Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 Vantar skýli og pen- inga frekar en matvæli Rætt við Björn Tryggvason formann Rauða kross Islands um Vietnam-söfnunina UM ÞESSAR mundir stendur yfir söfnun Rauða kross Islands og Hjálparstofnunar kirkjunnar til hinna þjáðu I Vietnam. Samskon- ar söfnun stendur nú yfir víða um heim, en mestar munu þessar safnanir vera á Norðurlöndunum, Bretlandi, V-Þýzkalandi og Sviss. A miðvikudag í s.l. viku var hald- inn sérstakur fundur I aðalstöðv- um Rauða krossins í Genf og hann sat Björn Tryggvason for- maður Rauða kross tslands. 1 stuttu samtali við Morgunblaðið lét Björn þess getið, að hann hefði farið á fund fyrir Seðla- bankann til Oslóar og af þeim sökum gefizt kostur á að skreppa á fundinn I Genf. 1 fyrstu spurð- um við Björn hvort sllk fjársöfn- un hefði ekki farið hér fram áður. — Já, og á því leikur enginn vafi, að alþjóða Rauði krossinn hefur forystuhlutverki að gegna í Viet Nam og Kambódíu. Hjálpar- stofnanir Sameinuðu þjóðanna byggja alhliða á Rauða krossin- um. Mest er starfið i Suður-Viet Nam, í héruðunum og í sjálfri Saigon. Þar er byggt að vel skipu- lögðu sjálfboðaliði Rauða kross S-Viet Nam, sem hefur á að skipa um 6000 manna starfsliði, aðal- lega stúdentum. Þá eru sendar vistir og lyf til Hanoi frá Austur- Berlín. Mikið samband er frá höfuðstöðvunum í Genf við full- trúa P.R.G. og er verið að reyna að opna Da Nang höfn og flugvöll- inn þar fyrir hjálparsendingar. Norðurlöndin hafa unnið að miklu hjálparstarfi í norðurhluta S-Viet Nam og norræn verktaka- fyrirtæki eru þar starfandi. Og komið hefur þegar fram, að starf Rauða krossins á svæði Viet Cong (P.R.G.) er talið mjög öflugt. — Islendingar hafa venjulega ekki, sagði Björn, legið á liði sínu þegar stórhörmungar hrjá aðrar þjóðir. Arin 1968 og 1970 voru sendar fjárhæðir til hjálpar I Viet Nam, Laos og Kambódíu, en síðan ekki. I janúar 1973 fór fram almenn fjársöfnun á Norðurlönd- um til hjálparstarfsins i Viet Nam og var slík fjársöfnun i undirbún- ingi hér, einmitt þegar gosið í Heimaey byrjaði. Varð ekkert úr söfnuninni og dæmið snerist við. íslendingar fengu hjálparfé frá Norðurlöndum, tæplega 2000 Flugvirkjar færa verk- fallsmönnum 25 þús. kr. AÐALFUNDUR Flugvirkjafélags Islands, haldinn 12. apríl 1975, samþykkti eftirfarandi: Flugvirkjafélag íslands harr.iar að stjórn Kaupfélags Arnesinga hefur gripið til þeirra mjög svo vafasömu aðferðar að segja upp einum af elstu starfsmönnum fyr- irtækisins, til þess að jafna ágreiningsmál. Slíkt ætti að tilheyra liðinni tíð. Góð afkoma fyrirtækis er mikið undir því komið að góður andi og gagnkvæmur skilningur ríki milli fyrirtækis og starfsliðs. Með þetta í huga skorar F.V.F.I. á stjórn Kaupfélagsins að leysa þetta vandræðamál á þann ein- falda hátt, að taka aftur uppsögn starfsmannsins. Fundurinn samþykkti að veita kr. 25.000, til styrktar verkfalls- mönnumí réttlætisbaráttu þeirra. millj. kr., og varð fjársöfnunin á Norðurlöndunum til hjálpar Vest- mannaeyingum til þess að draga úr fjársöfnun á Norðurlöndum til Viet Nam. Nú liggur það ljóst fyrir, að aðstæður í Viet Nam og Kambódíu eru eða líklega eiga eftir að verða álika alvarlegar og aðstæður urðu í Biafra og Bangla- desh. Siðan vék Björn að því, að nú væri feikikraftur í öflun hjálpar- fjár viða, en sérstaklega á Norður- löndum og viða í V-Evrópu. Söfnunin í Noregi virtist þó í sér- flokki, því þar væri búizt við, að almenningur legði fram samtals 10—12 milljónir norskra króna eða 360 millj. isl. kr. og norska ríkið allt að 40 millj. n.kr., sem eru nú um 1200 millj. isl. kr. — Skipulagning á Norðurlöndunum er ákaflega góð, en þar hafa einstök blöð, eins og t.d. Aften- posten í Osló, hafið fjársöfnun og svo stjórnmálaflokkar, sagði Björn. — Fannst þér margt nýtt koma fram á fundinum í Genf hvaó sjálft hjálparstarfið snerti? 1 DAG, sumardaginn fyrsta, mun skátafélagið Hraunbúar í Hafnar- firði minnast þess, að 50 ár eru liðin frá þvi, að fyrsti skáta- flokkurinn hóf göngu sína þar. Að vísu minntust Hraunbúar þessa atburðar á afmælisdaginn — Hvernig hefur starfsemin i Kambódíu gengið síðustu vikurn- ar? — Það er nú allt i endurskipu- lagningu. Sjálft griðasvæói Rauða krossins var sett upp i hóteli og á hótelsvæði i Phnom Penh og hefur sænskt hjúkrunarlið með skurðlæknum verið þar starfandi. — Hvað er það sem fólk van- hagar mest um á þessum hörm- ungarsvæðum? — Það halda kannski margir að matarskorturinn sé mestur, en svo er ekki. Matar er aflað í Hong Kong, Japan og Singapore. Rauði krossinn leggur fyrst og fremst áherzlu á peningaframlög og inn- kaup í Suðaustur-Asíu. Það sem vantar mest eru lyf sem vinna gegn malaríu, kvefi, húðsjúkdóm- um o.fl. Þá er gríðarmikil þörf fyrir skýli úr plasti eða tjaldhús, auk teppa, en vitað er að skýli þarf að reisa fyrir tugþúsundir fjölskyldna. Matvæli, sem vantar, eru hrísgrjón, niðursoðin mjólk, þurrmjólk og fjörefnabætt mjólk. Þá vantar fiskafurðir, eins og t.d. saltfisk, niðursoðnar fiskafurðir og kjötmeti vantar ennfremur. hinn 22. febrúar, og höfðu drótt- skátar félagsins veg og vanda að þeirri kvöldvöku, sem var fyrir unga Hraunbúa og tókst hún með hinni mestu prýði. Hraunbúar byrja sumardaginn fyrsta með því að mæta kl. 10 árdegis við skátaheimilið Hraun- byrgi. Þaðan leggja þeir svo af stað i skrúðgöngu klukkan 10.15 og ganga til kirkju. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur fyrir göngunni. Athöfnin í kirkjunni hefst kl. 11 og aðstoða skátar við guðsþjónustuna. Páll Gíslason, skátahöfðingi íslands, flytur ræðu, en síra Garðar Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Skátaheimilið Hraunbyrgi og félagsheimili hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði verða opin frá kl. 2 til kl. 4 e.h. og til sýnis öllum þeim, sem áhuga hafa á að skoða þau og kynnast starfi skátanna. Skátaflokkar verða við ýmiss konar skátastörf í Hraunbyrgi og hjálparsveitarmenn svara spurningum og_ kynna starfsemi sina í Hjáiparsveitarhúsinu. Klukkan 5 hefst síðan skemmti- vaka í Hraunbyrgi fyrir unga skáta. Um kvöldið veröur svo af- mælisfagnaður fyrir dróttskáta og gamla Hraunbúa og gesti félags- ins, sem haldinn verður í Hraun- byrgi. Vormót Hraunbúa verður haldið dagana 13.—16. júní n.k. í Krisuvík. Laugardaginn 19. aprfl gekkst Æskulýðsráð Reykjavíkur fyrir framhaldsráðstefnu um skemmtanahald og félagsstarf ungs fólks f Reykjavfk, þar sem mættir voru fulltrúar frá ýmsum stofnunum, sem hafa afskipti af málefnum unglinga. Fulltrúar nemenda i gagnfræða og framhaldsskólum borgarinnar fluttu framsöguerindi, lýstu ástandi og báru fram tillögur sfnar til úrbóta. Eftir almennar umræður var þátttakendum skipt f umræðuhópa sem síðan skiluðu áliti. Siðar verður nánar skýrt frá niðurstöðum ráðstefnunnar. Hraunbúar minnast 50 ára afmælis skáta í Hafnarfirði Þessi mynd er á auglýsingaveggspjaldi þvf, sem Rauði krossinn f Noregi hefur gefið út, en þar hafa nú safnazt háar fjárhæðir til hjálparstarfsins í Viet Nam og Kambódfu. Skjólstæðingar Amnesty international sleppt MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Islandsdeild Amnesty International: „Islandsdeild Amnesty International hefur verið tilkynnt frá höfuðstöðvum samtakanna í London, að fangelsuð blökkuhjón í Suður-Afríku, sem íslenska deildin hefur verið að leitast við að hjálpa á undanförnum vikum, hafi nú loks verið látin laus. Þau voru handtekin í septem- ber síðastliðnum og hafa setið í strangri gæslu í Pretoríu allt upp frá því, án þess þó að ákæra væri borin fram á hendur þeim né að þau væru leidd fyrir rétt. Eigin- manninum að minnsta kosti var frá öndverðu haldið i algerri ein- angrun og var jafnt meinað utn að hafa samband við ættingja sína sem lögfræðinga. Nöfn hjónanna, sem eru um þri- tugt, eru Lindelwe og Brigitte Mabandla. Handtaka þeirra og fangelsun vakti þegar athygli viða um lönd, auk þess sem hin frjálslyndari öfl í heimalandi þeirra reyndu af alefli að leggja þeim lið. Grunur lék ennfremur á, að eiginmaðurinn sætti pynd- ingum, og leitað var til dómstól- anna á staðnum af því tilefni en án árangurs. Lindelwe Mabandla starfaði að verkalýðsmálum þeldökkra þegar hann var fangelsaður og er raunar einn af forystumönnum þeirra i Suður-Afríku. Brigitte kona hans starfaði við stofnun í Durban sem berst gegn kynþátta- misrétti. Þau hjónin urðu skjólstæðingar íslandsdeildar AI nokkru eftir stofnun hennar á síðastliðnu ári og höfðu félagar hérlendis skrifað nokkur bréf til Suður-Afríku, þar sem háttsettir ráðamenn voru hvattir til þess í nafni samtak- anna, að þeir_hlutuðust til um að þau hjónin yrðu látin laus eða að minnsta kosti að þeim yrði tjáð hvað þau hefðu brotið af sér. A.I. á Islandi mun nú halda áfram að fylgjast með högum þeirra. Það eru höfuðstöðvar Amnesty International í London sem velja þá fanga sem hinar ýmsu deildir víðsvegar um heim taka síðan að sér að starfa fyrir. Amnesty Inter- national er sem kunnugt er stofn- að i þeim tilgangi að berjast fyrir verndun mannréttinda og gegn hvers konar pólitískri kúgun hvar sem er i heiminum. íslenska deildin var stofnuð s.l. haust og telur nú um 150 manns.“ SERVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala Jí SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.