Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 15 Islendingar björg- uðust giftusamlega í skipsstrandi undan Noregsströndum Osló, 22. janúar. Frá fréttaritara Mbl. Ágústi I. Jónssyni. TVEIR fslenzkir sjómenn björguðust giftursamlega er skip þeirra strandaði í mjög slæmu veðri um 12 mílur frá Florö í Noregi, á miðvikudaginn í sfðustu viku. Höfðu þeir Júlíus B. Hafstein og Halldór Bragason nýlega fest kaup á skipinu Seaway og voru í sinni fyrstu ferð með brotajárn frá Bergen til Þrándheims, ásamt þriðja manni, Norðmanninum Robin Andrea- sen, er skipið strandaði. Mikið óveður var á þessum slóðum og skömmu áður en Seaway strandaði hafði áhöfnin á hinu 1500 tonna skipi Sognatind, Varhugaverð hjartalyf Chicago, 22. jan. AP. VlÐTÆK könnun sem hefur verið gerð i Bandaríkjunum á vegum Bandarísku hjarta- og lungnarannsöknarstofnunarinnar hefur komizt að þeirri niðurstöðu að tvö lyf, sem gefin eru hjarta- sjúklingum lengja ekki líf þeirra og kunna jafnvel að vera hættu- leg. Lyf þessi heita Clofibrate og Niacin. Þau eru gefin sjúklingum, sem hafa íengið snert af hjarta- áfalli, og hefur hingað til verið talið að þau drægju úr likunum á að slíkt endurtæki sig. í könnun þessarí hefur hins vegar komið i ljós að Clofibrate hefur ýmsar óæskilegar aukaverkanir, má nefna að kynhvöt sljóvgast, hætt- ara virðist við gallsteinum og ýmis óþægindi gera vart við sig fyrir hjarta. Mjög svipaða sögu er að segja af hinu lyfinu Niacin. Rannsókn var gerð á 53 rannsóknarstofnunum og sjúkra- stofnunum og voru teknir til skoð- unar 8.341 karlmaður á aldrinum 30—64 ára sem höfðu fengið aðkenningu af hjartaslagi. Niðurstöður rannsóknar eru birtar i tímariti bandarísku læknasamtakanna og gerir grein fyrir þeim dr. Jeremiah Stamler sem stjórnaði henni. sent út neyðarkall. Björgunar- sveitir voru komnar á staðinn er neyðarblys og rakettur sáust fjórum sjómílum vestar. Þar sem Sognatind var ekki i bráðri hættu á strandstaðnum héldu björg- unarskip og þyrlur þegar í vestur- átt, og komu fljótlega að Seaway. Ekki þótti vogandi að reyna að bjarga mönnunum á hinu strand- aða skipi með björgunarstól frá þyrlunni og var áhöfnin því beðin um að fara í lífbátinn. Skip- stjóranum Júlíusi B. Hafstein var síðan bjargað um borð í björgunarskipið Bergen Krets, en hinum tveim úr lífbátnum um borð í þyriuna. Svo sannarlega bjargaóist áhöfnin á Seaway á ell- eftu stundu, því sex minútum eftir björgunina var skipið orðið að flaki á skerinu. Veðurofsi var mjög mikill á þessum slóðum og i verstu hryðj- unum fór vindhraðinn upp i 60—70 hnúta. Seaway var 199 brúttótonn að stærð, smiðað árið 1920, en nýlega gert upp og með nýrri vél. Bæði Halldór og Júlíus hafa verið búsettir í Noregi í nokkur ár. Zsa Zsa í 6. lotu Las Vegas, 22. jan. Reuter. ZSA Zsa Gabor, kvikmyndaleik- konan heimsfræga, sem kannski er frægust fyrir fjölmörg hjóna- bönd sín, giftist í gærkvöldi milljónamæringi einum í Beverly HiIIs, Jack Ryan aó nafni. Hjónin nýju hafa þekkzt í allmörg ár, — nú síðasta sem nágrannar. Þetta er sjötta hjónaband ungfrú Gabor, en að sögn hennar sjálfrar getur þetta aðeins taiizt hjóna- band nr. tvö. Hjónaband hennar og brezka leikarans sáluga, George Sanders, segir hún hafa verið eina raunverulega hjóna- band sitt fram til þessa. Ungfrú Gabor kvaðst vera 46 ára þegar hún sótti um giftingarvottorð. Hins vegar segir uppsláttarbók ein um kvikmyndaleikara að hún sé fædd árið 1919, — og sé þar með 56 ára. Gríska þingið vítir Breta Aþenu 22. jan. Reuter. GRlSKA þingið samþykkti i gærkvöldi tiliögu þar sem lýst var gremju og reiði vegna hlutdrægnislegrar afstöðu Breta í Kýpurmálinu. Tillagan var samþykkt í einu hljóði og sagði þar að látin væri f Ijós vandlæting og reiði grisku þjóðarinnar vegna þess hve vilhallir Bretar væru Tyrkjum og drægju taum þeirra f einu og öllu f flóttamannamálinu á Kýpur. Grískir stúdentar í Aþenu hafa einnig látið málið til sín taka og afhentu orðsendingu eftir að hafa farið fylktu liði frá þinghúsinu til sendiráðs Breta í borginni. I yfirlýsingu þingsins var ennfremur skorað á frjáls þing um allan heim að sam- einast Grikkjum í mótmælum þeirra vegna afstöðu Breta, sem myndi valda varnarlausu flóttafólki ómældum erfið- leikum. Reiðir Kýpur-Grikkir hafa látið i ljós vandlætingu sfna á atstoou Breta og Bandaríkjamanna til Kýpurmálsins og sjást hér kveikja í b'andariska fánanum við sendiráð landsins í Nikosíu fyrir fáein- um dögum. Frá flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins. Myndin er frá setningu þess. Óánægja að Mao varð yfirmaður heraflans? Tókíó 22. jan. AP. FRÉTTASTOFA Alþýðulýð- veldisins Kfna, Hsinhua, hefur vikið að þvf f frásögnum sfnum að enn séu nokkrar erjur og streitur innan kommúnistaf lokksins og virðist þar einkum átt við að deil- ur hafi verið um að Mao Tse-tung, formaður, tæki við sem yfir- maður herafla landsins. Segir AP-fréttastofan að margt hnígi í þá átt að menn hafi ekki verið á eitt sáttir um að skipa málum á þennan veg og láta yfirstjórnina f hendur formannsins og mið- stjórnar flokksins. Mao hefur barizt fyrir því i mörg ár að fá þaö viðurkennt að hann væri æósti yfirmaður hers landsins og sá sem hvað skelegg- ast barðist gegn því var Lin Piao heitinn, fyrrverandi varnarmála- ráðherra. Hann lézt i flugslysi árið 1971 eins og frá hefur verið sagt og var þá ennfremur lýst yfir að hann hefði verið á flótta eftir misheppnað valdarán. Enda þótt erlendir fréttaskýr- endur túlki frásagnir fréttastof- unnar á þann veg að menn hafi ekki verið á eitt sáttir um allar breytingar á stjórnarskránni, sem voru gerðar á flokksþinginu á dögunum, hefur verið lögð áherzla á það hjá Hsinhua að alþýða manna i Kína fagni heils hugar hinni nýju skipun mála og treysti formanni sínum manna bezt til að stýra her landsins og halda svo á málum að árangur byltingarinnar haldi áfram að aukast og styrkjast. Gremjavegna ákvörðunar Fords Washington 22. jan. Reuter. I FRÉTTUM frá Washington í dag segir að gera megi ráð fyrir að slái í alvarlega brýnu milli Fords Bandarfkjaforseta og þingsins vegna þeirra fyrirætlana forsetans að gera Bandarfkin þvf sem næst óháð innfluttri olíu. Eru fréttaskýrcndur yfirleitt sammála um, að með yfirlýsingu þeirri, sem hann gaf f gær um að hann ætlaði að leggja tolla á inn- fiutta olíu strax í þessari viku og að hann teldi bensínskömmtun óæskilegri en verðhækkun á bensfni, hefði hann aflað sér ótvf- ræðrar andstöðu ýmissa valda- mikilla afla i þinginu, sem eru á móti því að hann beiti neitunar- valdi þvf sem hann ræður yfir samkvæmt stjórnarskránni. Öldungadeildarþingmennirnir Henry Jackson og Edward Kennedy og fulltrúadeildarþing- maðurinn Thomas O’Neill hafa lagt fram frumvarp þar sem allar tollahækkanir eru bannaðar næstu þrjá mánuði. Þá hefur full- trúadeildarþingmaðurinn A1 Ull- mann lýst þeirri skoðun sinni, að tollahækkun nú myndi vera beiri- linis ólögleg. Þá hefur forsetinn einnig vakið gremju allmargra þingmanna, segir Reuter fréttastofan, með þvi að lýsa þvi yfir, að hann vilji aö Bandaríkjamenn leggi fram til viðbótar fyrri fjárstuðningi alls Norwich og Villa keppa um bikarinn ÚRSLIT í enska dcildarbikarnum í gærkvöldi urðu: Aston \ illa — Chester: 3:2, og Norwich City — Manchester linited: 1:0. Norwich og Aston Villa mætast því i úr- slitaleik bikarkeppninnar á W’emblev 1. mars. 300 millj. dollara til hjálpar Suður-Víetnam og Kambódiu, sem eiga nú í höggi við hersveitir kommúnista. Aftur á móti ber fréttaskýrend- um saman um, að olíumálið og afgreiðsla þess muni verða meira hitamál og bent er á ýmsa agnúa, sem eru á því, að forsetinn beiti neitunarvaldi sinu, og þær afleið- ingar, sem slikt kynni aö hafa. Biskup fannst látinn við gleðihús Paris 22. jan. AP. ERKIBISKUP Parísar skipaði í dag sérstaka rannsóknar- nefnd kennimanna til að at huga orsakir andláts biskups nokkurs, Roger Tort, sem lézt i sl. viku í anddyri þekkts gleði- húss i París. Krefst erkibiskup þess að hann fái nákva'ma skýrslu um málsatriði. Tort var 66 ára og var biskup í Montauban í Suðvestur- Frakklandi. Hann var konvinn til Parisar að sitja þar bisk- uparáðstefnu og sagði frá því, að hann ætlaði að verja um- ( ræddu kvöldi með vini sinum, sem hefði setið í fangelsi sam- tíma honum á stríðsárunum. Tekið er fram að allt bendi til að hann hafi látizl af hjarta- slagi. Einnig þykir ástæða til að nefna að „hann hafi verið sómasamlega kla'ddur" þegar dauða hans bar að höndum. Sjö niánuðir eru síðan annar þekktur kennimaður innan frönsku kirkjunnar fannst látinn í ibúð gleðikonu i París. Re.vnt var um skeið að þagga \ það mál niður, en vikublað eitt f komst á snoðir um fréttina og j birti hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.