Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR (g BILALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 piONcen Útvarp og stereo kasettutæki Mtel 14444*25555 mmm IBILALEIGA CARJENTOjJ FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbilar — sendibílar — hópferðabílar. Félwslíf I.O.O.F. 5 = 1 561 238V6 = K.M. I.O.O.F. 11 Þ.B. S 1561237VÍ = FERÐAFELAG ISLANDS Þórsmerkurferð föstudaginn 24 / 1. kl. 20. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, Simar: 1 9533 — 1 1 798. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðinsgötu 6a í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn fimmtudag kl. 20.30 almenn sam- koma. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir stjórnar. K.F.U.M. — A.D. Fundur i kvöld kl. 20.30. Guðni Gunnarsson annast biblíulestur: Nýja testamentið og kristniboð. Allir karlmenn velkomnir. Fíladelfia Vakningarvikan heldur áfram i kvöld og næstu kvöld. Ræðu- maður Enok Karlsson frá Svíþjóð. Tungur tvær Dagblaðið Tfminn hefur ftrekað vitnað til tvíátta stefnu Alþýðubandalagsins f kaup- gjalds- og efnahagsmáium, annars vegar afstöðu þess f vinstri stjðrn og vinstri viðræð- um að afloknum Alþingis- kosningum f sumar, hins vegar gagnstæðri stefnu þess strax og f stjórnarandstöðu var komið. Engir eru kunnugri fyrri orð- um og afstöðu kommúnista en þeir framsóknarmenn og þvf er fróðlegt að fylgjast með þeim upplýsingum, sem Tfminn er smám saman að tfna upp úr skjóðu sinni þessar vikurnar. Þar kemur glöggt fram að hinn fyrri samstarfsflokkur hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri. Hann er sifellt að kljást við fyrri fullyrðingar, sína eig- in stjórnarstefnu og aðgerðir. Slfkur málflutningur er hvorki trúverðugur né traustvekjandi, þvert á móti setur hann þá Al- þýðubandalagsmenn f þá að- stöðu almennrar tortryggni, að naumast er hægt að taka þá alvarlega. Allt annar Magnús Tíminn segir f leiðara í gær: „Magnús Kjartansson skrifar f gær fyrstu forustugreinina í Þjóðviljann eftir að hann lét af ráðherradómi. Þar birtist þvf miður ailt annar Magnús en sá, sem sat f ráðherrastóli fyrir nokkrum mánuðum. Magnús ráðherra hvatti til varfærni f kaupgjaldsmálum, þvf að ella væri hætta á því, að atvinnu- vegirnir drægjust saman og ekki yrði unnt að halda upþi þeirri framfarasókn, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir. Magnús ráðherra lagði mikla áherzlu á að tryggja atvinnu- öryggið, því að enginn bölvald- ur væri verri en atvinnuleysið. Auðvelt er að benda á glögg dæmi um þessa afstöðu Magnúsar ráðherra. Haustið 1972 voru horfur þær, að út- flutningsframleiðsian gæti ekki risið undir þeim byrðum, sem á hana höfðu verið lagðar. Nefnd sérfræðinga var þá falið að kynna sér efnahagsástandið og gera tillögur til úrlausnar. Hún benti á þrjár leiðir til að tryggja rekstur útflutnings- framleiðslunnar. Ein þeirra var gengislækkun, en önnur niðurfærsla á kaupi. Alþýðu- bandalagið kaus niðurfærslu- leiðina og átti þar samleið með Framsóknarfiokknum. Björn Jónsson og flokkur hans vildu heldur fara gengislækkunar- leiðina og knúðu það fram. En svona mikiisvert töldu forráða- menn Aiþýðubandalagsins þá að tryggja rekstur útflutnings- framleiðslunnar, að þeir voru tilbúnir til að lækka kaupgjald- ið til að ná þvf marki. Sá þeirra, sem var einna ákveðnastur í þessum efnum, var Magnús ráð- herra." Annað dæmi Tfminn segir áfram: „Annað dæmi má nefna frá sfðastl. vori. Það var ljóst eftir kaupsamningana á sfðasti. vetri, að atvinnuvegirnir gætu ekki risið undir hinni miklu grunnkaupshækkun, ef jafn- framt yrði haldið fullum verð- lagsbótum. Stöðvun atvinnu- veganna var fyrirsjáanleg, ef ekki yrði gripið til sérstakra ráðstafana til að hamla gegn of miklum kauphækkunum. At- vinnuöryggið var í voða. Vinstri stjórnin, þar sem Magnús ráðherra var einn helzti áhrifamaðurinn, lagði þá fram frumvarp um að binda kaupgjaldsvfsitöluna í sjö mánuði og fresta jafnframt öil- um grunnkaupshækkunum samkvæmt hinum nýju kjara- samningum, sem væru meiri en 20%. Láglaunafólk skyldi þó vera undantekning. Þegar þetta fékkst ekki fram, rauf vinstri stjórnin þingið og setti bráða- birgðalög um bindingu kaup- gjaidsvfsitölunnar. Þetta var þá taiið nauðsyn- legt af vinstri stjórninni til að tryggja f senn rekstur atvinnu- veganna, næga atvinnu og áframhaidandi framfarir. Hér réði sama afstaða hjá vinstri stjórninni og haustið 1972, þegar gengið var lækkað, eftir að niðurfærsluleiðin hafði ekki fengizt fram. Um það verður ekki deilt, að bæði haustið 1972 og vorið 1974 voru efnahags- horfur hvergi nærri eins ískyggilegar og þær eru nú. Samt var þetta talið nauðsyn- legt þá til að tryggja atvinnu- öryggið.“ Framhald fyrri aðgerða Tfminn túlkar sfðan efna- hagsráðstafanir núverandi rfkisstjórnar sem eðlilegt fram- hald aðgerða hinnar fyrri, til að tryggja atvinnuöryggi. Al- mennar kauphækkanir séu ekki tímabærar og raunar hættuauki við áhrif efnahags- kreppunnar. Lægst launuðu starfshóparnir séu þó undan- tekning, en aðstaða þeirra þurfi sérstakrar athugunar og aðgerða við. Tfminn segir, að Magnús sé vafalaust sömu skoð- unar og fyrr, og innst inni fylgjandi sömu sjónarmiðum og hann áður studdi, þó annað láti f veðri vaka, eftir að ábyrgð ráðherraembættis sleppti. Þættinum barst í gær bréf frá stjórn BSl um fundi hjá stjórn- inni. Að visu er nokkuð liðið frá fundum þessum en þar sem mjög merkileg mál hafa verið á dagskrá þykir rétt að birta þau. 4. FUNDUR Fundur haldinn þriðjudag- inn 17. des. 1974. Til fundarins mættu Hjalti Elíasson, Stein- unn Snorradóttir, Jón Hjalta- son, Björn Eysteinsson, Rík- harður Steinbergsson, Ragnar Björnsson og Alfreð G. Alfreðs- son. Dagskrá fundarins: 1. Lagt fram bréf frá Stefáni Guðjohnsen, vegna þátttöku hans og Simonar Símonarsonar í Sunday Times mótinu á Engl- andi í janúar en fyrrv. stjórn B.S.l. hafði áður samþ. boð um að senda 1 par á mótið og valið þá Stefán og Símon til þátttöku. Fer Stefán fram á að B.S.I. styrki þá félaga til ferðarinnar sem nemur ferðakostnaði og uppihaldi í 6 daga, að frádregn- um kr. 20 þúsundum er koma frá B.R. Meðf. bréfi Stefáns var bréf frá mótsstjórn Sunday Times, þar sem þátttaka Stef- áns og Símonar er staðfest og tilkynnt að mótið fari fram 16.- —18. janúar n.k. Samþ. var að veita þeim kr. 60.000.00 í styrk. 2. Norðurlandamót í bridge 1975. Form. gat þess að hann hefði fengið bréf frá norska sambandinu 30. nóv. sl. þar sem tilkynnt var að mótið færi fram 15.—21. júní 1975 og að þátt- tökutilkynningar þyrftu að ber- ast fyrir 1. desember. Vegna þess hvað forseti fékk bréfið seint í hendur, þá vannst ekki tími til að halda fund um málið og hafði forseti þvi samband við stjórnarmeðlimi í síma og samþ. þeir að heimila forseta að skrá þátttöku í opna flokkinn og unglingaflokkinn. Sendi for- seti því bréf þess efnis til norska sambandSins. Fundur- inn staðfestir þessar gjörðir forseta með samhljóða atkvæð- um. 3. Evrópumeistaramót 1975. Forseti upplýsti að mótið færi fram i Brighton í Englandi 14,- —26. júlí n.k. Samþ. var að senda sveit i opna flokkinn. 4. Forseti gat þess að hann hefði fengið bréf frá unglinga- nefnd Bridgesambands Ev- rópu, þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum um ungl- ingastarfsemi B.S.I. Sagðist for- seti hafa svarað þessu bréfi. Rætt var um unglingastarfið og nauðsyn þess að kjósa unglinga- nefnd. Samþykkt var að fresta málinu, þar til frekari upplýs- ingar liggja fyrir frá EBL um samsvarandi starf i öðrum lönd- um. 5. Forseti lagði fram afrit af bréfi til Alan Truscott ritstjóra The Official Concyelopedie of Bridge, þar sem skýrt er frá B.S.l. og taldir upp 11 ísl. spil- arar, sem hafa tekið þátt i erl. mótum oftar en tvisvar, og ár- angri þeirra í Islandsmótum. 5. FUNDUR Fundur haldinn 4. janúar sl. Til fundarins mættu Hjalti Eliasson, Rikharður Stein- bergsson, Jón Hjaltason, Stein- unn Snorradóttir, Tryggvi Gíslason, Guðjón Guðmunds- son, örn Vigfússon og Alfreð G. Alfreðsson. Dagskrá fundarins: 1. Forseti óskaði öllurn gleði- legs nýs árs og hvatti menn til dáða á hinu nýbyrjaða ári jafn- framt sem hann skýrði frá nokkrum bréfum, sem hann hefði ritað til ýmissa erlendra aðila. 2. Landsliósmál. Fram kom að Hjalti Elíasson hefði haldið óopinberan fund með 20 mönn- um, sem talist gætu standa nærri landsliðinu. Hafði Hjalti útbúið spurningaeyðublað til skoðanakönnunar á því, hvern- ig menn vildu að landslið væri valið og ýmislegt annað viðkom- andi landsliðinu. Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar virðist leiða í ljós að skoðanir manna í þessu máli séu mjög skiptar, en þó voru menn al- mennt sammála um að leggja bæri meiri áherzlu á æfingar og undirbúning landsliðsins fyrir keppni. Hjalti, Ríkharður og Jón Hjaltason lögðu fram hug- myndir að umræðugrundveili um tilhögun á vali landsliðs og byggjast þær í stuttu máli á því að fyrst fari fram 16 para tví- menningskeppni með Butlers- fyrirkomulagi og að 8 efstu pör- in taki siðan þátt í æfingarpró- grammi, þar sem frammistaða þeirra verði „vigtuð“ af sér- stakri landsliðsnefnd, sem síð- an velur liðið endanlega. Al- fred ræddi umfundHjalta með 20 menningunum og lagði fram tillögu um hvernig hann vildi að landsliðið yrði valið. Var til- laga Alfreds ekki ósvipuð hug- myndum þeirra Hjalta, Rík- harðs og Jóns, nema að Alfred vildi sleppa tvímenningsfor- keppninni til þess að spara tima og gefa landsliðsnefndinni fullt vald til þess að velja 16 pör til æfinga og fækka þeim svo smátt og smátt eftir eigin mati og með eigin aðferðum, þar til eftir stæði endanlegt landslið. Miklar umræður urðu um til lögur þeirra Hjalta og félaga og tillögu Alfreds. Gengið var til atkvæða og var tillaga Hjalta o.fl. samþ. með 5 atkvæðum gegn 2 og 1 sat hjá. I beinu fram haldi af þessari niður- stöðu var samþykkt að Butlers- tvímenningskeppnin færi fram sem hér segir: 1. umf. 25. jan. kl. 13.00 og siðan 26/1, 1/2, 2/2 og 4/2 1975. Frestur til að óska eftir þátttöku var til 16. janúar. Þá var og samþ. að kjósa eftir- talda menn til að velja 16 pör úr þeim umsóknum sem kunna að berast. I opna flokknum: Júlíus Guðmundsson og As- mundur Pálsson. I unglinga- flokki: Jakob Möller, Gylfi Baldursson og Einar Guðjohn- sen. Samþ. var að fela Ríkharði og Jóni Hjaitasyni að semja reglugerð fyrir úrtökumótið. 3. Steinunn Snorradóttir ræddi um bridgemálefni kvenna og lagði til að hafist yrði handa um að byggja upp kvennasveit fyrir framtíðina, t.d. fyrir Norðurlandamótið, sem ætti að öllu jöfnu að vera hér 1977, með skipulögðum æf- ingum undir stjórn B.S.I. Hjalti gerði tillögu um að kvenna- sveitir fengju að spila með í væntanlegri Butlerkeppni til æfinga, ef þær óskuðu þess. Samþ. var samhljóða að B.S.I. tæki tillögu Steinunnar til gaumgæfilegrar athugunar. 4. Rætt var um timasetningu Islandsmóta, en málinu frestað til næsta fundar, þar sem ekki hafði fengist endanlegt loforð fyrir húsnæði á þeim dögum, sem fyrirætlaðir eru. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.