Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 25 fclk í fréttum Górilluframleiðsla kenndmeðkvikmynd + Stjórnendur dýragarðs nokk- urs í Sacramento I Kaliforníu hafa átt f miklum erfiðleikum með tvo górilluapa. Báðir ap- arnir eru fæddir i dýragörðum og framkvæmdastjórn garðsins vi 11 endilega að þeir auki kyn sitt, enda munu górillur vera eftirsóttar og ekki á hverju strái. En górillurnar ungu hafa aldrei fengið fræðslu foreldra sinna á þvi, hvernig búa eigi til litlar górillur. Og til þess að bæta úr, hefur garðurinn fengið tæknina í lið með sér. Górillunum eru sýnd- ar kvikmyndir og á þvl eiga þær að læra réttu aðferðina, sem þær ella hefðu lært I frum- skóginum. Náttúran lætur ekki að sér hæða og vonast fram- kvæmdastjórn dýragarðsins til þess að kvikmyndin fari brátt að bera árangur og górillurnar verði ástleitnar hvor við aðra. Vonandi verða þá til margar litlar górillur. Mini- pilsin afturí gagnið + Brezkir tizkufrömuðir hafa gefið kvenþjóðinni línuna á vori komandi. 1 vor eiga konur, að ganga í ofur stuttum pilsum og jafnframt telja frömuðirnir sig gefa svar við síaukinni verð- bólgu í Evrópu. Þeir segja: „Þeim mun styttri sem pilsin verða þeim mun ódýrari." Það verður gaman að sjá, hvort kvenþjóðin lætur segjast á kvennaárinu, en körlum ætti að verða þessi breytni til mikillar ánægju, enda eru margir hverj- ir farnir að hafa á orði, að all- mörg ár séu nú síðan fagurlega skapaðir fótleggir hafa verið til sýnis ágötum úti. Hin síunga Marlene 70 ára Marlene Dietrich, sem oft hefur gengið undir viður- nefninu „fallegasta amma heims“ er orðin sjötug. Þeir, sem til þekkja segja að enn sé hún ungleg og llti betur út en nokkru sinni fyrr. Les- endur geta sjálfir dæmt um, hvort rétt er hermt af mynd- inni, sem hér fylgir. Á henni er hún að drekka danskan bjór, en það ku vera drykk- ur, sem Marlene á bágt með að neita sér um. Þó má ekki skilja þetta sem hún sé drykkfeld — enda liti hún ekki svo vel út sem raun ber vitni, ef hún hefði verið mikill bjórsvelgir um dag- ana. En hvernig hefur Marlene haldið sér svo unglegri öll þessi ár? Hefur hún ekki ótal sinnum farið í andlits- lyftingu? Fullyrt er að hún hafi aldrei látið eiga neitt við andlit sitt — hún segist meira að segja aldrei hafa notað andlitskrem eða nokk- ur meðöl til að bera á húð- ina og hún heldur fram, að það sé einmitt galdurinn. Marlene er ekki sögð óttast aldurinn. Auðvitað er hún ekki eins í andliti og fyrir 35 árum, er hún var að sigra heiminn ( Bláa englinum, en hrukkurnar í andliti hennar eru færri en hjá margri kon- unni sem aðeins er 45 ára. Og enn er hún sögð bræða hvert einasta karlmanns- hjarta og það jafnvel þótt hún geti á stundum hagað sér eins og hjarta hennar sé úr fs. Útvarp Reykfavtk FIMMTUDAGUR 23. janúar 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustgr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Bryndls Vfglundsdóttir les þýðingu sfna á sögunni „1 Heiðmörk“ eftir Robert Lawson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- són raeðir vió dr. Björn Davfðsson for- stjóra Rannsóknarst. fiskiðnaðarins um frystingu loðnuafla. Popp kl. 11.00: Gfsli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Afrfvaktinní Margrét Guðmundsdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Stafurinn sterki Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri á Akureyri flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar Montserrat Cabatlé syngur með kór og hljómsveit arfur úr óperunni „Normu" og „11 Pirata“ eftir Bellini: Carlo Felice Cillario stjórnar. Isaac Stern og Fflharmónfusveitin f New York leika Fiðlukonsert op. 14 eftir Hindemith: Leonard Bernstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð- urfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatfmi: Agústa Björnsdóttir stjórnar „Einu sinni var“ — lesin nokkur gömul og góð ævintýr. 17.30 Framburðarkennsla f ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mæit mál Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur f útvarpssal: Einar Jó- hannesson og Sigrfður Sveinsdóttir leika á klarfnettu og pfanó. a. „Fantasiestúcke“ op. 43 eftir Niels W. Gade. b. „Abime des Oiseaux*4 fyrir sólóklarf- nettu eftir Olivier Messaien. c. Duo concertant eftir Darius Mil- haud. 20.05 Framhaldsleikritið: „Húsið“ eftir Guðmund Danfelsson gert eftir sam- nefndri sögu. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Annar þáttur nefnist: Hnfgandi stjarna. Persónur og leikendur auk höfundar sem gegnir hlutverki sögumanns: Pétur Klængs ...... Róbert Arnfinnsson Frú Ingveldur Henningsen Heiga Bachmann Gfsli f Dverg ........._Valur Gfslason Katrfn Henningsen ------Valgerður Dan Aron Carl Henningsen Gfsli Halldórs- son Agnes Henningsen .. Anna Kristfn Arngrfmsdóttir Aðrir leikendur: GuðmundUr Magnús- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Geir- laug Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Valdemar Helgason og Herdfs Þor- valdsdóttir. 21.00 Kvöldtónleikar a. Julian Bream og George Malcolm leika á gftar og sembal Introduction og Fandango eftir Boccherini. b. Gérard Souzay syngur lög eftir Richard Strauss; Dalton Baldwin leikur á pfanó. c. Rena Kyriakou leikur á pfanó Pre- lúdfu og fúgu f e-moll op. 35 eftir Mendelssohn. d. Han de Vries og Fflharmónfusveitin f Amsterdam leika Konsertino fyrir óbó og hljómsveit op. 110 eftir Johann- es Venzeslaus Kalliwoda; Anton Kersjes st jórnar. 21.40 „Guðmundur“. smásaga eftir Kristján Jóhann Jónsson. Höfundur les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „1 verum“, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar Gils Guðmundsson les (21). 22.35 tJr heimi sálarlífsins Fyrsti þáttur Geirs Vilhjálmssonar: Sálarsameining; um sálvaxtarkerfi dr. Assagioli og verkleg æfing f sjálfsskoð- un, „hver er ég“-æfingin. 23.05 Létt músik á sfðkvöldi a. Happy Harry og hljómsveit hans leika dixflandlög. b. Ymsir listamenn flytja finnsk og ensk þjóólög. c. Dave Brubeck kvartettinn leikur lög eftir Cole Porter. 23.50 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. A skfánum £> FÖSTUDAGUR 24. janúar 1975 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Lifandi veröld Nýr, breskur fræðslumyndaflokkur f sex þáttum um Iffið umhverfis okkur og jafnvægið í ríki náttúrunnar. 1. þáttur. Lffið f ánni Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.05 Kastljós Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 21.55 Villidýrin Breskur sakamálamyndaflokkur. Krókur á móti bragði Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok fclK f fjnmíf lmu la' “ ', I ÚTVARPINU I dag er mikið af góðri tónlist. 1 miðdegistón- leikunum syngur Montserrat Caballé aríur úr óperum og fiðluleikarinn frægi lsaac Stern leikur með Fflharmoníu- hljómsveitinni I New York fiðlukonsert eftir Hindemith undir stjórn Leonard Bern- steins. En þeir, sem ekki kunna að meta svo hátfðlega tónlist geta beðið eftir léttu tónlist- inni um kvöldið og fengið dixielandlög og þjóðlög. Eftir fréttirnar leika tveir ungir íslenzkir hljóðfæraleik- arar saman í útvarpssal. Það er Einar Jóhannesson klarinett- leikari og Sigríður Sveinsdóttir pianóleikari. Einar er sonur Jóhannesar Arasonar þular í útvarpinu, og þykir mjög góður klarinettleikari. M.a. fengum við að heyra i honum á siðustu listahátíð. Eftir að hafa lokið prófi hér heima, stundaði hann nám við Royal College i Lond- on, og lauk þar prófi. Nú er hann á förum til Irlands, þar sem hann hefur verið ráðinn 1. klarinettleikari i Sinfóniu- hljómsveitinni f Ulster fram á næsta sumar. Sigriður Sveins- dóttir var í eitt ár í London eftir að hún lauk prófi f píanóleik hér heima. Mikil listaæð er i hennar ætt, því hún mun vera systurdóttir Ásmund- ar Sveinssonar myndhöggvara. Sigríður hefur leikið talsvert Einar Jóhannesson ráðinn til trlands. undir hjá söngvurum, m.a. hjá Elínu Sigurvinsdóttur. Þegar Einar kom heim í jólafrí léku har.n og Sigríður saman f út- varpssal 9. janúar og verður leik þeirra útvarpað í kvöld. Það eru verk eftir Gade, Messaien og Milhaud. A kvöldtónleikunum verður guitar- og semballeikur, sem Julien Rreant og George Mal- colm leika ofe Gerard Souzay syngur lög eftir Strauss, Rena Kyriakou leikur á píanó, FII- harmonfuhljómsveitin í Amst- erdam leikur og Van de Vries leikur einleik á óbó. Svo tón- listarunnendur hafa úr ýmsu að velja í dag f dagskránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.