Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 29 Austantjalds togarar á grá lúðuveiðum TALSVERÐUR floti austur- þýzkra togara er nú að veiðum 71 mílu vestur af Hornbjargi. Með togurunum, sem eru 15 talsins, eru 5 stór verksmiðjuskip þrjú austur-þýzk, eitt sovézkt og eitt pólskt. Þá eru sovézk rannsóknar- skip einnig við landið. Talið er að togararnir fyrir vestan séu á grálúðuveiðum. Stúdentar gefa 5 þúsund krónur Stúdentaráð Háskóla Islands hefur lýst stuðningi sínum við verkfallsaðgerðir á Selfossi og átelur vinnubrögð stjórnenda K.A. Til áréttingar stuðningi sinum hefur ráðið látið 5 þús. krónur af hendi rakna til verkfallsmanna og skorar um leið á stúdenta að sýna samstöðu i verki, eins og segir í fréttatilkynningu ráðsins. Mjög léleg síld- arsala í Danmörku EINA íslenzka síldveiðiskipið, sem farið hefur til veiða í Norðursjó á þessu vori er Súlan frá Akureyri. Skipið seldi í fyrsta skipti f gær, aðeins 16,9 tonn fyrir 271 þús. krónur og var meðalvcrð pr. kg. kr. 16.06, sem þykir mjög lélegt og bendir til þess hvernig ástandið er á síldar- markaðnum í Danmörku um þessar mundir. Á meðan verðið batnar ekki, er þess vart að vænta að mörg skip haldi héðan til þessara veiða. Eitrið í höfn Abo, 21. april. — NTB. HINUM umdeildu eiturflutn- ingum finnska ríkisolíufélagsins lauk í dag er síðustu tunnurnar af banvænum arsenikúrgangi voru losaðar úr danska skipinu Jens Rand og þær læstar inni i sér- stakri geymslu i höfninni Nádendal fyrir utan Abo í Finn- landi. Plata frá Pelican ROKKHLJÓMSVEITIN Pelican hefur sent frá sér tveggja laga hljómplötu. Eru á plötunni lögin Silly Piccadilly eftir Björgvin Gislason, við texta Agústs Guðmundssonar, og brezka lagið Lady Rose. Upptaka var gerð i Bandaríkjunum. Platan hefur að sögn framkvæmdastjóra sveitar- innar fengið góðar viðtökur og er fyrsta sending þegar uppseld. Vinnubrögð við samn- ingagerð gagnrýnd VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á Isafirði samþykkti kjarasamninga á fundi 6. apríl s.l., en í fréttatil- kynningu frá félaginu segir að fundurinn leggi þunga áherzlu á að hér sé aðeins um bráðabirgða- samkomulag að ræða. Þá telur fundurinn vinnubrögð við gerð kjarasamninga undan- farin ár, „þar sem félögum Alþýðusambandsins hefur verið haldið i tilgangslitlu og oft til- gangslausu samninga- og viðræðu- þófi mánuðum saman eftir að samningar verkafólks hafa verið úr gildi fallnir og liðnir venjuleg- ir uppsagnafrestir“, eins og segir í ályktuninni. BINGÓ BINGÓ í TEMPLARAHÖLLINNI, EIRÍKSGÖTU 5, KL. 8.30 í KVÖLD. VINNINGAR AÐ VERÐMÆTI 25 ÞÚSUND KRÓNUR. BORÐUM EKKI HALDIÐ LENG- UR EN TIL KL. 8.15. SÍMI 20010. Stóreign við miðbæinn Skrifstofu- verksmiðju eða verzlunarhusnæði, ca. 1500 ferm. gólfflötur á einni hæð, til sölu Hér er um að ræða glæsilega eign á góðum stað í borginni. Þeir sem áhuga hafa á kaupum leggi nöfn sín á afgr. Mbl. fyrir næstu helgi merkt. „Stóreign" — 7508 NYIR HÖCCDEYFAR FRA meira oryggi aukín þcegindi betri ending tOFf i r-w' ‘■0. I 1 11 o| XI V MONROE SUPER S00 4 MONROE SUPER SOO MONROE LOAO-LEVELER i< MONROE RIDE-LEVELER fyrir f lestar bifreiða (^nau st kf TRABANT UMBOÐIO INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 8451 1 ■Veitingahúsið- 09» í K«Ö!iO Næturgalar leika Húsið opnar kl. 20 Dansað til kl. 1 Spariklæðnaður SKIPHOLL Strandgötu 1 - Hafnarfiröi ■ ‘5? 52502 eman k KX MM 15522. Akureyringar — Dalvíkingar JÚDAS í HEIMSÓKN Miðvikudaginn (síðasta vetrardag) í Menntaskólanum. Sumardaginn fyrsta í Alþýðuhúsinu. Föstudag í Lóni. Laugardag í Víkurröst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.