55 er á dagskrá sjónvarpsins þáttur með söngflokknum ÞOKKABÓT, en þeir félagar hafa vakið veru- lega athygli fyrir söng sinn undan- farið, þótt starfsemi söngflokksins muni liggja niðri í augnablikinu vegna þess, að einn liðsmanna hans er orðinn tónlistarkennari einhvers staðar austur á Fjörðum. Þokkabót þótti i fyrravetur eini raunhæfi arftaki Riótriósins, en margt er þó ólikt með þessum tveim flokkum. Þokkabót lagði fyrir sig öllu beinskeyttari, og oft á tiðum pólitiskari söngva en Rió. auk þess sem þeir höfðu drjúga gamansemi upp á að bjóða i þokkabót. Að sögn Egils Eðvarðssonar, sem stjórnaði upptöku þáttarins á sunnudagskvöldið, er nokkur tími liðinn siðan hann varð til. Hann var sumsé tekinn upp siðast í ágúst i sumar, skömmu áður en fyrsta og eina breiðskifa flokksins, „Upphafið ", kom út. í þættinum flytja þeir félagar nokkur helztu lögin af þessari plötu, sem raunar mun hafa selzt mjög vel, og eru þar á meðal lög eins og „Litlir kassar", „Nýriki Nonni", „Blátt lætur blærinn", o.fl. Þátturinn er byggður upp þann- ig, að Þokkabót situr i mestu makindum, kynnir og syngur lög sin, en einnig eru Jögin mynd- skreytt nokkuð með Ijósmyndum og teikningum. Þokkabót skipuðu Gylfi Gunnarsson, Ingólfur Steins- son, Halldór Gunnarsson, og Magnús Ragnar Einarsson, „Þetta er bara anzi huggulegur þáttur, held ég", sagði Egill. Um aðrar stórframkvæmdir sem nú væru á döfinni sagði Egill Eðvarðsson m.a. að „Uglan" yrði enn i svipuðu formi um sinn, og i næstu tveimur þáttum yrðu nokk- uð forvitnileg innlegg frá Change og Jóhanni G. Einnig væri ætlunin að breyta og auka aðeins við get- raunum fyrir áhorfendur i salnum. Þá verða þættirnir „Eins konar jazz" áfram á dagskrá i vetur, og i þeim þriðja i röðinni verður ekki aðeins „eins konar jazz" heldur „akkúrat jazz", þ.e. nokkrir okkar þrautreyndustu jazzistar sjá um flutninginn. Guðmundur Stein- grimsson. trommuleikari, Árni Scheving, bassaleikari, Gunnar Ormslev, saxófónleikari, Viðar Alfreðsson, trompetleikari, og Karl Möller, pianóleikari, auk einhvers söngvara, sem enn er óákveðinn. Jazzþættirnir hafa mælzt vel fyrir, og er hugsanlegt, að þeir verði seldir erlendum sjónvarpsstöðv- um. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ kl 20 30 verður sýndur annar þáttur af þrem úr finnsku framhaldsleik- riti, sem nefnist SÖNGUR SÓLVEIGAR. Leikrit þetta er nýtt af nálinni, eða frá árinu 1973, og er gert eftír samnefndri skáldsögu finnska rithöfundarins Lassi Sink- konen. Að sögn þýðanda leikritsins Krístinar Mántylá er Lassi Sink- konen nútimahöfundur, og kom bókin út ekki löngu áður en mynd- in var gerð. Taldi Kristin jafnvel að bókin hefði verið lögð fram af Finnlands hálfu til þátttöku um Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, en vildi þó ekki ábyrgjast að svo hefði verið. Lassi Sinkkonen er einkum kunnur fyrir nærfærnar kvenlýsingar í bókum sinum, og nýlega kom einmitt út ein slik bók i Finnlandi eftir hann, sem hlotið hefur afar góða dóma. „Söngur Sólveigar" byggir einnig á slikri kvenlýsingu. Leik- ritið lýsir uppvexti ungrar stúlku, fæddri árið 1 938. i fátækrahverfi í Helsingfors á eftirstriðsárunum. „Þetta er raunsæisleg lýsing," sagði Kristin Mántylá," en þó eng- in eymdarlýsing, held ég. Hér er sagt frá fólki, sem hefur lítið til hlutanna, og lendir talsvert i drykkjuskap. En þetta endar alls ekki illa." Er i leikritinu rakin saga Sólveigar þangað til hún er komin undir tvitugt. „Raunar endar þessi mynd eiginlega ekki," sagði Kristín, „i lok hennar á Sólveig allt lifið framundan." Aðalhlutverkin i myndinni, sem Kristin kvað vel gerða, leika Leena Uotila, Liisamaija Laaksonen og Aino Lehtinmahi. Á FÖSTUDAGSKVÖLDUM kl 21 55 er nú í gangi nýr brezkur ÞOKKABÓT syngur í sjónvarpinu á sunnudag kl 20,55. sakamálamyndaflokkur, sem á is- lenzku er nefndur VILLIDÝRIN, og er byggður á metsölubók Paul Gallico „The Zoo Gang". Eru sex þættir i þessum myndaflokki, sem fjallar um ný ævintýri fjögurra gamalla félaga i frönsku and- spyrnuhreyfingunni. Þessir félag- ar eru hver af sinu þjóðerninu, — Bandarikjamaður, Frakki, Breti og Kanadamaður. Ekki verður því neitað. að nokk- ur stjörnuljómi leiki um þennan þátt. í fjórum aðalhlutverkunum eru kunnir leikarar, — Brian Keith, sem leikur Refinn, er ágætur bandariskur leikari, John Mills, sem leikur Filinn, er alþekktur Óskarsverðlaunahafi (fyrir þorps- fíflið í „Dóttur Ryans"). Lilli Palm- er, sem leikur Hlébarðann, er gam- alkunn kvikmyndaleikkona, og Barry Morse, sem leikur Tigrisdýr- ið, er kannski þekktastur hér fyrir hlutverk Gerards, lögreglufor- ingja, i þáttunum um „Flótta- manninn". Þá eru prýðilegir leikstjórar að þáttum þessum, Sidney Hayers, einn af reyndustu kvikmynda- og sjónvarpsleikstjórum Breta, og John Hough, efnilegur ungur leik- stjóri, sem hefur einkum getið sér gott orð fyrir hryllingsmyndir, t.d. „Hell House" Þá er titillag þátt- anna eftir Paul og Lindu Mc- Cartney. Mikið var lagt i gerð þessara þátta, og voru útisenur allra teknar upp á frönsku Rivierunni. Menn verða svo að dæma hver fyrir sig hvort allur stjörnufarsinn hafi haft árangur sem erfiði. LAUGARDAGSMYND sjónvarps- ins að þessu sinni er ANNA KARENINA, ein þrettán kvik- mynda, sem gerðar hafa verið eftir hinni frægu skáldsögu Leo Tolstoj Þessi útgáfa er af mörgum talin sú bezta, en flestir eru þó sammála um, að engin þeirra nái verulegum tökum á meistaraverki rússneska skáldsins. Leikstjóri þessarar myndar, sem gerð var árið 1936, er Clarence Brown, en með aðal- hlutverkin fara Greta Garbo. sú mikla kvikmyndagoðsögn, og Basil Rathbone og Fredric March Raunar lék Greta Garbo tvivegis í mynd- um efir þessari sögu, og hét sú fyrri „Love", gerð árið 1 927. Þessi saga um ást i meinum á keisaraveldistímanum [ Rússlandi kom fyrst út 1973—1877. Mynd Clarence Brown fær ágæt með- mæli annarrar kvikmyndabiblíu okkar, eða þrjár og hálfa stjörnu, og sögð prýðilega leikin, ekki sizt af Garbo, þótt heldur sé þungt yfir samtölunum miðað við nútima- smekk. Clarence Brown var einn af virt- ustu leikstjórum Hollywood og þótti sameina beztu kosti afþrey- ingar- og glansmynda þeirrar borg- ar og listræna kunnáttu. Brown, sem fæddist árið 1890, gerði sina fyrstu mynd sem sjálfstæður leik- stjóri árið 1920. Helzta einkenni hans er rómantik, blönduð satír- iskri kímnigáfu. Hann er frægast- ur fyrir myndir sínar með ýmsum stærstu stjörnum Hollywood, — Rudolph Valentino (Örninn), Norma Talmadge (Kiki), Clark Gable, Joan Ceaword, Myrna Loy og Norma Shearer. En mest og bezt var samstarf hans við Gretu Garbo, og meðal mynda þeirra voru „The Flesh and the Devil", „A Woman of Aff- airs", „Anna Christie", „Romance", „Inspiration", „Anna Karenina" og „Conquest". Óþarfi er að kynna Gretu Garbo. Hún lék í fáum góðum myndum, en var alltaf nægilegur persónu- leiki til að draga fólk að, og vefja áhorfendum aum fingur sér. Hún sérhæfði sig i hlutverkum for- dæmdra, kvenhetja, sem fórna öllu fyrir ástina. Garbo, sem er sænsk og heitir réttu nafni Greta Gustafsson, hætti kvikmyndaleik árið 1941, og settist i helgan stein, — svo helgan raunar að það hefur þótt bera til meiri háttar tíðinda þegar hún hefur sézt opin- berlega siðan. Ekki minnkaði Ijóm- inn og goðsögnin um Garbo þótt hún hætti að leika, og siðasta áratug hefur Garbo-bylgjan gert vart við sig með sivaxandi eftir- spurnum eftir myndum hennar. Hún er nú 69 ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.