Morgunblaðið - 10.01.1975, Side 6

Morgunblaðið - 10.01.1975, Side 6
6 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 DAGBOK I dag er föstudagurinn 10. janúar, 10. dagur ársins 1975. Ardegisflóð f Reykjavík er kl. 05.10, sfðdegisfióð kl. 17.32. Sólarupprás f Reykjavík er kl. 11.06, sólarlag kl. 16.04. Á Akureyri er sólarupprás ki. 11.15, sólarlag kl. 15.26. (Heimild: Islandsalmanakið). Villist ekki; vondur félagsskapur spillir góðum siðum. Verið algáðir með réttum hætti og syndgið ekki þvf að nokkurir hafa enga þekking á Guði. (I. Korintubr. 15.33—34). ÁRIMAO HEILLA GuIIbrúðkaup eiga á morgun, 11. janúar, Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðmundur Gfslason vörubflstjóri, Efstasundi 16, Reykjavfk. Þau taka á móti gestum f kaffisal Hreyfils við Grensásveg eftir kl. 3. Dregið í jólagetraun fgrir skólabörn Þegar jólaleyfi hófust í barnaskólum, efndi Umferðarnefnd og lög- reglan í Reykjavík og lög- reglan í Hafnarfirði og Kjósarsýslu til getraunar fyrir skólabörn, sem nefndist ,,f jólaumferð- inni“. Var getraunaseðl- um dreift til skólabarna á aldrinum 7—12 ára. Sendir voru út um 14000 getraunaseðlar. f Reykjavik voru vinn- ingar 150 bækur. í Hafnarfirði og Kjósar- sýslu voru vinningar 100 bækur. f Reykjavík var dregið úr réttum lausnum á mið- nætti á Þorláksmessu og gerðu það skólastjórarnir Jón Árnason og Kristján Sigtryggsson að viðstödd- um lögreglustjóranum í Reykjavík, Sigurjóni Sig- urðssyni. Á aðfangadag heim- sóttu einkennisklæddir lögreglumenn börnin, sem hlotið höfðu vinning, og afhentu" þeim bækurnar. I KROSSGÁTA ~1 Lárétt: 1. hluta 6. ekki marga 8. drykkur 10. hungur 12. hjara 14. hneisa 15. 2 eins 16. ósamstæðir 17. tunglið. Lóðrétt: 2. frá 3. raufinni 4. beisli 5. ílátum 7. vísa 9. samhljóðar 11. skammstöfun 13. sorg. Lausn á síðustu krossgátu. Láfétt: 1. kasta 6. stó 8. ös 10. nú 11. skartið 12. Tý 13. ÐI 14. kút 16. maurinn. Lóðrétt: 2 ás 3. stormur 4. tó 5. röstum 7. púðinn 9. ský 10. nið 14. kú 15. tí. BRIDGE Hér fer á eftir spil frá leik milli Noregs og Israels í Evrópumóti fyrir nokkrum árum. Norður S. G-8-7-3 H. K-6-4 T. Á-K-9-4-2 L. 3 Vestur Austur S. Á-D-10-5-4 s. K-9-2 H- 9'8 H. D-G-7-5-3 T- D T. G-8-6-3 L. K-G-6-4-2 L 9 Suður. S. 6 H. Á-10-2 T. 10-7-5 L. Á-D-10-8-7-5 Norsku spilararnir sátu N—S við annað borðið og brugðu á leik. Austur Suður Vestur Norður p 11 1 s 2 gr. p 3 gr P P D 41 D 4 t D P P P Suður komst í vanda og þorði ekki að láta 3 grönd standa. Aust- ur hjálpaði heldur til og lét aldrei út tromp og það varð til þess að spilið varð aðeins tvo niður og Isrel fékk 300. Við hitt borðið sátu spilararnir frá Israel N—S og þar gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður P 11 ls D P 21 P 2t P 2 gr p p P Sagnhafi fékk 8 slagi og vann spilið og er það ráðgáta öllum. Það virðist sem A—V geti tekið 5 fyrstu slagina. Israel græddi 10 stig á spilinu, en leiknum lauk með jafntefli 10:10. Blöð og tímarit Heimili og skóli, tímarit um uppeldismál, útgefið á Akureyri 2. hefti 33. árg. er komið út. Utg. er Kennarasamband Norðurlands eystri og er ábyrgðarmaður Val- garður Haraldsson. I ritinu eru grunnskólalögin gerð að umræðu- efni, en þar er lögð áherzla á, að löggjöfin þurfi að vera i sífelldri endurskoðun -og endurbætast í ljósi reynslunnar. Þá er í ritinu grein um hinn nýja menntamálaráðherra, Vil- hjálm Hjálmarsson, Bjarnveig Bjarnadóttir skrifar um skólasýn- ingar á vegum Ásgrímssafns, Bergur Felixson skólastjóri á Btönduósi segir frá kynningu á kauptúninu og nánasta umhverfi þess, sem fram fór í Blönduós- skóla, og minningarorð er um Björn Daníelsson skólastjóra á Sauðárkróki, sem lézt í júni sl. I foreldraþætti blaðsins eru grunn- skólalögin birt í heild, Reynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi, ritar grein, sem nefnist „Félagsleg þjálfun nemenda og uppeldis- hlutverk skólanna, birtar eru til- lögur menntamálanefndar Fjórð- ungssambands Norðlendinga um breytingar, sem verða afleiðing hinnar nýju skólalöggjafar, auk þess sem í ritinu er að finna félagsfréttir og umsagnir um bækur. LIONS-fréttir, nr. 56 er komið út. Utgefandi er Lionsumdæmi 109. Þar eru fréttir af umdæmis- þingum, ársþingi, sagt frá stofnun 7 nýrra klúbba, ítarleg frásögn af svæðisfundum, og fréttir frá Lionsklúbbum víða um landið. Börn eiga erfitt með að gera sér grein fyrir fjarlægðum og hraða. Þau halda, að bifreiðin stöðvist á andartaki... % Hættulegt að kyssa þá skeggjuðu I stðasta tölublaði Heitsu- verndar er smáklausa þar sem vitnaö er I ensk læknarit. Þar mun því haldið fram, að skegg sé bakterfugildra. þar sem það safni í sig sýklum, og þeir skeggjuðu verði þannig hættulegir smit- berar. Þýzkur húðsjúkdóma- læknir heldur því fram, að í skeggi hreiðri veirur.sóttkveikjur og sveppir um sig, en allt geti 0,ta valdið kvefsjúkdómum. fafnvel meltingar- Þú leiðir mig nú ekki í neina bakteríugildru, góði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.